Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 33

Morgunblaðið - 16.02.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1982 41 fclk f fréttum Mailer fer í mál + Norman Mailer, rithöfundur- inn kunni, hefur nú ákveðið að lögsækja bandaríska dagblaðið „New York Post“ fyrir að láta að því liggja í fyrirsögnum á for- síðu og í ritstjórnargreinum að hann hafi verið hlynntur því að Jaek nokkur Abbot yrði látinn laus úr fangelsi. Jack þessi Abb- ot var sakamaður sem hafði dvalið meirihluta ævi sinnar í fangelsi, meðal annars fyrir morð, en skrifaði þaðan minn- ingar sínar sem sumir hrifust af, þar á meðal Norman Mailer. Það atvikaðist svo, að Jack Abbot var látinn laus, fyrir orð góðra manna, en þrátt fyrir góðan ásetning hafði Jack ekki verið laus og liðugur nema í nokkrar vikur er hann framdi sitt annað morð á lífsleiðinni. Þá tóku ýms- ir að spyrja: Af hverju var manninum sleppt lausum? Ekki hafa fengist greinargóð svör við þeirri spurningu — nema full- víst þykir að Jack Abbot gangi ekki framar frjáls um stræti Bandaríkjanna. Barbara Streisand + Þó Barbra Streisand, leik- konan bandaríska og söngkonan, viti ekki lengur aura sinna tal, er það ekki að sjá á klæðaburði hennar. Breskir blaðamenn horfðu á hana furðulostnir þar sem hún spókaði sig um á Heathrow-flugvelli fyrir skömmu. Barbra var æði skuggaleg ásýndum, og hreint ekki eins og milljónamæringur." Mannkyns- sagan — sam- kvœmt Brooks + Mel Brooks heitir banda- rískur háðfugl í kvikmynda- gerð. Nýjasta kvikmynd hans ber nafnið „Mannkynssaga, 1. kafli“ og var þessi mynd tek- in af Mel Brooks þar sem hann greindi blaðamönnum í Rómaborg frá efni n'”"- myndarinn^- “J'J Ólafur Ketilsson hf. sækir um Á AÐALFUNDI í hlutafélaginu Ólafur Ketilsson hf. miðvikudaginn 10. febrúar sl. var samþykkt að sækja um sérleyfi til fólksflutninga á leiðunum frá Reykjavík um Grímsnes, Laugardal, Biskupstung- ur, Gullfoss og Geysi. í fréttatilkynningu frá stjórn fé- lagsins segir ennfremur: „Aðalhluthafar í hlutafélaginu eru Ólafur Ketilsson, Laugardals- Grímsnes- og Biskupstungnahrepp- ar svo og ungmennafélögin í þess- um sveitum. Hlutafélag þetta var stofnað fyrir fjórum árum og gaf þá Ólafur hreppunum þrem og ungmennafé- lögunum 500 þús. kr. hlutabréf sérleyfi hverju og síðan hefur hann tvöfald- að þessa gjöf. Nú er að því stefnt af hálfu sveit- arfélaganna að eignast í áföngum meirihluta í félaginu með kaupum á hlutabréfum, og var tillaga í þá átt samþykkt á aðalfundinum. Ólafur Ketilsson, sem löngu er þjóðkunnur ökumaður, hefur nú ek- ið á þessum leiðum f yfir 50 ár en hyggst nú draga sig í hlé. Voru honum á fundinum færðar þakkir hreppanna fyrir störf sín undanfarna áratugi svo og fyrir höfðinglega gjöf til hreppanna og ungmennafélaganna. Ný stjórn var kjörin á fundinum og er Þórir Þorgeirsson, oddviti á Laugarvatini, formaður hennar.“ Ljósmyndarafélag íslands hefur akveðið að bjóða landsmönnum sérstakan 25% afslátt af öllum fjölskyldu- og portrett- myndatökum (i lit) um eins mánaðar skeið fré 15. febrúar — 15. marz n.k. Mun verð á myndatökum þannig lækka úr kr. 670 niður i kr. 500. Ennfremur verður veittur 25% af- sláttur af öllum stækkunum i stærðum frá 24x30 cm. upp i 40x50 cm. Notið þetta einstaka tækifæri og látið verða af þvi að láta taka fallegar litmyndir af öllum i fjölskyldunni. Eftirfarandi aðilar eru félagar i Ljósmyndarafélagi Islands: Effect Ijósmyndir, Klapparstig 16. Reykjavik Hannes Pálsson, Mjóuhlíð 4. Reykjavík Ljósmyndastofa Gunnars. Suðurveri. Reyk'javík Ljósmyndastofa Þóris. Rauðarárstig 16. Reykjavik Ljósmyndaþjónustan Mats. Laugavegi 178. Reykjavik Nýja Myndastofan, Laugavegi 18. Reykjavik Stúdió Guðmundar, Einholti 2. Reykjavik Ljósmyndastofa Ólafs Árnasonar, Akranesi Ljósmyndastofa Stefáns Pedersen. Sauðárkróki Ljósmyndastofa Páls, Akureyri Ljósmyndastofan Norðurmynd, Akureyri Ljósmyndastofa Péturs, Husavik Vilberg Guðnason Ijósmyndari, Eskifirði Héraðsmyndir Ljósmyndastofa, Egilsstöðum Ljósmyndastofa Suðurlands, Selfossi L|osmyndastota buóurnesja, KéílSvik Ljósmynd er varanleg min

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.