Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 9 Umsjónarmaöur Gísli Jónsson______________,134. þáttur Áður en Víkingur Guð- mundsson er kvaddur með þökk og virktum, skulum við aðeins hyggja að orðasam- bandinu skarður hlutur, sem hann minnti okkur á. Þetta er nú algengast í myndhverfa orðtakinu að bera skarðan hlut frá borði. Orðtakið merkir að bera lít- ið út býtum, bíða ósigur eða eitthvað þvíumlíkt. I þessu sambandi, ætlar prófessor Halldór Halldórsson, að hlut- ur merki aflahlutur, og væri orðtakið þá runnið frá þeirri athöfn, er sjómenn skipta með sér afla. I einhvers konar refs- ingar eða smánarskyni kynni þá einhver þeirra að hafa bor- ið skarðan hlut frá borði (borðstokk) í bókstaflegri merkingu. Ég styð Víking eindregið í þeirri viðleitni að varðveita hið fagra lýsingarorð skarður. Ég sé enga ástæðu til þess að láta önnur lýsingarorð, eins og t.d. frændyrðið skertur, út- rýma því. Skarður er að sjálf- sögðu skylt nafnorðinu skarð og sögninni að skerða, skarður er sá sem skarð hefur mynd- ast í eða orðið fyrir skerðingu. I ævafornum kvæðum er að finna góð dæmi um lýsingar- orðið skarður. Eyvindur Finnsson skáldaspillir, höfuð- skáld Norðmanna á 10. öld, kvað: Sátu döglingar með sverð of togin, með skarða skjöldu og skotnar brynjur. Hér hafa konungar beðið ósigur og sitja með sverð dreg- in úr slíðrum, en skildir þeirra hafa verið skemmdir og brynj- urnar skotnar í sundur. Hall- freður Óttarsson vandræða- skáld hefur þetta orð einnig á hraðbergi, er kunnast er það líklega úr hinni stórglæsilegu vísu Völundarkviðu, sem eng- inn veit höfund að: l>að spyr Níðuður, Njára dróttinn, að einn Völundur sat í Úlfdöium. Nóttum fóru seggir, negldar vóru brynjur, skildir bliku þeira við inn skarða mána. í síðari hluta þessarar vísu er svo mikill hraði og mynd- vísi, að sérhver tilraun til endursagnar er dæmd til að mistakast. Útfrá myndinni af hinum skarða mána í Völundarkviðu kemur mér í hug vísa, ein af mörgum, sem Örn Snorrason orti handa nemendum sínum, þeim til minnis. Skarður máni er vaxandi, þegar broddarnir vísa í austur, en tungl er minnkandi, er til vesturs snýr. Örn (Aquila) kvað: lieiðgult himinfé, höfði kinkandi. Alveg eins og c, er því minnkandi. Einar Sigurðsson skáld, kenndur við Eydali, höfuð- skáld Vísnabókar Guðbrands Þorlákssonar (frumprentun á Hólum 1612) gerði sér ljóst, eins og Guðbrandur, að bundið mál var minnisstæðara og áhrifameira en óbundið. Hann kvað: Kva'ðin hafa þann kost með sér, þau kennast betur og læra ger, en málið laust úr minni fer; mörgum að þeim skemmtun er. Margar af kennsluvísum Arnar Snorrasonar eru gerðar af þeim léttleika og þeirri íþrótt sem ein dugir í þessu sambandi og að svo stöddu læt ég tvær slíkar fylgja hér á eft- ir: „Blessaður", sagði Bangsimon og bauð mér kaffi: „l*að er aldrei ypsilon á eftir vafn.“ Snorri fékk hinn félausi fullan sekk með Herdísi. Vel hann bjó á Borginni. Burt fór svo að Reykholti. Bréf hefur þættinum borist alla leið frá Svíþjóð, og skrifar það góðkunningi minn fyrr á árum, Sigurður V. Sigurjóns- son læknir (Angantýsgranni) Angantyrs Gránd 2 í Lundi. Sigurður er að velta þvi fyrir sér, hvort ekki sé réttara að gera ráð fyrir því, að kon- ungsheitið harri og tökuorðið herra sé skylt hárr í merking- unni gráhærður fremur en hár í merkingunni hávaxinn, en ég mun hafa getið þess til. Herra væri þá eftir kenningu Sigurð- ar einnig skylt höss = grár, sbr. Hösmagi (grábotnóttur hrútur) og mannsnafnið Höskuldur, en það er talið merkja grákollur. þegar ég tek að fletta þessu upp í orðabókum, sýnist mér að Sigurður hafi að minnsta kosti eins mikið til síns máls og ég og kveð hann með þakk- læti fyrir bréfið og gamlar, góðar stundir. Vonda prentvillu i síðasta þætti þarf svo að leiðrétta. Þar stendur: „Áður hef ég oftar en einu sinni minnst á þau undur að lýsingarorðið var er í máli margra orðið eins í öllum kynurn." Hér hefur j fallið brott. Að sjálfsögðu á þetta að vera öllum kynjum. Stílgalla í sama þætti, runn- inn frá sjálfum mér, læt ég lesendur eftir að finna og lag- færa. Fjáröflun til kristniboðs í kvöld, laugardag 13. febrú- ar kl. 20:30, verður haldin sér- stök fjáröflunarsamkoma í Betaníu við Laufásveg í Reykjavík. Er hún á vegum Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík. Lilja Kristjánsd- óttir lfytur kristniboðsþátt, Helga Magnúsdóttir syngur einsöng og Guðlaugur Gunn- arsson talar. Þá verður ha- ppdrætti og rennur ágóði kvöldsins til starfsemi Sam- bands ísl. kristniboðsfélaga í Eþíópíu og Kenýa. rV0Nl«IS7«IK----------- *Wö M flfl w m WoU VlóSfR ^ðfl/ií W VIÆKK090 SvííflST1' ÞIMiIIOLT Fasteignasala — Bankastræti fsími 2945531nur Opið í dag | 2JA HERB. ÍBÚÐIR k Austurgata Hf. ca. 50 fm jarö- 2 hæö. meö sér inngangi. H Vesturberg 65 fm á 2. hæö. Af- hendist eftir mánuð. Utb. 390 ^ þús. * Mariubakki 70 fm vönduö á ^ fyrstu hæö. Þvottahús innaf h eldhusi. Verö 560 þús. Spóahólar Ca. 60 fm á 2. hæö. J Utb. 400 þús. Q Týsgata 50 fm í kjallara. Utb. k 360 þús. k Engjasel Falleg 83 fm á 4. hæö. ™ Suöur svalir. Utb. 460 þús. 3JA HERB. ÍBÚÐIR | Hlióarvegur. 82 fm i tvíbýlishúsi. k Verö 650 þús. 1 Irabakki 90 fm á 2. hæö. Verö 720 þús. 4 Sörlaskjól ca. 65 fm ibúö i risi. k Verö 550 þús. ^ Ferjuvogur 107 fm á jaröhæö i ™ tvíbýlishúsi meö bilskúr. Utb. ^ 600 þús. k Æsufell 87 fm á 6. hæö meö 2 útsýni. 1 Hófgerói Góö 75 fm ibúð i kjall- 3 ara. Ný eldhúsinnrétting. Verö k 590 þús. ,? Kaldakinn 85 fm risibúö í þrí- ^ býlishúsi. Sér hiti. Verö 610 þús. | Reynímelur Ca. 70 fm í kjallara, b meö sér inng. Laus 1. apríl. 2 Orrahólar Vönduö 90 fm á 1. ^ hæö. Góöar innréttingar. Útb. h 500 þús. w Hraunbær 87 fm á 3. hæö. ® Herb. í kjallara fylgir. Útb. 510 9 þús h Mosgerði Ca. 65 fm risibúó i tví- bylishusi. Talsvert endurnyjuö. ™ Verö 580 þús ^ Sólheimar Ca. 100 fm á 11. h hæö. Tvennar svalir. Útb. 570 2 þus. 1 Spóahólar á 1. hæö 85 fm. Útb. ^ 560 þús. k Suöurgata Hf. meö sér inngangi 2 ca. 75 til 80 fm á jaröhæð. Upp- ^ ræktuö lóö. Utb 470 þús. 1 4RA HERB. ÍBÚÐIR Tjarnargata 120 fm hæö auk 3 h herb. i sameign. ibúöar- eöa at- 2 vinnuhúsnæöi. Verö tilboð. í Engjasel Sérlega góö 108 fm á tl fyrstu hæð meö bilskýli. Til af- ks hendingar strax. 2 Hverfisgata Nystandsett íbúö á 4 2. hæö í steinhúsi. Allt nýtt á || baöi. Ny teppi. Laus. Bein sala. k Snæland 110 fm á 1. hæó, 2 vandaöar innréttingar, þvotta- ^ hús á hæóinni. h Þverbrekka Falleg 5 herb. ibúö ^ á 117 fm á 6. hæð. Mikiö útsýni. 2 Útb. 640 þús. ^ Vesturberg Mjög góö 110 fm á h 3. hæö. Akv. sala. ^ SÉRHÆÐIR k Austurborgin 3 glæsilegar 2 hæöir, ásamt bílskúrum. Skilast ^ tilbunar undir tréverk. Í EINBÝLISHÚS Malarás 350 fm hús á tveimur k hæóum, skilast fokhelt og púss- 2 aö að utan. Möguleiki á séríbúö. I Flúðasel Vandaö raöhús, tvær (1 hæöir + kjallari ca. 230 fm. Bíl- k skýli. Skipti möguleg á sérhæö. J Mýrarás æ Botnplata. 154 og bílskúr. Verð 550—600 þús. Jóhann Davíðsson, kh sölustjóri. , Sveinn Rúnarsson. Friðrik Stefánsson, viðskiptafr. w usava FLÓKAGÖTU 1 SÍMI24647 Vefnaðarvöruverslun Til sölú vefnaöarvöruverslun í Kópavogi hentar vel sem fjöl- skyldufyrirtæki. Bújörð Til sölu vel hýst góö fjárjörð í Vestur-Húnavatnssýslu. Lax- og silungsveiði. Skipti á fasteign i Reykjavík æskileg. Lögbýli Hef kaupanda aö litlu lögbýli. Parhús — Túngata Til sölu parhús á góðum stað við Túngötu í Reykjavík. Á fyrstu hæð er dagstofa, borö- stofa og eldhús. Á efri hæð eru 3 rúmgóð svefnherb., baðherb., og svalir. I kjallara 2 stór íbúð- arherb., eldhús, snyrting, þvottahús og geymsla. Sér inn- gangur í kjallara. Bilskursréttur. Eignin er í góðu standi. Ræktuð lóð. Húsið er ákveðið í sölu. í Vesturbænum 4ra herb. nýstandsett ibúð laus strax. Einbýlishús óskast Hef kaupanda að rumgóðu ein- býlishúsi, sem hefur í útb. 1,5 millj. Þarf helst að vera laust 1. júlí nk. Helgi Ólafsson löggiltur fasteignasali, kvöldsími 21155. OPIÐ í DAG VITASTÍGUR 5 herb. risíbúð í steinhúsi. Tvær stofur 3 svefnherb. svalir. Verð 750 þús. GAMLI BÆRINN 4ra herb. íbúð á 2 hæðum, 86 fm. Sér inngangur, sér hiti. Verð 600 þús. ENGIHJALLI KÓP. 3ja herb. 94 fm í þriggja hæða blokk. Suðursvalir. Ekki að fullu frágengin. Verð 700 þús. SNÆLAND 4ra herb. íbúð á 1. hæð., 110 fm. 3 svefnherb. VESTURBÆR Ný uppgerð 4ra herb. ibúð, 95 fm 2 svefnherb. 2 samliggjandi stofur. Verð 800 þús. MIÐBÆR Góð 4ra herb. risíbúð. 3 svefnherb. og rúml. 100 fm. Verð 780 þús. LUNDARBREKKA 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Góð íbúð. Verð 700—750 þús. HRAUNBÆR 3JA HERB. 3ja herb. íbúð á 3. hæð ásamt aukaherb. í kjallara. Verð 680 þús. HRAUNBÆR 2ja herb. íbúð á 1. hæð. 65 fm. Verð 550 þús. FLYÐRUGRANDI 2ja herb. 67 fm ibúð á jarðhæð. Fæst í skiptum fyrir 3ja herb. íbúð við Flyðrugranda. NJÁLSGATA 2ja herb. standsett kjallaraibúð. Ósamþykkt. Verð 260 þús. EYJABAKKI 2JA HERB. 2ja herb. ibúð á 2. hæö í góðu ásigkomulagi. 68 fm. Verð 560 þus. Höfum einbýlishús í Keflavik og Hveragerði og öðrum stööum á landinu. Óskum eftir öllum stærðum fasteigna á söluskrá. Erum fluttir á Skólavöröustíg 18, 2. hæð. HÚSEIGNIN Pétur Gunnlaugsson lögfr,, Skólavörðustíg 18, 2. hæó. Símar 28511 28040 28370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.