Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 36

Morgunblaðið - 23.02.1982, Page 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 °]?K UnnrriQ1 ?-/r „ þú Gporar ut teppið í " mínútur í þrjú! J*ja, stýrimaóur. Hvað er að? HÖGNI HREKKVÍSI „5KITT AP VlP 6ÁTUM EKKl TEKIP HCÖNA MEÞ. " Guðbjörg Guðmundsdóttir: Athugasemdir um sjón varpsdagskrá, trúmál og fóstureyðingar Kæri Velvakandi. Mér þykir alltaf gaman að líta yfir dálka þína og sjá hvað fólk skrifar. Skrítið þyk- ir mér hve sumir eru leiðir á Morgunvöku Páls Heiðars og félaga. Mér finnst það ágætur þáttur, fróðlegur oft og skemmtilegur og komið víða við. Eg held að við höfum nóg af allra handana kjaftæði, bæði í útvarpi og sjónvarpi, þó þar fyrirfinnist þættir með viti. Ekki veit ég t.d. hver getur haft gaman af miðdegissög- unni sem verið er að lesa. Aft- ur á móti skil ég ekki hvers vegna samtalsþættirnir hans Jónasar eru að hluta til a.m.k. hafðir eftir miðnætti, þó þeir séu oft með því skemmtilegra sem útvarpið býður uppá. En „Dallasþættirnir" í sjónvarp- inu mega hverfa fyrir mér. Ég vil þakka Dr. Benjamín H. J. Eiríkssyni fyrir grein hans „Trú og verk“, hún var fín. Aftur á móti skil ég síður hvers vegna menn eins og Ingvar Agnarsson (30.10) eru að vitna í Biblíuna og til orða Jesú, þegar þeir, af skrifum þeirra að dæma, virðast ekki á neinn hátt trúa þeim. Eyjólf- ur Guðmundsson skrifar grein í Velvakanda miðvikudaginn 3. janúar, „Trúin er dauð án verkanna.“ Það vill svo til að ég hef þekkt fjölda margt af hinu „frelsaða" fólki og engan sem ekki er sammála Eyjólfi í því. En það er alls ekki það sama og að ætla að kaupa sér eilíft líf í heimi Guðs með verkum. Sá sem ætlar að elska drott- inn Guð sinn af öllu hjarta, öllum huga og mætti og ná- ungann eins og sjálfan sig — hann ætlar sér alls ekki svo lítið. Einfaldlega það sem Skipulagsmál: Gleymið ekki litla fólkinu Velvakandi góður: Það hefur verið rætt um skipu- lagsmál Reykjavíkur að undan- förnu í dálkum þínum. Ég er sannfærð um að þar hefði mátt gera betur en gert hefur verið — einkum með tilliti til barnanna okkar. Að mínu áliti er alltof lítið af opnum svæðum þar sem börn og unglingar gætu notið sín við útivist og leik, en á þessu þarf litla fólkið að halda til að ná eðlilegum þroska. Þess vegna held ég að við ættum að halda öllum þeim óbyggðu svæðum sem eru innan borgarmarkanna. Alltaf hefur mér fundist leiðin- legt til þess að vita hve útivistar- svæði okkar Reykvíkinga, Heið- mörkin, er óaðgengileg fyrir borg- arbúa. Þangað er engar sætaferðir eða aðstaða fyrir fólk, hvorki greiðasala eða annað. Ég er viss um að ef úr þessu yrði bætt yrði meira um fólk í Heiðmörk í sumar. engum hefur tekist. Ekki gyö- ingum heldur, og urðu þeir því alltaf að vera að fórna blóð- fórnum (dýrum) til að frið- þægja fyrir Guði syndir lýðs- ins. Þegar Jesús því sagði þessi orð við manninn, sem Eyjólfur vitnar til, var það einfaldlega vegna þess, að þá hafði honum ekki ennþá verið fórnað í eitt skipti fyrir öll fyrir syndir lýðsins, og hann gat því ekki bent lögfræðing- um á annað en lögmálið. Eftir krossdauða Jesú og upprisu varð hann fyrst friðþæging — sú gjöf Guðs til okkar mann- anna, sem við þurftum að taka á móti til þess að, eins og stendur í Jóh. I. 12. að eignast þann rétt að kallast Guðs börn. Það var gleðilegt að heyra hversu einarður héraðsdóm- stóllinn norski var, að dæma fóstureyðingrnar sem manns- morð. Enginn sem hefur óbrenglaða hugsun getur ann- að en verið sammála. Fóstur vita allir að er ófullburða lítið barn, líf sem er að stækka ef að það fær frið til þess. Ég held að þeir sem eru sammála dómstólnum og þeir eru fjölda margir, það veit ég, ættu að láta meira til sín heyra svo að almenningsálitið breytist. Það er gott þegar einhver getur kveðið uppúr með það, eins og barnið forðum „þegar keisarinn var ekki í neinum fötum“, sem öllum þótti svo fín. Eftir sumum er haft að þeim finnist sem myrkur mið- aldanna sé að koma yfir mannkynið á ný með þessum dómi. Það er öðru nær. Það mætti frekar segja að myrkur miðaldanna hefði komið yfir mannkynið á ný þegar þessi dráp fóru að verða lögvernd- uð, rétt eins og forðum voru börn borin út í kuldann til að láta þau svo krókna þar útaf og deyja. Ef að þróuninni í þessum efnum verður ekki snúið við, þá verður varla mjög langt þangað til að „börnin“ verða líka lögvernduð til að koma foreldunum fyrir þegar þau eru orðin gömul og ekki leng- ur nema til „óþurftar“, hvað sem verður nú með hina bækl- uðu, sem eru á einhvern hátt ófullburða allt sitt líf. Megi Guð forða okkur frá slíku. Guðbjörg Guðmundsdóttir. I Velvakanda fyrir 30 árum Það kraumar í pottinum Mnntun okkar er eins og artöfluspíra í myrkri. Hún teygir sig í ofboði út í busk- ann, stefnulaust. Hún er grá og gugginn án nægilegra tengsla við störf okkar og umhverfi. Það vantar ekki, að nasasjónin sé góð og kraumi í grautarhöfð- unum, en hvað stoðar það, þegar við þekkjum fingurna á okkur varla með nafni. Stjörnurnar á himnum og í Hollywood Við kunnum að nefna erlend nöfn á flóknustu kenning- um og stefnum, án þess þó að geta skýrgreint þau viðhlítandi, en vel þeim, sem spyr okkur um heiti fjallanna í fjallahringnum. Eins gætum við haldið ræðustúf um tunglið undirbúningslítið, en það væri til of mikils ætlazt, ef okkur væri sagt að þekkja steinategundirnar, sem við göng- um á eða blómin, sem daglega eru fyrir augum okkar sumar- langt, önnur en sóley og fífil. Og hver er sá á ungum aldri, að hann viti, hvað helztu stjörn- urnar heita sem við höfum þó einblínt á þúsund sinnum? Spyrðu okkur heldur um Holly- woodstjörnurnar, og okkur vefst ekki tunga um tönn. Skammt er öfganna milli Isjálfu sér er ekki við því að amast þó, að þekking okkar þenji sig um alla heima og geima. Við verðum meira að segja fyrir alla muni að kapp- kosta að eignast sem gleggstan og víðastan sjóndeildarhring. Það er nefnilega viðurkennt, að menn verða m.a. smáborgarar af því að þrástara á naflan á sjálf- um sér. En það er annað til enn þá verra en vera smáborgari og það er að vera rótlaus. Mér er næst að halda, að rótleysinu fylgi allt af auðnuleysi, og því lakar, sem menn þekkja þann jarðveg, sem þeir eru vaxnir úr og hrærast í, því rótminni eru þeir. „Hlé vegna bilunar" eir keppast nú við það út- varpsmennirnir að lýsa yf- ir, að þeir gefist upp fyrir verk- fræðinni. Og hver getur láð þeim það, þegar hinn nýi sendir út- varpsins neitar æ ofan í æ að hlýða þeim? En þessi „hlé, sem urðu vegna smávegis bilunar" eru orðin nokkuð hvimleið. Þeim virðist sízt fara fækkandi. Einu sinni var okkur gefið í skyn, að allar „smávegis bilanir" yrðu úr sögunni með komu nýja sendisins, en staðreyndirnar stanga okkur dag eftir dag og kvöld eftir kvöld. Spyr sá, sem ekki veit Enginn efast um, að þeir sem þessum málum eiga að gegna, geri allt, sem þeir geta til að hlustendur megi við una. En hvað um það. — Alla hlustendur varðar um málefni útvarpsins, það ætti ekki að þurfa að orðlengja. Hvers vegna er ekki þeirri ótví- ræðu skyldu sinnt að gefa al- menningi kost á að fylgjast með, hvað er að gerast? Má gera ráð fyrir, að þessar síendurteknu bilanir séu stundarfyrirbrigði eða er mönnum jafnvel ekki ljóst af hverju þær stafa? Er þetta verksmiðjugalli í nýja sendinum og ef svo er, ber þá framleiðand- inn ábyrgð á honum enn eða verðum við að sitja uppi með okkar bilaða sendi, unz við get- um aurað saman fyrir öðrum nýjum eftir nokkur ár? Þessara og þvílíkra spurninga spyrja hlustendur, og það er sanngirniskrafa, að þeim sé svarað. Móðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.