Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Eiginmaður minn, GUOMUNDUR H. JÓNSSON vörubífreiðarstjóri, Kambsvegi 37, andaðist 11. febrúar. Sigríður Kristófersdóttir. Systir okkar og fóstursystir, KRISTLAUG PÉTURSDÓTTIR, Hringbraut 99, andaðist á Elliheimilinu Grund 12. febrúar. Lilja Pétursdóttir, Laufey Pétursdóttir, Arndís Jóhannesdóttir. fylóðir mín, FRÚ ÞORGERDUR HALLGRÍMSDÓTTIR fré Felli í Mýrdal, lést á Borgarspitalanum 11. febrúar. Andrea Oddsteinsdóttir. + Útför PÁLS ÓLAFSSONAR, Hraunbæ 92, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. febrúar nk. kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Ásta Ólafsdóttir, Ólafur Jónsson. + Innilegar þakkir fyrir samúöarkveðjur og vináttu við fráfall og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, INGUNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR, Eskihlið 6, Reykjavík. Ásmundur Pálsson, Ingibjörg Pétursdóttir, Halldór Karlsson, Gunnar Pétur Pétursson, Sæbjörg Ólafsdóttir, Guðlaug Sigurbjörnsdóttir, Þorsteinn B. Egilsson, Páll Ásmundsson, Dagbjört Ásmundsdóttir, Ragnar E. Sigurjónsson, Sigríður Ásmundsdóttir, Kristófer Magnússon og barnabörn. + Þökkum innilega samúðarkveöjur og vinarhug við andlát og útför JÓNS SIGMUNDSSONAR fyrrverandi framkvæmdastjóra, Akranesi. Sérstakir þakkir til starfsfólks E-deildar sjúkrahúss Akraness fyrir góða umönnun viö hinn látna. Garðar S. Jónsson, Kristín H. Jónsdóttir, Hörður Sumarliöason, Ólafur I. Jónsson, Helga Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúöarkveöjur og hlýhug til okkra vegna fráfalls KJARTANS BJORGVINSSONAR, Mjóeyri, Eskifiröi. Guöný Stefánsdóttir, Sigurveig M. Kristjánsdóttir, Rósa Kjartansdóttir, Þorsteinn Sigfússon, Jónbjörg Kjartansdóttir, Ásbjörn Sigurósson, Sigurveig M. Kjartansdóttir og barnabörn. + Þökkum inmlega auösýnda samúð og vináttu við andlát og jarðar- för eiginmanns míns, sonar, föður, tengdafööur, afa, bróöur og mágs, JÓNS GRÉTARS SIGURÐSSONAR lögfræöings. Sérstakar þakkir færum við félögum í Kiwanisklúbbnum Nesi á Seltjarnarnesi. Guðbjörg Hannesdóttir, Þuríöur Helgadóttir, Guðrún Sigríður Jónsdóttir, Sigurður Jónsson, Sígrún Jónsdóttir, Steinn Friðgeirsson, Þuríður Jónsdóttir, barnabörn, systur og mágar. Minning: Einar Steindórs- son Hnífsdal Fæddur 20. ágúst 1896 Dáinn 6. febrúar 1982 I dag fer fram frá Hnífsdals- kapellu jarðarför Einars Stein- dórssonar, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra í Hnífsdal, en hann lést 6. þ.m. á 86. aldursári. Einar Steindórsson var fæddur 20. ágúst árið 1896 í Leiru í Grunnavíkurhreppi í Norður- ísafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Steindór Gíslason, bóndi þar og síðar í Hnífsdal, og kona hans, Sigurborg Márusdóttir. Jörðin Leira í Leirufirði í Jök- ulfjörðum er að norðanverðu i stuttum dal, sem gengur inn frá fjarðarbotninum. Ofan í dalbotn- inn fellur skriðjökullinn úr Drangajökli og áin Leira undan honum. Undirlendi í þessum dal er mjög lágt, eggslétt og er neðri hluti þess fallegt engi, en gras- spretta þótti löngum vera mis- brestasöm og því veldur fram- burður árinnar. Fremri hluti þessa dals er aðeins gróðurlausar grjóteyrar og jökulruðningur. Þessi jörð hefur verið í eyði, senni- lega í nálega hálfa öld. Þegar við ferðumst á þessum slóðum og hugsum til þess, að þarna var búið, þá þykir okkur það með ólíkindum að ég tala nú ekki um unga fólkinu, sem ekki þekkir annað en allsnægtir og góða um- önnun. En á þessum stöðum og í þessum kotum stóð vagga margra þeirra merku manna, sem nú eru óðum að hverfa úr þessu lífi. Það er ómaksins vert að horfa aftur í tímann, láta hugann reika um þá erfiðu lífsbaráttu, sem háð var í þessu landi, á þessum kotum, þar sem fólkið varð að vinna hörðum höndum og ala upp stóran barna- hóp. Þarna lifði Einar Steindórsson fyrstu árin með foreldrum sínum og systkinum. Hann fluttist ungur til Hnífsdals og eftir það var hans starf þar og hugur allur. Einar Steindórsson lauk prófi frá Verzlunarskóla Islands árið 1920. Að námi loknu fór hann aft- ur heim í Hnífsdal og þar gegndi hann ýmsum störfum, var við verzlunarstörf, útgerð og fiskverk- un, bæði hjá öðrum og eins hjá sjálfum sér. En árið 1948 gerðist hann framkvæmdastjóri við Hraðfrystihúsið hf. í Hnífsdal og því starfi gegndi hann mjög lengi, eða fram undir áttræðisaldur, eft- ir því sem ég best man. Einar tók virkan þátt í félags- málastarfi í hreppi sínum og átti um langt árabil sæti í hrepps- nefnd. Hann var oddviti hrepps- nefndar Eyrarhrepps, fyrst 1922—1925 og aftur frá 1948 og til 1962. Hann var lengi í skólanefnd og sóknarnefnd. Hann átti sæti í sýslunefnd Norður-ísafjarðar- sýslu um langt árabil og var lengi starfandi í ungmennafélaginu Þrótti í Hnífsdal og í stjórn þess félags um tíma. Einar Steindórsson sóttist aldr- ei eftir vegtyllum og hafði sig aldrei í frammi að komast í stjórnir, nefndir eða ráð. En til hans var leitað að taka að sér margvísleg störf, sem hann var lengst ævinnar fús til að gera. Hann hafði mikinn áhuga á mál- efnum byggðarlags síns, bæði at- vinnumálum, menningarmálum og uppbyggingu í Eyrarhreppi. Hann var framkvæmdasamur maður og framfarasinnaður, sem vildi ieggja öllum góðum málum lið. Ef aðrir vildu heldur hafa for- ystu, var hann ávallt fús á að draga sig í hlé. En löngum var það þannig, að til hans var leitað að taka að sér þetta starf eða annað. Ástæðan fyrir því að svo oft var til hans leitað var fyrst og fremst sú, að hann var samviskusamur í öllum störfum, framúrskarandi duglegur og fylginn sér. Hann gat komið málum fram, sem stóð í flestum öðrum að gera. Menn spurðu oft, hvernig stendur á því að þessi hógværi og fágaði maður fær svo miklu áorkað í samskipt- um við aðra? Svarið við þeirri spurningu er, að hvar sem hann kom, sýndi hann drengskap, skyldurækni og vann hugi manna. Og einmitt vegna þessara mikil- vægu mannkosta kom hann mörgu því til leiðar, sem aðrir höfðu ekki lag á. Hann var í raun og veru alls staðar boðinn velkominn sem hann kom, vegna þess að allir fundu hjá honum góðvild, hrein- skilni og heiðarleik. — Ég halla ekki á neinn, þó að ég segi, að Ein- ar Steindórsson sé með mestu mannkostamönnum, sem ég hefi fyrir hitt á lífsleiðinni. Ég kynntist Einari Steindórs- syni þegar ég var ungur að árum. Þau kynni hafa staðið í hálfa öld. Eftir að ég var orðinn fullorðinn og átti mitt heimili á Isafirði var Einar þar tíður gestur, enda átti hann marga ferðina frá Hnífsdal til ísafjarðar. Það var alltaf gam- an að fá hann í heimsókn, það var alltaf ánægjulegt við hann að ræða. Það bar margt á góma. Það var oft talað létt um hlutina og alltaf tók hann öllu jafn ljúf- mannlega. Siðustu árin hafa samskiptin verið minni og við sáumst sjaldn- ar. Ég gladdist sérstaklega þó yfir því, að hann átti ferð í sumar hingað suður og á afmælisdegi mínum og kom þá til mín. Mér fannst af því sönn gleði og ánægja að sjá þennan aldna, trygga og góða vin. Aðeins einu sinni eftir það sá ég hann. Hann var heilsu- hraustur Iengst af ævinnar, kvik- ur í hreyfingum og göngumaður mikill. Hann las mikið og hafði yndi af lestri góðra bóka og ljóða og var hafsjór af fróðleik. Hann fékk hægt andlát. Það var ánægjulegt fyrir alla, að hann þurfti ekki að liggja rúmfastur. Ég held það hefði átt ákaflega illa við hann. Nú er þessi heiðursmaður horf- inn sjónum okkar. Hann hafði lif- + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför fööur okkar EYSTEINS EYMUNDSSONAR. Guöbjörg Svava Eysteinsdóttir, Kristjana Lilja Eysteinsdóttir, Ólafur Skúli Eysteinsson. + Innilegustu þakkir fyrir veitta vinsemd, viröingu og samúö vegna fráfalls og útfarar SVEINBJÖRNS JÓNSSONAR byggingarmeistara, Björn Sveinbjörnsson, Guðlaug Björnsdóttir, barnabörn, makar og barnabarnabörn. að langa ævi og eftir hann liggur mikið starf. Einar Steindórsson kvæntist Ólöfu Magnúsdóttur frá Hóli í Bolungarvík 3. desember 1938 og áttu þau saman ánægjulegt heim- ili í Hnífsdal á meðan hún lifði. Hjónaband þeirra varð því miður ekki langt, því Ólöf féll frá fyrir allmörgum árum. Hún var mikil gæðakona og þau virtu hvort ann- að, þau hjón. Eftir að Einar var orðinn aldraður maður þá flutti hann heimili sitt tii ísafjarðar til Hansínu dóttur sinnar og Krist- jáns Jónassonar framkvæmda- stjóra, manns hennar, að Engja- vegi 29 á ísafirði og hjá þeim dvaldist hann allt til dauðadags. Þau hjón, Ólöf og Einar, ólu upp einn dreng, Ágúst Jónsson, kvænt- ur Birnu Geirsdóttur. Einar Steindórsson var einlæg- ur stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins allt frá stofnun hans og var lengi formaður Sjálfstæðisfé- lags Hnífsdælinga, átti sæti í kjördæmisráði flokksins á Vest- fjörðum, sótti landsfundi og vann mikið starf fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og var fulltrúi þess flokks í fjölmörgum opinberum störfum. Við hjónin þökkum Einari Steindórssyni fyrir löng og góð kynni, fyrir einstaka vináttu og tryggð við okkur. Við söknum hans, en minning hans lifir í hjörtum okkar og í hvert skipti sem við heyrum góðs manns getið, þá munum við minnast Einars Steindórssonar. Hann var sannur heiðursmaður, sem sýndi aldrei annað en drengskap og heiðar- leika í öllu sínu líferni. Guð blessi minningu þessa látna vinar. Matthías Bjarnason Einar Steindórsson var kominn á efri ár, þegar ég kynntist honum fyrst. Þau kynni áttu eftir að verða náin, þegar ég um nokkurra vikna skeið var samstarfsmaður hans tvö sumur í Hraðfrystihús- inu hf. í Hnífsdal. Strax eftir okkar fyrstu kynni fékk enskætt- aða orðið „séntilmaður" skýrari merkingu í huga mínum. Éinar var sannur heiðursmaður; kurteis, grandvar og umtalsgóður. Aðrir munu rekja æviferil þessa mæta manns, frá því að hann fyrst sá dagsins ljós að Leiru í Leirufirði, þar til hann hvarf á fund feðra sinna eftir starfssaman ævidag í Hnífsdal. Einar Steindórsson tilheyrði forystusveit þeirrar kynslóðar, sem lagði grunn að nútíma at- vinnuháttum og efldi atvinnulífið, sem er undirstaða alls mannlífs í þessu landi. Hann var í hópi þeirra brautryðjenda, sem hófu atvinnurekstur á þriðja tug aldar- innar, hlutu eldskírn í erfiðleikum kreppunnar miklu, en hófust handa með hálfu meirri krafti, þegar rofa tók til á ný. Áuk starfa við atvinnurekstur, sveitarstjórnarmál og önnur fé- lagsmál, var Einar í hópi helztu máttarstólpa sjálfstæðismanna í Norður-ísafjarðarsýslu, og hann var einn þeirra ungu hugsjóna- manna, sem stofnuðu Samband ungra sjálfstæðismanna á þjóð- hátíðinni á Þingvöllum árið 1930. Alla tíð var Einar fróðleiksfús. í frístundum undi hann sér bezt við lestur góðra bóka, og til hinztu stundar fylgdist hann grannt með daglegum fréttum. Hann hafði gaman af ferðalögum innanlands sem utan, ferðaðist víða bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.