Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 11 r Harrie de Kroon: Nafnlaus 1977. ík og aðeins fyrir það skera þær sig úr en jafnframt einnig um frásagnarmáta. Myndir Seef Peters eru mjög dulmagnaðar og það er loft- kenndur malerískur blær yfir myndum Pieter Mol svo og hin- um vel útfærðu myndum Harrie de Kroon. Ger van Elk er mjög sérstæður á sýningunni og hann hefur vissulega sérstakan boð- skap að flytja með myndum sín- um. Bas Jan Ader tjáir ást sína á móður jörð í myndum sínum og það er raunar öllum sameigin- legt á þessari sýningu. íslend- ingarnir njóta sín vel í þessum hópi, þeir eru mjög ólíkir inn- byrðis en sterkir í tjámiðli sín- um, — myndir þeirra hafa flest- ar áður verið sýndar hérlendis og fjallaði þá undirritaður um þær. Sýningin er mjög þess virði að listunnendur ómaki sig á Ný- listasafnið og hugsi sinn gang. Svo ber að þakka hollenzka menntamálaráðuneytinu er sendi sýninguna hingað, vel inn pakkaða og að auki í fylgd tveggja menningarfulltrúa frá hollenzka sendiráðinu í London. asti sprettur Gunnars Arnar orðið honum sjáanlega til mikils þroska, og það fer ekki milli mála, að Gunnar Örn hefur miklu meiri tök á hlutun- um en áður. Það er engu líkara en hann hafi losnað úr eins konar álög- um og orðið miklu léttari og frískari fyrir bragðið. Hitt er einnig auðséð, að það vant- ar nokkuð af hinum fyrri krafti í þessi verk, og það er ekki eins mikil togstreita milli litar og forms og þeg- ar best gekk í fyrri verkum. Hver veit nema þetta sé á næstu grösum? En að mínu mati er nokkru ábótavant, þeg- ar þetta hverfur úr eins góðum mál- ara og Gunnar Örn er. Danir kalla það „det maleriske", sem ég er hér að tala um. Það eru 63 verk á þessari sýningu í Listmunahúsinu. Þarna eru teikn- ingar, blönduð tækni, olíumálverk og acryl-myndir. Þarna eru portrett, model og margt fleira, sem verður listamanninum að yrkisefni. Þarna kennir margra grasa og því auðvelt fyrir menn að finna eitthvað við sitt hæfi. Sýning þessi í heild er falleg og vel upp sett, hvergi þrengt að neinu, og léttur tónn einkennir þessa sýn- ingu, sem sómir sér sérlega vel í þessu galleríi. Gunnar Örn Gunnarsson má vel við una með þann árangur, er hann sýnir á þessum fallegu veggjum. Það yrði of langt mál að ræða hér um hvert verk fyrir sig, en það væri sann- arlega hægt. En ég nefni örfá verk, er mér fannst sérlega merkileg á þessari ágætu sýningu: No. 3, 6, 17, 28, 32, 36, 40, 42, allt eru þetta það, sem ég vildi kalla sérstaklega eftirtektarverð myndverk. Upp í rjáfri eru einnig nokkrar myndir undir gleri og fara þær sér- lega vel í hinu skemmtilega umhverfi sem ég held, að sé sérkennilegasta sýningarpláss á þessu landi og þótt viðar væri leitað. Það er erfitt að gera mun á þeim verkum, en samt ætla ég sérstaklega að benda á nr. 54 og aðra mynd í sama dúr, sem er þarna undir súðinni. Með þessari sýningu sannar Gunn- ar Örn enn einu sinni, að það er ekki að ástæðulausu, að sérstakar vonir hafa verið bundnar við þekkingu hans og dugnað. Það mætti segja mér, að við værum ekki á flæðiskeri staddir, þar scm við eigum unga myndlist- armenn á borð við Þorþjörgu Hösk- uldsdóttur, Tryggva Olafsson og Gunnar Örn. Ég nefni þessi þrjú hér, vegna þess að mér finnst full ástæða til að vekja eftirtekt á því, sem vel er gert í öllu því öngþveiti og sýningar- fargani, sem við eigum við að búa. Það er mikil gæfa fyrir okkur að eiga fólk, sem stundar listgrein sína af þeirri alvöru og einlægni, sem lesa má úr verkum Gunnars Arnar. VELTIR HF SUÐURLANDSBRAUT 16 SÍMI 35200 Mjög ódýr massív furuhúsgögn lituð og ólituð HUSGÖGN Langholtsvegi 111. Sími 37010 og 37144 Þqð boraar sig aðvera „ , snemma i þvi aðlqta yfirfara velina! V0LV0 PENTA eru úrvals bátavélar. En jafnvel úrvals vélar þarfnast reglulegs eftirlits og viðhalds. Viðhaldsþjónustu Veltis er við - brugðið enda einvala lið sem hana annast. En því miðurerekki hægt að sinna öllum í einu og þess vegna er áríðandi að hafa tímann fyrir sér og panta strax. Jóhann Kárason er þjónustustjóri Penta vélanna. Hafið samband við hann eða sam- starfsmenn hans hið fyrsta. VÖLVO {PENTAj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.