Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 27

Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 27
35 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR iðgá Tölvan komin í stað manna - aðallega í matvæla- og efnaiðnaði „Adaltilgangur þessa fundar með fréttamönnum er að kvnna tölvustýr ingu á framleiðsluferli. Við viljum vekja athygli á því, að tölvuva dd fer ilstýring er ekki ný hér á landi, tölvan er komin inn í staðinn fyrir menn aðallega í matvsla- og efnaiðnaði, og hér á landi eru aðilar sem ráða við þessa Uekni,“ sagði Friðrik Daníels- son hjá Iðntæknisstofnun m.a. á fundi með fréttamönnum á föstudag- inn, en að undanförnu hefur aðilum úr iðnaðinum verið kynntur tsekja- kostur og þau tölvukerfi sem fáanleg eru í landinu. Undanfari þessarar kynningar er athugun á tölvum til stýringar í efna- og matvælaiðnaði, sem Iðntæknistofnun og Rafhönnun hafa staðið að í sameiningu, og voru m.a. fengin að láni sérstök sýni og kennslutölva erlendis frá í þessu skyni. Nokkur fyrirtæki hafa þegar tek- ið þessa tækni í þjónustu sína, og má sem dæmi nefna Krossanes- verksmiðjuna, Hval hf., Alverk- smiðjuna, Kísiljárnverksmiðjuna og nokkur af mjólkurbúunum, svo nokkuð sé nefnt. Tölvur þessar leysa af hólmi handvirku stýring- una í framleiðslunni og með þeim fæst aukið öryggi, fljótvirkni og aukin framleiðni. í staðinn fyrir starfsmennina, sem sjá um að setja í gang og slökkva á vélum, færi- böndum, dælum, blöndurum o.s.frv. er tölvan tengd við skynjara og rofa og gefur fyrirmæli um aðgerð- ir eftir skilaboðum frá mælistöðv- um í framleiðslunni og eftir fyrir- mælum sérhannaðra forrita. Björn Kristinsson, frá samtökum raftækjaframleiðenda, sagði að innlendir aðilar hefðu í fjölda ára starfað á sviði tölva, örtölva og iðntölva og öðlast töluverða reynslu á því sviði. í ljós kom að SRF bjóða upp á alhliða þjónustu á sviði tölvunotkunar í iðnaði og gildir það jafnt um almennar iðn- aðarstýringar, sem og matvælaiðn- að og efnaiðnað. Aðilar SRF hafa um árabil hannað stjórnkerfi, framleitt stjórnbúnað, samið hug- búnað, séð um uppsetingu og próf- anir og annast viðhald. Örtölvu- kerfi frá aðilum SRF eru nú m.a. í Steypustöðinni, íslenska Járn- blendifélaginu, Hitaveitu Suður- nesja, ísal, frystihúsum víða um land og fjölda skipa. Fram kom einnig að fjöldi véla hefur verið fluttur inn, og sýnd voru mismunandi kerfi frá Kúlu- legusölunni, Siemsens, Johan Rönning og APV. Þau fyrirtæki sem áhuga hafa á að taka upp tölvuvædda ferilstýringu geta því fengið flest tæki hér á landi, þar sem þegar eru í landinu fjöldi fyrirtækja sem ráða við stór verk- efni á sviði tölvuvæddrar ferilstýr- ingar, bæði hvað varðar tæki og hugbúnað. „Tölvan er komin í staðinn fyrir menn aðallega í matvæla- og efnaiðnaði," sagði Friðrik Daníelsson frá Iðntæknistofnun m.a. á kynningu á tölvum og tölvubúnaði. StortíÖindi fyrir húsbyggjendur Með nýrri aðferð við að setja upp milliveggi og klæðningu á loft og útveggi má vinna verkið á helmingi skemmri tíma og þriðjungi ódýrara en með hefðbundnum hætti. Hver hefur efni á að láta hjá líða að kynna sér kosti MÁT-kerfisins? - Hvernig efni í grindur sparast um allt að helming og gerekti og efni kringum hurðir að fullu. - Hvernig vinna sparast bæði við uppsetningu og málun, lagningu á rafrörum og ísetningu á hurðum. - Hvernig líming og negling verður að mestu ónauðsynleg og sparast því efnið og auðvelt verður að breyta og nota viðinn að nýju. - Hvernig hljóðeinangrun verður betri og auðveldari. Þar skiptir líka máli að enginn eining í MÁT-kerfinu vegur meira en 14 kg. og að auðvelt er fyrir einn að setja einingarnar saman. Láttu ekki hjá líða að koma og kynna þér hvað hér er að gerast. Gerum tilboð í uppsetningu. Framleióandi: M4TÍ Selvogsbraut 4 Þorlákshöfn Sími 99-3900 IÐNVERK HF BYGGINGAtUONUSTA HATUNI 4 A SIMI 25945 Sími25700 Vetrarverð okkar hafa sjaldan verið hagstæðari. Eins manns herbergi með sturtu kostar aöeins kr. 248.- og tveggja manna herbergi með sturtu aðeins kr. 325.-. Ný og glæsileg gestamóttaka, setustofa og Piano Bar. Hallarmúla 2, 83211. STUBV Ódýr teikniborð 75x105 Verð kr. 1.877,- 60x80 Verö kr. 1.777,- Teiknivélar. Verö frá kr. 1.561,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.