Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 1

Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 34. tbl. 69. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Prentsmiöja Morgunblaðsins. Olíuborpallur hverfur í hafíð með 84 menn Olíuborpallurinn Odero Ocean Ranger, sem hvarf í hafið í gær í ofsaveðri austur af strönd Ný- fundnalands med 84 menn inn- anborðs. Þyrlur og skip leita nú þeirra, sem hugsanlega hafa get- ad hjargað sér í hjörgunarbát, en á því voru ekki taldar miklar lík- ur. Ocean Ranger var einn af stærstu olíuborpöllum í heimi. APsímaim nd Si. Johns, Nýrundnalandí, 15. IVhrúar. Al*. OLÍUBORPALLl undan strönd Nýfundnalands hvoifdi í dag í miklu óveðri og hurfu með hon- um í hafið 84 menn. Þeim hafði áður verið skipað að yfirgefa pallinn í sérstökum björgunar bátum, sem þar eru hafðir til taks, en óveðrið og allt að 15 metra ölduhæð munu hafa komið í veg fyrir tilraunir þeirra til þess. Björgunarskip og þyrlur eru nú á staðnum og má sjá úr þeim lík mannanna velkjast í sjónum en ógjörning- ur er að ná þeim fyrir veðurofs- anum. Olíuborpallurinn, Odeco Ocean Ranger, var 281 km í hafinu austur af St. Johns á Nýfundnalandi en ofsaveður er nú á þeim slóðum. Fyrr í dag, þegar pallurinn var tek- inn að hallast, var mönnunum skip- að að yfirgefa hann í björgunarbát- um en skömmu síðar rofnaði allt Þrennt var handtekið með byssu eftir komu Páls páfa til Nígeríu l.ai»os, 15. fuhrúar. Al*. LÖGREGLAN í Lagos í Nígeríu handtók vopnaðan mann á helsta íþróttaleikvanginum í borginni skömmu áður en l’áll páfi flutti þar messu sl. föstudag og þrjár vopnaðar manneskjur voru hand- teknar í gær, sunnudag, á flugvell- inum í Kaduna í norðurhluta landsins. Þessar fréttir eru hafðar eftir Fréttastofu Nígeríu en lög- reglustjórinn í I.agos segist hins vegar ekkert kannast við málið. Fréttastofan, stm er ríkisrekin, segist hafa það eftir heimildum innan lögreglunnar, að vopnaði maðurinn í Lagos hafi verið handtekinn þegar hann reyndi að brjótast með valdi inn á leikvang- inn og að við leit á honum hafi fundist skammbyssa og skotfæri. Þremenningarnir í Kaduna, tveir karlmenn og ein kona, voru hand- teknir þremur stundum eftir að páfi fór þaðan og fór lögreglan þar eftir ábendingu leigubíl- stjóra, sem hafði séð skamm- byssu í fórum fólksins. Eins og fyrr segir vill lögreglu- stjórinn í Lagos ekki kannast við þessar fréttir og í sama streng tekur talsmaður Vatikansins, Romeo Pancirolli, sem er í för með páfa í átta daga ferð hans um Afríkulönd, en það er hans fyrsta utanför eftir að reynt var að ráða hann af dögum í maí á síðasta ári. Sjá „Páfa vel tekið í Nígeríu" á bls. 18. Ungar skólastúlkur taka hér á móti Páli páfa þegar hann kom í gær til háskólans í Ibadam í VesturNígeríu en þar er Yoruba-ættflokkurinn fjölmennur. Páfa hefur verið fagnað ákaflega þar sem hann hefur komið í NígerÍU. AP’síinamynd samband við þá. Þegar björgunar- skip og þyrlur komu svo á vett- vang var pallurinn horfinn en akk- erisbaujurnar sögðu til um hvar hann hafði verið. Einnig sáust í sjónum þrír björgunarbátar frá olíuborpallinum en enginn maður var í þeim. Á pallinum voru til björgunarbelti fyrir alla, sem þar voru, en ekki er vitað hvort menn- irnir höfðu tíma til að setja þau á sig. Talsmaður leitar- og björgunar- mannanna sagði, að ölduhæðin, allt að 15 metrar, og óveðrið gerðu það að verkum, að ekki væri hægt að ná til líkanna í sjónum þó að til þeirra sæist úr skipunum. Á slysstaðnum eru nú tvær þyrlur, sem höfðu verið sendar til að flytja mennina frá pallinum, og tvö skip og von var á öðrum þremur skipum. Talsmaður Mobil-olíufélagsins, sem var með borpallinn á leigu, sagði, að hann hefði verið við bor- anir úti fyrir ströndum Nýfundna- lands í hálft annað ár og verið á þessum stað síðan í nóvember. Á olíuborpallinum störfuðu 10 Banda- ríkjamenn og 74 Kanadamenn. Fullyrt er, að engin hætta sé á að olía fari að streyma út úr holunni, sem verið var að bora. Mesta slys af þessu tagi varð fyrir tæpum tveim- ur árum þegar íbúðarpallinum Al- exander Kjelland hvolfdi 320 km úti af Noregsströnd en þá fórust 123 menn. Pólland: Herstjórnin herðir tökin eftir óeirðir N arsjá. 15. fehrúar. Al’. HERT var mjög á herlögun- um í Póllandi í dag, mánu- dag, samtímis því sem opin- berir fjölmiölar réðust af offorsi á þá, sem hefðu uppi mótmæli og stæðu fyrir óeirðum eins og það var orðað. Einnig var getið nýrra dreifimiða þar sem kallað var á „dauða yfir hinum rauðu“ og fullyrt, að borgara- styrjöld væri óumflýjanleg í Póllandi. Auknar öryggisráðstafanir nú koma í kjölfar mótmælanna um helgina þegar hundruð manna flykktust út á götur í Poznan, iðn- aðarborg í Vestur-Póllandi, og gerðu hróp að stjórnvöldum í landinu og kröfðust afnáms her- laganna. Um 200 voru handteknir og er talið að dómar hafi nú þegar verið kveðnir upp yfir mörgum þeirra. Fréttir frá borginni Lublin herma, að þar hafi lögreglan gert óvirka sprengju, sem komið hafði verið fyrir við bensínstöð rétt hjá skrifstofum kommúnistaflokksins i borginni. Stjórnarmálgagnið, Trybuna Ludu, réðst í dag mjög harkalega á kaþólsku kirkjuna í landinu og sagði suma þjóna hennar vera með „ögrandi yfirlýsingar og pólitíska afskiptasemi, sem eykur á spenn- una“. Blaðið var einnig mjög harð- ort í garð þeiVra, sem stæðu fyrir mótmælum og dreifingu flugmiða þar sem jafnvel væri hvatt til þess, að kommúnistar væru drepn- ir og fólk búið undir borgarastvrj- öld. Vonir Lakers fara dvínandi l.ondon, 15. fohrúar. Al'. ÁÆTLANIR Sir Freddie Lakers um að hrinda af stokkunum nýju flugfélagi í apríl nk. ásamt auð- jöfrinum Roland Rowland biðu mikinn hnekki í dag þegar flug- málayfirvöld sögðu, að „langan tíma“ tæki að fjalla um umóknir I.akers um leyfi til að fljúga á ákveðnum flugleiðum. Flugleyfi Laker-félagsins ganga úr gildi nk. miðvikudag vegna gjaldþrotsins en Laker hefur lýst því yfir, að hann ætli að sækja um endurnýjun þeirra til að geta haf- ið rekstur nýs flugfélags. Sl. föstu- dag hótaði hann því svo að hætta við allt saman ef þessi endurnýjun drægist úr hömlu. Talsmaður breskra flugmálayf- irvalda sagði hins vegar í dag, að þar til málefni Lakers hefðu verið könnuð niður í kjölinn væri ekki vitað hvort unnt reyndist að endurnýja flugleyfin eða hvort hann yrði að sækja um þau að nýju. „Hvor leiðin, sem farin verð- ur, mun verða afar tímafrek," sagði hann og benti á, að ef önnur flugfélög mótmæltu endurnýjun- inni til Lakers, sem telja mætti fullvíst, yrði til að koma um- fangsmikil athugun og yfirheyrsl- ur. Sir Freddie sagði í viðtali í gær, sunnudag, við The Sunday Tele- graph, að hann hefði misst allar eigur sínar við gjaldþrotið. Hér áður fyrr hefðu persónulegar eig- ur hans verið metnar á tæpa 130 milljarða ísl. kr., en nú næmu þær í mesta lagi 300.000 kr. í Poznan hefur umferð einka- bíla verið bönnuð og einnig skemmtanir eða aðrar samkomur vegna mótmælanna um helgina. í Varsjá er orðrómur á kreiki um að þar hafi sprengja sprungið um helgina, í hverfi þar sem búa emb- ættismenn stjórnarinnar. Engin staðfesting hefur fengist á þessari frétt en haft er eftir erlendum fréttamönnum að lögregla og her- menn leiti gaumgæfilegar en áður á fólki og í bílum þess, einkum þar nálægt sem erlendir fréttamenn hafast við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.