Morgunblaðið - 23.02.1982, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
3
Þorvaldur í Sfld og
fisk opnar sýning-
arsal þar sem Lífs-
hlaupið er geymt
Á EFRI hæð húsnæðis Þorvaldar Guð-
mundssonar í Síld og fisk að Dals-
hrauni 9B í Hafnarfirði er Lífshlaup
Kjarvals nú geymt, að sögn Þorvaldar.
Þorvaldur er að láta ganga frá hæð-
inni, sem verið hefur ónotuð frá því að
húsið var byggt, og sagði hann í sam-
tali við Mbl. að hann hygðist leigja
hæðina út til sýningarhalds, en enginn
almennur sýningarsalur væri nú í
Hafnarfirði. Aðspurður sagðist hann
enga ákvörðun hafa tekið um hvort
listaverkið Lífshlaup Kjarvals yrði þar
til sýnis.
„Það er enginn sýningarsalur i
Hafnarfirði í dag. Þetta verður al-
mennur sýningarsalur, sem allir sem
með þurfa geta fengið ieigðan, hvort
sem þeir eru með málverkasýningu
eða eitthvað annað. Ég get engu
svarað um það hvort ég sýni Lífs-
hlaupið þarna. Almenningur fær
einhvern tíma að sjá það, en ég þori
ekkert að segja um það enn þá. Til að
byrja með er verið að ganga frá
þessu sem sýningarsal til almennra
nota, en ég reikna ekki með að salur-
inn verði tilbúinn fyrr en eftir
nokkra mánuði," sagði hann að lok-
um.
Salurinn sem Þorvaldur ætlar að leigja út sem sýningarsal og Lífshlaup Kjarvals er nú geymt, vandlega innpakkað.
Nú er aö næla sér í
Fáðu þér SAAB99með framhjóla-
drifi og þú flautar á ófærð eftir það.
TOGCUR HE
SAAB
UMBODIÐ
BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMI 81530
í nokkurn tíma höfum við ekki get-
að fengið þann fjölda af SAAB 99 sem
við hefðum þurft. Þetta hefur orðið til
þess að biðlistar hafa myndast.
En nú þarf enginn að bíða lengur
því það eru 28 SAAB 99 bílar árgerð
1982 á leiðinni til landsins, og 200
væntanlegir á næstu tveimur mánuð-
um.
Nú er því að taka við sér, og tryggja
sér bíl.
Verð á SAAB 99 eru sem hér segir:
SAAB 99 SAAB 99
2ja dyra 4ra dyra
kr. 148.600 kr. 158.400
Innifalið í verði: Ryðvörn-skráning-
-fullur bensíntankur.