Morgunblaðið - 20.03.1982, Page 2

Morgunblaðið - 20.03.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Hjörleifur um steinullarverksmiðjuna: „Kynnti málið í þingflokknuma „GARDAK er i hópi þingmanna Suó- urlands, sem eru óánægAir með þessa niAurstöðu, og ég er ekki undrandi á því,“ sagAi lljörleifur G'uttormsson iAnaAarráAherra í samtali við blaða- mann MorgunhlaAsins í gær, er hann var spurður álits á ummælum (iarðars Sigurðssonar, alþingismanns í Morg- unhlaðinu í gær. I*ar lýsti GarAar mik- illi óána-gju með staðarval fyrir stein- ullarverksmiðju, og gagnrýndi iðnað- arráðherra harðlega fyrir, að hafa ekki leitað samþykkis þingflokks Alþýðu- handalagsins áður en ákvörðun var lekin. „Við ræddum þetta mál í þing- flokknum á fundi í fyrradag," sagði Hjörleifur. „Þar skýrði ég frá mál- inu, og jafnframt sagði Garðar að hann myndi styðja þingsályktunar- tillögu þingmanns Suðurlands, sem gengur í aðra átt. Formleg sam- þykkt um þetta mál var hins vegar engin gerð.“ Hjörleifur kvaðst ekki Fyrsti fundur Arnarflugs- og Flugleiðamanna FYKSTI fundur fulltrúa Arnarflugs og Flugleiða hjá flugmálastjóra var haldinn í gærmorgun, en fundurinn var haldinn að frumkvæði sam- gönguráðherra, sem vill að félögin ræði sín á milli hugsanlega leiða- skiptingu inn á Evrópu í áætlunar- Bugi. Þetta vill ráðherrann í kjölfar þess að hann veitti Arnarflugi áætlunarleyfi til Amsterdam, Diisseldorf og Zúrich, en Flugleið- ir hafa fyrir leyfi til Amsterdam og Dússeldorf. Samkvæmt upplýsingum Mbl. gekk hvorki né rak á þessum fyrsta fundi aðila, en gert er ráð fyrir að aðilar haldi áfram að ræða sín á milli undir stjórn flugmálastjóra. vilja gera mönnum í þingflokknum upp skoðanir í þessu máli, ekki frek- ar en ráðherrum, „en ég hygg að meirihluti þingmanna Alþýðu- bandalagsins sé á sömu skoðun og ég í máli þessu. — A það verður hins vegar að reyna, hvort þingsályktun- artillaga Sunnlendinga hefur fylgi á Alþingi. — Nei, að öðru leyti hef ég ekkert um ummæli Garðars að segja, og ég hef engar athugasemdir við það að menn komi þeim á framfæri á þann veg sem hann hefur gert,“ sagði Hjörleifur að lokum. Jón G. Sigurð.sson Lézt í bílslysi MAÐURINN, sem lézt í bílslysi í Fáskrúðsfirði sl. fimmtudag, hét Jón Gunnlaugur Sigurðsson. Ilann var 29 ára gamall, fæddur 29. nóvember 1952. Ilann lætur eftir sig tvö böm. Jón Gunnlaugur var Reykvík- ingur en hafði verið sveitarstjóri Búðahrepps í Fáskrúðsfirði frá ár- inu 19TO. Hann var þekktur íþróttamaður og lék um árabil með meistaraflokki Víkings í handknattleik. Einnig lék hann í íslenzka landsliðinu. Þórarinn Magnússon skósmiður látinn IHIRAKINN Magnússon, skósmið- ur, lézt í Reykjavík í gærmorgun, 87 ára aA aldri. Var hann fæddur 29. marz 1895 á Dýrastöðum í Norður- árdal, Mýrasýslu. Þórarinn nam skósmíði hjá Stefáni Ólafssyni skósmíameist- ara í Borgarnesi 1919—1922. Fluttist hann til Reykjavíkur 1. október 1922 og starfaði þar síðan sem sjálfstæður skósmiður. Þór- arinn var formaður Skósmiðafé- lags Reykjavíkur 1938—48 og aft- ur 1950—62, einnig formaður Landssambands skósmiða frá stofnun þess 1940 til 1960. Þá starfaði hann að íþróttamálum frá 1924, aðallega hjá Glímufélaginu Ármanni, Iþróttasambandi Is- lands og Ungmennasambandi Borgarfjarðar. Hann var lengi í stjórn Borgfirðingafélagsins, var gerður heiðursfélagi Glímufélags- ins Ármanns 1945 og þá sæmdur heiðurskrossi félagsins. Ennfrem- ur var Þórarinn sæmdur gull- merki ÍSÍ, gullmerki F’RÍ, gull- merki IR, heiðursmerki UMSB úr gulli og 50 ára afmæliskrossi ISÍ. Einnig var Þórarinn fyrsti útlend- ingurinn til að hljóta gullmerki sænska skósmiðasambandsins. Eftirlifandi eiginkona hans er Ingibjörg Guðmundsdóttir. Lætur hann eftir sig fimm börn. Antonov 24-skrúfuþota frá Air Cubana kom við i Reykjavíkurflugvelli á leið sinni frá Kúbu sl. mánudag. Hafði áhöfnin hér viðdvöl eina nótt og hélt flugvélin síðan til Shannon á írlandi á þriðjudag eftir að hafa tekið eldsneyti. Ekki var vitað frekar um ferðir hennar i flugstjórn, en vélin hafði viðkomu á Gander á leið sinni til íslands. B-álma Borgarspítalans: Ein hæð nothæf í ár TILKOMA Framkvæmdasjóds aldr- aðra, sem stofnaður var með lögum vorið 1981 og fékk fé með 100 kr. nefskatti í fyrra og 200 kr. nefskatti i ár auk 11 milljóna kr. á fjárlögum, hefur leitt til þess, að ríkið stendur við fjárskuldbindingar sínar við smíði B-álmu Borgarspítalans. í B-álmunni verður öldrunardeild og aðstaða fyrir aldraða langlegusjúkl- inga. Ein hæð álmunnar verður að líkindum nothæf í október, en óvissa — ovissa um hjúkrunarlið ríkir um það, hvort unnt verði að ráða þangað hjúkrunarfræðinga til starfa. Þetta kom fram í svari Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, við fyrir- Talsverðar breytingar á stjórn útgáfufélags Þjóðviljans Ingi R. Helgason og Kjartan Ólafsson féllu út NÝLEGA var kosin ný stjórn út- gáfufélags Þjóðviljans og urðu á henni nokkrar breytingar. Fjórir nýir fulltrúar, þau Margrét Björnsdóttir, Skúli Thoroddsen, Ólafur Kagnar Grímsson og Þor- björn Guðmundsson voru kosnir í stjórnina, en meðal þeirra sem duttu út, eru Ingi R. Helgason, Kjartan Olafsson og Guðmundur Ágústsson. Auk þessara fjögurra eru í stjórninni Adda Bára Sigfús- dóttir, Svavar Gestsson, Ragnar Árnason, Svanur Kristjánsson og Ólafur R. Einarsson. Varastjórn skipa Kjartan Ólafsson, Hjalti Kristgeirsson, Gunnar Gunnars- son og Guðmundur Ágústsson. Stjórn útgáfufélagsins hefur enn ekki komið saman til að kjósa sér formann og rekstrarstjórn, en í núverandi rekstrarstjórn eru Svavar Gestsson, Kjartan Ólafs- son, Ingi R. Helgason og Adda Bára Sigfúsdóttir. Hlutverk útgáfufélagsins, sem er eignaraðili blaðsins, er meðal annars að taka allar meiriháttar ákvarðanir hvað varðar rekstur blaðsins og stjórnmálastefnu þess. Það kýs síðan rekstrar- stjórn, sem sér um daglegan rekstur blaðsins og ræður rit- stjóra og framkvæmdastjóra. spurn frá Páli Gíslasyni, borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur fimmtudaginn 18. mars. Sagði Adda Bára, að daginn fyrir fund borgarstjórnar hefði stjórn Fram- kvæmdasjóðs aldraðra komið saman og ákveðið að verja 18 milljónum króna í ár til B-álm- unnar og væri gert ráð fyrir, að sama upphæð rynni til hennar úr framkvæmdasjóðnum 1983 og 1984. Úr borgarsjóði verður tæp- um 5 milljónum króna varið til byggingarinnar í ár. Páll Gíslason þakkaði Öddu Báru Sigfúsdóttur svörin við fyrirspurn sinni og fagnaði því, að fjárskortur tefði nú ekki lengur fyrir framkvæmdum við B-álm- una. Að vísu næðist ekki það mark, sem rætt hafi verið um á síðasta ári, að tvær hæðir hússins kæmust í notkun í ár. En hitt skipti mestu að eftir tveggja ára aðgerðarleysi frá því að vinstri menn tóku við stjórn borgarinnar 1978 væri nú unnið skipulega að framkvæmdum þessum. Vegabréf á Kefla- víkurflugyelli o I tanríkisráðuneytið gaf hinn 18. mars út reglugerð um vegabréf á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt henni er öllum mönnum eldri en 12 ára óheimil umferð eða dvöl á svæði Keflavíkurflugvallar nema þeir beri vegabréf frá lögreglustjóranum á Dugvellinum. Vegabréfaskyldan gildir ekki í eftirfarandi tilvikum: a) fyrir íbúa Grænáshúsa og gesti þeirra og aðra, sem eiga þangað nauðsyn- legt erindi, b) fyrir þá sem eiga erindi í lögreglustöð, c) fyrir flug- farþega og fylgdarlið þeirra við komu eða brottför loftfara, d) fyr- ir viðskiptamenn og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í flug- stöðvarbyggingu og Veðurstofu ís- lands á þjónustutíma. Reglugerðin er gefin út á grundvelli laga um loftferðir frá 1964 og mun tilkomu hennar mega rekja til nýlegs dóms í undirrétti, þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu, að eldri reglugerð um sama efni væri úr gildi fallin vegna þess, að lögin, sem hún byggði á, væru ekki lengur í gildi. INNLEIMT „Látum reyna á hvort við komumst inn á völlinn“ Þórshafnartogarinn: Lítill hljómgrunnur fyrir frek- ari lánum úr Byggðasjóði — segir Jón Ásgeir Sigurðs- son hjá herstöðvaandstæðingum SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá mun vera lítill hljómgrunnur fyrir því hjá stjórnarmönnum Byggðasjóðs að meira verði lánað úr sjóðnum til Þórshafnartogarans svonefnda, sem nú er í smíðum í Noregi. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá áður, hafa kaupendur togarans farið fram á yfir 2 milljónir króna í lán til viðbótar þeim lánum, sem þeir hafa áður fengið úr Byggðasjóði og hjá viðskiptabanka. Munu kaupend- ur togarans hafa farið fram á 1 millj. kr. viðbótarlán úr Byggða- sjóði og sömu upphæð hjá við- skiptabanka og á að nota þessar fjárhæðir til að koma togaran- um til veiða. Þórshafnartogarinn er nú kominn á flot í Kristiansund í Noregi og er áætlað að hann verði afhentur kaupendunum á Þórshöfn hinn 1. maí næstkom- andi. „VID munum láta reyna á hvort við komumst inn á Keflavíkurflugvöll, en það vitum við ekki enn,“ sagði Jón Ásgeir Sigurðsson hjá Samtök- um herstöðvaandstæðinga þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Sam- tök herstöðvaandstæðinga hafa boð- að til skoðunarferðar í Helguvík og á Hólmsberg í dag. Eftir að þessir staðir hafa verið skoðaðir hyggjast herstöðva- andstæðingar fara í skoðunarferð um Keflavíkurflugvöll og skoða þar ýmis mannvirki, eins og Jón Ásgeir komst að orði.Ferð her- stöðvaandstæðinga á að hefjast klukkan 13.30 í dag, og að sögn Jóns Ásgeirs, þá hafa þegar bókað sig nægilega margir til að fylla tvo langferðabíla. Jón Ásgeir var spurður hvort Samtök herstöðvaandstæðinga hyggðust krefjast lögbanns við öllum framkvæmdum í Helguvík, þar á meðal á borununum. „Það hefur ekki verið ákveðið neitt í því máli. Málið er á algjöru athugun- arstigi enn sem komið er og höfum við ekki tekið neina ákvörðun um það,“ Sagði Jón Ásgeir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.