Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 22

Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 22
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 Aukin markadshlutdeild innlendrar framleiðslu: Skjót viðbrögð til stuðn- ings íslenzkum iðnaði Tillaga þingmanna úr þrem þingflokkum Ellefu þingmenn úr þremur þingflokkum hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um aðgerðir til að efla innlendan iðnað og auka markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Tillagan felur það í sér að ríkisstjórnin hefjist nú þegar handa um slíkar aðgerðir, þ.á m. að auka iðnað í hinum dreifðu byggðum landsins, að hvetja til nýrrar innlendrar framleiðslu og bæta afkomu og vaxtarmöguleika íslenzks iðnaðar. í greinargerð er m.a. bent á þcssar leiðir til að ná settum markmiðum: • a) Niðurfelling ýmissa opinberra gjalda til lækkunar á kostnaði. • b) Kndurskoðun á orkuverði innlendri framleiðslu í hag. • c) Sérstakt átak verði gert til að nýta opinber innkaup til eflingar inn- lendrar framleiðslu. • d) Að breyta lögum og reglum um gjaldeyrisviðskipti á þann hátt, að þau örvi útflutning og lækki tilkostnað við hann. • e) Að fella niður aðflutningsgjöld á öllum vélum og tækjum og þá sér . staklega að því er varðar framlciðniaukandi tæki, svo sem á tölvum. • 0 Sérstök athugun verði á því gerð, hvaða áhrif styrktar og stuðningsað- gerðir við iðnað í helstu viðskiptalöndum okkar hafa á samkeppnis- stöðu innlendra fyrirtækja og á hvern hátt eigi að mæta þeim vanda. • g) Gert verði átak í því að hvetja til að hafin verði framleiðsla innanlands á vörum, sem nú eru eingöngu innfluttar. Flutningsmenn telja að með skjótum viðbrögðum stjórnvalda á ofantöld- um sviðum megi rétta verulcga stöðu íslensks iðnaðar og tryggja þar með atvinnuöryggi í landinu. Til að tryggja sem best framkvæmd þessara tillagna væri eðlilegt að stjórnvöld hefðu um það samvinnu við samtök iðnaðarins í landinu. í greinargerð segir að íslenzkur iðnaður eigi í vök að verjast. Gengis- þróun eigi stóran hlut í verri stöðu hans, en meginhluti útfluttra iðnað- arvara fari á Evrópumarkað þar sem gjaldmiðlar hafi hækkað óverulega miðað við tilkostnaðarhækkanir hér heimafyrir. 28.000 manns í iðnaðarstörfum í greinargerð segir ennfremur: • Markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu hefur lækkað verulega. Markaðshlutdeildarkönnun Hag- stofu íslands og FII sem mælir hlutdeild nokkurra neysluvöruflokka bendir til þess, að hlutdeild inn- lendrar framleiðslu hafi minnkað verulega á milli áranna 1980 og 1981. • Talið er, að nú starfi rúmlega 28 þúsund manns í framleiðslu- og þjónustuiðnaði, þegar fiskiðnaður er undanskilinn, eða um 28% allra starfandi manna í landinu. Viðgang- ur iðnaðar er því mikilvægur frá sjónarmiði atvinnuöryggis. Sam- dráttur í iðnaðarframleiðslu og minnkandi markaðshlutdeild inn- lends iðnaðar dregur úr atvinnu- möguleikum í iðnaði. Samkvæmt hagsveifluvog Félags íslenskra iðn- rekenda og Landssambands iðnaðar- manna virðist nokkurs samdráttar í atvinnu þegar farið að gæta. Á það er að líta, að breytingar á atvinnu í iðnaði gerast tiltölulega hægt, en ekki í stórum stökkum. Þegar dregur úr iðnaðarframleiðslu dregur smám saman úr atvinnu í iðnaði, og á sama hátt tekur það langan tíma að vinna aftur upp glötuð atvinnutækifæri í þessari grein. Þess vegna er afar þýðingarmikið að koma í veg fyrir samdrátt. • Afkoma iðnaðarins hefur rýrnað ár frá ári að undanförnu. Búist er við að útflutningsiðnaðurinn hafi verið rekinn með miklu tapi á síð- asta ári, og samkv. gögnum Þjóð- hagsstofnunar er hallinn allt að 19% sem hlutfall af tekjum, fyrir síðustu gengisfellingu. Léleg afkoma dregur fljótt dilk á eftir sér. Fjárfestingar- geta fyrirtækjanna dvínar við rýrða afkomu og nauðsynleg endurnýjun framleiðslutækja og uppbygging nýrra greina verður illmöguleg. Slæm afkoma iðnfýrirtækja í dag hefur því ekki einungis skammtíma- áhrif, heldur dregur úr frekari iðn- þróun í landinu. • Slæm afkoma iðnfyrirtækja og aðrir erfiðleikar í rekstri hefðu væntanlega haft afdrifaríkar afleið- ingar á síðasta ári hefði ekki komið til stóraukin fyrirgreiðsla innláns- stofnana. Á síðasta ári munu heild- arútlán innlánsstofnana til iðnfyrir- tækja hafa aukist um tæp 80%, sem er töluvert umfram verðbólgu. Slík þróun getur gengið til skamms tíma og í neyð, en dylur raunverulegan vanda fyrirtækjanna og er hættuleg til lengdar. brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Verð kr.79.100 Góðir greiósluskilmálar. \rr: LADA STATION kr. 84.500.- LADA CANADA kr. 87.400.- LADA SPORT kr. 129.800.- Munið að varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki. III Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf ZZ Suðurlandsbraut 14 ~ Sími 38600 Söludeild 31236 ^ UHariðnaður Undanfarinn áratug hefur ullar- vöruiðnaður verið í örum vexti og mikilvægi erlendra markaða ein- kennt þá þróun, þar eð um 60% framleiðslunnar eru til útflutnings. Á sl. ári nam útflutningur ullarvara 237 millj. kr. eða um Vh.% heildar- útflutnings landsmanna. Gengis- þróunin á árinu 1981 hafði veruleg áhrif á afkomu ullariðnaðar. Samkv. mati Þjóðhagsstofnunar reyndist tap ullar-, prjóna- og fataiðnaðar nema rúmlega 12% af tekjum í byrj- un þessa árs. Gengisbreytingin 14. janúar hefur að nokkru bætt þessa stöðu, en ljóst er að frekari aðgerða er þörf eigi atvinna þeirra u.þ.b. 1000 manna, sem í ullariðnaði starfa, að vera tryggð til frambúðar. Skipaiðnaður íslenskur skipaiðnaður á nú í vök að verjast vegna þess að almennt er álitið að fiskiskipastóllinn sé orðinn of stór. Hins vegar er staðreynd að mikil endurnýjunarþörf er til staðar og mun hún fara vaxandi á komandi árum. I stað þess að draga þessa endur- nýjun úr hófi fram og bíða eftir að hún gerist með innflutningshol- skeflu, eins og reyndin hefur oftast orðið, ætti að stefna að hægfara endurnýjun og nýta þá miklu mögu- leika sem eru til uppbyggingar ís- lensks skipaiðnaðar. Áthuganir hafa sýnt að kostnaður við nýsmíðar, breytingar og viðhaldsverkefni, sem framkvæmd eru af innlendum skipa- smíðastöðvum, er sambærilegur við það sem almennt gerist erlendis. Að svo miklu leyti sem um mismun á endanlegu verði hefur verið að ræða liggur hann einkum í miklum fjár- magnskostnaði á smíðatíma hjá ís- lensku stöðvunum. Til þess að skipa- iðnaðurinn geti boðið útvegs- mönnum sem ódýrust skip þyrfti að tryKKja honum sambærilega rekstr- arlánafyrirgreiðslu og sjávarútvegur og framleiðsluiðnaðurinn búa nú við. Húsgagnaiðnaður Á undanförnum árum hefur inn- lendur húsgagnaiðnaður farið hall- oka fyrir innflutningi húsgagna. Samkv. athugunum Landssambands iðnaðarmanna minnkaði markaðs- hlutdeild innlendra húsgagnafram- leiðenda úr 90% árið 1975 í 70% árið 1977 og var kominn niður í um 50% árið 1979. Innflutningur húsgagna og innréttinga jókst gífurlega á ár- unum 1980 og 1981, og benda fyrir- liggjandi tölur til þess, að hlutur innlendra framleiðenda húsgagna sé nú kominn niður í 30— 35%. Starfs- mönnum við húsgagnasmíði fækkaði um 30% frá árinu 1974 til 1979 eða um 200 manns. Einsýnt er að enn frekari fækkun verður í þessari iðngrein, ef ekkert verður aðhafst. Umbúðaiðnaður Mikilvægt er að reynt verði í rík- ari mæli en hingað til að færa inn í landið framleiðslustarfsemi sem nú er unnin erlendis fyrir íslendinga. Sem dæmi má nefna umbúðaiðnað- inn. Um árabil hefur mikill hluti allra mjólkurumbúða verið fram- leiddur erlendis, þótt hér innanlands sé til staðar þekking og framleiðslu- geta til að annast þetta verkefni. Um langt árabil hefur ríkissjóður greitt niður verð mjólkur í landinu og varið til þess miklum fjárhæðum. Með hliðsjón af því er ekki óeðlilegt að ríkisvaldið beiti sér fyrir því sér- staklega, að innlend iðnaðarstarf- semi verði efld á þessu sviði. Prentiðnaður Prentiðnaðurinn er annað dæmi um grein sem átt hefur í vök að verj- ast í samkeppni við erlenda aðila. Á seinni árum hefur töluverð prentun, sem áður var unnin innanlands, ver- ið send í vinnslu erlendis. Innan- lands er til staðar framleiðslugeta og þekking sem í flestum tilvikum gerir vinnslu erlendis ónauðsynlega. Vinna þarf markvisst að því að færa alla slíka prentun til landsins á nýj- an leik. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Matthías Bjarnason. Meðflutn- ingsmenn eru: Jóhann Einvarðsson (F), Árni Gunnarsson (A), Eggert Haukdal (S), Guðmundur G. Þórar- insson (F), Jósef H. Þorgeirsson (S), Magnús H. Magnússon (A), Guð- mundur Bjarnason (F), Birgir ísl. Gunnarsson (S), Friðrik Sophusson (S) og Matthías Á. Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.