Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 23

Morgunblaðið - 16.02.1982, Side 23
31 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBftýAR 1982 Vilhelmína Norð- fjörð — Minning Hinn 10. þ.m. andaðist í hárri elli Vilhelmína Norðfjörð, Ægis- götu 11, Akureyri. Má segja að skammt hafi verið stórra högga í milli hjá „manninum með ljáinn" á því heimili, því rúmum sólar- hring áður lést snögglega tengda- sonur Vilhelmínu, öðlingsmaður- inn Björgvin Júníusson. Er því mikill harmur kveðinn dótturinni, Isafoldu, sem svo skyndilega þarf að sjá að baki ástkærum eigin- manni og elskaðri móður. Vilhelmína var eins og áður seg- ir háöldruð kona. Hún var af aust- firzkum ættum komin, fædd 10. okt. 1887, en því miður er sá sem þessar línur ritar, ekki þess um- kominn að rekja ættir hennar eða ævisögu. Hún giftist árið 1909 Jónatan Guðmundssyni, ættuðum úr Fljótum, og hófu þau búskap á Siglufirði, en áttu síðar heimili á Hjalteyri og í Hrísey, til ársins 1939, að þau settust að á Akureyri og eignuðust hús í Lundargötu, þar sem heimili þeirra var til árs- ins 1961, er Jónatan andaðist. Þau Jónatan og Vilhelmína eignuðust 13 börn, og eina dóttur hafði hún eignast fyrir hjónaband. Það gef- ur að skilja, að eins og öll aðstaða var þá, að það hefur oft verið annasamt hjá Vilhelmínu með stóra barnahópinn sinn og erfitt um alla aðdrætti, því á þeim tím- um voru engar almannatrygg- ingar sem komu til hjálpar. Mér hefur verið tjáð af aðilum sem þekktu vel til, að samhliða því að stjórna sínu stóra heimili, hafi Vilhelmína stundað alla vinnu sem til féll, og t.d. í fiskvinnu hafi hún verið annáluð fyrir dugnað og þrautseigju, og það svo að hún hafi staðið svokölluðum land- mönnum við línubáta fyllilega á sporði við beitingu, aðgerð og önn- ur störf slíku fylgjandi. Vilhelm- ína var alla ævi ákaflega vinnufús, iðin og dugleg og stundaði vinnu svo lengi sem heilsa hennar leyfði langt fram yfir þann aldur sem venja er að fólk láti af störfum. Ég og fjölskylda mín kynntumst ekki Vilhelmínu fyrr en hún var fulltíða kona og hófust samskipti okkar með því, að hún reyndist ómetanleg hjálparhella á heimili okkar þar sem mikil veikindi steðjuðu snögglega að, eða nánar til tekið þegar hin svokallaða Ak- ureyrarveiki gekk yfir. Síðar varð hún leigjandi hjá okkur nokkur ár og ávallt þá og síðar traustur og góður heimilisvinur. Vilhelmína var mikil sæmdarkona og yfir henni reisn. Hún var notaleg og hlýleg í allri framkomu og vildi alltaf láta gott af sér leiða. Nú, þegar ég rita þessi fátæklegu kveðjuorð, er mér efst í huga hversu henni var umhugað að miðla öðrum af því litla sem hún hafði handa á milli. í huga minn kemur, að hin síðari ár þegar við vorum að heimsækja gömlu kon- una, sem var því miður alltof sjaldan, hversu maður hreifst af æðruleysi, hjartahlýju og trúar- trausti þessarar gömlu lífsreyndu konu og síðustu árin, þegar hún var orðin því nær blind og far- lama, þá hafði ég það alltaf á til- finningunni að lokinni heimsókn til hennar, að það væri ég sem væri þiggjandinn, hún veitandinn. Slík voru þau sterku jákvæðu áhrif sem þessi góða kona hafði á mann. Hún kvartaði aldrei, í hennar huga var efst þakklæti til forsjónarinnar fyrir allt það góða sem henni fannst hún hafa orðið aðnjótandi á langri ævi. Ég hygg að um Vilhelmínu megi segja að hún hafi að mörgu leyti verið mik- il gæfumanneskja. Hún var hraust til sálar og líkama allt fram á síð- ustu ár og gat séð um sig sjálf lengst af, en það samræmdist mjög hennar lífsskoðunum, að þurfa sem minnst að vera uppá aðra komin. Fædd 13. aprfl 1923 Dáin 8. febrúar 1982 Nú þegar ég kveð Guðnýju mágkonu mína er margs að minn- ast. Við giftum okkur um svipað leyti, áttum börn á svipuðum aldri og bjuggum fyrstu ár búskapar okkar nálægt hvor annarri í Reykjavík, svo ég var tíður gestur á heimili hennar og Gunnars, bróður míns, sem nú er látinn og alltaf voru börnin mín og ég jafn velkomin þangað. Síðan flutti ég suður í Kópavogs og eftir það hitt- umst við ekki eins oft. Alls staðar voru þau hjónin hrókar alls fagn- aðar hvar sem þau komu, því bæði höfðu skemmtilega frásagnarhæf- Síðustu árin hrakaði heilsu Vilhelmínu mikið, og sérstaklega háði henni að sjón hennar daprað- ist mjög. Þá átti hún því láni að fagna að eignast unaðsreit á heim- ili dóttur sinnar, ísafoldar, og tengdasonar, sem fyrr getur, ljúfl- ingsins Björgvins Júníussonar, að Ægisgötu 11, Akureyri. Það, hvernig þau hjón bjuggu að gömlu konunni og gerðu henni lífið eins léttbært og hægt var eftir aðstæð- um, er svo lofsvert að mig skortir orð til þess að lýsa því á þann veg sem vert er. Vilhelmína var ákaflega þakk- lát fyrir þá ástríku og alúðlegu að- búð sem hún átti hjá dóttur sinni og tengdasyni. Hinsvegar varð maður þess fullkomlega meðvit- andi, að hún var farin að þrá að fá tausnina, eins og hún nefndi svo. Ævin var orðin löng og myrkrið sem hún varð að búa við hin síð- ustu ár var henni erfitt, því hún var sannkölluð ljóssins kona. Þeg- ar svo er komið er dauðinn líkn. Vilhelmína Norðfjörð er kvödd af mér og fjölskyldu minni með ileika og létta kímni og eins tók ég eftir því þegar ég heimsótti Guð- nýju á Gistiheimili RÍ og Landa- kotsspítala, skömmu fyrir andlát hennar, hve uppörvandi og elsku- lega hún brosti til sjúklinganna, sem þar voru. Guðný var lagleg, há, grönn og spengileg og þessum glæsileik hélt hún til hins síðasta. Hún las mikið, hafði stálminni og gaf því sérstaklega góð skil sem hún las. Hún hafði gaman af tón- list og var ánægjulegt að hlusta á þegar Gunnar tók í fiðluna og hún spilaði undir á píanó. Elsku Pétur og Sigrún og fjöl- skyldur. Við höfum misst mikið en innilegustu þakklætis- og vinar- kveðjum. Það mun ávallt verða bjart yfir minningu þessarar góðu og göfugu konu í okkar huga. Eftirlifandi ættingjum og þá sérstaklega dóttur hennar, ísa- foldu, sem á við svo sáran harm að búa, vottum við innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs um alla framtíð. Jón G. Sólnes ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. um leið höfum við líka margs skemmtilegs að minnast. Sigríður P. Blöndal Guðný Kristjánsdótt- ir Minningarorð 9K2fi JSB15 3f3 JSB W m k* Nú er Líkamsrækt JSB15 ára og við erum stolt að bjóða meiri og 7*\ fjölbreyttari þjónustu með hverju árinu. Nýtt námskeid hefst 22. febrúar. k Líkamsrækt og megrun fyrir konur á öllum aldri. k 50 mín æfingatími með músík. k Sturtur — sauna — Ijósböð — gigtarlampar. k Sólbekkir — samlokur. ■k Hristibelti — hjól — róðrarbekkur o. fl. k Stuttir hádegistímar með Ijósum. (Sólbekkir.) k Jazztímar einu sinni eða tvisvar í viku. Góð hreyfing rir konur á öllum aldri. „Lausir tímar“ fyrir vaktavinnufólk. Fyrir þær sem eru í megrun: k Matarkúrar og leiöbeiningar — vigtun og mæling. k 3ja vikna kúrar 4 sinnum í viku. * Opnum kl. 8 fyrir hádegi í Bolholti Líkamsrækt JSB, Sudurveri, sími 83730, Bolholti 6, sími 36645. 7-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.