Morgunblaðið - 23.02.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 23.02.1982, Síða 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 Geir Hallgrímsson: Meginreglu breytt í undanþágu Innflutningsverzlunin ómagi á þjóðinni, sagði Svavar Gestsson Á árinu 1978 fékk þáverandi ríkisstjórn samþykkt lög, sem m.a. fólu í sér þá meginreglu, að verðlagning skyldi vera frjáls þar sem samkeppni er næg, eins og víðast tíðkast á Vesturlöndum, sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðu um stjórnarfrumvarp um verðlag, samkcppnishömlur og ólögmæta verzlunarhætti á Alþingi í gær. Viðtakandi vinstri stjórn frestaði framkvæmd þessara laga en breytti síðan, hvað þetta grundvallaratriði varðar. Hérlendis hefur verðstöðvun verið í lögum allar götur síðan haustið 1970, en þessi ár hafa reynzt tími meiri verðhækkana og verðbólgu en nokkur annar í íslandssögunni. Mál er að færa verðlagseft- irlitið frá opinberri „forsjá" í hendur fólksins sjálfs, en samkeppnislönd, sem búa að frjálsri verðlagningu, hafa tryggt þegnum sínum mun stöðugra verðlag er hér hefur tíðkazt um langt árabil, sagði hann ennfremur. Stefnt f sveigjan- legri verðmyndun Tómas Arnason, viðskiptaráð- herra, mælti fyrir frumvarpinu, sem hann sagði spor í frjálsræðis- átt. Það hafi reynzt erfiðleikum bundið að hrinda samkeppnis- ákvæði laga frá 1978 í framkvæmd vegna beinnar andstöðu ýmissa aðila, er hann skilgreindi ekki freka'r. Ráðherra vék að því að Norðurlönd og helztu viðskipta- lönd okkar hefðu horfið frá verð- lagshöftum upp úr 1950, en ekki væri um það deilt að frjáls sam- keppni væri líklegasta leiðin til sanngjarns verðlags. Nú væri meiningin að stíga spor í frjáls- ræðisátt, sem stuðla myndi að sanngjarnara verði, bættu vöru- framboði og þjónustu. Ráðherra vék að nauðsyn verð- gæzlu, upplýsingasöfnunar og -miðlunar, og nýjum reglum er skylduðu verzlunarfyrirtæki til að senda Verðlagsráði verðútreikn- inga, ella kæmu til viðurlög. Ekki yrði heldur hlífzt við nafnbirting- um fyrirtækja, sem stæðu fyrir óhóflegum verðhækkunum. Meginregla eda undantekning Geir Hallgrímsson (S) sagði að í samkeppnisákvæðum laganna frá 1978, sem því miður komu aldrei til framkvæmda, hafi meginreglan verið sú, að frjáls verðlagning skyldi gilda þar sem samkeppni er næg. Verðlagshöft vóru undan- tekning, ef samkeppnisforsendur vantaði. Þessu er öfugt farið í nú- verandi frumvarpi. Þá eru verð- lagshöftin áfram meginregla, en frjáls verðmyndun undantekning, þ.e. heimild, sem Verðlagsráð get- ur beitt. Þetta ákvæði, sem er spor í rétta átt, þó stærri hefði mátt vera, kemur nú seint og um síðir, en fyrirheitið var gefið í stjórnar- sáttmála. Geir rakti síðan verðlagsþróun siðustu ára, ársfjórðungsleg verð- þróunarmörk, sem ríkisstjórnin setti sér, en sprakk á, fyrirheit um tollkrit, sem enn væru fyrirheitin ein, bollaleggingar stjórnarliða um þátttöku ríkisins í innflutn- ingsverzlun, sem nú virtist horfið frá. Geir nefndi tvö dæmi um verð- þróunaráhrif samkeppni. Annað frá Bandaríkjunum, er verðlags- eftirlit með olíuvörum var afnum- ið, fyrst og fremst til að stuðla að samdrætti í oliunotkun, en árang- urinn hefði jafnframt komið fram í lækkandi verði. Hitt íslenzkt, þ.e. samkeppni veitingahúsa, sem leitt hefði til mun meiri fjölbreytni, ekki aðeins í vöru og þjónustu á þessu sviði, heldur ekki síður í verðlagi. Geir sagði það meginstefnu formælenda opinberrar forsjár, að stjórnvöld ættu að hafa vit fyrir fólki, en sjálfstæðismenn teldu sölusamkeppni, samhliða þrosk- uðu verðskyni neytenda, líklegri leið til stöðugleika í verðþróun, í ljósi tiltækrar reynslu hérlendis og erlendis, a.m.k. til lengri tíma litið, enda ætti valfrelsið og ákvörðunarrétturinn að vera fólksins. Þá lét Geir í ljós efasemdir um, að rétt væri að fella niður sam- keppnisnefndina, eins og frum- varpið gerði ráð fyrir. Meginmáli skipti þó, hvern veg framkvæmd þessa frumvarps yrði, ef Alþingi staðfesti það, en í öllu falli væri það þó skárra en lögfest verð- «7 HELGI JÓNSSON - LEIGUFLUG - AIRTAXI RE YKJA VlK URFLUG VEL LI Simi: (91-)10880(91 -)10858 Leiguflug milli landa og innanlands stöðvun, sem væri nánast hót- fyndni með hliðsjón af verðlags- þróun undangenginna ára. Samráðið við verkalýðshreyfingtina Sighvatur Björgvinsson (A) spurði, hvort samráð hefði verið haft við verkalýðshreyfinguna, eins og margheitið hefði verið, en verðlagsþróun væri stórt hags- munaatriði fólks. Svo oft hefur kaupauki, sem kostaði stranga baráttu, orðið að engu um leið og til varð, vegna nýrrar verðhækk- unarskriðu. Hann spurði, hvort Alþýðubandalagið hefði ekki farið fram á verkalýðssamráð, er frum- varpið var til umfjöllunar í ríkis- stjórn. Sighvatur lýsti yfir stuðningi við þær grundvallarhugmyndir, sem viðskiptaráðherra hefði tæpt á, en væru þó ekki finnanlegar í þessu frumvarpi. Þetta frumvarp ætti að skoða vel í þingnefnd og hafa um það samráð við launþega- samtökin. Lögin frá 1978 ekki að koma til framkvæmda Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra, sagði meginatriði þessa frumvarps eftirfarandi: 1) Sam- keppnisnefnd væri lögð niður. 2) Það stuðlaði að betri samstöðu um vinnubrögð í Verðlagsráði en verið hefði. 3) Með þessu frumvarpi vær enn hafnað þeim texta um frjálsa verðlagningu sem staðið hefði í lögunum frá 1978. 4) Skýr ákvæði væru sett um meðferð á verðút- reikningum, en á það hefði mjög skort. 5) Verðgæzla væri efld. Svavar taldi mjög koma til greina að taka upp krónutölu- álagningu i innflutningsverzlun sem og að færa almennt verðlags- eftirlit að stærstum hluta yfir á þá verzlunargrein. Hann sagði innflutningsverzlunina vera bagga á þjóðarbúinu og hún tæki tugi, ef ekki hundruð milljóna króna í um- boðsþjónustugjald. Hann sagði og að stórefla þyrfti opinber innkaup erlendis frá til að fá samanburð við innkaup heildsala. Það er ekki frjáls verðmyndun heldur frjáls gróðamyndun sem þessir herrar stefna að. Annað mál er, að ekki tjáir að hanga í verðstöðvunarákvæðum, sem stangast á við staðreyndir. Ráð- herra sagði að uppfærsla verðlags á lagervörum hefði lítt haft áhrif til hækkunar vöruverðs, því hún hefði verið í framkvæmd hjá verzlunaraðilum, þvert á fyrri lagaákvæði. Þá sagði ráðherra að þingnefnd ætti að hafa samráð við verka- lýðshreyfingu um þetta stjórnar- frumvarp. Lokaorð hans vóru ítrekun á þvi, að lögin frá 1978 væru ekki að koma til framkvæmda um þetta frumvarp, hér væri um annars- konar útfærslu að ræða, heimild til verðmyndunar, sem aftur mætti taka, og færa undir verð- lagsreglur á ný. Frumvarp um afborgunarkaup Tómas Árnason, viðskiptaráð- herra, sagði frumvarp þetta spor í framfaraátt, um það væru allir sammála, þó deilt væri um skrefstærðina. Ríkisstjórnin hefði nú gripið til skammtimaaðgerða en stefnt væri í kerfisbreytingu. Niðurtalning hefði gefið góða raun 1981 og þyrfti að koma til sögu í enn ríkara mæli. Ótímabært væri að stefna að algjöru verðlagn- ingarfrelsi við okkar aðstæður, en fara megi í þá áttina í áföngum, samhliða því að efla verðgæzlu og verðlagseftirlit. Hann sagði frum- varp um afborgunarkaup í undir- búningi. Umræðu lauk ekki Umræðunni var frestað um kl. 4 síðdegis, vegna þingflokkafunda, en mælendaskrá var ekki tæmd. Búast má við fjörugum fram- haldsumræðum í neðri deild Al- þingis, væntanlega nk. miðviku- dag. REGINA C MEÐ LEIÐRÉTTINGU Nýja rafritvélin frá Olympia er léttbyggó og fyrirferóar- lítil, en hefur þó kosti stærri ritvéla. ,,Skjalataska“, 31 sm vals, 8 endurtekningarvinnslur, hálft stafabil, a léttur ásláttur ___ og áferöarfalleg skrift. Sjálfvirkur leiðrettingarbunaöur léttir og eykur afköstin. o Olympia [MlÆUMRQty© KJARAINI HF [ ARMULI 22 - REYKJAVlK - SlMI 83022

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.