Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.02.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 7 Nýtt — Nýtt frá Þýskalandi og Sviss. Pils, peysur, blússur, kjól- ar. Glugginn, Laugavegi 49. HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG - AIRTAXI REYKJA ViK URFL UGVELLI Simi: (91-)10880(91-) 10858 Leiguflug milli landa og innanla.'ids Þessir menn eru tíma- skekkja „Dálítið er því dapur legt, med slíkar horfur við sjóndeildarhring og þegar farið að gæta, að þá skuli stjórnendur Reykjavíkur borgar allt í einu rjúka til og vilja malbika og steypa yfir frátekin útivistarsvæði borgarbúa framtíðarinnar. llafa að hugsjón að búa til þétta húsaborg, útrýma grænu blettunum í hverf- unum, og ganga á afþrey- ingarsvæðin, jafnvel I>aug- ardalinn og Elliðaársvæðið. Kru þeir ekki dálítil tíma- skekkja? Borgarbúar eru sýnilega ekki hrifnir. Jafnvel al- mennir alþýðubandalags- menn, scm þó eiga frum- kvöðlana er beita sér af al- efli að þessu, virðast ekki vilja meira af svo góðu. Létu það í Ijós í vali manna á llsta sinn til næstu borg- arstjórnarkosninga. Aðeins 21 vildi í forvalinu að Sig- urður Ilarðarson, formað- ur skipulagsnefndar, sem harðast gengur fram í þess- ari stefnu, yrði þar á lista og gæti fcngið tækifæri til að hafa áhrif á stjórnun borgarinnar næsta kjör tímabil. Eftir seinni um- ferðina er hann í Pjóðvilj- anum ekki nefndur, þar sem getið er 10 í efstu sæt- unum, þ.e. þeirra sem við sömu aðstæður og nú, yrðu aðal- og varafulltrúar. Stefna formanns og skipu- lagsnefndar fær ekki einu sinni hljómgrunn f hans eigin flokki. Samt ætla nú- verandi kollegar hans þar á bæ, svo og meðreiðarsv- einar úr hinum tveimur meirihlutaflokkunum, að keyra þetta af þvfiíkum krafti ofan í mannskapinn, að allt kapp er lagt á að úthluta byggingarlóðum á viðkvæmum útivistarsvæð- um — þótt þau séu ekki tilbúin — fyrir kosningar, svo ekki sé hægt að endur skoða málið þótt borgarbú- Eitt af því sem farið hefur hvað mest í taugar á þeim borgarbúum, sem varðveita vilja útivistarsvæði innan borgarmarka, skrúðgarða og gróðurreiti, er skipulags- stefna vinstri meirihlutans í borgarstjórn. Óánægjan nær langt inn í raðir forystuflokksins, Alþýðubandalagsins. „Aðeins 21 vildu í forvalinu Sigurö Harðarson, formann skipulagsnefndar, sem harðast gengur fram í þessari stefnu,“ segir Elín Pálmadóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi í nýlegri blaðagrein. ar kjó.si. Var ekki einhver kelsari sem lék á fiðlu mcðan borgin hans brann?“ Fúi, mygla, mýs og skjalavarzla Sigurlaug Bjarnadóttir spurðizt nýlega fyrir um húsnæðismál Þjóðskjala- safns, sem verður 100 ára í ár. Ilún sagði m.a. að þau mál, sem snerta opinbera skjalavörzlu, væru komin í fuílkomið öngþveiti, bæði að því er varðar skipulag og húsna'ði. Með stór auknu pappírsflóði á veg- um ríkis, sveitarfélaga og stofnana á þess vcgum, væru embættisstofnanir að yfirfyllast af skjölum. Allt samræmi vanti í röðun skjala í embættum, sem hafa svipað verksvið, s.s. hjá sýslumanna- og bæjar fógetaembættum, sjúkra- húsum, prestsembættum, bönkum o.fl. Eitt allra brýnasta verkefnið er þó, að mati skjalavörzlunefnd- ar, að tekin sé upp nú þeg- ar skipuleg grisjun emb- ættisgagna, því verði fleygt, sem ekkert varðveizlugiídi hafi frá sögulegu eða menningarlegu sjónarmiði, hinu haldið til haga með sómasamlcgum hætti. Sigurlaug lét að því liggja að víða safnist upp haugar af ónýtu pappírs- rusli, hvar innan um séu ýmis verðmæti, sem oft á tíðum fari hreinlega í súg- inn við mjög léleg geymslu- skilyrði, „þar sem fúi, mygla og mýs fari sínu fram". Um leið eru þau náttúrlega algjörlega óað- gengileg þeim aðilum, scm vildu eiga aðgang að þeim til heimildasöfnunar eða rannsókna. í þessari mis- brestun á flokkun skjala og skilum lögum sam- kvæmt munu ráðuneytin sjálf ekki hafa hreinan skjöld, „og svo er hitt“, sagði Sigurlaug, „að !>jóð- skjalasafnið er komið í al- gjört þrot með húsnæði til að taka við skjölum. Því er ein af mcginkröfum skjala- vörzlunefndar, að bætt verði úr húsnaðisþörf safnsins“. Eitthvað rætist úr hús- næðisniálum safnsins, sem mun eiga að fá núverandi húsna'ði I^ndsbóka- safnsins, ef það flytur í hina nýju l’jóðarbókhlöðu, en nokkur ár kunna líða unz hún verður tilbúin. Skjalavörzlunefnd hefur skilað ítarlegri úttekt og tillögugerð. Hvorttveggja er í skjala-„vörzlu“ við- komandi ráðuneytis og bíð- ur cndanlegrar ákvörðun- ar, eins og fleira. Bolungarvík: Fólksflótd vegna hins háa orkuverðs Itolungarvík, II. fehrúar. Á FUNDI sínum nýlega fjallaði bæjar ráð Bolungarvíkur um málefni sem mjög brennur á mönnum hér og e.t.v. víðar, en það er jöfnun orkuverðs. Gerði bæjarráð af því tilefni sam- þykkt þar sem óskað er eftir umræðu- fundi eða ráðstefnu um þau mál. En það er að sjálfsögðu von Bolvíkinga að við þessum tilmælum bæjarráðs verði orðið, því það er ekki laust við að farið sé að gæta fólksflótta úr byggðarlaginu suður vegna mismunar í þessum efnum. Samþykkt bæjarráðs Bolungarvíkur var svohljóðandi: Bæjarráð Bolungarvíkur lýsir yf- ir áhyggjum sínum vegna hins háa orkuverðs sem Vestfirðingum er gert að greiða. Þrátt fyrir marg- ítrekuð tilmæli og samþykktir sveitarstjórnarmanna á Vestfjörð- um til stjórnvalda um að staðið verði við fyrirheit um jöfnun orku- verðs um land allt hefur lítt miðað í þá átt. Bæjarráð beinir þeim ein- dregnu tilmælum til stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga, að hún beiti sér nú þegar fyrir sér- stökum umræðufundi eða ráðstefnu um jöfnun orkuverðs. Til fundarins verði m.a. boðið þingmönnum kjör- dæmisins, iðnaðarráðherra, full- trúum sveitarfélaganna ásamt öðr- um þeim aðilum er stjórnin telur rétt að sitji fundinn. Gunnar I Ritsafn GuÓmundar Daníelssonar 1 Guðmundur DanicíSSC", frásagnameistari í 48 ár. Ritsafn Guðmundar Daníelssonar er 10 bækur. Öll verkin eru frá árunum 1948-1970 og sum þeirra hafa verið ófáanleg um hríð. í ritsafninu eru skáldsögumar Blindingsleikur, Musteri óttans, Hrafnhetta, Húsið, Turninn og teningurinn , Sonur minn Sinfjötli og Spítalasaga, skáldverk utanflokka í bókmenntunum. Einnig ferðasagan Á langferðaleiðum, veiðisagan Lands- hornamenn - sönn saga í há-dúr ogsmásagnasafnið Tapaö stríð. Viðfangsefnin eru margvísleg og tekin fjölbreytilegum tökum, en þróttmikill stíll og hröö og lifandi frásögn eru samkenni á öllum verkum Guðmundar Daníelssonar. Ritsafninu fylgir ellefta bindiö með ritgerð dr. Eysteins Sigurðssonar um verk Guðmundar; og skrá um útgáfur, ritdóma og heimildir þeirra, sem Olafur Pálmason hefur tekið saman. Góð bókmenntaverk í vönduðum búningi. 5 :) 5 ® i) i) 3)? S S> ® * e 2» Zf **** *** kkt !«» * ***» *<» ; lögbetg Bókaforlag Þinghdtsstræti3, simi: 21960 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.