Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 35 Biblíudagurirm 1982 Þórir Kr. Þórðarson prófessor við guófræóideild Háskóla íslands ritaði í Kirkjuritið fyrir nokkru grein sem heitir: Hvernig lesa á Biblíuna. Greinir hann þar nokkuð frá efni hennar og leiðbeinir nokk- uð um hvernig nálgast má hana og bendir á hvernig lesandinn notar hina nýju útgáfu. Verður hér gripið niður í upphaf greinarinnar: Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri HÍB: Nýju útgáfunni vel tekið - kostnaður um 2 m króna Efnið er erfitt við fyrstu sýn segir Þórir Kr. Þórðarson prófessor um Biblíuna „Biblían er mikið safn 66 bóka og rita. Hún spannar langa sögu frá 2. árþúsundi f. Kr. til fyrstu aldar hins kristna safnaðar og í henni er að finna bókmennta- verk er flokkast undir hinar ólíkustu gerðir bókmennta, svo sem ljóðabálka, leikrænar sam- talsbókmenntir, guðspjöll, ætt- arsögur, prédikanir, bréf, íbúa- skrár, forna „heimspeki", opin- berunarrit, skrár helgisiða, bæn- ir og áköll, lög, skírnarjátningar, svo eitthvað sé talið. Það er því augljóst, að nýjum lesendum og ungu fólki geti þótt erfitt að átta sig á innihaldi þessa merkasta safns heims- bókmenntanna við fyrstu sýn. Ekki auðveldar það skilninginn, að sumt efnið er ákaflega fornt og ber því margt fyrir augu sem ungu fólki kann að þykja fram- andlegt við fyrstu kynni. En smám saman þjálfast skilning- urinn á lífi forfeðra vorra, og lesandinn kemur auga á boð- skapinn, sem á erindi til allra tíma, einnig liðandi stundar á ævi ungs fólks á íslandi... Annað efni óskylt þessu fjall- ar um þjóðfélagið, þjóðfélagslegt réttlæti og réttlæti Guðs, hina miklu framtíðarsýn „spámann- anna“, sem svo eru nefndir, þ.e. kennimanna og prédikara. En síðast en ekki síst uppgötvar þú, að allt efnið ber þér trúarlegan boðskap. Einnig hið sögulega efni. Sagan er sögð til þess að flytja boðskap, og við lesturinn spyr þú: Hver er hann, þessi boðskapur?" VIÐ HÖFUM notið aðstoðar fjöl- margra sjálfboðaliða við útgáfu- starfið og víða fengið ókeypis fyrir greiðslu hér heima og hjá Samein- uðu biblíufélögunum, en kostnað- ur er eigi að síður mikill og hann er nú kringum 2 milljónir króna, sagði Hermann Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hins ísl. biblíu- félags, er Mbl. ræddi við hann í vikunni. — Alls hefur um 1 m.kr. farið til að greiða kostnað við þýð- ingar- og endurskoðunarstarfið gegnum árin og ritun og frágang handrits fyrir setningu og próf- arkalestur. Velunnarar félagsins lögðu fram þetta fjármagn. Kostnaður við setninguna sjálfa var um 400 þúsund kr. og lögðu Sameinuðu biblíufélögin það fram, en við endurgreiðum það svo á næstu árum og 600 þús. kr. kostaði pappír, prentun og band á fyrstu 8 þúsund eintökum Bibl- íunnar, sagði Hermann. Hann sagði myndarleg fram- lög hafa fengist frá Kristnisjóði og ríkissjóði og fjármálaráðu- neytið lánaði einnig nokkra upp- hæð til að greiða fyrir útkomu og fyrstu dreifingu Biblíunnar um landið í haust. Þá leyfðu stjórnvöld niðurfellingu sölu- skatts sem kunnugt er og kvaðst Hr. Pétur Sigurgeirsson biskup: Hvet menn til að eign- ast og lesa Biblíuna „Á nýju ári eru verkefni Biblíu- félagsins m.a. þau að prenta við- bótarupplag af Biblíum og gefa út Nýja testamenti og Davíðssálma í nýju þýðingunni og leturstærð verður valin við allra hæfi, ekki síst hinna elstu og yngstu,“ segir biskup íslands, hr. Pétur Sigur geirsson, í bréfi sínu er hann sendi söfnuðum landsins í tilefni biblíu- dagsins, sunnudaginn 14. febrúar. I bréfinu greinir biskup frá ýmsum atriðum í starfi Hins ísl. biblíufélags, sem er elsta starf- andi félag landsins, stofnað 1815. Segir hann nýja útgáfu Biblí- unnar sl. ár marka tímamót í út- gáfustarfi félagsins, tímabært hafi verið að gera umbætur á þýðingu textans og gamalt letur hafi verið slitið. Þá vekur hann athygli á þeim nýjungum sem í nýju útgáfunni eru: tilvitnana- kerfi, hver síða í tveimur dálkum með kaflafyrirsögnum, aftast sé viðauki með upplýsingum um öll 66 rit Biblíunnar og orðasafn og uppdrættir. „Hjálpargögn þessi, sem fylgja nýju útgáfunni, eru hin gagnlegustu til skilningsauka á efni Biblíunnar. Því hvet ég mjög til þess að sem flestir eign- ist þessa Biblíu og lesi hana,“ segir biskup. Þá getur hann þess að kristnir menn á Norðurlöndum hyggist safna fé til að koma einni millj- ón Biblía til Póllands þar sem hann segir að sé gífurleg eftir- spurn eftir henni og hvetur bisk- up til að ísland leggi sitt fram í þessu efni. Einnig hvetur biskup Islands í bréfi sínu til safnaða að vel verði tekið undir beiðni Bibl- íufélagsins í ár um fjárstuðning, kostnaður félagsins sé mikill og það sé í skuld við Sameinuðu biblíufélögin sem hafi veitt margvíslega sérfræðiaðstoð auk láns vegna nýju útgáfunnar, sem greiða þarf á næstu árum. Hermann Þorsteinsson framkvæmdastjóri Biblíufélagsins. Hermann vilja þakka drengskap og velvilja ríkisstjórnar. Þá greindi Hermann nokkuð frá helstu nýmælum útgáfunnar: — Guðspjöllin og Postulasag- an eru endurþýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testamentisins er endur- skoðuð. Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins. Efnið er sett upp í tvo dálka með millifyr- irsögnum og neðanmáls eru góð- ar skýringar á einstökum atrið- um textans. Hið vandaða tilvitnanakerfi með lykilorðum er þó meginnýj- ungin. Það er ómetanlegt fyrir lesendur sem finna hjá sér þörf og löngun til að sökkva sér niður í textann. Þetta tilvitnanakerfi er það viðamikið að væri það prentað sérstaklega myndi það fylla heila bók. Við töldum rétt að bæta úr brýnni þörf fyrir hjálparrit með því að taka þetta upp í nýju útgáfuna. Þá er mikill fengur að viðaukanum aftast í bókinni, sem ekki hefur verið áð- ur, en í honum er að finna mik- ilvæga ritningarstaði, kynningu á ritum Biblíunnar, tímatal og orðaskýringar, kort og staða- nöfn. En hvernig hefur útgáfunni verið tekið? — Mjög gleðilegt er að verða svo glöggt var við hve henni er fagnað. Bóksalar hafa sögur að segja af því hve glaðir og þakk- látir nýju biblíueigendurnir eru. Þeir segja: Biblían nýja er mjög ódýr bók, hún er ljómandi falleg og svo er letrið gott og læsilegt, þótt ekki sé það stórt. Dálkarnir auðvelda lesturinn. Tilvitnanirn- ar neðanmáls eru forvitnilegar og viðaukinn nýi aftast í bókinni hafsjór fróðleiks og mjög svo að- gengilegur. Sumir geta þess, að hinn ljóskremaði pappír sé bæði fallegur og góður fyrir augun, betri en hinn skjannahvíti papp- ír. Biblían nýja hefur nú dreifst í um 4 þúsund eintökum og sumar gerðir bókarinnar hafa verið uppseldar um tíma, en ný sending komst í bækistöð Biblíu- félagsins í Hallgrímskirkju ein- mitt nú rétt fyrir biblíudaginn, svo nú er aftur úr mörgum tiD brigðum bókbands að velja. Ársfundur HÍB hjá Ássöfnuði ÁRSFUNDUR Hins ísl. biblíufé- lags verður á morgun haldinn hjá Ássöfnuði. Hefst hann að lokinni guðsþjónustu, sem hefst kl. 14 að Norðurbrún 1. Séra Árni Bergur Sigurbjörnsson sóknarprestur og stjórnarmaður HÍB prédikar. Á dagskrá ársfundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og er fundurinn opinn velunnurum fé- lagsins auk félagsmanna. Þá verður við allar guðsþjónustur í kirkjum landsins og ýmsum samkomum tekið við gjöfum til starfsemi félagsins. Ijósm.: Nordurmynd Akuroyri Akureyrarmeistarar í bridge, sveitakcppni, 1982, sveit Stefáns Ragnarssonar. Aftari röð frá vinstri: Þórarinn B. Jónsson og Páll Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Þormóður Eiuarsson, Stefán Ragnarsson og Pétur Guðjónsson. Bridfltt Arnór Ragnarsson Bridgefélag Akureyrar Sveitakeppni BA — Akureyr- armótinu — lauk sl. þriðjudag. Sigurvegari varð sveit Stefáns Ragnarssonar sem hlaut 231 stig en það mun vera einsdæmi í sögu félagsins að sigurvegarar fái þetta mörg möguleg stig en mest var hægt að fá 260. Sveit Stefáns vann alla sína leiki og eru þeir félagar vel að meistaratitlinum komnir, allt ungir menn og vandvirkir við græna borðið. Áuk Stefáns eru í sveitinni: Pétur Guðjónsson, Páll H. Jónsson, Þórarinn B. Jónsson og Þormóður Einarsson. Úrslit í 13. og síðustu umferð- inni urðu þessi: Stefán Ragnarsson — Símon Gunnarsson 20—4 Ferðaskrifstofa Akureyrar — Stefán Vilhjálmsson 20—0 Sveit Menntaskólans — Sturla Snæbjörnsson 20—5 Gissur Jónasson — Anton Haraldsson 20-4 Alfreð Pálsson — Örn Einarsson 15-5 Páll Pálsson — Jón Stefánsson 14-6 Kári Gíslason — Magnús Aðalbjörnsson 11—9 Lokastaðan í mótinu varð þessi: Stefán Ragnarsson 231 Jón Stefánsson 192 Páll Pálsson 191 Magnús Aðalbjörnsson 184 Ferðaskrifstofa Akureyrar 176 Alfreð Pálsson 139 Stefán Vilhjálmsson 130 Kári Gíslason 112 Alls spiluðu 14 sveitir. Keppn- isstjóri var sem fyrr Albert Sig- urðsson. Næsta keppni BA er tvímenn- ingur með barometerfýrirkomu- lagi þar sem spilin eru tölvugef- in. Stendur þessi keppni yfir í 3—4 kvöld og hefst 16. febrúar, þ.e. nk. þriðjudag. Spilað er í Fé- lagsborg og hefst keppnin kl. 20. Bridgefélag Breiðholts Þegar einni umferð er ólokið í sveitakeppni félagsins er staðan mjög jöfn og spennandi en hún er þessi: Árni Már Björnsson 113 Fjöibrautaskólinn 112 Baldur Bjartmarsson 111 Gunnar Guðmundsson 103 Keppninni lýkir á þriðjudag- inn kemur en annan þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur en 2. marz hefst Butler-tvímenningur. Hefst skráning í þá keppni á þriðjudag hjá keppnisstjóra. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi. Bridgefélag Hafnarfjardar Laugardaginn 6. febrúar var árleg spilamennska milli Bridge- félags Akraness og Bridgefélags Hafnarfjarðar. l'rslit urðu: Eirikur Jónsson — Aðalsteinn Jörgensen 6—14 Alfreð Viktorsson — Sævar Magnússon 6—14 Hörður Jóhannesson — Ólafur Torfason 2—18 Guðni Jónsson — Ólafur Gíslason 7—13 Pálmi Sveinsson — Sigurður Emilsson 8—12 Úrslit urðu Göflurum afar hagstæð og þeir vinna á öllum borðum með samtals 71 stigi móti 29 stigum. Á sjötta borði var keppt um sér bikar og þar tapaði Óskar Ólafsson 20—0 fyrir Kristjáni Haukssyni. Sem sagt báðir bikararnir í Fjörðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.