Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 28

Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 Hinn fjölhæfi Alan Alda í hlutverki framagosans joe Tynan. Kosningavéiin malar Kosningavélin malar The Sedurtion of Joe Tynan. L«‘ikstjori: Jerry Schatzberg. Handrit: Alan Alda. Kvikmyndatökustjórn: Aldam Hol- ender. Klipping: Kven Lottman. Tónlist. Bill ('onti. Illjódmeistari: Jim Sabat. Kordun: Margaret Sunshine. Við hér þekkjum máski Alan Alda úr sjónvarpsþáttunum MASH, þar sem þessi ágæti leikari brá sér gjarnan í trúðsgervi. Vest- anhafs er Alda hins vegar þekktur meðal þeirra sem unna listum og menningu, sem býsna fjölhæfur leikari er einkum velur sér hlut- verk sem á einhvern hátt lýsa bandarísku þjóðfélagi. Uppá síð- kastið hefur Alda ekki látið sér nægja að leika í kvikmyndum, heldur brugðið sér bak við vélina og jafnvel samið kvikmyndahandrit. Er nýjasta mynd Laugarásbíós „The Seduction of Joe Tynan“ (sem þýða má Joe Tynan tældur) byggð á handriti Alda. Ekki er hægt að segja að handrit þetta sé ýkja frumlegt; því hve margar myndir höfum við ekki augum barið, þar sem vandamál bandarískra valda- manna eru krufin? Hitt er frum- legra hvernig Alda tekur í þessari mynd á vandamálum, sem koma gjarnan upp við framhjáhald. Þannig fáum við tækifæri til að skyggnast inní heim, ekki bara þeirra sem í framhjáhaldinu standa, heldur og sjáum við að til- finningarótið sem fylgir framhjá- haldinu gárar hugarheim allra fjöl- skyldumeðlima. Er greinilegt að Alan Alda er barngóður maður og lifir ekki í hugmyndaheimi Holly- woodgulltittlinganna. En mynd Alda „The Seduction of Joe Tynan" fjallar ekki eingöngu um vandamál valdastéttarinnar handarisku eins og þau birtast á tilfinningasviðinu. Þar er einnig skyggnst inní bandarísku kosn- ingamaskínuna. Joe Tynan er nefnilega stjórnmálamaður á upp- leið og þá er að sjálfsögðu forseta- stóllinn lokamarkmiðiö. Ekki gat ég varist því að bera Tynan þennan saman við Edward Kennedy. Svo sláandi líkur er lífsferillinn. Þá fannst mér eins og Alda gæti ekki gert upp við sig í þessari mynd, hvort hann hataði eöa elskaði bandarísk stjórnmál eins og þau birtast í augnablikinu. Þó fannst mér mega greina vissan söknuð, tengdan Kennedy-tímabilinu. Mér fannst raunar er ég leit yfir mynd- ina í huganum, að hún væri eins- konar saknaðarljóð, ort um tímabil bandarískrar sögu, þegar eldhugar héldu um stjórnartaumana og fák- arnir voru óþreyttir. En í myndinni kemur líka fram virðing fyrir þeim sem eldri eru, fyrir lífinu á frum- og lokastigi. Er greinilegt að Alda þráir að festa á filmu þann þátt í samskipt- um fólks sem ekki verður tjáður með orðum. Því miður tekst honum ekki nema að litlu leyti að lyfta myndinni í slíkar hæðir. Klipping, kvikmyndataka og lýsing, er ein- faldlega ekki nægilega mögnuð. Hins vegar tekst Alan Alda mæta vel í þessari mynd að sannfæra áhorfandann um að valdamiklir stjórnmálamenn eru til alls vísir, ég tali nú ekki um hafi þeir skadd- að taugakerfi svo sem eftir slys eða vegna náttúrulegrar æðakölkunar. En í myndinni er öldungadeildar- þingmaðurinn Birney lýsandi dæmi um slíka hættu. En Birney þessi greinir ekki mun á ensku og frönsku. Var maður eiginlega dauðfenginn að kallinn kunni ekki rússnesku. Ásta G. Björnsson Reynihlíð - Áttræð Ásta G. Björnsson, Reynihlíð, Garðabæ, er 80 ára í dag. Hún fæddist að Ragnheiðarstöðum í Flóa 23. febrúar 1902, dóttir hjón- anna Gunnars Þorvaldssonar og Guðrúnar Egilsdóttur. Mjög ung flutti hún að Miðengi í Garða- hverfi með foreldrum sínum. Lengst af síðan hefur hún búið hér í Garðabæ, að undanskildum námsárum sínum í Danmörku, en þar lærði Ásta hjúkrunarfræði, og þeim árum, sem þau hjón, Jóhann G. Björnsson, sem nú er látinn, og hún, stunduðu búskap austan fjalls. „Það er vandræðafólk sem ekki kemst af við konuna uppi á lofti," var svarið sem við hjónin fengum þegar við keyptum neðri hæðina í Reynihlíð, og spurðum um vænt- anlegan nágranna. Með þessum orðum lýstu seljendur íbúðarinnar Ástu Björnsson, eftir að hafa búið í nábýli við hana árum saman. Fyrstu hugmyndir okkar um væntanlegan nágranna, fengnar af þessum ummælum, voru að konan hlyti að vera frekar þægileg í umgengni þ.e. hlédræg og af- skiptalítil kona. Nú nokkrum ár- um síðar, skiljum við betur hvað það er mikill sannleikur í þessum orðum. Það er erfitt að lýsa Ástu án þess að það læðist sá grunur að lesendum, þeim sem ekki þekkja hana, að um oflof sé að ræða, slík- um mannkostum er hún búin. í okkar huga er hún kona, sem óhjákvæmilegt er að bera virðingu fyrir frá fyrstu kynnum. Hún er kona sem hefur alla tíð gegnt hlutverki sínu í lífinu. hvert svo sem það hefur verið, á hverjum tíma, með miklum sóma. Hún er einlægt stærst í því að gera öðrum sem best, en er sérlega nægjusöm fyrir sjálfa sig. Þessi lýsing okkar á þeim mannkostum, sem við höf- um kynnst í fari Ástu, er stutt, vegna þess að við vitum að hún kærir sig ekki um langar lýsingar, í smáatriðum, því það er hennar siður í lífinu að hafa fá orð, en valin, um menn og málefni. „Ásta, þú kýst að vera að heiman i dag, og gera lítið með þennan merkisdag í lífi þínu, þess vegna ávörpum við þig með þess- um hætti. Það er okkur og börnun- um sérstök ánægja og gleði, að hafa átt þess kost að kynnast þér og að vera þér samferða. Um leið og við óskum þér hjartanlega til hamingju með daginn, óskum við þér, börnum þínum, tengdabörn- um og barnabörnum alls hins besta í framtíðinni." Hallgerður og Jón Gauti Þórshafnartogarinn leysi hið staðbundna atvinnuleysi l»órshöfn, 19. febrúar. Hinn margumtalaði Þórshafnar togari er væntanlegur hingað í byrj- un maímánaðar og mun þá hið stað- bundna atvinnuleysi, sem hér hefur verið frá því I desember, vera úr sögunni, en frá því um miðjan des- ember s. I. hafa verið mjög slæmar gæftir. Þeir bátar, sem gerðir eru út héðan, en það er einn 36 tonna bátur og fimm bátar frá 10 til 16 tonn, voru á línu fram í miðjan febrúar og fiskaðist mjög lítið á því tímabili. En í byrjun febrúar fór Geir til netaveiða og hefur hann fiskað þegar veður hefur gef- ið á sjóinn. Heldur lítið hefur ver- ið að gera s. 1. 3 mánuði fyrir verkafólk. Hraðfrystihús Þórshafnar er að vinna við byggingu á saltfiskverk- unarhúsi, en aðstaða til saltfisks- verkunar hefur verið mjög léleg. Á vegum sveitarsjóðs og verka- mannabústaða er verið að byggja átta íbúðir, tvö parhús, og eitt raðhús með fjórum íbúðum. Verk- taki er Kaupfélag Langnesinga og hefur smíði íbúðanna gengið mjög vel, en áætlað er að afhenda par- húsin í júlíbyrjun en raðhúsin í desember. Áætlað er að byrja á sex íbúðum til viðbótar á þessu ári, en vöntun á íbúðum hefur ver- ið mjög mikil hér. Einstaklingar hafa einnig töluvert sótt um lóðir. Á fimmtudagskvöld frumsýndi Leikfélag Þórshafnar ærslaleikinn Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Með helstu aðalhlut- verk fara Martha Richter, Unnur Árnadóttir og Jómundur Hjör- leifsson. Leikstjóri er Sigurgeir TVEGGJA plötu albúm med 25 vinsælustu lögum síðasta árs leit dagsins Ijós nú í vikunni. Ber það nafnið Næst á dagskrá og eru lögin á plötunum tveimur þau, sem oftast voru leikin í út- varpi á síðasta ári. Páll Þor- steinsson tók listann yfir vinsæl- ustu lögin saman. Eins og gefur að skilja koma Scheving. Var ærslaleikurinn sýndur fyrir fullu húsi og voru leikendur og leikstjóri margoft klöppuð fram í lok sýningar. Ætl- unin er að fara með sýninguna á Raufarhöfn og sýna hana þar a sunnudag, ef veður leyfir. Um sl. áramót var sett upp skíðalyfta í landi Ytri-Brekkna á vegum ungmennafélaganna og hefur hún verið mikið notuð, en hún er aðeins opin um helgar. Þorkell flestir af þekktustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar meira eða minna við sögu á plötun- um tveimur, sem seldar verða á verði einnar. A meðal laga á plötunum má nefna, Af litlum neista, Endurfundir, Traustur vinur, Ég fer í fríið, Seinna meir og 20 önnur. Vinsælustu lög síðasta árs útgefin í tveggja plötu albúmi BEINT FIJUG í SÓLINA OG SJOINN ÍSLENSKT LEIGUFLUG ALLA LEBÐ 1982: 6. apríl 18. apríl 11. maí 1. & 22. júní 13. júlí 3. & 24. ágúst 14. sept 5. október M Á TVEGGJA VIKÞ I3D lAFRESTI NICE CANNES 17lonteCcmk>\ AGAWR MAROKKO FRANSKA RIVIERAN Af .í.A LAUGARDAGA \ ALLA LAUGARDAGA ALÞJÓÐLEG ÞJÓNUSTA FARMIÐASALA OG HÓTELPANTANIR i FERÐAMIÐSTÖÐIN AÐALSTRÆTI9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.