Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1982, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 1982 Hollensk/ íslensk sýning Myndlíst Bragi Asgeirsson Laugardaginn 7. febrúar var með viðhöfn opnuð hollenzk/ís- lensk sýning í húsakynnum Ný- listasafnsins að Vatnsstíg 9. Sýningin er farandsýning er víða hefur flakkað og verður hún ein- ungis opin til sunnudagskvölds þar sem Hollendingum liggur á því að fá myndir Islendingsins Sigurðar Guðmundssonar til baka vegna fyrirhugaðrar sjón- varpskvikmyndar er gera á um list hans og viðhorf. Sýningin ber samheitið „Einkaheimar" eða „Persónuheimar", (Persön- liche Welten) og eru sýnendurnir 9 talsins og þar af tveir Islend- ingar, er um langt skeið hafa lif- að og starfað í Amsterdam, Sig- urður Guðmundsson og Hreinn Friðfinnsson. Hollenzku lista- mennirnir nefnast: Bas Jan Ader, Ger van Elk, Pieter Holstein, Piet- er Laurens Mol, Harrie De Kroon, Sef l’eeters, Nicolaus Urban, Ben D’Armagnac og Gerrit Dekker. Sýning þessi er gott dæmi um hugmyndafræðilega list svo sem hún hefur verið að þróast í Hol- landi. Listamennirnir byggja upp á sjálfinu sem uppsprettu tilfinninga, hugmynda og reynslu sem síðan er varpað fram sem broti af veruleika, — eins konar gagnvirk áhrif, því að án heims er erfitt að hugsa sér sjálf. Hér koma og fram hugtök eins og innra sjálf, kenndavit- und, huglægi. Fyrirbærið er til í bókmenntum og nefnist þá „Die neue Innerlichkeit“. Hér er talað um, að rannsókn- ir á breiðu sviði hafi látið undan síga fyrir dýptinni. Þetta megi þó ekki leggja að líku við að hendast öfganna á milli. í heim- speki 20. aldar hafi margoft ver- ið bent á að huglægi og hlutlægi geti ekki skoðast hvort í sínu lagi. A þessu eiga menn að vilja flaska. Þegar t.d. listamaður hefur sjálfan sig þráfaldlega að myndefni verka sinna tákni það ekki að hann sé að hampa sjálf- um sér segjandi „hér er ég“. Síð- ur en svo — því að það er reg- inmundur á X einstaklingi og þeirri ímynd X-l, sem hann tek- ur á sig í verkinu. Aðeins á yfir- borðinu eiga þeir eitthvað sam- eiginlegt, en í raun er listamað- urinn að gera huglægi sitt hlut- lægt. Orðið „ég“ í ljóði táknar aldrei skáldið sjálft. Sennilega er dálítið erfitt fyrir venjulegt fólk að skilja þessa rökfræði og sjálfur vil ég mót- mæla síðustu fullyrðingunni. Einungis harðsoðnir einstefnu- menn geta slegið því föstu að orðið „ég“ í ljóði tákni aldrei skáldið sjálft. Einhver sagði víst: „aldrei að segja aldrei", og hér á það vissulega við og þetta er að alhæfa hlutina einum um of til hags fyrir ákveðna fræðikenn- ingu. En látum alla rökfræði um Sigurður Guðmundsson: Nafnlaus 1976. hugmyndafræðilega list lönd og leið og snúum okkur að sjálfri sýningunni. — Áður er rétt að vísa til þess að sýningin er ekki samsett með tilliti til tækni- miðla svo sem eins og ljósmynd- unar, heldur afstöðunnar til veruleikans: innihaldsins. — Sýningin í heild hlýtur að vera þeim nokkur opinberun er ekki þekkja til þessa geira myndlistar, en ég hef sjálfur séð svo mikið af þessu tagi, að ekk- ert kemur mér hér úr jafnvægi. Hrifmest og fjölbreyttust þóttu mér verk Nicolaus Urban en ann- ars gat ég ágætlega samið við alla listamennina. Ég er nú á þeirri línu, að vera ákaflega hrif- inn af því inntaki sem heimur ljósmyndarinnar opinberar skoðandanum. Myndir Pieter llolstein skera sig mjög úr á sýn- ingunni og jafnvel svo mjög, að maður á erfitt með að skilja er- indi hans í þetta samsafn mynda, en sjálfsagt snúa for- svarsmenn sýningarinnar sig úr slíkum framslætti með hug- myndafræðilegum rökum. Myndir hans eru unnar í svo hefðbundnu efni sem málmgraf- Aðfor hins nýja Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson SKÍRNIR Tímarit Hins íslenska bókmennta- félags. 155. ár. Ritstjóri: Olafur Jónsson. 1981. Skírnir gamli er að þessu sinni helgaður umræðu um módern- isma, fjallar að verulegu leyti um nýjungar í bókmenntum. Ritstjórinn, Ólafur Jónsson, skrifar langa grein sem nefnist Atómskáld og módernismi. Hann spyr í upphafi greinar: „Er markvert að tala um sérstaklega nútímastefnu: módernisma í ís- lenskum bókmenntum?" Hann svarar þeirri spurningu játandi, en getur þess að merking orða eins og nútímastefna, módern- ismi og nýstefna liggi ekki í aug- um uppi. Niðurstaða Ólafs verður sú að módernar megi „kalla þær bókmenntir, rithöfunda, skáldrit sem á hverjum tíma birta skýrast aðför hins nýja, nýja lífskynjun, lífsvitund að mótast og verða til, sjálfar að efnivið og formgerð sinni afsprengi breytinganna og framvindunnar, nýja tímans". Ólafur bætir við: „Þannig séð er að vísu íslenskur módernismi jafngamall nútíma-bókmenntum í landinu og ef til vill að endingu sterkasta áhrifsaflið í bókmennt- um aldarinnar." Fallast má á þessa skilgrein- ingu með fyrirvara þó. Eiginlegur módernismi er naumast til í ís- lenskum bókmenntum séu erlend verk módernista höfð í huga. En ekki sakar að tala um nútíma- legar bókmenntir eða nýstárlegar þegar átt er við það sem mest kemur á óvart og er ólíkast því sem áður hefur verið gert. í grein sinni andmælir Ólafur Jónsson ýmsu því sem stendur í bók Eysteins Þorvaldssonar: At- ómskáldin. Ólafur bendir með réttu á hve atómskáldin eru ólík, sum þeirra nánast hefðbundin í skáldskap sínum og viðhorfum. Og hann gerir sér vel grein fyrir því bili sem er á milli kynslóðar atómskálda og næstu skálda- kynslóðar á eftir þeim. Ég held að meðal helstu veikleika bókar Olafur Jónsson, ritstjóri Skírnis Eysteins Þorvaldssonar sé árátta hans að leggja að jöfnu nýjungar í formi og félagslegt inntak ljóða. Flest atómskáldanna hneigðust að vísu til vinstristefnu, en gekk sjaldan vel að sameina hug- myndafræði og formbyltingu eða formbreytingu sem mér þykir betra orð. Silja Aðalsteinsdóttir minnir á tregðu atómskálda að viðurkenna áhrif Steins Steinarr á þá, jafn- vel telja hann að mestu' hefð- bundinn. Þessu verða auðvitað atómskáldin að svara sjálf og standa við. Grein Silju nefnist Þú og ég sem urðum aldrei til. Exist- ensíalismi í verkum Steins Stein- arr. Silja talar líka um módern- isma. Hún segir: „Þó að stök ljóð hafi birst í anda módernisma á íslensku áður en Steinn Steinarr fór að gefa út ljóðabækur þá tel ég óhætt að fullyrða, að hann sé fyrsta skáldið sem er módernísk- ur að lífssýn og hugsun frá upp- hafi til enda.“ Existensíalisma Steins skilgreinir Silja með hliðsjón af evrópskum existensí- alistum. En hafi Steinn verið ex- istensíalisti eins og Silja rökstyð- ur ágætlega er mjög hæpið að kalla hann módernista. Hug- myndaheimur og lífsskilningur módernista lýtur ekki sömu regl- um og existensíalistar tileinkuðu sér snemma. Existensíalistar geta ekki kallast módernistar í þröngri merkingu orðsins. Það er að minnsta kosti mjög frjálsleg orðnotkun. Önnur grein sem birtir margar athuganir um existensíalisma og firringu nútímabókmennta er Einfarar og utangarðsmenn eftir Matthías Viðar Sæmundsson, en hún fjallar um nokkrar sögur eft- ir Thor Vilhjálmsson og Geir Kristjánsson. Matthías Viðar kemst furðu langt í því að benda á líkindi með Thor Vilhjálmssyni og Geir Kristjánssyni, en niður- staðan bendir til þess að hann átti sig líka á hvað er óskylt með þessum höfundum. Sögur Thors eru „flóknari og óreiðukenndari" en sögur Geirs, hugmyndaheimur Geirs „er ekki eins margþættur og mótsagnakenndur. Hann er sjálfum sér samkvæmur í heim- spekilegri afneitun sinni." Það er einnig augljóst að frásagnarað- ferðir þessara höfunda eiga ekk- ert sameiginlegt. Thor hefur til- einkað sér opinn, en þó oft myrk- an flæðistíl. Geir er oftast raunsæilegur í frásögn sinni, stíllinn hnitmiðaður. Grein Vésteins Ólasonar, Frá uppreisn til afturhalds, hefur að undirfyrirsögn Breytingar á heimsmynd í skáldsögum Indriða G. Þorsteinssonar. Þar hyggst Vésteinn sanna að Indriði, „full- trúi uppflosnaðra sveitaöreiga", hafi vegna breytts efnahags, betri aðstöðu í þjóðfélaginu en áður og gerst afturhaldssamur. Mér þykja þessar bollaleggingar þótt ekki séu þær alveg út í hött á öðru plani en fyrrnefndar grein- ar. Þær mótast af pólitískri beiskju. Margt gott efni er í Skírni að þessu sinni, en að öðrum ólöstuð- um þykir mér einna mest til koma þeirrar heimspekilegu um- ræðu sem Páll Skúlason iðkar í grein sinni Hugleiðingar um heimspeki og frásagnir. I þessari grein (Háskólafyrirlestri) ræðir Páll um hve fátæklegar íslenskar bókmenntir eru af heimspekilegri hugsun. En hann tekur engu að síður upp merki frásagnarinnr sem flestum heimspekingum er þyrnir í augum. Páll virðist hugsa sér að um málamiðlun geti verið að ræða milli heimspeki og frásagnar. • • Gunnar Orn sýnir Myndlist Valtýr Pétursson l>að má tcljast til meiri háttar við- hurða í myndlist okkar, þegar menn á horð við Gunnar Örn Gunnarsson halda sýningu á verkum sínum. Ilann hefur þegar unnið sér nafn sem einn efni- legasti málari yngri kynslóðarinnar. I>ær eru orðnar tólf einkasýningar hans, hérlendis og í Kaupmannahófn. lltan Keykjavíkur man ég eftir sýningum Gunnars á Akureyri og llúsavík og dugnaður Gunnars ætti að vera auðsa-r. þegar þess er gætt, að hann er ekki gantall maður. I’ar að auki hefur Gunn- ar Örn verið þátttakandi í fjölda sam- sýninga hér og erlendis. Gunnar Örn Gunnarsson er að mestu sjálfmenntaður í list sinni, og það eru ekki margir af hans kynslóð, sem málað hafa af eins gegndarlausri þrá og þörf fyrir að tjá sig í litum og línum. Hann hefur mörg undanfarin ár notað mannslíkamann til að halda myndefni sínu saman, en nú bregður svo við á sýningu hans í List- munahúsinu við Lækjargötu, að það er andlitið, sem ræður ferðinni. Gunnar Örn hefur einnig breytt til með litarefni, og nú er það acryl og blönduð tækni, sem hann beitir af mikilli fimi í myndgerð sinni. Finnst mér sem um hafi losnað í verkum Gunnars og hann hafi fundið nýjar leiðir að verkefnum sínum. Hann er einnig i þessum verkum nokkuð djarf- ari í listrænni túlkun en áður. Skýr- ingin á þessu gæti einfaldlega verið sú, að þessi nýtilkomna litatækni og andlitið sem myndbygging eigi miklu ríkari ítök i vitund hans en hann sjálfur gerði sér ljóst, er hann breytti til. Hvað sem veldur, hefur þessi síð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.