Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 19

Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 19 Mestu verðhækkanir í Rúmeníu í áratugi flugturninn á National vita af ísn- um sem þeir sáu hlaðast upp á vængjum þotunnar, eins og flug- menn annarra flugvéla gerðu. „Það er um sentimetra íslag á þessum væng,“ sagði Pettit og þrátt fyrir að reglur banni flugtak undir slíkum kringumstæðum óku þeir þotunni í flugtaksstöðu. Pett- it stjórnaði flugvélinni og sagði þegar þeir komu út á flugbrautina: „Það er krap á brautinni, viltu að ég geri eitthvað sérstakt af þeim sökum, eða á ég bara að láta vaða?“ „Það er þá ekki nema þú hafir eitthvað sérstakt í huga,“ svaraði Wheaton flugstjóri. Pettit lýsti því þá hvernig hann hygðist framkvæma flugtakið, en hann klykkti út með að segja: „Það fer annars eftir hversu hræddir við erum.“ Þegar þotan öslaði niður eftir flugbrautinni sótti kvíði að Pettit þegar hann leit á mæla er áttu að sýna kný hreyflanna. „Guð,“ sagöi hann, „líttu á þetta. Þetta virðist ekki vera eins og það á að vera.“ „Jú, jú, þetta er allt í lagi,“ sagði flugstjórinn. „Ég held þetta sé ekki alveg rétt. Og þó, kannski. Ég veit það ekki,“ sagði Pettit. Um síðir lyfti þotan sér. Sau- tján sekúndum seinna, þegar stjórntækin gefa merki um að ofris sé í nánd, reynir flugstjór- inn, Wheaton, að tala þotuna á loft: „Áfram, áfram með þig og upp. Það er varla að hún klifri." Fimm sekúndum seinna gerði Pettit sér grein fyrir því sem verða vildi og sagði: „Larry, við erum að hrapa Larry." „Já, ég veit það,“ tautaði Wheaton flugstjóri, en hann hafði ekki lokið setning- unni þegar heyra mátti á segul- bandsupptökunni fyrstu málm- hljóðin, til merkis um árekstur við brúna yfir Potomac. Húkarost, 15. fobrúar. Al*. HÆKKANIR á verði undirstöðufæðu- tegunda og vindlinga tóku gildi í Rúm- eníu í dag, mánudag. Þetta eru taldar mcstu verðhækkanir í sögu landsins frá stríðslokum. Flokksmálgagnið Scinteia segir að verð á 220 vörutegundum hækki að meðaltali um 35 af hundraði. Þar með hafa orðið verðhækkanir í þremur austantjaldsríkjum í þcssum mánuði — verð hefur einnig hækkað í Póllandi og Tékkóslóvakíu. Skuldir við útlönd munu nema 10,8 milljörðum dala. í Rúmeníu hækkar verð á kjöti, hrísgrjónum, sykri, osti, hveitimjöli, eggjum, matarolíu, kartöflum, baun- um, vindlingum, víni og fleiri vöru- tegundum. Langt er síðan orðrómur um verðhækkanir komst á kreik, vegna stöðugs orku- og matvæla- skorts og lélegs efnahagsástands, eins hins versta í Austur-Evrópu. Kjötverð hækkar að meðaltali um 64%. Eitt kíló af úrbeinuðu kjöti hækkar úr 40 leum (um 35 ísl. kr.) í 60 lei (um 53 kr.). Verð á hrísgrjón- um hækkar um 87% og salamipylsur hækka um 55%. Eitt kíló af sykri hækkar úr níu leum (um 8 kr.) í 14 lei (um 11 kr.). Verð á kókó hækkar um 100% (í um 130 kr.) og eitt kíló af kaffi hækkar um 32% í 220 lei (um 200 kr.). Formleg skömmtun á sykri og matarolíu var tekin upp í haust og ekki hefur verið látið uppi hvenær henni verður aflétt. Rafmagns- skömmtun var tekin upp í síðasta mánuði og dregið úr annarri þjón- ustu. Landbúnaður hefur árum sam- an setið á hakanum vegna örrar iðnvæðingar, en nú á að búa betur að bændum og lögð er áherzla á þörf á aukinni kolaframleiðslu og auknum orkusparnaði. Laun voru hækkuð um 25 millj- arða lea (2,25 milljarða dala) í síð- ustu viku og Rúmenum var sagt að þeir yrðu að leggja harðar að sér til ársins 1985 þegar núverandi Fimm- ára-áætlun rennur út. Síðustu verðhækkanir fylgja í kjölfar gífurlegs „sálræns" undir- búnings, sem ríkið hefur staðið fyrir. Borgurum hefur verið sagt að nýja verðið verði að lokum þeim sjálfum, eða „velfarnaði" þeirra, fyrir beztu. U-BIX Ijósritunawélar, einhver þeirra hentar þínu fyrirtœki! Skrifstofuvélar hf. bjóða nú upp á 5 gerðir Ijósritunarvéla og geta þannig fullnægt þörfum allra þeirra, sem þurfa á Ijósritunarvélum að halda. U-BÍX 90 Er minnsta Ijósritunarvélin í U-bix hópnum. Hún erætluð þeim notendum sem ekki taka mjög mörg Ijósrit. U-bix 90 skilar afbragðs Ijósritum hvort sem er á venjulegan pappír, bréfsefni eða löggiltan skjala- pappír. Pappírsstærðin erfrá A4 til B4. U-BÍX100 er sérstaklega heppileg þar sem mikið er um stór verkefni. Vélin þolir mikið álag, enda er hún ein mest selda vélin í heiminum af þessari stærð. U-bix 100 Ijósritar á venju- legan pappír, bréfsefni og lög- giltan skjalapappír í stærð- unum A5 - A3 og skilar allt að 15 Ijósritum á mínútu. U-BÍX 200 RD hefur möguleika á að minnka frumrit bæði um 30% og 50%. T.d. A3 niður í A4 eða tölvulista niður í A4. U-bix 200 RD er afkastamikil og skilar 30 Ijós- ritum af stærðinni A4 á mínútu og tekur pappírsstærðir frá A5 til A3. U-BÍX 200 RDS Eins og U-bix 200 RD er U-bix 200 RDS með minnkun og skilar 30 A4 Ijósritum á mínútu. En til viðbótarer raðari, sem getur raðað saman í 15 eintök allt að 50 blaðsíðum. Raðarinn sparar þannig mikinn tíma þegar Ijósrita þarf gögn eins og skýrslur eða álitsgerðir sem eru margar blaðsíður að lengd. U-BÍX 450 RAS Sjálfvirk og afkastamikil Ijós- ritunarvél, fáanleg með frumrita- matara, 20 hólfa raðara, 30% og 50% minnkun afrita. Pappírs- bakkar fyrir allt að 2000 blöð. Tekur 45 afrit A4 á mínútu. U - bix90 U-bix 100 U - bix 450 RAS Öllum vélunum fylgir, að sjálfsögðu, okkar þekkta viðhaldsþjónusta. U - bix 200 RD SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. % & Hverfisgötu 33 — Sími 20560 — Pósthólf 377 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.