Morgunblaðið - 23.02.1982, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982
39
um lítið annað en sjómennsku að
ræða fyrir unga menn til að afla
lífsviðurværis. Frá 1924—26 var
hann vélstjóri á línuveiðurum hér
heima en fór síðan í siglingar á
erlendum skipum og starfaði þar
sem kyndari og undirvélstjóri í 2
ár. Næstu 2 árin var hann svo
kyndari og undirvélstjóri á togur-
um hér heima. Guðmundar var
ekki lærður vélstjóri og því var 2.
vélstjórastaðan ótrygg og mögu-
leikar á stöðuhækkun engir. Hann
hafði því hug á að afla sér fullra
starfsréttinda á einhverju sviði og
varð loftskeytatæknin fyrir val-
inu.
Á þeim tíma, sem Guðmundur
var á Belgaum, var þar loftskeyta-
maður Ingólfur Matthíasson, mik-
ill gáfumaður og vel menntaður.
Hjá honum lærði Guðmundur þau
fræði, sem þurfti fyrir loft-
skeytamannspróf. Notaði hann til
þess frítíma sinn um borð og sýnir
það best þrek hans, því á þeim
tímum veitti mönnum ekki af frí-
vöktunum til hvíldar. En Guð-
mundur var óvenjulega vel gerður
maður til líkama og sálar. Að
náminu loknu, sem a.m.k. að
mestu, ef ekki öllu, leyti fór fram
um borð í Belgaum, gekk hann
undir loftskeytamannspróf og
sigldi síðan sem loftskeytamaður
óslitið frá 1931—1945 á togurum
og flutningaskipum. Hann var t.d.
mörg ár loftskeytamaður á togar-
anum Maí frá Hafnarfirði með
hinum kunna aflaskipstjóra Bene-
dikt Ögmundssyni. Loftskeyta-
mannsstarfið var á þessum árum
mjög krefjandi. Öll viðskipti fóru
fram á morse og þær upplýsingar,
sem loftskeytamaðurinn náði frá
öðrum togurum, gátu skipt sköp-
um um hvernig veiðin varð. Mikið
af tímanum fór í að hlusta og þeg-
ar veitt var fyrir Englandsmarkað
gat ekki síður verið mikilvægt að
fylgjast með viðskiptum enskra
togara, sem voru margir á ís-
landsmiðum eins og kunnugt er,
en Guðmundur var mjög fær
enskumaður. Vökutíminn gat því
orðið langur oft og tíðum. Sá
loftskeytamaður, sem gerði sér
ekki grein fyrir þessu, varð ekki
langlífur í starfi. Hinsvegar lögðu
skipstjórar áherslu á að halda
þeim loftskeytamönnum sem þeir
vissu að hægt var að treysta.
Hinn 1. ágúst 1945 varð Guð-
mundur framkvæmdastjóri Far-
manna- og fiskimannasambands
íslands og jafnframt Sjómanna-
blaðsins Víkings. 1962 voru þessi
störf aðskilin og Guðmundur varð
ritstjóri Víkingsins til ársins 1978.
Auk starfa sinna við FFSÍ og
Víkinginn lét Guðmundur félags-
mál mikið til sín taka. Hann var
einstaklega félagslyndur maður. í
stjórn Félags íslenskra loftskeyta-
manna (FÍL) var hann frá 1947 og
formaður þess félags frá 1950
samfellt meira en aldarfjórðung.
Sýnir það best hvaða traust fé-
lagsmenn báru til hans. Félags-
málin tóku mikinn tíma, sérstak-
lega í sambandi við samninga-
gerðir og Guðmundur var þannig
maður að ekki kom til mála að
kasta höndunum til þess sem hon-
um var falið að gera. Öll störf
voru unnin af ýtrustu samvisku-
semi.
Margrét, móðir Guðmundar,
fluttist suður árið 1921 og hélt
heimili með honum og síðar einnig
yngri bróðurnum, Karli, eftir að
hann fluttist suður. Áttu þau fyrst
heima í Reykjavík en síðar í Hafn-
arfirði. Þegar Guðmundur kvænt-
ist fluttist hún inn á heimili
þeirra hjóna. Við Karl bróðir Guð-
mundar vorum jafnaldrar og tókst
með okkur mikil vinátta strax við
fyrstu kynni, þegar hann fluttist
suður 1930. Hann var loftskeyta-
maður eins og bróðir hans Guð-
mundur en dó ungur, aðeins 25
ára, árið 1936. Hann var hvers
manns hugljúfi og mikil eftirsjá
að honum. Móðir hans tregaði
hann mjög, þó lítt sæist það á
henni, enda var hún ekki vön að
flíka tilfinningum sínum.
Margrét Magnúsdóttir var mikil
heiðurskona og margar voru
ánægjustundirnar á heimili henn-
ar, eftir að ég kynntist sonum
hennar. Var þá oft gripið í spil
þegar þeir voru heima, en hún
hafði mikla ánægju af að spila á
spil. Við fyrstu kynni fannst mér
hún nokkuð þurr á manninn og
eins og hún velti fyrir sér hvers-
konar náungi þetta væri, sem fór
að venja komur sínar til að heim-
sækja syni hennar. Það var eigin-
lega ekki fyrr en sest var að spil-
um sem mér fannst hún viður-
kenna mig. Þá hýrnaði svipur
gömlu konunnar. Margrét dó árið
1949.
Árið 1936 kvæntist Guðmundur
Aðalheiði Jóhannesdóttur, mikilli
ágætiskonu. Þau eignuðust 4 börn:
Karl, f. 1937, kvændur Arndísi
Jónsdóttur og eignuðust þau 2
börn. Karl lést árið 1974. Hann
var einstaklega geðþekkur ungur
maður og mikil eftirsjá að honum.
Aðalheiði, f. 1942, gift Sveini
Jónssyni og eiga þau 2 börn. Sig-
ríði f. 1950, gift Sævari Egilssyni,
eiga þau eitt barn og Jens, f. 1947,
kvæntur Valgerði Hallgríms-
dóttur og eiga þau 2 börn.
Aðalheiður lést í bílslysi árið
1953. Var það mikið áfall fyrir eig-
inmann og börn á unga aldri.
Sei.ini kona Guðmundar er
Guðmunda Magnúsdóttir. Hennar
hlutverk varð að ganga börnupum
í móðurstað. Slíkt hlutverk er
aldrei auðvelt þegar börn eru ann-
ars vegar á viðkvæmum aldri. En
Guðmundu tókst að ávinna sér
traust þeirra og mikið ástríki er
milli hennar og þeirra. Segir það
sína sögu um mannkosti hennar.
Börn þeirra Guðmundu og Guð-
mundar eru: Þórdís, f. 1956, gift
Friðriki Sigurðssvni, Arnór, f.
1958 og Rafn, f. 1961.
Við hjónin höfum átt margar
ánægjustundir á heimili Guð-
mundar fyrr og síðar. Á seinni ár-
um höfum við nokkrum sinnum
farið með þeim hjónum í ferðalög
erlendis og betri ferðafélaga get-
um við ekki hugsað okkur. Þau
voru ákaflega samhent og manni
leið vel í návist þeirra.
Við viljum að leiðarlokum
þakka Guðmundi fyrir órofa
tryggð og vináttu. Eiginkonu
hans, börnum og öðrum aðstand-
endum vottum við einlæga samúð.
Við vitum að þau hafa mikils
misst, en tíminn græðir sárin og
endurminningarnar um góðan eig-
inmann og heimilisföður eru þau
smyrsl sem best duga þar.
Jarðarför Guðmundar hefur
farið fram í kyrrþey eftir ósk hans
sjálfs.
Jónas Sigurðsson
Þórhallur Þorlá/cs-
son - Minning
Fæddur 7. ágúst 1929
Dáinn 15. febrúar 1982
Þórhallur Þorláksson er látinn.
Hann afi er dáinn.
Hann fæddist að Gautastöðum,
Stíflu í Fljótum, 7. ágúst 1929. I
einni af fegurstu sveitum þessa
lands, þar sem áður fyrr liðaðist
áin tær og lygn um grænar grund-
ir og myndaði kjarrivaxna smá-
hólma, er núna uppistöðulón fyrir
Skeiðsfossvirkjun og hólmarnir og
grænu grundirnar undir vatni. I
þessari sveit, innan um hóp systk-
ina, eyddi Þórhallur æskuárunum
við störf og leik.
Foreldrar Þórhalls voru hjónin
Jóna Ólafsdóttir og Þorlákur Stef-
ánsson búendur á Gautastöðum.
Þar var þá tvíbýli og á hinum
partinum bjuggu hjónin Jóhannes
Bogason og Guðrún Ólafsdóttir,
systir Jónu, en hjá þeim ólst Þór-
hallur upp.
Ungur að árum flutti hann til
Siglufjarðar og stofnaði þar
hljómsveit ásamt bróður sínum
Guðmundi, sem þeir nefndu
„Gautlandsbræður" og seinna
varð að hinni landskunnu
hljómsveit „Gautar".
Þeir bræður voru mjög sam-
rýmdir og samtaka um alla hluti.
Því varð það Þórhalli mikið áfall,
er Guðmundur féll frá fyrir
nokkrum árum, þá enn á bezta
aldri og öllum harmdauði.
Þórhallur kvæntist 24. desem-
ber 1950, Ernu Karlsdóttur og
reistu þau myndarlegt hús að Há-
vegi 28 Siglufirði.
Þau eignuðust fjögur börn sem
öll hafa nú stofnað heimili, Sigur-
laug búsett í Garðabæ, gift Sig-
urði Hólmsteinssyni, eiga 3 börn,
Guðný búsett á ísafirði, gift Erni
Ingólfssyni, eiga 2 syni, Hörleifur,
búsettur á Ólafsfirði, giftur Guð-
finnu Pálmasóttur eiga 2 syni,
Jónbjörg, búsett á Siglufirði,
heitbundin Stefáni Friðrikssyni
eiga 1 son.
Þórhallur var mjög múskíkalsk-
ur, gamansamur og glettinn og
alltaf jafn hress hvort sem var að
loknum dansleik kl. 3 til 4 að
nóttu, eða eldsnemma að morgni;
freskleikinn og glettnin var svo
smitandi að óhjákvæmilega og
óafvitandi komust allir í gott skap
sem umgengust hann.
Þórhallur var alla ævi heilsu-
hraustur og varla misdægurt, en
sl. haust kenndi hann lasleika og
var fluttur á Landspítalann í
Reykjavík, kom þá i ljós að hann
var haldinn illkynjuðum sjúkdómi
sem læknavísindin standa enn úr-
ræðalaus gegn. Hann barðist
hraustlega og vann í fyrstu lotu,
komst heim og byrjaði í vinnu
sinni eins og ekkert hefði í skorist.
En skjótt dregur ský fyrir sólu
og syrtir að; aftur veiktist hann og
var fluttur á sjúkrahús Siglufjarð-
ar á aðfangadag jóla og síðan aft-
ur á Landspítalann þar sem hann
lézt 15. febrúar sl.
Nú, þegar elsku afi okkar ýtir úr
vör og stefnir að ströndinni
ókunnu, þar sem bróðir hans bíður
með útrétta hönd og kynnir hon-
um fyriheitana landið, kveðjum
við afa með söknuðu og þakklæti
fyrir allar skemmtilegu stundirn-
ar sem við áttum saman.
Við biðjum guð að styrkja Ernu
ömmu, Jóhannes afa og Guðrúnu
ömmu.
Tóti og Steini.
Tóti Gauti eins og hann var
kallaður í daglegu tali var fæddur
á Gautastöðum í Stíflu 7. ágúst
1929 og var því aðeins 52 ára er
kallið, sem allir verða að lúta kom.
Á þessum árum var tvíbýli á
Gautastöðum. Þar voru foreldrar
Þórhalls, Þorlákur Stefánsson og
kona hans Jóna Ólafsdótir og á
hinu búinu Jóhannes Bogason og
Guðrún Ólafsdóttir. Þær Jóna og
Guðrún voru systur. Ungur, var
Þórhallur tekinn í fóstur til Jó-
hannesar og Guðrúnar og ólst þar
upp.
Snemma fór Þórhallur að vinna
fyrir sér við ýmis störf og eftir að
daglegum störfum lauk þá var
harmonikan tekin og spilað fyrir
dansi til að stytta stundir fyrir
þeim, sem vildu skemmta sér.
Upp úr þessu fóru þeir bræður
Guðmundur og Þórhallur að leika
saman á skemmtunum og stofn-
uðu hljómsveitina „Gautar", sem
hefur farið vítt um landið til að
skemmta. Þeir bræður Guðmund-
ur og Þórhallur voru sérstaklega
samrýndir. Það varð því Þórhalli
mikill harmur er Guðmundur féll
frá 1977.
Þórhallur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Ernu Karlsdótt-
ur, árið 1950 og eignuðust þau
fjögur börn, þrjár stúlkur og einn
son, sem öll eru uppkomin og hafa
stofnað sín eigin heimili.
Erna fylgdi manni sínum fast
eftir að settu marki til að reisa
hlýlegt heimili og koma börnunum
til sem mests þroska. Þau hjón
reistu hús sitt við Háveg 28 og
hafa búið þar æ síðan.
Eftir að fósturforeldrar Þór-
halls brugðu búi hafa þau átt
heima í sama húsi. Einkar kært
var með þeim hjónum og börnum
þeirra á efri hæðinni. Þeir Þór-
hallur og Jóhannes höfðu mikla
samvinnu, því þeir áttu sameigin-
legt tómstundagaman, þeir áttu
nokkrar kindur, allt til á liðnu
hausti. Nú ber þessi aldurhnigni
heiðursmaður harm sinn í hljóði
eftir að fóstursonurinn er fallinn
og einnig fóstra hans, sem liggur á
sjúkrahúsinu hér í bæ.
Eftir að Þórhallur var kvæntur
og búinn að stofna heimili þá fór
hann í járnsmíðanám hjá Guð-
mundi Kristjánssyni og lauk námi
á tilsettum tíma og vann í mörg ár
við járnsmíði hjá Guðmundi kenn-
ara sínum. Þegar Þórhallur hætti
hjá Guðmundi, þá gerðist hann
starfsmaður KEA, við útibúið á
Siglufirði, og vann þar allt þar til
yfir lauk.
Eg vil fyrir hönd stjórnar úti-
bús KEA hér í bæ færa Þórhalli
þakkir fyrir trúmennsku í starfi
og vinnusemi við þau störf er hon-
um voru falin. Einnig flyt ég bestu
kveðjur og þakkir frá félögum
okkar í SFFS.
Þórhallur var ákaflega vinnu-
samur. Hversu seint sem hann
gekk til náða þá var hann ávallt
mættur á réttum tíma til vinnu,
enda stakur reglumaður bæði á
vín og tóbak.
Þórhallur er harmdauði öllum
sem höfðu einhver kynni af hon-
um, sökum réttsýnis til geðs og
gerðar.
Eiginkonu, börnum, tengda-
börnum, barnabörnum, fósturfor-
eldrum og öðrum vandamönnum
eru færðar hugheilar samúðar-
kveðjur. Það er huggun harmi
gegn að þið eigið aðeins góðar
endurminningar, sem gott er að
orna sér við, því þar sem Þórhall-
ur fór var vandaður maður og
drengur góður.
Þórhallur verður jarðsettur í
dag frá Siglufjarðarkirkju.
Siglufirði‘23. 2. 1981.
Olafur Jóhannsson
t
Faöir okkar, tengdafaöir og afi,
ÞORSTEINN STEFÁNSSON,
Hrisateigi 8,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirk)u fimmtudaginn 25. febrúar
kl. 10.30.
Margrét,
Ingibjörg,
Rósa,
Ragnar, Guörún Reynisdóttir
og barnabörn.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ANNA SVEINSDÓTTIR,
Miótúni 90,
verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 25. febrúar kl.
2 e.h.
Þórarinn Oddsson,
Sigríöur Oddsdóttir,
Oddur Bjarnason,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
t
KRISTRÚN EIRÍKSDÓTTIR,
Austurbrún 6, Reykjavík,
sem andaöist 16. febrúar, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju
miövikudaginn 24. þ.m. kl. 10.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóö frú Ingi-
bjargar Þórðardóttur, Langholtssöfnuði.
Haraldur S. Magnússon, María S. Ágústsdóttir,
Margrét K. Haraldsdóttir, Ágúst Haraldsson.
t
Aluöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför
fööur okkar, fósturföður og afa,
STEINÞÓRS G. JÓNSSONAR,
Kárastíg 5,
Hofsósi.
Sigurlaug Steinþórsdóttir, Stefén Gestsson,
Barói Steinþórsson, Margrét Alfreósdóttir,
Jón Steinþórsson, Margrét Runólfsdóttir,
Fósturbörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu viö fráfall og útför barna
okkar, systkina og barnabarna,
éstvinanna
SIGRUNAR ÁGÚSTSDÓTTUR
og
BOGA PETURS THORARENSEN.
Guö blessi ykkur.
Sigríöur Eiriksdóttir,
Ágúst Sígurösson,
Eiríkur Ágústsson,
Siguróur Ágústsson,
Borghildur Agústsdóttir,
Hulda Ágústsdóttir,
Ingþór Sævarsson,
Sævar Ingþórsson,
Sigríöur Sigurfínnsdóttir,
Siguröur Ágústsson.
Guörún Thorarensen,
Höröur Thorarensen,
Ari Björn Thorarensen,
Ólöf Dagný Thorarensen,
Helgi B. Sigurðsson,
Gunnar Björn Helgason,
Ólafur Bjarnason,
Steinunn Thorarensen,