Morgunblaðið - 23.02.1982, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Heltekin af tækjum
Leikllst
Jóhann Hjálmarsson
Ríkisútvarpid Sjónvarp:
LÍKAMLEGT SAMBAND
í NORÐURBÆNUM.
Leikrit fyrir sjónvarp eftir
Steinunni Siguróardóttur.
Leikstjórn: Siguróur 1‘álsson.
Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson.
Myndataka: Vilmar l’edersen.
Illjóó: Vilmundur I»ór Gíslason.
iA'ikmvnd: Baldvin Björnsson.
LíkamleKt samband í Norður-
bænum nefnist fyrsta sagan í
smásaKnasafni Steinunnar Sig-
urðardóttur, Sögum til næsta
bæjar (1981). Sagan hefur
nokkra sérstöðu í safninu, sver
sig í ætt raunsæilegra furðu-
sagna sem eru með þeim hætti
að dregjn er upp mynd af hvers-
dagslífi, en síðan fer ýmislegt
óvenjulegt að gerast, oft meira
eða minna slitið úr rökréttu.
samhengi. Þetta er stíll fárán-
leikans. Hjá sumum höfundum
skiptir leikurinn mestu máli,
aðrir beita þessari aðferð til að
tjá hug sinn til samfélagsins.
Meðal þeirra er Svava Jakobs-
dóttir, einkum í smásagnasafn-
inu Veislu undir grjótvegg
(1967). Steinunn Sigurðardóttir
er kannski ekki eins gagnrýnin
og Svava, en hún rær á sömu mið
í Líkamlegu sambandi í Norður-
bænum.
Ekki get ég sagt að Líkamlegt
samband í Norðurbænum sé
meðal skemmtilegri sagna í Sög-
um til næsta bæjar. Nú hefur
Steinunn samið sjónvarpsleikrit
um sama efni, en þræðinum er
ekki fylgt nákvæmlega svo að
smásagan og sjónvarpsleikritið
geta vel staðið sem sjálfstæð
verk.
Óneitanlega er lopinn teygður
óþarflega í sjónvarpsleikritinu.
Hugmyndin er góð og ekki flók-
in. En í sjónvarpsleikritinu er
m.a. verið að burðast með of
margar persónur.
í Líkamiegu sambandi í Norð-
urbænum er skopast að nútíma
húsmóður sem þykist vera að
keppa við verðbólguna og elskar
heimilistæki. Tilfinningalíf
hennar er háð tækjum. Þetta
skelfir vitanlega mann hennar
og dóttur. Mælirinn er fullur
þegar hún notar sparipeninga
þeirra hjóna til að kaupa nýjan
bíl, en ætlunin var að eyða þeim
í utanlandsferð. Verst er að kon-
an kann ekki einu sinni á bílinn.
í leikritinu er á fyndinn hátt
sýnt hvernig konan er heltekin
af tækjum. Samskipti hennar við
mann sinn og dóttur eru grát-
brosleg og margt gott um úr-
vinnslu þeirra í sjónvarpi að
segja. Fleira fólk kemur við
sögu, en er í rauninni allt auka-
persónur. Eiginlega hefði verið
möguleiki að láta leikritið snú-
ast eingöngu um konuna, sleppa
öðrum persónum.
Margrét Guðmundsdóttir lék
konuna mjög smekklega, en var
einum of heilbrigð til að áhorf-
andinn tryði þessu öllu á hana.
Baldvin Halldórsson dró upp
ísmeygilega og snjalla mynd af
duglitlum eiginmanni sem býr
heldur betur við konuríki. Edda
Björgvinsdóttir var dóttirin, en
um leik hennar og fleiri er lítið
að segja. Yfirleitt var þokkalega
leikið og er ánægjulegt að sjá að
íslenskir leikarar eru hættir að
vera eins vandræðalegir í sjón-
varpi og áður. Sumar persónur
leiksins voru slíkar grínfígúrur
(samanber Borghildi, læknana
og sálfræðinginn) að leikrit, sem
á köflum var raunsæislegt,
breyttist í algera revíu. Þetta
gaman er vitanlega hlægilegt, en
veikti verkið að mínu mati.
Nauðsynlegt var að halda leik-
ritinu innan viss raunsæis-
ramma án þess að svipta það
fáránleikablænum.
Líkamlegt samband í Norður-
bænum er prýðileg skemmtun.
Það er að mörgu leyti vel unnið
af Sigurði Pálssyni, einkum þeg-
ar hófsemi er gætt. í höndum
annarra hefði það getað orðið
sannkallað afskræmi. Mynda-
taka Vilmars Pedersens var fag-
lega gerð, einstök atriði sterk
eins og af bílum í lokin. Hljóð
sem Vilmundur Þór Gíslason bar
ábyrgð á voru í góðu samræmi
við verkið. Leikmynd Baldvins
Björnssonar sannferðug mynd
reykvísks veruleika. Viðar Vík-
ingsson stjórnaði upptöku og var
ekki annað að sjá en honum fær-
ist það vel úr hendi.
Það hefur verið sagt að það sé
gott fyrir sálina að umgangast
húsdýr og það sama hefur verið
sagt um kúrekasöngvana sem að
öllu jöfnu byggjast á látleysi og
Ijóðrænni laglínu. Willie Nel-
son’s Greatest Hits heitir
tveggja platnaumslag sem Stein-
ar hf. kynntu nýlega og er þar að
finna mörg kunnustu lög þessa
rómaða kúrekasöngvara og önn-
ur sem eiga eftir að verða fræg
segir á plötuumslaginu.
Willie Nelson átti stóran þátt í
uppgangi og vinsældum kúreka-
tónlistarinnar á síðasta áratug
og flestir kannast nú orðið við
Willie, sem hóf frægðarferil sinn
fyrir um það bil 20 árum, þá
kominn af léttasta skeiði. En
sérkennileg rödd hans og indí-
ánaflétturnar hafa skotið jtess-
um lágvaxna og vinalega söngv-
ara upp á stjörnuhimin dægur-
tónlistarinnar, því þar hefur
kúrekatónlistin tekið sér sæti
um nokkurt skeið.
í þessu tveggja platna umslagi
eru alls 20 lög, sem flest hafa
náð mestu vinsældum og nýjasta
lagið af plötunni heitir „Heart-
aehes of a Fool“ og er það titil-
lagið á nýjum sjónvarpsmynda-
Hljóm-
plotur
ÁrniJohnsen
flokki með leikaranum James
Garner, sem gerði garðinn fræg-
an í Maverik-vestrunum sem
sýndir voru á tímabili í íslenzka
sjónvarpinu fyrir nokkrum ár-
um. Þetta lag hefur notið mikilla
vinsælda vestan hafs að undan-
förnu, dæmigert afslappað og
rólegt kúrekalag þar sem hljóð-
færin rabba saman og söngurinn
verður að eins konar undiröldu.
Á þessari plötu má einnig finna
sígild lög eins og Whiskey River,
Good Hearted Woman, Georgia
On My Mind, If You’ve Got The
Money, Mamas Don’t Let Your
Babies Grow Up To Be Cowboys,
Faded Love, Heartbreak Hotel,
Stay A Little Longer og titillag
kvikmyndarinnar On The Road
Again sem löngu er alþekkt á
Islandi og var reyndar fyrir
skömmu kosið bezta kvikmynda-
lagið vestan hafs af bandarísk-
um kvikmyndagagnrýnendum.
Þegar Willie hóf að syngja
einn á báti fyrir um það bil 10
árum eftir samvinnu við Ray
Price um árabil, söng hann í
fyrstu þá tegund kúrekasöngva
sem flokkast undir væmni, en
hann söðlaði um þegar tvennt
óvænt skeði um svipað leyti,
hann missti húsið sitt í Nash-
Willie
Nelson
með sitt
bezta
ville í eldsvoða og konan hans
hljópst á brott. Þá brá Willie
undir sig betri fætinum og flutt-
ist til Austin í Texas þar sem
hugsjónamenn á vettvangi kú-
rekatónlistar stefndu að því að
rífa kúrekatónlistina upp úr
Iægðinni, eða, eins og sagt var,
óþolandi sykruðum textum.
Willie ásamt nokkrum kunnum
bandarískum tónlistarmönnum,
m.a. Waylon Jennings, náði
sporinu í rétta átt og kúreka-
söngvarnir fóru að ranka við sér
með hressilegum textum og
takturinn tók kipp eins og vera
ber í nafni hinna villtu hetja
vestursins. Willie var fyrsti kú-
rekasöngvarinn sem náði gull-
plötumarkinu í Bandaríkjunum
en til marks um vinsældir þessa
látlausa en sérstæða söngvara
má geta þess að plötur hans hafa
selzt i um það bil 9 milljónum
eintaka á 9 árum, en af plötum
Willies var platan Stardust sölu-
hæst.
Willie Nelson’s Greatest Hits
er Ijúf plata, vönduð í alla staði,
enda unnin af kunnáttumönnum
í kúrekatónlist og upptaka með
þeim hætti að það gerist ekki
betra. Þetta er í rauninni aðeins
spurning um það hvort mönnum
líkar kúrekatónlist vel eða ekki,
en það mun nær óbrigðult að
þeir sem gefa henni tækifæri,
leggja við hlustirnar þótt þeir
séu ekkert of hrifnir í upphafi,
ánetjast þessari heimilislegu
tónlist þar sem sálin þarf ekki að
taka nein heljarstökk til þess að
reyna að ríma við eins og gengur
og gerist í hinni svokölluðu nú-
tímatónlist. Tveggja plötu albúm
Willie Nelson stendur fyllilega
undir nafni.
Skrýtnir karlar
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
SKRVTNIR KARLAR
Kldsmiðurinn nafn á frummáli.
Höf. og stjórnandi: Friðrik Þór
Friðriksson.
Kvikmyndataka: Ari Kristinsson.
Illjóðupptaka: Karl Helgason.
Sýnd í íslenska sjónvarpinu, en
gerð af fyrirtækinu Hugrenningu
sf.
Undarlegur þurs fjölmiðla-
þursinn. Ekki er nóg með að
hann hámi í sig venjulegt fólk
heldur leitar hann fanga út á
ystu annes. Er svo sem ekkert
við því að segja. Þættir af ann-
esjafólki eru oftast bráð-
skemmtilegir og sjáum við ekki
vorn afmarkaða lífshring í skarp-
ara Ijósi er vér gaumgæfum líf
þess? En verður fjölmiðlaþurs-
inn ekki stundum full gráðugur?
Sú hugsun hvarflaði að undirrit-
uðum er hann skrapp fyrir
nokkru inní sjoppu eina að
slokra í sig hinn daglega kók-
skammt. Á afgreiðsluborðinu lá
nýjasta hefti vinsæls ungl-
ingablaðs. Af rælni fletti ég
blaðinu og rak í rogastans er ég
opnaði fyrstu opnuna, þar sem
venjulega getur að líta brjósta-
stinnar ungmeyjar á hvítri sól-
arströnd eða upptjúnaða rallbíla
með margflæktar soggreinar —
á síðunni voru nefnilega myndir
af einum annesjabúanum, þeim
er hvað verst virðist kunna við
sig í ofbirtu fjölmiðlanna. Vor-
kenndi ég hálfpartinn þessum
hlédræga manni að hann skuli
nú njóta hér svipaðrar athygli
og snjómaðurinn gerir í Tíbet.
Kvikmynd Friðriks Þórs Frið-
rikssonar, ELDSMIÐURINN,
sem hann fullgerði á síðastliðnu
ári, ber vitni nýkviknaðs áhuga
íslendinga á annesjabúum.
Þannig er aðalpersóna myndar-
innar Sigurður Filippusson á
Hólabrekku 2 á Mýrum við
Hornafjörð einsetumaður í hin-
um besta skilningi. Er Sigurður
að því er virðist snyrtimenni hið
mesta og Ijúfur í viðkynningu,
en sérvitur og nánast í hátt eins-
og fyrirmyndarpersóna úr sög-
um og leikritum Laxness. Þann-
ig er Sigurður Filippusson sér
nægur um allflesta hluti og
smíðar raunar flest sem hann
þarf úr gömlum og nýjum bíl-
fjöðrum1 Úr þessum efnivið
skapar hann hina ólíklegustu
smíðisgripi svo sem smurspraut-
ur og gíra á reiðhjól — löngu
áður en slíkir hlutir sáust al-
mennt í verslunum.
Tekst Friðrik Þór bærilega í
mynd sinni, Eldsmiðurinn, að
sýna hvílík hagleiksverk sumir
smíðisgripir Sigurðar Filippus-
sonar eru, svo engu líkara er en
þar fari skúlptúr. Beitir Friðrik
Þór í þessu skyni nærmynda-
töku. Minnist ég vart í íslenskri
kvikmynd fegurri nærmynda en
af smíðisgripum Sigurðar Fil-
ippussonar. Á kvikmyndatöku-
maðurinn, Ari Kristinsson,
þakkir skildar. Hljóðupptaka
Karls Helgasonar heyrðist mér
sömuleiðis skammlaus.
En sá háttur, að láta Sigurð
einan tala, varð þess valdandi að
áhorfandinn fékk ekki nema
takmarkaða sýn yfir lífsverk
þessa sjálfnóga hagleiksmanns.
Er það synd, því Sigurður á
sannarlega erindi í heimilda-
kvikmynd sem komið væri fyrir í
Fræðslumyndasafni ríkisins.
Það er víst til of mikils mælst,
að Þjóðminjasafnið vakni til lífs
og taki í sína þjónustu skásta (en
jafnframt dýrasta) gagna-
söfnunartæki sem nú er á boð-
stólum.