Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 62. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólland: Herinn reyndi að hrifsa til sín matvælaaðstoðina Pólitísk frœðsla Pólskur herforingi með fyrir- lestur í stúlknabekk í skóla í Varsjá. Háttsettir menn í hernum koma í alla skóla í landinu til að segja nemend- um frá „upplausninni“, sem Samstaða hafi valdið og nauðsyn herlaganna. Al*-simamynd. Hótaði ella að loka landamær- unum fyrir vestrænni hjálp KrusM‘1, Varsjá, 19. mars. Al\ POI.SK stjórnvöld hótuðu að loka landamærunum fyrir matvælaaðstoð frá Ve.sturlöndum seint í síðasta mán- uði ef kirkjan féllist ekki á, að að- stoðin færi öll um hendur herstjórn- arinnar. Frá þessu skýrðu í dag Sam- stöðumenn, sem eru í útlegð i Belgíu, og sögðu þeir, að kirkjunnar menn hefðu eindregið neitað þessari kröfu. Fréttir berast um að matvælabirgðir Snjómokstri lýkur með brotlendingu Stokkhólmi, 19. mars. Al\ SVÍI nokkur í bænum Borás, sem ætlaði að ryðja snjó af þakinu á húsi sínu, varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á dögunum að verða að fljúga nauðugur viljug- ur yfir nágrennið og brotlenda loks í limgerði eins granna síns. Maðurinn, sem ekki vill láta nafns síns getið, ætlaði eins og fyrr er sagt að moka snjónum af þakinu en í Svíþjóð eru allir góð- ir þegnar hvattir til að gera það reglulega. Hann batt því band um sig miðjan og vegna þess, að enginn skorsteinn var á húsinu, batt hann hinn endann við stuð- arann á bílnum sínum, sem stóð á hiaðinu. Hér hefði sögunni átt að ljúka nema fyrir það, að eiginkonan, sem vissi ekkert um framtaks- semi húsbóndans, ákvað skyndi- lega, að hún þyrfti á bílnum að halda til að komast í verslanir. Hún settist því undir stýri og keyrði af stað alls óvitandi um það í fyrstu, að maðurinn hennar fylgdi bílnum eftir í háloftunum. Bílinn stöðvaði hún ekki fyrr en hún heyrði hávaðann af brot- lendingu manns síns en hann handleggsbrotnaði, fótbrotnaði og braut fjögur rif. Borás-búinn verður að halda kyrru fyrir næstu vikurnar enda líkari myndastyttu en manni í öllum gifsumbúðunum. séu á þrotum í Póllandi, jafnt hjá stjórnvöldum sem almenningi. Pólverjarnir útlægu sögðu, að á leynilegum fundi í Varsjá seint í fyrra mánuði hefðu fulltrúar her- stjórnarinnar krafist þess af leið- togum kirkjunnar, að þeir létu öll matvæli og iyf frá Vesturlöndum í hendur hernum, ella yrði landa- mærunum lokað fyrir slíkum flutn- ingum. Fulltrúar kirkjunnar hót- uðu á móti að biðja Vesturlönd að hætta allri aðstoð ef herstjórnin framfylgdi kröfu sinni með valdi. Kaþólska kirkjan í Póllandi sér um næstum alla aðstoð, sem berst frá Vesturlöndum, og úthlutar henni til þurfandi fólks og þeirra sem eru í fangabúðum hersins. Samstöðumennirnir segja, að mat- væli, sem herstjórnin hafi birgt sig með áður en herlögin voru sett, séu nú að ganga til þurrðar og af þeim sökum sé vorkoman í Póllandi eng- inn fagnaðarboði í hennar augum. Heræfingum Pólverja, Rússa og Austur-Þjóðverja lauk í dag í Pól- landi, þeim fyrstu frá því að her- lögin voru sett í landinu. Þær hóf- ust 13. mars, á þriggja mánaða af- mæli valdatöku hersins. I málgögn- um herstjórnarinnar sagði í dag, að Bandaríkjastjórn hefði lýst yfir „matarstríði" á hendur Pólverjum og að hún og aðrar kapitalískar ríkisstjórnir litu á matvæli sem „pólitískt vopn". Tilkynnt var í Pól- landi fyrr í vikunni, að framleiðsla kjöts og unninna kjötvara væri nú aðeins þriðjungur þess, sem var fyrir ári. Búist er við, að kjöt- skömmtunin í landinu verði enn hert. Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu, sem nú er í haldi herstjórnarinnar, verður gerður að heiðursdoktor við Macmurray-háskólann i Illinois í Bandaríkjunum 23. maí nk. vegna baráttu hans gegn kúgun og ófrelsi. Reynt verður að fá einhvern ætt- ingja Walesa, sem sumir búa í Bandaríkjunum, eða fulltrúa bandarískra mannréttindasamtaka til að vera viðstaddur er Walesa verður heiðraður, enda ekki gert ráð fyrir að hann geti það sjálfur. Nicaraguæ „Föðurlandsskattur“ á öll einkafyrirtæki Managua, 19. mars. Al\ RÍKISSTJÓRN Sandinista í Nicaragua ætlar að leggja „fóður- landsskatt" á öll einkafyrirtæki til að fjármagna varnir landsins gegn væntanlegri innrás, sem hún segir, að bandaríska leyniþjónust- an sé með í undirbúningi. bessar fréttir voru í dag hafðar eftir háttsettum embættismanni í Nicaragua. Daniel Ortega, varnarmálaráð- herra Nicaragua, sagði, að þessi skattur, sem yrði lagður á næstu daga, væri óhjákvæmilegur því að varnir þjóðarinnar væru svo fjár- frekar, að húsbyggingar í landinu, skólahald og ýmsar ríkisfram- kvæmdir myndu stöðvast innan hálfs árs ef ekki yrði leitað nýrra leiða. Sl. mánudag afnam her- stjórnin í Nicaragua öll mannrétt- indi, kom á ritskoðun og lýsti yfir neyðarástandi og var ástæðan sú, að tvær mikilvægar brýr höfðu ver- ið sprengdar í loft upp. Sandinistar hafa stöðugt verið að þrengja hag einkafyrirtækja í land- inu síðan þeir tóku völdin í júlí 1979 og er haft eftir sjálfstæðum at- vinnurekanda, sem ekki vildi láta nafns síns getið, að S.R. Mercado, einn úr herstjórninni, hefði sagt, að nú væri öll efnahagsstarfsemi í landinu miðuð við þarfir hersins vegna væntanlegrar innrásar. Er- lendir fréttamenn í landinu segja frá miklum umsvifum hersins í höf- uðborginni, Managua. Síðastliðinn mánudag gerðu her- menn Sandinista upptækt vegabréf eins helsta leiðtoga stjórnarand- stöðunnar í landinu, Alfonso Robel- os, í þann mund sem hann ætlaði til San Jose á Costa Rica. Ríkisstjórn Sandinista krafðist í dag fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna þess, að „vaxandi hætta“ væri á íhlutun Bandaríkja- hers í Mið-Ameríku. Kjötútflutningur af völdum gin- og Dana að stöðvast klaufaveikinnar Kaupmannahofn, 19. mars. Frá frétUriUra Mbl. og AP. HEITA mátti, að allur útflutningur svína- og nautakjöts frá Danmörku væri að stöðvast í dag, föstudag, en i gær fannst gin- og klaufaveiki á bæ einum á Fjóni. Danir óttast að veikin hafi borist til landsins með vindum frá Austur-Þýskalandi, en þar kom hún upp á tveimur stöðum sl. mánudag og þriðjudag. Svíar, Norðmenn og Finnar hafa bannað allan kjötinnflutning frá Danmörku en Japanir, Banda- ríkjamenn, Kanadamenn og nokkrar Suður-Ameríkuþjóðir hafa um stundarsakir stöðvað uppskipun á dönsku kjöti úr skip- um, sem ýmist eru komin í höfn eða á leið til hafnar i þessum lönd- um. Danir binda þó vonir við, að strangar varnaraðgerðir þeirra verði til þess, að banninu verði af- létt fljótlega. í dönskum sláturhúsum hlaðast nú upp kjötbirgðir og eru sölu- samtök bænda þegar farin að huga að nýjum mörkuðum í stað þeirra, sem tapast e.t.v. um ófyr- irséða framtíð. Ef gin- og klaufa- veikin breiðist út og bann við út- flutningi danskra landbúnaðaraf- urða dregst á langinn mun það valda Dönum gífurlegu tjóni. Danskt svínakjöt er rómað um all- an heim og á síðasta ári fluttu Danir út svína- og nautakjöt fyrir rúma 20 milljarða ísl. kr. Veikin kom upp á einum bæ á Fjóni, um 140 km suðvestur af Kaupmannahöfn, og fannst í öll- um gripum, 25 talsins, í öðru fjósi bóndans. I hinu fjósinu fannst ekkert. Tíu km svæði umhverfis bæinn hefur verið einangrað og strangur lögregluvörður hafður um það. Síðast varð vart gin- og klaufaveiki í Danmörku 1970. Ýmsar getgátur eru uppi um hvernig veikin hefur borist til Danmarkar og hölluðust menn í fyrstu að því, að hún hefði borist með farfuglum á norðurleið. Nú þykir hins vegar líklegra, að hún hafi borist með vindum frá Austur-Þýskalandi. Engar verö- hækkanir í Bretlandi l.undúnum, 19. marz. Al\ í FKBRI AR uróu ckki hækkanir á meóalverði i Brellandi og er það í fyrsta sinn í tólf ár sem engar verð- hækkanir verða, að því er skýrt var frá af hálfu brezku stjórnarinnar í dag. Þar sem verðlag stóð í staö dró úr veröbólguhraðanum, sem í febrúar var 11%, en var í janúar 12%. Mjög léttist brúnin á stjórnar- sinnum við þessi tíðindi, en eitt helzta markmið Margrétar Thatch- er forsætisráðherra er að ná verð- bólgunni niður fyrir 10% á þessu ári. Atvinnuleysi hefur tvöfaldazt á þeim þremur árum sem Thatcher- stjórnin hefur verið við völd og er nú svo komið að 12,6% vinnufærra manna í landinu ganga um iðju- lausir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.