Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, L,AUGARDAGUR 20. MARZ 1982
„Ég var 17 ára gamall, er ég
gekk í andspyrnuhreyfinguna.
Þetta voru spennandi tímar, ég
starfaði í þremur neðanjarðar-
deildum, herdeild, pólitískri deild,
auk þess sem ég nam á laun við
neðanjarðarháskóla, þar sem
Þjóðverjar leyfðu enga háskóla á
stríðstíma. Maður var því jafnan á
fleygiferð, af einum leynifundin-
um á annan, og varð maður ætíð
að passa sig á því að lenda ekki í
kiónum á Þjóðverjunum.
Uppreisnin í Varsjá hófst síðan
í ágúst 1944, og stóð í tvo mánuði,
mikið lengur en okkur hafði órað
fyrir. Það voru erfiðir tímar, Þjóð-
verjar jöfnuðu borgina að mestu
við jörðu, og bardagarnir voru
grimmilegir. Beittu Þjóðverjar
fótgönguliðum framan af, en síðar
einnig flugvélum og stórskotaliði,
er þeir reyndu kerfisbundið að
leggja borgina í rúst. Manntjónið
var hrikalegt, talið er að um 200
Prófessor Zbigniew Pelczynski
sitt eitthvað, og ég er sæmilega
bjartsýnn á að málamiðlun náist.
En það eru mörg ljón á vegin-
um. Það eru ekki aðeins róttæk öfl
innan Samstöðu, heldur hefur
einnig orðið vakning meðal ýmissa
hópa ungs fólks, svo sem náms-
manna, sem eru mjög pólitískt
þenkjandi og hafa skipulagt and-
spyrnu og andóf af ýmsum toga.
Það má segja, að sprottin sé upp
ný andspyrnukynslóð í Póllandi,
þetta unga fólk þekkir andspyrn-
una gegn nasistum af afspurn, og
lítur upp til minnar kynslóðar. Við
erum hetjur í þeirra augum. Það
virðist augljóslega mega gera ráð
fyrir einhvers konar hryðjuverk-
um í mótmælaskyni við herlögin,
þótt ekki verði um beinan skæru-
hernað að ræða. Það yrði til mik-
illar ógæfu og gæti haft hinar al-
varlegustu afleiðingar í för með
sér, m.a. gæti það stofnað öllum
samningum stjórnarinnar og
Samstöðu í voða.
Mér sýnist á öllu, að valdhaf-
arnir muni leitast við að hafa
herlögin sér til trausts og halds,
þeir muni hafa þau í bakhöndinni,
slaka á þeim eða herða, eftir því
sem þurfa þykir og dæmi eru
„Pólveijar þola ekki
íhlutun í sín eigin mál
Hér á landi er staddur á vegum heimspekideildar Háskóla íslands prófessor Zbign-
iew Pelczynski frá Oxford-háskóla, en hann flytur hér tvö erindi um heimspeki
Hegels á íaugardag á vegum heimspekideildarinnar og Félags áhugamanna um
heimspeki, og á sunnudag flytur prófessor Pelczynski fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla
íslands um aðdraganda þess, að sett voru herlög í Póllandi. Pelczynski er fæddur og
uppalinn í Póllandi, barðist þar í andspyrnuhreyfingunni á stríðsárunum, m.a. sem
unglingur í uppreisninni frægu í Varsjá, sat í fangabúðum nasista, en fluttist í
stríðslok til Bretlands, og kennir nú stjórnmálafræði við háskóla í Oxford. Morgun-
blaðið ræddi við prófessor Pelczynski um þátttöku hans í andspyrnuhreyfingunni og
um atburðina í Póllandi síðustu misseri, en hann er sérfróður um nútímasögu
Póllands og hefur m.a. gegnt hlutverki fréttaskýranda um Póllandsmál fyrir BBC.
þúsund manns, mest óbreyttir
borgarar, hafi týnt lífi í uppreisn-
inni.
Það var tiltölulega rólegt í mínu
hverfi Varsjár, lítið um átök þar
til undir lok uppreisnarinnar,
hverfið hafði ekki sama hernað-
arlega hlutverkinu að gegna og
miðborgin. Ég lenti meira og
meira inn í átökin undir lokin, er
bardagarnir urðu hvað harðastir.
A aðeins tveimur dögum féll
helmingur sveitarinnar sem é'g tók
þátt í, og aðrir særðust. Þegar að-
eins einn borgarhluti stóð eftir,
reyndum við að fela okkur í hol-
ræsakerfi borgarinnar. Þjóðverjar
sáu við þessu og fjölmargir féllu
er þeir vörpuðu sprengjum niður í
holræsin, eða fylltu þau vatni og
drekktu þeim sem inni voru. Mér
tókst að komast út, fannst það
áhrifalítið að drukkna „neðan-
jarðar", og gafst upp.
Þjóðverjarnir höfðu mikla yfir-
burði yfir okkur hvað vopn snerti,
höfðu hríðskotabyssur og skrið-
dreka, en við bara riffla og hálf-
sjálfvirkar byssur. Það furðulega
er hversu lengi var verið að bæla
uppreisnina niður. Ástæðan fyrir
því var jú sú að Þjóðverjarnir
urðu jafnframt að berjast við
Rússa, urðu að halda þeim fjarri
og að því einbeittu þeir sér. Við
vonuðumst til að Rússar kæmu
okkur til hjálpar, en það gerðu
þeir ekki, því miður. Þeir námu
staðar á austurbakka Wislu, fóru
ekki yfir ána fyrr en bardagarnir
voru yfirstaðnir og borgin í rúst.
Við uppgjöfina var ég tekinn til
fanga og sendur í fangabúðir
skammt frá Bremen, þar sem ég
var í sjö mánuði. Vistin þar var
frekar leiðinleg og maturinn af
skornum skammti. Eina skemmt-
unin voru loftárásirnar á Ham-
borg og Bremen, sem voru hvor til
sinnar handar. Maður sá
sprengjublossana í náttmyrkrinu
eftir árásir Bandaríkjamanna. Og
þegar maður sá bandarískar
sprengjuflugvélar á lofti á daginn
varð maður þess áskynja að lyktir
stríðsins væru að nálgast.
Ég átti þó von á miklu lengri
vist í búðunum en sjö mánuðum.
En aldrei óttaðist ég um líf mitt
þar, var alltaf sannfærður um að
við yrðum frelsaðir. Við sluppum
þó naumlega þegar bardagarnir
voru hvað harðastir alveg undir
lokin, einkum þegar flugvél varp-
aði sprengju á búðirnar um það bil
viku fyrir stríðslok, en þá þurrk-
aðist einn skálinn út og þar týndu
milli 30 og 40 manns lífi. Ekki er
hægt að segja að vistin hafi verið
óbærileg, Þjóðverjarnir létu okkur
að mestu óáreitta, og þegar fram-
lína Bandamanna nálgaðist flýðu
þeir af hólmi og skildu okkur eftir.
Á þessum tímamótum vildi ég
ekki aftur til Póllands, vildi kom-
ast á vestrænan háskóla, gekk í
pólska hersveit í Þýzkalandi og fór
um síðir til Englands. Og því leng-
ur sem ég var í Englandi því síður
langaði mig aftur til Póllands,
sem kommúnistar drottnuðu yfir,
settist því að í Englandi og fékk
um síðir brezkan ríkisborgararétt.
Þegar ég kvaddi móður mína
upp úr hádegi dag einn í ágúst
1944 og sagðist verða heima um
kvöldmatarleytið vissi ég betur,
því uppreisnin átti að hefjast sam-
dægurs klukkan fjögur. Ég bjóst
við nokkurra daga fjarveru, og að
ég kæmi heim sem hetja eftir viku
eða tíu daga, mig óraði ekki fyrir
því þá að ég ætti ekki eftir að sjá
foreldra mína og fjölskyldu fyrr
en eftir rúm tólf ár. Atburðir í
Austur-Evrópu gerðu mér ókleift
að heimsækja foreldra mína og
fjölskyldu fyrr en á jólunum
1956.“
Það hefur mikið gengið á í Pól-
landi síðustu misseri, hefurðu verið
þar nýlega?
„Ég ætlaði þangað um síðustu
jól, en ekkert varð úr því vegna
herlaganna. Var þar í hálfan mán-
uð í janúar í fyrra, dvaldi þrjá
daga í Gdansk, hitti þar Walesa og
suma ráðgjafa hans, sat fund mið-
stjórnar Samstöðu, sem fundar
mánaðarlega og mótar stefnu
samtakanna, öðlaðist þar góða
þekkingu á samtökunum og fékk
innsýn í þau vandamál sem sam-
tökin áttu við að glíma. Hef ekki
haft tækifæri til að fara aftur, en
fylgist mjög grannt með þróun
rnála."
Ilvað er að gerast í Póllandi í dag,
og hvaða leiðir telur þú vera út úr
því ástandi sem þar ríkir?
„Ég vil nú ekki segja of mikið á
þessari stundu, til þess að draga
ekki úr tilhlökkun þeirra sem
hugsa sér að koma og hlýða á mál
mitt á sunnudag, þar sem ég mun
fara djúpt ofan í saumana á þessu
máli.
Mér sýnist, þegar á heildina er
litið, staða mála í Póllandi vera
„patt“, eins og sagt er á skákmáli.
Leiðtogum Samstöðu varð það
ljóst að þeir gætu ekki hrundið
kommúnismanum, ég heid þeir
hafi viljað kommúnismann feigan,
þó alls ekki með ofbeldisaðgerð-
um, heldur vildu þeir að þjóðin
fengi að greiða atkvæði um hvort
hún vildi halda í kommúnismann
eður ei. Að loknu þjóðaratkvæði
ætluðu þeir síðan að segja komm-
únistum, að þeir hefðu ekki traust
fólksins, og yrðu annað hvort að
segja af sér eða mynda sam-
steypustjórn með Samstöðu og
öðrum öflum til að losa landið út
úr þeim örðugleikum, sem tröll-
ríða pólsku þjóðlífi í dag.
Valdhafarnir þorðu ekki að af-
henda þjóðinni úrskurðarvald,
heldur létu til skarar skríða gegn
frjálslyndisöflunum. En þeim
tókst ekki að knésetja Samstöðu,
og ég er á því, að þau umskipti,
sem urðu í miðjum desember, séu
aðeins til bráðabirgða, því í Sam-
stöðu endurspeglaðist mikill kurr
og óánægja, sem var meðal þjóð-
arinnar. Um tíu milljónir manna
voru félagar í Samstöðu og sam-
tökin nutu samúðar mikils fjölda
til viðbótar, sem sagt, gífurlegur
fjöldi fólks og stór hluti þjóðar-
innar sýndi þannig óbeit sína á
hinu kommúníska þjóðskipulagi.
Þetta voru einkum verkamenn og
launafólk, mikilvægustu hóparnir,
valdhöfum er nánast vonlaust að
stjórna nema þeir geti að minnsta
kosti treyst á aðgerðaleysi af
hálfu hinna vinnandi stétta, svo
ekki sé talað um þegar þeir hafa
þær á móti sér.
Af þessum sökum má segja að
jafnvægi ríki með hinum stríðandi
öflum. Kommúnistar hafa sýnt að
þeir hafa styrk til að draga mesta
þróttinn úr Samstöðu, en hins
vegar held ég þá skorti styrk til að
stjórna landinu, án einhvers konar
samvinnu við Samstöðu. Þess-
vegna á ég von á þvi, að á næstu
vikum eða mánuðum hefjist
samningaviðræður þessara afla og
reynt verði að finna samstarfs-
grundvöll, þau reyni að sameinast
um að ráða fram úr erfiðleikum
þjóðarinnar, stjórnin hljóti traust
fólksins gegn ákveðnum umbótum
og að tekin verði upp ný vinnu-
brögð á ýmsum sviðum.
Það má búast við að þessir
samningar verði bæðir langir og
strangir. Ýmislegt bendir til þess
að leiðtogar Samstöðu óttist ekki
valdhafana, þeir vita hvaða stuðn-
ing þeir hafa á bak við sig. Þeir
munu því selja sig dýrt og ekki
gefa eftir fyrr en þeir geta knúið
fram vissar tilslakanir. Og komm-
únistum finnst staða sín styrk,
þar sem þeir hafa leiðtoga Sam-
stöðu í haldi og herlögin að auki.“
Hefur kirkjan ekki cinhverju hlut-
verki að gegna í þessu sambandi?
„Jú, gífurlega miklu. Hún er afl,
sem nýtur trausts jafnt hjá Sam-
stöðu sem stjórninni, og gæti því
leikið hlutverk sáttasemjarans.
Og það gefur augaleið, að kirkjan
mun leggja kapp á að ná fram
málamiðlun, sem báðir aðiiar geta
sætt sig við.
Samstaða átti stuðning kirkj-
unnar allrar til að byrja með, en
kirkjan ætlaðist til að samtökin
héldu sig fyrst og fremst við
verkalýðsmál, en sneru sér ekki að
stjórnmálum. Þess vegna má bú-
ast við að kirkjan leggi að Sam-
stöðu að takmarka athafnasvið
fyrir. Herlögin verða ekki úr gildi
numin fyrr en valdhafarnir þykj-
ast þess fullvissir að allt sé fallið í
ljúfa löð.“
Leiðtogar á Vcsturlöndum segja
hcrlögin sett að undirlagi og fyrir
þrýsting Rússa?
„Nei, það held ég sé alls ekki
rétt. Rússar vildu að vísu að þessi
leið yrði farin, en þeir vildu að það
yrði gert ári áður en látið var til
skarar skríða. Þeir fóru ekki í
launkofa með þá skoðun sína
haustið 1980 að staða mála í Pól-
landi væri stórhættuleg og vildu
aðgerðir. Þeir sendu Suslov í júní
1981, vildu að flokksþinginu yrði
frestað, beittu pólska ráðamenn
stöðugum þrýstingi, en varð ekk-
ert ágengt, af ástæðum sem ég
mun reyna að skýra nánar í fyrir-
lestrinum á morgun. Pólskir
valdhafar vonuðust alltaf eftir
samkomulagi við Samstöðu, þótt
þeir byggju sig undir að þurfa að
grípa til herlaga. Á endanum held
ég að segja megi að þeir hafi ekki
átt annarra kosta völ en grípa til
herlaga, hvort sem Rússar hvettu
til þess eða ekki, ástandið var orð-
ið það alvarlegt.
Það eru vísbendingar um að
jafnvel í dag sé alvarlegur skoð-
anaágreiningur milli ráðamanna í
Moskvu og í Varsjá. Kreml vildi að
gengið yrði enn harðar fram gegn
Samstöðu, að gengið yrði milli
bols og höfuðs á samtökunum, sem
sögð eru í útsendingum rússneska
útvarpsins vera andbyltingar-
samtök, sem bandaríska leyni-
þjónustan, CIA, hefði skipulagt.
Ég hlusta oft á útsendingar
Moskvuútvarpsins, sem jafnan
hafði á takteinum ýmsar hryll-
ingssögur um samtökin, sagði þau
ráðgera að taka ýmsa leiðtoga af
lífi o.s.frv. Reynt var af fremsta
megni að grafa undan samtökun-
um, en aldrei var nokkuð af þessu
tagi að heyra í pólska útvarpinu.
Jafnvel í dag talar Varsjárútvarp-
ið um Samstöðu sem heilbrigð
samtök, sem borið hafi hag verka-
lýðsins fyrir brjósti, en þeim hafi
verið mislagðar hendur og málin
því þróazt til verri vegar. Viðhorf-
ið er allt annað í Moskvu, þar eru
samtökin sögð hættuleg og djöfull
í hverju horni.
Það gætir alvarlegs misskiln-
ings meðal Vesturlandabúa á
tengslum Póllands og Moskvu.
Pólskir ráðamenn leggja allt kapp
á að koma í veg fyrir rússnesk
áhrif eða rússneska íhlutun í pólsk
innanríkismál. Ágreiningur Rússa
og Pólverja í október 1956 var ein-
mitt í því fólginn, að pólskir ráða-