Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 13

Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 13 Hagstæð innlánsþróun Verzlun- arbankans er einnig rakin til fjöl- breyttari þjónustu hans við við- skiptamenn, sérstaklega einstakl- inga og aukinnar kynningar á al- hliða starfsemi bankans. Útlán Heildarútlán bankans í árslok námu 240,4 milljónum, þar af er hlutur Verzlunarlánasjóðs 65,5 milljónir. Útlánaaukningin á ár- inu er 110 milljónir eða 85,1%. Vegna vaxtastefnunnar hefur samsetning útlána breyst. Víxil- lán og yfirdráttarlán lækkuðu úr 50,9% í 35,0% eða um 15,9% en skuldabréfalán og vísitölutryggð lán hækkuðu um sama hlutfall eða úr 46,7% í 62,6%. Töluverð breyting hefur einnig orðið á útlánum bankans eftir lántakendum. Mest af lánsfé bankans fer enn til atvinnuvegar- ins verzlun og viðskipti eða 45,6%. Lán til einstaklinga hækkuðu verulega á árinu og námu þau i árslok 33% af heildarútlánum bankans. Bankinn leggur áherzlu á fjöl- breytta þjónustu fyrir viðskipta- menn. Auk Safnlána og fjármálalegrar ráðgjafarþjónustu fyrir einstakl- inga kynnti bankinn á síðasta ári nýja þjónustu fyrir launþega, svonefnd Launalán. Hafa þessar nýjungar mælst mjög vel fyrir og fært bankanum vaxandi viðskipti. Verzlunarlánasjóður Stofnlánadeild bankans, Verzl- unarlánasjóður, veitti 139 ný lán á árinu að upphæð 32,7 milljónir. Jukust lánveitingar Verzlunar- lánasjóðs um 99,5% á árinu. ÖIl lán Verzlunarlánasjóðs fara að sjálfsögðu til atvinnuvegarins verzlun og viðskipti og þegar þau eru talin með lánum bankans sjálfs þá nema þau samtals 25,1% af heildarlánum allra innláns- stofnana í landinu til einkaverzl- unarinnar. Lánskjör Verzlunar- lánasjóðs eru 4% vextir og verð- tryggð miðað við lánskjaravísi- tölu. Hámarkslánstími hefur verið 12 ár en nú hefur lögum um Verzl- unarlánasjóð verið breytt, þannig að heimilt er að lánstími verði allt að 25 ár. Vidskipti við Seðlabanka Bundið fé í Seðlabankanum var í árslok 68,2 milljónir og hækkaði það um 94% á árinu. Á síðasta ári var tekin upp svokölluð sveigjan- leg innlánsbinding við Seðlabank- ann til viðbótar hinni almennu innlánsbindingu, sem er 28%. Sveigjanlega bindingin var sett á í júní og var 5% mestan hluta árs- ins. Þessi aukna innlánsbinding þrengdi mjög útlánagetu bankans og reyndist nauðsynlegt að draga saman útlán af þeim sökum. Þá rýrði hún mjög lausafjárstöðuna. Hinni sveigjanlegu bindingu var síðan aflétt í desember vegna erf- iðrar lausafjárstöðu innlánsstofn- ana. Pétur O. Nikulásson stórkaup- maður, sem verið hefur í aðal- stjórn bankans í 8 ár, þar af for- maður síðustu 4 árin, gaf ekki lengur kost á sér til stjórnar- starfa. Voru honum þökkuð giftu^ drjúg störf í þágu bankans. í bankaráð voru kjörnir Sverrir Norland verkfræðingur, formaður, Árni Gestsson stórkaupmaður og Þorvaldur Guðmundsson forstjóri. Fyrir voru í bankaráðinu sem aðalmenn Guðmundur H. Garð- arsson viðskiptafræðingur og Leifur ísleifsson kaupmaður. I varastjórn voru kjörnir Hilmar Fenger, stórkaupmaður, Hreinn Sumarliðason kaupmaður og Kristmann Magnússon forstjóri. Aðrir í varastjórn eru Hannes Þ. Sigurðsson fulltrúi og Jónas Egg- ertsson bóksali. Endurskoðendur bankans voru kjörnir Helgi V. Jónsson löggiltur endurskoðandi, Magnús E. Finns- son framkvæmdastjóri og Ólafur H. Ólafsson framkvæmdastjóri. (FrétUtilkynning.) Gönguljóð og fleira Myndlist Bragi Ásgeirsson Gerandinn ákveður sér göngu- leið, sem hann merkir við á korti af borginni Maastricht í Hol- landi, þar sem hann var við nám, er gjörningurinn átti sér stað. Leggur svo af stað með 20 skilti í farangrinum, eða jafn mörg og orð ljóðsins sem hann hyggst gróðursetja á hinni ákveðnu leið. Með nokkuð jöfnu millibili, eða þar sem það er framkvæman- legt, stingur hann niður skiltun- um einu og einu þannig að úr verður samfelld röð. Gjörning- inn nefnir hann „Poem to Walk“ — Gönguljóð, og það er svohljóð- andi: „lf someone told you to make your own problems or else be happy tell him to send me your thoughts“. — Þetta var gert í apríl 1980 og ljósmyndað í bak og fyrir, svo sem vera ber, til að athöfnin væri bókuð og skjalfest fyrir framtíðina. Gerandinn út- skýrir athöfnina á þennan veg: „This is the way to walk the poem — but you can choose your own poem walk and collect words in another row. Þá fylgir verkinu veggspjald (plakat), sem sýnir nákvæmlega gönguleið ljóðsins... Að sjálfsögðu er pistilhöfund- ur staddur í húsakynnum Ný- listasafnsins að Vatnsstíg 3 og er niðursokkinn við að skoða sýningu ungs listamanns, sem er skólaður í Myndlista- og hand- íðaskólanum og fagurlistaskóla í Maastricht, Hollandi. Sá ber stolta nafnið Þór Elías Pálsson og er ofangreint verk aðalverkið á sýningunni, sem lýkur nk. sunnudag. Ennfremur eru á sýn- ingunni þrjú önnur verk, sem byggð eru upp á myndröðum og svo eins konar hljóðverk — „corridor" — sem er raddflutn- ingur í lofti, framkvæmdur 24. nóvember 1981 á göngum Jan van Eyck stofnunarinnar. Ljósmyndirnar eru vel gerðar og hugmyndirnar komast nokk- urn veginn til skila og valda a.m.k. róti í hugum skoðenda. Sýningin er ágæt viðbót við síðustu sýningarnar á þessum stað og heimsóknar virði þeim er fylgjast vilja með og kynnast hugmyndafræðilegri list. PEUGEOT BILASYNING Laugardaginn 20. mars kl. lOtil 19 og sunnudaginn 21. mars kl. 13 til 19 Sýnum allar gerðir af PEUGEOT fólksbílum 1982 Mjög hagstætt verð HAFRAFELL Vagnhöfda 7, símar 85211 — 85505

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.