Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 20
20
MORGUNgLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 6 kr. eintakiö.
Staðnaður
stjórnmálaflokkur
Eftir aðild Alþýðubandalagsins að tveimur ríkisstjórnum síð-
an haustið 1978 verður ekki um það deilt, að flokkurinn er
afturhaldssamasta stjórnmálaaflið á Islandi, jafnvel Framsókn-
arflokkurinn er framfarasinnaðri, þótt nú um helgina hafi þess
verið minnst, að óskastefna hans í atvinnumálum sé orðin 100
ára. Sé stefnuskrá Alþýðubandalagsins skoðuð, kemur í ljós, að
megindrættirnir í henni eru síðan 1848, þegar þeir félagar Karl
Marx og Friedrich Engels gáfu út Kommúnistaávarpið.
Þegar Svavar Gestsson var kjörinn formaður Alþýðubanda-
lagsins í nóvember 1980, lét hann það verða sitt fyrsta verk að
flytja þeim lofgerð, sem í meira en hálfa öld hafa barist fyrir því,
að íslenskt þjóðlíf verði hneppt í fjötra alræðiskenninga Marx og
Leníns. A þessum sama flokksfundi flutti núverandi formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins, Ólafur R. Grímsson, ræðu. Höf-
uðinntak hennar var, að ekkert lát mætti verða á baráttunni fyrir
því, að hugsjónir Karls Marx næðu fram að ganga á Islandi. Það
er engin tilviljun, að einn af forvígismönnum Alþýðubandalags-
ins, Benedikt Davíðsson, skuli í byrjun þessa mánaðar hafa setið
þing verkalýðssamtaka heimskommúnismans á Kúbu, þar sem
þeir Leonid Brezhnev og Fidel Castro voru sæmdir gullmerkjum
fyrir „verkalýðsbaráttu" þeirra.
Það hefur verið hinum nýju forystumönnum Alþýðubandalags-
ins mikið kappsmál að sýna og sanna, að þeir séu „stjórnhæfir",
geti átt sæt' í samsteypustjórnum, þrátt fyrir stefnuskrá Alþýðu-
bandalagsins og þann ásetning flokksins að gjörbylta íslensku
stjórnkerfi. Þeir hafa að vísu oftar en einu sinni lent í miklum
erfiðleikum og hingað til jafnan afsakað sig með slagorðum um
eigið ágæti í „verkalýðsbaráttunni" — eins og Brezhnev og Castro
telja þeir sig hafa unnið í þágu „verkalýðsins" og eigi gullmerki
skilið. Framhjá þeirri staðreynd verður og ekki gengið, að Al-
þýðubandalagið hefur átt hauka í horni í forystusveit verka-
lýðshreyfingarinnar, sem á stundum koma fremur fram sem
blaðafulltrúar ráðamanna flokksins en gæslumenn hagsmuna
launþega. Þetta samtryggingarkerfi hefur reynst furðu lífseigt,
en ýmislegt bendir nú til þess, að í það sé að koma brestur. Atlaga
Alþýðubandalagsins að lífskjörunum og skammsýn stefna þess í
atvinnumálum hefur leitt til trúnaðarbrests milli flokksins og
fólksins, ef þannig má að orði komast.
Lýðskrum hefur sett æ meiri svip á stjórnmálabaráttu Alþýðu-
bandalagsins undanfarin ár, ekki síst síðan Ólafur R. Grímsson
varð málsvari flokksins. Auðveldast er að benda á „utanríkis-
stefnu" flokksins þessu til sönnunar, þar hefur hræðsluáróður um
kjarnorkuvopn yfirgnæft hið yfirlýsta markmið flokksins, að ís-
land skuii gert varnarlaust og ganga úr Atlantshafsbandalaginu,
en það er komið frá hugmyndafræðingum Varsjárbandalagsins.
Svavar Gestsson hefur einnig rekið hræðsluáróður, kjarninn í
hans málflutningi er sá, að hverfi Alþýðubandalagið úr ríkis-
stjórn verði atvinnuleysi og örbirgð á Islandi. Stjórnmálabarátta
á svo neikvæðum forsendum dugar sjaldan til lengdar, enda
benda nýjustu skoðanakannanir til, að Alþýðubandalagið sé orðið
að minnsta stjórnmálaflokki landsins. Þótt deila megi um gildi
þeirra kannana, sem hér um ræðir, eru allir sammála um, að þær
gefi vísbendingu um straumana í stjórnmálalífinu. Það fer nú,
saman, að Alþýðubandalagið fær minnst fylgi í skoðanakönnun
og raunir þess eru meiri en nokkru sinni fyrr við skipan fram-
boðslista vegna bæjar- og sveitarstjórnakosninga.
Fróðlegt er að bera saman viðbrögð þeirra Ólafs R. Grímssonar
og Svavars Gestssonar við fylgisleysi Alþýðubandalagsins. Þing-
flokksformaðurinn segir, að það hljóti að verða flokksmönnum
„tilefni til alvarlegrar umhugsunar og umræðu innan flokksins
um stefnu og starfshætti". Svavar Gestsson er greinilega ekki
þeirrar skoðunar, að með sérstökum aðgerðum þurfi að bregðast
við fylgisleysinu, hann segir í Þjóðviljanum: „Þessar tolur sýna að
skoðanakannanir segja ekki alla sögu, enda höfum við ætíð lagt á
það áherslu að vinna kosningar meðan aðrir láta sér nægja að
vinna skoðanakannanir.“ Þessar tvær yfirlýsingar forystumanna
Alþýðubandalagsins eru ósamrýmanlegar. Pólitísk saga Ólafs R.
Grímssonar sýnir, að fyrr en síðar kemst hann í andstöðu við
ráðandi öfl í þeim flokkum, þar sem hann hefur starfað. Þetta
gerist jafnan, þegar harðnar á dalnum, því að honum fellur ekki
að sækja á brattann.
Með því að lýsa því yfir, að nú þurfi að taka stefnu og starfs-
hætti Alþýðubandalagsins til alvarlegrar umhugsunar og um-
ræðu, kastar Ólafur R. Grímsson stríðshanskanum í stöðnuðum
stjórnmálaflokki, sem getur hvorki breytt um stefnu né starfs-
hætti, af því að hann er ekki sjálfráður.
Hefur styrkt tengslin
milli þjóðanna
- sagdi Sigurður Bjarnason sendiherra í ræðu
á samkomu með forseta íslands í Lundúnum
l.undúnum 22. febrúar, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Hildi llelgu Sigurdardóttur.
I LOK HINNAR opinberu heimsóknar forseta Islands til Bretlands buðu íslensku sendiherrahjónin,
þau Ólöf Pálsdóttir og Sigurður Bjarnason, til móttöku á Churchillhóteli, fyrir hönd SH, SÍS, Flugleiða,
Isl. útflutningsmiðstöðvarinnar og Ferðamálaráðs íslands. Tilgangurinn með boðinu var fyrst og fremst
að kvnna breskum viðskiptavinum þessara stofnana ísland og ísl. þjóðina í tilefni forsetaheimsóknar
innar. íslenskur matur og drykkur var á boðstólum, og hafði Hilmar Jónsson, yfírmatreiðslumaður veg
og vanda af þeirri hlið málsins.
Módel '79 sýndu ullarfatnað og
sýndar voru litskyggnur frá Islandi.
Forseti og fylgdarlið hennar sóttu
samkomuna, sem var mjög fjöl-
menn. Munu um 300 manns hafa
verið viðstaddir. Hófst hún klukkan
18.15, hinn 19. febrúar. Sigurður
Bjarnason, sendiherra, bauð gesti
velkomna með stuttu ávarpi og
komst þá meðal annars að orði á
þessa leið: „Leyfið mér fyrst og
fremst, fyrir hönd konu minnar,
sendráðs íslands í Lundúnum, og
hinna ísl. forgöngumanna þessarar
samkomu að bjóða forseta íslands
og fylgdarlið hennar hjartanlega
velkomin hingað í kvöld. Eins og
yður er kunnugt, er forsetinn hér í
Bretlandi í opinberu boði bresku
ríkisstjórnarinnar. Hefur hún notið
hér mikillar gestrisni forsætisráð-
herrans, hennar hátignar drottn-
ingarinnar og fjölskyldu hennar,
borgarstjórans í London, og fjölda-
margra annarra sem hún hefur
rætt við. Frá sjónarmiði okkar ís-
lendinga er þetta boð forseta okkar
ekki aðeins vináttubragð af hálfu
bresku stjórnarinnar, heldur mikill
viðburður í þróun samskipta landa
okkar. Enda þótt Islendingar og
Bretar hafi á liðnum tíma ekki
ávallt verið sammála höfum við
ávallt komist að friðsamlegri og ár-
angursríkri lausn að lokum. Allt er
gott sem endar vel, segir í gömlum
breskum málshætti. Séð frá sjón-
armiði sögunnar eiga Bretar og ís-
lendingar margt sameiginlegt, bæði
á sviði viðskipta- og menningar-
mála. Við aðhyllumst sömu lýðræð-
islegu hugsjónirnar og afstöðu til
almennra mannréttinda. Við eigum
tvö elstu þjóðþing í heimi, og við
höfum verið bandamenn í stríði og
friði. Þessar tvær eyþjóðir lifa ekki
lengur við einangrun, við erum nán-
ir grannar, sem búum saman í vin-
áttu við þýðingarmikil viðskipta- og
menningartengsl báðum til hags-
bóta.
Eg er þess fullviss að hin opin-
bera heimsókn forseta vors til Bret-
lands hefur enn styrkt tengsl milli
okkar. Hún hefur sýnt að þrátt
fyrir innbyrðis vandamál þjóða
okkar ölum við engan ugg í brjósti
hvor til annarrar. Þegar ég heim-
sótti Bretland í fyrsta skipti sem
Ljósm. Kmilía.
Um íslenska matinn á kynningu íslenskra fyrirtækja í London sáu þeir Módel ’79 sýndu íslenskan
Hilmar Jónsson (fremst), Sigurðar Sumarliðason og Ulfar Eysteinsson. ullarfatnað.
Ekki forsendur til að hverf
leiðslustefnu, sem fylgt hel
-sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra viðsetnin
í GÆRMORGUN var á Hótel
Sögu sett 64. Búnaðarþing af
Asgeiri Bjarnasyni, formanni
stjórnar Búnaðarfélags íslands.
Búnaðarþing er æðsta vald í
málefnum Búnaðarfélagsins.
Búnaðarþingsfulltrúar eru 25 en
ásamt þeim sitja fundi þingsins
stjórn Búnaðarfélags íslands og
ráðunautar. Undanfarin ár hef-
ur þingið staðið í tvær vikur og
er líklegt að svo muni einnig
verða í ár. Viðstaddir setningu
þingsins voru forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, Pálmi
Jónsson, landbúnaðarráðherra,
og Steingrímur Hermannsson,
sjávarútvegsráðherra.
í upphafi setningarræðu sinnar
minntist Ásgeir Bjarnason
þriggja merkisafmæla, hundrað
ára afmælis fyrsta kaupfélagsins
á íslandi, kaupfélags Þingeyinga,
hundrað ára afmælis bændaskól-
ans að Hólum í Hjaltadal og 145
ára afmælis Búnaðarfélags Is-
lands.
Þá talaði Ásgeir um útflutning
landbúnaðarafurða og sagði að
árið 1981 hafi verið fluttar út
landbúnaðarvörur, unnar og
óunnar, fyrir 421,6 milljónir
króna, en það er sem næst 6,5 pró-
sent af heildarútflutningi lands-
manna. Þar af nam útflutningur á
prjónavörum rúmlega 166 millj-
ónum króna. Ásgeir sagði að
flytja þyrfti út hartnær þriðjung
af dilkakjötsframleiðslunni nú
eins og verið hefur en að besti
markaðurinn sem var í Noregi
væri nú sennilega enginn, því
Norðmenn væru orðnir sjálfum
sér nógir á þessu sviði og hyggja
jafnvel á útflutning dilkakjöts.
Enginn nýr umtalsverður mark-
aður fyrir dilkakjöt hefur fundist
enn. Sagði Ásgeir að meginástæð-
urnar fyrir því að svona væri
komið í þessum málum væru þær
að mestur hluti landbúnaðaraf-
urða íslendinga þarf að keppa við
niðurgreiddar búvörur á erlend-
um mörkuðum og víðast hvar við
yfirfullan markað.
Ásgeir fjallaði nokkuð um bú-
reikninga og þörf á að bændur
héldu slíka reikninga. Sagði hann
að skýrslur nautgriparæktar fé-
laganna árið 1981, sýndu að með-
alnyt árskúnna hefði verið 3710
kg það ár, sem er 81 kílói minna
en árið 1978. Kjarnfóðursgjöf
hefði verið árið 1981 144 kg minni