Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 44
i 44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 llf 7-vf „^xxb Uer§uir alífc í lc\g\ hann \ k.lukku- Siund. \J\6 slculum -Para. i hádecýsmat" L. Kg man ekki lengur hvað það var sem ég tapaði, en ef þú segir mér hvað fundist hefur gaeti það hjálp- að upp á minnið! Borðaðu nú telpa mín. Láttu bara eins og það séu súrsaðir selshreyf- ar! HÖGNI HREKKVÍSI „pBTTA BR LÍKA5T FR0M6KD6I, "SKAL E& á£ÖíA pEfV Fyrirspurn til verðlagsstjóra Neytandi skrifar: „Velvakandi. Viltu birta eftirfarandi þanka og gaman væri að heyra álit verð- lagsyfirvalda (verðlagsstjóra): Verðkannanir að undanförnu gefa tilefni til þess, að almenningi séu gefnar betri og tíðari upplýs- ingar um leyfilegt verð vöru og þjónustu. Þar sem mörg blöð eru ríkisstyrkt væri ekki óeðlilegt að þau birtu endurgjaldslaust aug- lýsingar um verðlag. Slíkar aug- lýsingar birtast af og til í Lögbirt- ingarblaðinu. Gæti nú ekki verðlagsstjóri birt svona auglýsingar í dagblöðunum? Það væri heppilegt að hafa þær jafn stórar, t.d. á A5-stærð, svo að almenningur vendist á að safna þeim og geyma þær á vísum stað. Þetta ætti að verða til þess, að fólk greiddi skv. þessum auglýs- ingum og ekki meira." Að loknu grunnskólaprófi Jón Á. Gissurarson skrifar: „Velvakandi. Fyrir fáum dögum birtist hér athugasemd frá tveimur nem- endum í Langholtsskóla. Þeir kvörtuðu um of skamman tíma að leysa verkefni eins vel og þeir hefðu verið færir um í nýloknu grunnskólaprófi. Ég skil mæta vel gremju þeirra. Það er súrt í broti að vita sig geta leyst verk- efni en skorta til þess tíma. Ósk þessara nemenda er að próftími verði lengdur framvegis. Lýsir þessi afstaða óvenjulega ríkri réttlætiskennd, því að ekki eru þeir að krefjast fríðinda sér til handa, heldur þeim sem síðar svona próf taka. Undanfarin ár hef ég verið eftirlitsmaður með þessum próf- um í skóla einum. Ég fellst á að nemendur þessir hafi lög að mæla, tími hafi verið knappur einmitt í grein þeirri sem um ræðir. Próftími var tvær og hálf klukkustund í málum og þrjár í stærðfræði. Þetta tel ég of langan tíma fyrir 15 til 16 ára unglinga. Þeir eru vanir fjörtíu mínútna kennslustundum og eiga svo að sitja yfir prófi sínu í næstum fjórfalt lengri tíma í málum og hátt í fimmfalt lengri tíma í stærðfræði. Þeir eru hvorki van- ir slíkum vinnubrögðum né hafa þrek til þess. Tillaga mín er því sú að próftími verði styttur í svo sem tvær klukkustundir og próf- verkefni sniðin að því. En hvernig eiga prófverkefni að vera svo að tími sé við hæfi? Ég hafði langa reynslu að búa til prófverkefni í stærðfræði fyrir nemendur á þessum aldri. Reynsla min var þessi: Ef reynd- ur kennari í greininni leysti það á svo sem tuttugu mínútum á sama hátt og búast mátti við að nemendur ynnu það, þá væri það hæfilegt verkefni nemendum í tvær klukkustundir. Löng próf gefa engu betri mynd af kunn- áttu nemenda á þessu aldurs- skeiði, ef rétt eru samin. Ég tel að samræmd prófverk- efni grunnskóla fari batnandi. Aberandi að dæmum í stærð- fræði var nú betur raðað eftir þyngd. Er það augljós kostur. Hins vegar saknaði ég svo sem eins dæmis í lokin sem virkilega hefði reynt á dug hinna allra slyngustu. En meðalmennska svífur yfir vötnunum, enginn má skara framúr. Það stríðir móti ríkjandi jafnréttiskennd. Aðeins kraftidíótar með ágæti sitt í löppum og vöðvaafli mega sýna dug sinn allan. Við metum meir drauginn Glám en spekinginn Stjörnu-Odda.“ Liggur við yfírliði K.G. skrifar: „Kæri Velvakandi. Mikið er það dásamlegt þegar strætisvagnastjórarnir athuga að hafa opna glugga. Það eru fleiri en ég sem kvarta vegna loftleysis í sambandi við leið 12. Venjulega er vagninn svo troðfullur þegar ég fer heim úr vinnunni, að manni liggur við yfirliði, séu gluggarnir lokaðir. Einnig veit ég að margan fýsir að vita, hvort ekki sé mögulegt að hafa ferðatíðnina meiri á þessari leið frá klukkan tæplega 17 til rúmlega 18.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.