Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 43

Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 23 11 marka tap í Keflavík: Rússland komst í 6—0 í byrjun w viunnar Gíslason skilaði stöðu sinni sem hornaleikmaður með mikilli prýði gegn Rússum og skoraði fjögur falleg mörk. Hér hefur Gunnar brotist í gegn og skorar. Ljósm. Cuðjón Ekki heil brú í leik íslenska landsliðsins - 12 marka tap á heimavelli gegn Rússum ÍSLKNSKA landsiiðið í handknatt- leik fékk háðuglega útreið er liðið mætti landsliði Rússlands í öðrum landsleik þjóðanna á sunnudags- kvöld í Laugardalshöllinni. íslenska liðið tapaði með 31 marki gegn 19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17—9 fyrir Rússland. Það afsakar ekki slaka frammistöðu íslenska liðsins að við ofurefli var að etja. Allan leikinn út í gegn var leikur íslenska liðsins í molum. Leikflétt- um brá varla fyrir og jafnt sóknar sem varnarleikur var í molum. Leik- agi var enginn í íslenska landsliðinu. Maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hver stefnan sé. Leikinn er hver landsleikurinn af öðrum en ekki virðist vera um neina fasta stefnu að ræða hjá landsliðinu. Spurningin virðist öllu fremur vera hvort einhver einstaklingurinn rífi sig upp í leikjum og standi sig vel. Liðsheild og sterk samvinna sést sjaldan orðið í landsleikjum. Það verður fróðlegt að sjá landsliðið gegn Svíum. Það afsakar ekki leik landsliðsins íslenska að ekkert hafi verið hægt að gera vegna þess að mótherjarnir hafi verið svo sterkir. Það var aðeins fyrstu 10 mínút- ur leiksins sem einhver barátta og mótstaða var í íslenska liðinu, eft- ir það fór allt úrskeiðis. Rússarnir breyttu stöðunni úr 4—3 í 12—5, íslensku leikmennirnir skoruðu aðeins eitt mark í 13 mínútur. I síðari hálfleiknum var um ein- stefnu að ræða hjá rússneska landsliðinu og virtist um algjöra uppgjöf að ræða hjá íslenska landsliðinu. Og þrátt fyrir að leik- ið væri á heimavelli var um 12 marka tap að ræða í lok leiksins. Það er ekki hægt að fara mörg- um orðum um leik íslenska liðsins. Þar skaraði enginn einn framúr. Gunnar Gíslason skilaði stöðu sinni í horninu vel, en aðrir leik- menn komust illa frá leiknum. Mörk íslands: Kristján Arason 7 6v, Bjarni Guðmundsson 4, Gunnar Gíslason 4, Þorbergur Að- alsteinsson 2, Steindór Gunnars- son 1 og Sigurður Sveinsson 1. Mörk Rússlands: Karshakevic 9, Shevtsov 4, Below 4 3v, Anpilogov 3, aðrir færri mörk. - ÞR. íslenska landsliðið tapaði í gær kvöldi fyrir rússneska landsliðinu í þriðja landsleik þjóðanna með 16 mörkum gegn 27. í hálfleik var stað- an 17—11 fyrir Rússland. Mjög mikill kraftur var í rússn- eska liðinu framan af fyrri hálf- Sagt eftir leikinn Þorbergur Aðalsteinsson: — Þetta er besta landslið sem ég hef leikið gegn. Lið þeirra er í topp- æfingu núna þar sem þeir eru að fara beint í heimsmeistarakeppnina. Mér þætti ekki ólíklegt að þetta lið sigraði í keppninni í Vestur-Þýska- landi. Við eigum að geta miklu meira en við sýndum í þessum leik. Hilmar Björnsson landsliðsþjálfari: — Það var góð stemmning framan af í leiknum. En síðan datt hún alveg niður. Það var lagt upp fyrir leikinn að hafa langar sóknir og hanga á boltanum en það var ekki gert. Ég hef ekki séð betra lið en þetta rússneska landslið. Það er með ólíkindum hversu vel lík- amlega þjálfaðir þessir leikmenn eru. Það mistókst svo til allt hjá okkur. Línuspil okkar gaf þeim bara hraðaupphlaup, og langskot þýddi ekki að reyna. En lands- liðshópurinn hefur sýnt á sér góð- ar hliðar og vonandi sýnum við okkar sterku hliðar á móti Svíum. — ÞR. Steve Podborski frá Kanada, brunkóngurinn sjálfur, sigraði ör ugglega í bruni karla í heimsbikar- keppninni í Garmisch Parten- Kirchen um helgina. llelstu keppi- nautarnir að þessu sinni voru Conradin Cathomen frá Sviss og leiknum, og segja má að þeir hafi gert út um leikinn strax á fyrstu sjö mínútum fyrri hálfleiksins. Þá skoruðu þeir sex mörk án þess að íslensku leikmönnunum tækist að svara fyrir sig. Mjög mikið var um slæm mistök í sókninni hjá íslenska liðinu í fyrri hálfleiknum. Og það var ekki fyrr en á áttundu mínútu leiksins sem Þorbirni Jenssyni tokst að skora fyrsta mark landsliðsins. Heldur réttu leikmenn íslands þá úr kútnum og löguðu stöðuna í 7—3. En rússneski björninn var alltof sterkur og það fór eins og í fyrri leikjunum tveimur, að ekkert varð við þá ráðið. Þrátt fyrir ágæta byrjun í síðari hálfleiknum, sem gaf góða von um betri tíð hjá íslenska liðinu, kom allt fyrir ekki. Að vísu minnkaði landinn munninn niður í fimm mörk, 18—13, sem var minnsti munur, en úr því seig aftur á ógæfuhliðina. Og þegar leiknum lauk var tapið stórt, 11 mörk. Sigurður Sveinsson átti skástan leik í íslenska liðinu ásamt Þor- birni Jenssyni og Páli Ólafssyni. Sóknarleikur íslenska liðsins var í molum, en á köflum brá fyrir bar- áttu í varnarleiknum og var þá vörnin sæmilega vel leikin. Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 6 3v, Þor- björn Jensson 3, Páll Ólafsson 2, Sigurður Gunnarsson 2, Þorgils Óttar, Bjarni Guðmundsson, Guð- mundur Guðmundsson og Alfreð Gíslason 1 mark hver. emm. Harti Weireither frá Austurríki. Cathomen hafnaði í 2. sæti á 1:50,81 en Weireither renndi sér á 1:50,94. Sigurtími Podborski var hins vegar 1:50,52. Fjórði í bruninu varð að þessu sinni Leonard Stock frá Aust- urríki á 1:51,10. Podborski brunaði í markið á besta tímanum Lengsti blakleikur sem fram hefur farið hér á landi er Þróttur sigraði lið ÍS 3—2 ÞRÓTTARAR MÖRÐU sigur yfir ÍS í 1. deild karla í blaki um helgina. Með þessum sigri juku þeir enn forskot sitt í deildinni og verður nú að teljast hæpið að nokkrum takist að koma í veg fyrir að þeir verji Islandsmeistara- titilinn. En víkjum nánar að leiknum. í fyrstu hrinu var nánast um einstefnu að ræða. ÍS-menn léku mjög vel og „smössuðu" Þróttara hreinlega í kaf og sigruðu örugglega, 15—5. í annarri hrinu fengu þeir aðeins meiri mótspyrnu og var Þróttur lengi vel yfir, 8—7, en þá kom frábær kafli hjá ÍS. Þeir „blokkuðu" öll „smöss“ Þróttara og sóttu mjög vel, einkum á miðjunni, og komust í 14—8. En Þróttarar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 16—15, en ÍS tókst að lokum að sigra, 18—16, og hafði hrinan þá staðið í 30 mínútur. Þriðja hrinan var ekki eins löng einu sinni jafna Þróttarar, 14—14. og sú á undan eða „aðeins" í 24 mínútur, en hún var þó engu að síður mjög spennandi. Þróttarar komust í 6—2, en IS-menn börðust vel, enda til mikils að vinna, og jöfnuðu 8—8. En Þróttarar sigu síðan fram úr og unnu 15—11. Fjórða hrinan verður lengi í minnum höfð, bæði vegna þess að hún var ágætlega leikin af báðum liðum og ekki síður vegna þess að hún stóð í 43 mínútur og endaði 22—24. Þetta mun vera mesta skor í einni hrinu hér á landi og einnig lengsta hrina sem hér hef- ur verið leikin. I þessari hrinu komst ÍS í 5—0, en Þrótti tókst að jafna, 5—5. ÍS komst í 10—8, en aftur jafnar Þróttur 10—10, en ÍS tekst að komast í 14—12 og enn Nú töldu menn að spennan væri í hámarki, en þar skjátlaðist þeim, því þetta var aðeins byrjunin. Lið- in skiptust á um að hafa eins stigs forskot og var ÍS oftar nær því að sigra, en allt kom fyrir ekki, Þróttur vann þessa hrinu 24—20. í síðustu hrinunni komust ÍS- menn í 3—0, en Þróttur jafnaði og komst yfir, 8—4. ÍS jafnaði síðan í 10—10 og leikurinn var í járnum, en um síðir tókst Þrótturum að vinna hrinuna 15—10 og þar með leikinn. 3—2. Bæði liðin léku nokkuð vel ef á heildina er litið, þó voru Þróttarar fremur daufir framan af leiknum. Bestu menn Þróttar voru án efa þeir Gunnlaugur Jóhannsson og Samúel Örn Erlingsson, einnig átti Sveinn Hreinsson ágæta spretti. Hjá ÍS bar mest á þeim Friðjóni Bjarnasyni, Indriða Arn- órssyni og Sigurði Þráinssyni. Annars léku IS-menn mjög vel, einkum framan af leiknum, og hefur undirritaður ekki séð þá leika betur í annan tíma, og fyrst ekki er hægt að fá annað stigið í blaki, þá hefðu þeir verðskuldað bæði. Dómari í þessum leik var Þorvaldur Sigurðsson og dæmdi hann með afbrigðum vel. Þess má að lokum geta, að þessi viðureign stóð yfir í 2 klst. og 17 mín. og mun það vera lengsti leikur í blaki hér á landi. Úrslit annarra leikja um helg- ina urðu þau, að í fyrstu deild karla sigraði UMSE Laugdæli í tveimur leikjum, báða 3—0. í ann- arri deild karla krækti Bjarmi sér í fjögur stig, þegar þeir unnu Þrótt Nes. í tveimur leikjum, 3—0 og,3—0. I kvennaflokki áttust við IS og Þróttur og var það nokkuð jafn leikur framan af. ÍS vann fyrstu hrinuna 15—10 og þá næstu unnu þær einnig 15—10. I þriðju hrinu léku IS-stúlkurnar mjög vel og sigruðu örugglega, 15—0. SUS Flanders sigraði þrátt fyrir slæm meiðsli BANDARÍSKA stúlkan Holly Fland- ers þótti koma verulega á óvart er keppt var í bruni í heimsbikar keppninni í Arosa í Sviss um helg- ina. Fyrir aðeins tveimur vikum meiddist ungfrú Flanders illa í hné, en um helgina sigraði hún samt í bruninu. Þetta var stór dagur fyrir bandaríska liðið, því landi hennar Cindy Nelson nældi sér í 2. sætið. Eiga Bandaríkjamenn vaxandi gengi að fagna í skíðaíþróttinni. Sigurtíminn hjá Flanders var 1:36,52 mínútur. Góð frammistaða hennar fram að meiðslunum hafði tryggt henni efsta sætið í stiga- keppninni í bruni. Sigur hennar í Arosa varð ekki til að rýra þann árangur. Hins vegar er Flanders „aðeins" í 9. sætinu í samanlögðu stigakeppninni. Tíminn hjá Cindy Nelson í 2. sætinu var 1:36,80. Heimsmeistarinn frá Schladming, Gerry Sörensen varð að láta sér lynda áttunda sætið, tími hennar var 1:37,38. Staðan í stigakeppni kvenfólks- ins er sem hér segir: 1. Erika Hess, Sviss 268 2. Irene Epple, V-Þýskal. 254 3. Christine Cooper, Bandar. 156 4. Cindy Nelson, Bandar. 136 5. Ursula Konzett, Lichtenst. 122 6. Leo Sölkner, Austurr. 118 7. Edit Peter, Austurr. 118 8. Maria Epple, V-Þýskal. 92 9. Holly Flanders, Bandar. 90 10. Elisabet Chaud, Frakkl. 89 Lúðrarnir á Akranesi: Hávaðinn yfir hættumörkum GUÐJÓN Guðmundsson yfirlæknir við sjúkrahúsið á Akranesi hafði samband við íþróttasíðuna vegna fréttar sl. laugardag um að lögreglan hefði tekið lúðra af áhangendum Gróttu á leik IA og Gróttu í fþrótta- húsinu á Akranesi. Guðjón kvaðst hafa fylgst með umræddum leik og hefði honum ofboðið hávaðinn í lúðrunum. Hávaðinn hefði greinilega verið vel yfir hættumörkum, enda nær- staddir áhorfendur orðið að halda fyrir eyrun. Guðjón sagði að hann hefði talið það skyldu sína að láta stöðva lúðrablásturinn vegna háv- aðans og hefði hann því snúið sér til lögreglunnar. „Hér á Akranesi amast menn ekki við góðum stuðningi áhorfenda, þvert á móti, en þegar hávaðinn er orðinn hættulegur heilsu manna verður að grípa í taumana," sagði Guðjón.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.