Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 38

Morgunblaðið - 23.02.1982, Side 38
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982 .. svipað og að fara ólesinn í próf ‘ ~ spjallað við Friðrik Ólafsson taflmennska mín hér reyndist nógu góö til sigurs," sagði Lev Alburt eft- ir sigur sinn á Reykjavíkurskákmót- inu. Hann hlaut 8vinning í 11 umferðum. — Nú varst þú sigurstranglegast- ur yfir mótið, þannig að sigurinn hefur ekki komið þér á óvart? „Ef þú lítur á Elo-stig keppenda þá má segja sem svo. Ég var stiga- hæsti keppandi mótsins, en meðal þátttakenda voru margir sterkir skákmenn, eins og Adorjan frá Ungverjalandi, Friðrik Ólafsson og Shamkovic og Byrne frá Bandaríkj- unum. Þá voru margir snjallir al- þjóðlegir meistarar, sem freistuðu þess að ná áfanga að stórmeistara- titli. Abramovic frá Júgóslavíu tókst það. Schneider og Wedberg frá Svíþjóð voru nærri því, en þeir eru sterkir skákmenn. Þannig að mótið var sterkt og vel skipað. Ég mundi segja, að þetta mót fari nærri Long Pine-skákmótunum að styrkleika. Reykjavík er ein af skákhöfuð- borgum heimsins, hér er mikil og rík skákhefð og sigurinn er mér mikils virði." — Hvað fannst þér um fram- kvæmd mótsins? „Mótið var í alia staði mjög vel skipulagt. Eins og ég sagði þá er rík skákhefð á Islandi og hún stuðlaði að góðu móti. Ég hef til að mynda aldrei séð svo marga áhorfendur sem hér, helst hægt að jafna aðsókn hér við aðsókn í Hollandi. Mótið vakti mikla athygli, sjónvarp og út- varp og dagblöð gerðu því góð skii. Mótsblaðið er hið besta sem ég hef séð á skákmóti. Skipulag mótsins í alla staði til fyrirmyndar. Dóm- gæzlan einnig, enda Guðmundur Arnlaugsson mjög reyndur dómari. Forustumenn Skáksambandsins stóðu sig af stakri prýði og ég vil sérstaklega geta Ingimars Jónsson- ar, forseta sambandsins, í því sam- bandi, og trúðu mér, ég segi þetta ekki af því ég vann mótið, heldur reyni ég að líta hlutlægt á málið." — Sumir segja, að Sovétmenn hafi ekki sent keppendur vegna þess að þú mættir til leiks. Hvað telur þú hæft í því? „Ég hef ekki trú á því; það er að vísu rétt, að Sovétmenn reyna að refsa þeim sem fara úr landi, eins og strokuþrælum. En ég bendi á, að ég tefldi á Long Pine 1980 og þá voru' þeir Balashov og Geller þar. Árið 1981 var ég þar, einnig Ivanovic og Korchnoi og allir strukum við, en þá voru Romanshin og Yusupov meðal þátttakenda. Þannig að ég held að þetta standist ekki. Hins vegar kann að vera, að þeir hafi ekki mætt vegna orðróms um að Korchnoi mundi tefla hér og við vitum, að Korchnoi mundi sigra þá, að undan- skildum Karpov og Kasparov. Hitt er svo, að ég erfi ekkert við sovéska skákmenn, margir þeirra eru vinir mínir og ég mundi aldrei gera neitt til að skaða þá. Ég mundi aldrei gera uppistand á skákmóti, þó þeir væru þar, enda ekki sanngjarnt gagnvart sovéskum skákmönnum, þeir eru ekki hinir seku.“ — Hvað viltu segja um frammi- stöðu íslenzku titilhafanna. „Ég þekki vel til stórmeistara ykkar, þeirra Friðriks Ólafssonar og Guðmundar Sigurjónssonar. Friðrik er einn öflugasti skákmaður heims, þrátt fyrir frammistöðuna nú. Margt stuðlaði að slakri frammi- stöðu hans, ekki sízt æfingaleysi og eins að hann hefur lítið getað fylgzt með. Þá má ekki gleyma því, að fjöl- margir skákmenn komu með vanda- mál sín til hans á meðan á mótinu stóð, þannig að jafnframt að tefla stóð hann í ströngu í sambandi við málefni FIDE. Guðmundur Sigurjónsson er greinilega að ná sér á strik á nýjan leik. Þá eigið þið unga og efnilega skákmenn. Ég þekki vel til Jóns L. Arnasonar og Margeirs Pétursson- ar, hef teflt við þá í Bandaríkjunum. Þá er Helgi Ólafsson skemmtilegur sóknarskákmaður og efnilegur. Einnig eru ungir menn, sem ég er viss um að eiga eftir að skapa sér nafn síðar," sagði Alburt. Hann vildi koma því á framfæri, að hann hefur sett á stofn skákskóla í Bandaríkjunum og geta íslenzkir skákmenn gerzt nemendur hans með bréfaskriftum. Þeir sem vilja geta skrifað honum, heimilisfang hans er: Lev Alburt, 512 East 83 Street; Apt. 3D, New York, N.Y. 10028, USA. H.Halls. „ÞAÐ VAR skemmtileg nýbreytni að hafa Reykjavíkurskákmótið opið og ég hef trú á, að svo verði í fram- tiðinni. Opin mót ná til fleiri, gefa ungum skákmönnum, sem eiga framtíðina fyrir sér, tækifæri til að tefla við sér eldri og reyndari menn. Þannig ná opin mót til fleiri og mér fannst Reykjavíkurskákmótið tak- ast í alla staði vel,“ sagði Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, í samtali við Mbl. „Hitt er svo, að Kjarvalsstaðir eru ekki í alla staði heppilegir til keppnishalds af þessu tagi, þar sem samankomnir eru svo margir kepp- endur,“ bætti Friðrik við. — Hvað viltu segja um tafl- mennskuna á mótinu? „Það er ljóst, að menn riðu mis- jafnlega feitum hesti frá mótinu. Þeir Alburt, Abramovic og Gurevic tefldu að mínu mati skarpast og best og uppskáru laun erfiðis síns.“ — Hvað um frammistöðu íslend- inganna? „Okkur tókst ekki að láta verulega að okkur kveða. Guðmundur Sigur- jónsson stóð fyrir því að verja heið- ur landans og er greinilegt að hann er að komast í sitt gamla form og það er ánægjulegt, eftir þá lægð sem hann hefur verið í. Þá stóðu þeir Sævar Bjarnason og Jóhann Hjart- arson sig nokkuð vel. — Alþjóðlegu meistararnir okkar stóðu sig ekki eins og vonir stóðu til. „Já, menn bundu vonir sínar við að þeir yrðu ofar. En ekki má líta framhjá þeirri staðreynd, að mótið var vel skipað og mikið þurfti til að skila þokkalegum árangri. Að tefla á svona móti krefst jafnaðargeðs og að menn séu vel undirbúnir; líkam- lega og andlega og ekki síst fræði- lega. Menn verða að halda jafnað- ÞEIR erlendu þátttakendur, sem kepptu á Reykjavíkurskákmótinu voru ánægðir með skipulagningu og framkvæmd mótsins. Einhver lét þau orð falla, að svo vel heppnuð opin skákmót væru fátíð í Banda- ríkjunum. „Framkvæmd mótsins tókst vel og ég hef ekki heyrt kvörtun frá nokkrum hinna 54 þátttakenda," sagði dr. Ingimar Jónsson, forseti Skáksambands íslands, í mótslok á sunnudag. Við í stjórn Skáksam- bandsins munum ræða það á næst- argeði sínu, þó á móti blási. Þeir verða að vera fastir fyrir og taka ekki of mikla áhættu. Mótið var vel skipað og munur á efstu og neðstu mönnum nú er ekki eins mikill og á árum áður. Þess vegna er erfitt að fara áfallalaust í gegn um svona mót og því ríður á að halda striki þó móti blási. Til að slíkt megi verða, verður undirbúningur að vera í góðu lagi.“ — Frammistaða þín olli miklum vonbrigðum. „Út frá skynsemisjónarmiði þá er það stór spurning, hvort menn gera sjálfum sér og öðrum greiða með að mæta til leiks undirbúningslausir, þá á ég við þessa þrjá þætti, líkam- legan, andlegan og fræðilegan und- irbúning. Slíkt kann ekki góðri lukku stýra. Ég hef ekki teflt á nema einu stóru móti síðan 1978, þá í Buenos Aires, 1980. Þetta veldur óryKgisleysi við skákborðið; þetta er svipað og að fara ólesinn í próf.“ — Hvað er framundan? „Ég fer væntanlega innan skamms til Indónesíu, en þar fer fram stórt alþjóðlegt mót. Fundur er í ráðgjafa- og framkvæmdanefnd FIDE í apríl. Nú á næsta ári fer liklega fram sérkennilegt mót og þá í Síberíulestinni. V-Þjóðverjar hafa hug á að koma á móti um borð í lestinni og hafa boðið ýmsum bestu skákmönnum heims og mönnum eins og mér, þá væntanlega vegna starfa minna á vegum FIDE. Til stóð að þetta mót yrði í sumar, en af því verður líklega ekki vegna milli- svæðamótanna. Þeim Larsen, Timman og Karpov hefur verið boð- ið og einnig veit ég um Unzicker frá V-Þýzkalandi,“ sagði Friðrik Ólafs- son. H.Halls. unni hvort ekki beri að halda Reykjavíkurskákmót árlega og þá finnst mér vel koma til greina að hafa mótin opin að minnsta kosti annað hvert ár. Á fyrri mótum hafa tiltölulega fáir íslendingar fengið að spreyta sig, en þessi opnu mót gefa fleiri efnilegum skákmönnum möguleika. Ég get nefnt þá Sævar Bjarnason og Jóhann Hjartarson sem dæmi, en þeir voru aðeins hárs- breidd frá því að ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli," sagði Ingimar Jónsson. — áij „Taflmennska mín reynd- ist nógu góð til sigurs“ - saj»di Lev Alburt eftir sigur á Reykjavíkurskákmótinu „ÉG HEF ÁÐUR teflt betur, en Rætt í stjórn SÍ að halda slík mót árlega Friður ríkjandi í 10. umferðinni TÍUNDA umferð Reykjavíkurskák- mólsins var óvenju friðsöm að því leyti að mikið var um jafntefli. Nokkur þeirra voru stutt, en önnur aftur á móti löng og þreytandi. T.d. var aldrei nein lognmolla yfir skemmtilegri skák stórmeistaranna Adorjan og Westerinen, en þeir tóku til meðferðar eitt af skemmtilegri af- brigðum byrjanafræðinnar nú: Hvítt: Adorjan (Ungverjalandi) Svart: Westerinen (Finnlandi) Slavnesk vörn. I. c4 - Rf6, 2. Rc3 — e6, 3. Rf3 — d5, 4. d4 — c6, 5. Bg5 — dxc4. Þetta peðsrán, sem hefur verið kennt við Botvinnik, leiðir til gífurlegra sviptinga. 6. e4 — b5, 7. e5 — h6, 8. Bh4 — g5, 9. Rxg5 — hxg5, 10. Bxg5 — Rbd7, II. exf6 — Bb7, 12. g3 — c5, 13. d5 — Db6, 14. Bg2 — 0-0-0, 15. 0-0 — b4, 16. Ra4 - I)b5, 17. a3. Svo einkennilega vildi til að á laugardaginn þegar þessi skák var tefld kom grein í Lesbók Mbl. þar sem tvær nýjustu skákirnar í þessu afbrigði voru raktar. I þeim báðum lék svartur hér 17. — Rb8, en Westerinen hefur fundið endurbót. - exd5, 18. Hel Mannsfórnin 18. Bxd5 — Bxd5, 19. Dxd5 — Dxa4, 20. Da8+ sýnist koma vel til greina. — d4, 19. Bxb7+ — Kxb7, 20. axb4 — cxb4. 21. Dxd4 Svörtu peðin eru orðin meira en lítið ógnvekjandi þannig að hvítur ákveður að fórna manni. — Dxg5, 22. Dxc4 — Bd6?! Eftir 22. - Hc8! 23. Dxf7 - Hc7 eru möguleikar svarts a.m.k. ekki lakari. 23. He7! — Bxe7, 24. De4+ — Kb8, 25. fxe7 — Hc8, 26. Dxb4+ — Ka8, 27. De4+ — Kb8, 28. Db4+ — Ka8. Jafntefli. Hinn ungi og geðþekki Dmitri Gurevich frá Bandaríkjunum missti endanlega af möguleika sínum á að ná stórmeistaraár- angri með því að tapa í tíundu um- ferðinni. En eins dauði er annars brauð, það máltæki á svo sannar- lega við í skákinni, og Svíinn Tom Wedberg átti nú sjálfur möguleika á að ná þessu eftirsótta takmarki. Wedberg hefur mjög hvassan og skemmtilegan skákstíl og eftir að hafa yfirspilað Gurevich eftir kúnstarinnar reglum, fléttaði hann skemmtilega, þó í tímahraki væri: Svart: Gurevich (Bandar.) Skák Margeir Pétursson Hvítt: Wedberg (Svíþjóð) 26. Bxd6! — Rxe6. Nú verður hvítur sælu peði yfir, en 29. — Dxd6, 30. Rfxg5+! leiðir til hrikalegs mannfalls í liði svarts. 30. Hxe6 — Hf6, 31. d5 — bxc4, 32. bxc4 — cxd5, 33. Dxd5 — Df7, 34. c5. Síðustu leikir skákarinnar voru leiknir í miklu tímahraki. — Re7, 35. De5 — Hxe6, 36. Dxe6 — Rc6, 37. Bh2? — Rb4, 38. Dxf7 — Hxf7, 39. Bd6 — Bxb2, 40. Hbl — Bc3, 41. Hb3 — Rd5, 42. c6 — g4, 43. Re5 og svartur féll á tíma, en staða hans er án efa töpuð. Vegna hins mikla fjölda kepp- enda á mótinu var ekki unnt að sýna allar skákir á veggtafli. Áhorfendur misstu því af nokkr- um perlum og hér er ein þeirra, flétta úr tíundu umferðinni sem vakti mikla athygli meðal kepp- enda: Svart: Leifur Jósteinsson Hvítt: Jóhann Örn Sigurjónsson 15. Dc6+! — Bxc6, 16. Bxc6+ — Hd7, 17. Bxd7+ Ekki 17. Hxd7? — Re7! og svart- ur nær að jafna taflið. — Kd8, 18. Bxe6+ — Kc7, 19. Bh3. Svartur er glataður, því auk þess sem hvítur fékk hrók, biskup og peð fyrir drottninguna er svarti kóngurinn á vergangi. — Kb6, 20. b4 — Rxe5!? 21. fxe5 — Dxe5, 22. Rd5+ — Kb7, 23. 0-0 — a5, 24. bxc5 — f6, 25. Bg2 — Ka6, 26. Bd4 - De2, 27. Hfel - Dc4, 28. Rc7+ — Ka7, 29. Bfl — Dxc2, 30. Rxb5+ — Kb8, 31. Hcl — Dg6, 32. c6 — Bxa3, 33. c7+ — Kb7, 34. Rxa3 — Dg4, 35. Rb5 — h5, 36. Rd6+. Gefið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.