Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 13

Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FÉgftjlAR 1982 13 Revía riíjuö upp Leiklélag Kópavogs: Leynimelur 13 Hölundur: Þrídrangur Leikstjórn og breyting: Guðrún Ásmundsdóttir. Textahöfundur: Jón Hjartarson. Leikmynd: Ivan Török. Tónlistarstjórn: Magnús Pétursson. Lýsing: Lárus Björnsson. Nú eru revíur mjög í tísku, gamlar revíur endurvaktar og nýjar samdar. Eins og forðum hefur revían þá kosti að njóta almenningshylli. Meðal kunnra revíuhöfunda á gullöld revíunnar á íslandi voru þeir Emil Thoroddsen, Haraldur Á. Sigurðsson og Indriði Waage. Þeir sömdu Leynimel 13, kölluðu sig Þrídrang. Leynimelur 13 bregður upp mynd af ástandinu í Reykjavík á stríðsárunum, ein- kum húsnæðisvandræðum í vax- andi bæ. Borin var fram þings- ályktunartillaga um að lúxus- húsnæði yrði úthlutað til efna- lítils og aldraðs fólks. Tillagan var felld, en engu að síður er hugsunin á bak við hana aðal- efni Leynimels 13, skop sem áreiðanlega hefur hitt í mark á sínum tíma. Revíurnar voru ákveðin grein leiklistar, en verða ekki taldar til leikbókmennta í venjulegri merkingu þess orðs. Höfundarn- ir gerðu sér grein fyrir að þeir voru fyrst og fremst að skemmta með (oftast) græsku- lausu gamni og fólki var nokk- urn veginn sama um lauslega byggingu verkanna. Efnið þurfti að vera hnyttið og umfram allt laust við drunga og deyfð. Eitt veigamesta atriðið voru söngvar með vel ortum textum sem hægt var að raula eftir að sýningu var lokið. Guðrún Ásmundsdóttir leikstýrir Leynimel 13. Hún hef- ur einnig gert breytingar á verkinu. Söngtextana hefur Jón Hjartarson samið. Leynimelur 13 er fyrst og fremst upprifjun á því hvernig fólk skemmti sér í gamla daga og hvað var þá efst á baugi. Guðrún Ásmundsdóttur hefur ekki tekist að láta verkið höfða til nútímans, enda tæplega verið meiningin. En þetta er snotur sýning og á köflum búin leik- rænum kostum. Textar Jóns Hjartarsonar eru lipurlega ortir og í þeim vottar fyrir húmor. Ivan Török hefur gert bjarta og áferðarfallega leikmynd. Ég minnist þess ekki að sviðið í Kópavogsleikhúsinu hafi sýnst stærra. Lof sé Ivani fyrir það. Ekki skal gleyma hlut Magn- úsar Péturssonar sem er stór miðað við hvað músík er fyrir- ferðarmikil í verkinu. Leikfélag Kópavogs hefur löngum getað teflt fram góðum áhugaleikurum. Mér sýnist að á 25 ára afmælinu sé listrænn þróttur félagsins með ágætum. Sigurður Grétar Guðmunds- son sem leikur Madsen klæð- skerameistara er meðal helstu krafta Kópavogsleikhússins og nýtur sín vel í þessu hlutverki. Túlkun hans er óþvinguð og grínið ósvikið í meðförum hans. Sólrún Yngvadóttir hefur oft látið að sér kveða hjá Kópa- vogsleikhúsinu og er í essinu sínu í hlutverki Magnhildar miðils. Leikræn gleði einkennir túlkun hennar. Sigurður Grétar Guðmundsson og Sigurður Jóhannesson í hlutverkum sínum í Leynimel 13. Finnur Magnússson er leikari sem kemur öllum í gott skap. Einar Guðmundsson sem leik- ur Svein Jón Jónsson, skósmið, er dæmigerður revíuleikari og skilaði sínu hlutverki með sóma. Sigurður Jóhannesson í hlut- verki Þorgríms skálds kom á óvart með markvissri og líflegri túlkun. Hann var meðal þeirra leikara sem stóðu sig einna best. Sigríður Eyþórsdóttir lék Dísu þernu af miklu fjöri, túlk- «n hennarí ekta revíuanda. Önnur hlutverk sem ástæða er til að nefna sérstaklega er frú Madsen í höndum Öldu Norð- fjörð, tengdamóðir Hólmfríðar Þórhallsdóttur, sambýliskona skósmiðsins sem Helga Harð- ardóttir lék, Ósk Ásu Ragnars- dóttur, Márus Gunnars Magnús- sonar og Hekkenfeld Guðbrands Valdimarssonar. Smærri hlut- verk voru ágætlega af hendi leyst, ekki síst löggur þeirra Ögmundar Þórs Jóhannessonar og Magnúsar Ingólfssonar. Svo leið þessi afmælissýning til heiðurs revíunni eins og hún var í gamla daga. Jóhann Hjálmarsson. Vatnslitir Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins hef- ur verið komið fyrir allmörgum smámyndum eftir Gunnar Hjalta- son og eru þær allar unnar í vatnslit og penna. Gunnar hefur sem kunnugt er haldið fjölda sýn- inga um dagana enda óvenjulega iðinn við gerð mynda, ferðast vítt og breitt um landið í leit að mynd- efni svo sem marka má af nöfnum í sýningarskrám hans, — af þeim má jafnframt marka, að hér sé á ferð ferðagarpur og einlægur náttúruunnandi. — Gerandinn heldur mjög létt á verkfærum sínum og myndir hans virðast ósjaldan rissaðar upp í kraftbirtingarljóma augnabliks- ins, ef að svo má að orði komast. Þetta virðist vera eðli Gunnars við gerð mynda og hann nýtur sín mun betur að mínum dómi er hann vinnur í efni, er hentar slík- um vinnubrögðum, sem krefst og penni ekki langrar yfirsetu eins og t.d. olíuliturinn. Meðhöndlun olíulit- arins kallar á hnitmiðaðri vinnu- brögð og jafnvel einnig þá er hratt og umbúðalaust er unnið. Að þessi tækni eigi við myndstíl Gunnars tel ég að komi einna gleggst fram á sýningunni i smá- gerðum myndum svo sem nr. 16, „Merkurrani" og nr. 18, „Frá Grundarfirði". Báðar eru þessar myndir leikandi létt unnar og búa um leið yfir þokka einfaldleikans. Þá eru myndirnar 2—10 stemmn- ingsríkar og svo aðrar í svipuðum dúr, en hins vegar hrifu hinar hvítu, einlitu vetrarmyndir mig öllu minna. I heild er léttur og ferskur blær yfir sýningunni og hún fer vel á staðnum, — lífgar upp anddyrið. Það á mjög vel við að hafa jafn- an eitthvað er höfðar til mynd- rænna kennda í anddyri Norræna hússins og það er tvímælalaust rétt stefna að kynna þar hin smærri verk myndlistarmanna. — Sýningin stendur út febrú- armánuð. Blá rönd í norðri Bókmenntir Erlendur Jónsson Húnvctningur heitir ársrit Húnvetningafélagsins í Reykja- vík. Nýlega kom út 6. árgangur — fyrir árið 1981. Efnið er mestallt tengt átthögunum: erindi, frá- söguþættir og ljóð. Að nokkru leyti er þessi árgangur helgaður Þorvaldi víðförla og þúsund ára kristniboði. Birt er ræða síra Pét- urs Þ. Ingjaldssonar, Á 1000 ára Kristniboðshátíð, síra Gísli Kol- beins ritar þátt af Þorvaldi víðfórla og prentað er erindi dr. Björns Þorsteinssonar, Menningaráhrif kirkjunnar á íslandi. Þorvaldur víðförli var frá Stóru-Giljá á Þingi. »Hann vildi leggja allt það er honum var gefið eins og fórn á altari Guðs,« segir síra Pétur. íslendingar tóku kristni. Og tímar liðu. Og löngu síðar var fyrsta klaustrið stofnað. Og því var einmitt valinn staður í Húnaþingi (eða Húnavatnsþingi, ef menn vilja heldur hafa það svo), þar var fyrst rituð bók svo vitað sé og þar var síðar sett niður fyrsta prentsmiðjan. Húnvetningar hafa því ekki aðeins verð kristilega þenkjandi heldur einnig menning- arlega sinnaðir fyrr á öldum og vandi að halda á lofti merki slíkra. Nú er þetta bændahérað mest, þéttbýlisstaðir fáir og smáir. Þess gætir verulega í ritinu, efnið er mest tengt sveitunum og búskapn- um með einum eða öðrum hætti. Minnzt merkra hjóna heitir t.d. þáttur eftir Arinbjörn Árnason um Jakob H. Líndal, bónda á Lækjarmóti í Víðidal, og Jónínu S. Sigurðardóttur, konu hans. Jakob naut nokkurrar skólamenntunar en var þó mest sjálfmenntaður. Einkum hafði hann áhuga á jarðfræði og setti fram kenningar t þeirri grein sem enn standa óhaggaðar. Farid eftir geitum heitir stuttur þáttur eftir Erlendínu M. Er- lendsdóttur. »Ég var tæpra 15 ára, þegar ég fór þessa ferð,« segir Er- lendína. Þá var ekki verið að hlífa unglingum, hvorki við vinnu né vosi. Svartá í Húnavatnssýslu heitir útvarpserindi eftir Hafstein Hall- dórsson, flutt fyrir sautján árum — ýtarleg lýsing á Svartá, upptök- um hennar og landi því sem hún rennur um. Göngur og gangnaferðir nefnist þáttur eftir Björn Jónsson frá Fossi. Björn hverfur þarna til ár- anna fyrir stríð, segir frá stemming þeirri og andblæ sem göngunum fylgdi. »Á þeim árum,« segir hann, »þegar ég var að alast upp, og raunar þar til að ég var orðinn fulltíðamaður, þá var sígilt umræðuefni í sveit minni er líða tók á sumar, vikurnar taldar, dag- arnir og jafnvel klukkustundirnar og beðið með óþreyju, unz sú stóra ' stund rynni upp.« Ekki reyndust göngurnar þó skemmtunin einber. Erfiðar gátu þær orðið, einkum ef veður versnafti. Og frá einum slík- um göngum segir Björn síðar í þætti sínum. Og fleiri ferðalög urðu minn- isstæð þótt ekki væru tekin út með sældinni. Ferð að sunnan heitir þáttur eftir Þormóð Pálsson — frá vorinu 1933. Þormóður hafði verið í skóla fyrir sunnan um veturinn Þormóður Pálsson og þar sem skólum lauk þá snemma vors og hann vildi kom- ast norður og heim var ekki um annað að ræða en ganga. Á Holta- vörðuheiði miðri sá Þormóður til átthaganna. » ... sé ég ennþá,« segir hann, »eftir fjörutíu og átta ár, fyrir mér þeSsa bláu rönd, eins greinilega og ég sá hana þá, þegar ég minnist þessa ferðalags. Og ennþá fer um mig einhver mildur, hljóðlátur fögnuður við þá sýn.« Lengra er síðan gerðist það sem segir frá í þættinum Ferðin norður eftir Önnu Teitsdóttur því það er »stutt ferðasaga frá vorinu 1920«. Þá var bílaöld naumast hafin og gönguferðir landshluta á milli varla tiltökumál. Fólk gisti þá á bæjum á leiðinni, um annað var ekki að ræða. Meðal annars var í þetta skipti gist t Hvammi í Norð- urárdal en þar bjó þá Sverrir Gíslason, ungur bóndi sem síðar átti eftir að vera í forsvari fyrir stétt sína, kunnur maður. »Við áttum ágæta nótt í Hvammi,« seg- ir Anna, »fengum við að borða um morguninn reykt svið og fleira og er það í eina skiptið, sem ég hefi borðað svið þannig matreidd.* Margir fleiri athyglisverðir þættir eru í riti þessu þótt ekki verði nefndir hér, einnig kveð- skapur. Rit af þessu tagi á að sækja þrótt til eigin uppsprettu en ekki til annarra. Að birta erindi sem flutt hafa verið á einhverri »ráðstefnu« í Reykjavík er eins og hver önnur eyðufylling. Endur- minningar fólks sem hefur lifað og starfað heima í héraði, hefur frá einhverju að segja og getur sagt vel frá, eru það sem gerir rit eins og Húnvetning bæði markverð og skemmtileg. Víst má marka hér á sumum þáttunum að höfundarnir eru engir atvinnumenn í ritlist- inni. Sumt efnið hefðu smáút- strikanir og lagfæringar getað Björn Jónsson frá Fossi bætt um betur. En slíkir smámun- ir ráða ekki úrslitum heldur sú ferska og ósvikna lífsreynsla sem höfundarnir hafa að miðla, hver með sínum hætti. Það, sem í dag er hversdagslegt og sjálfsagt, er orðið saga á morgun. Samgöngur hafa gerbreyst, atvinnuhættir sömuleiðis, húsakynni, mataræði og yfirhöfuð hvaðeina sem taldist til hins daglega lífs. Efnið í svona héraðsrit er því alltaf að endur- nýjast um leið og af er tekið. Og hér er ekki einungis átt við ritað mál. Birting gamalla ljós- mynda segir einnig sína sögu. Fá- einar slíkar eru í riti þessu og von- andi birtast fleiri síðar. Ritstjórar Húnvetnings eru þrír, Arinbjörn Árnason, Guðrún Sveinbjörnsdóttir og Björn Jóns- son. Vona ég að þeir verði hér eftir sem hingað til fundvísir á efni úr héraði og vandi frágang ritsins eins og líka hæfir þjóðlegum fróð- leik af þessu tagi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.