Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
HeilsugKzlustöðin á Egilsstöðum hefur nú fengið nýja sjúkrabifreið til um-
ráða, sem sérstaklega er hentug til að brjótast um sveitir Fljótsdalshéraðs á
vetrarmánuðum. Bifreiðin er af gerðinni Volvo Lapplander og að sögn hefur
hún reynst ákaflega vel í vetur. Ljósm.: Kristján Einarsson.
Baráttan gegn fíkniefnum
hert á Norðurlöndunum
KÍKISvSTJORNIR Norðurlandanna hafa orðið ásáttar um að herða baráttuna
gegn fíkniefnanotkun á Norðurlöndum, en þann 19. feb. var haldinn sameigin-
legur fundur dómsmála- og félagsmálaráðherra á Norðurlöndum um fíkniefna-
mál. Helstu umræðuefni voru ástand fiknimála á Norðurlöndum, eftirlit með
dreifingu fikniefna, viðhorf til kannabisefna og meðferð fíkniefnasjúklinga.
Friðjón Þórðarson dómsmála-
ráðherra sat fundinn af Islands
hálfu, fyrir sína hönd og Svavars
Gestssonar, félags- og heilbrigð-
ismálaráðherra, en auk hans sóttu
fundinn Páli Sigurðsson, ráðuneyt-
isstjóri í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, Guðrún Helga-
dóttir alþingismaður og Hjalti
Zóphaníasson, deildarstjóri í dóms-
málaráðuneytinu. í fundarlok var
gefin út sameiginleg fréttatil-
kynning.
í henni segir m.a. að stefnt verði
að því markmiði að gera Norður-
löndin að fíkniefnalausu svæði,
samvinna milli lögreglu- og tolla-
yfirvalda verði aukin og svo segir
að ríkisstjórnirnar telji að um
samnorrænt vandamál sé að ræða
og fagna því að starf lögreglu-
manna, sem sendir eru til starfa
erlendis að þessum málum, skíli
góðum árangri. Norrænu tengsla-
nefndinni um fíkniefnavandamálið
hefur verið falið það verkefni að
gera tölfræðilegan samanburð, svo
unnt se að bera saman þróun
fíkniefnaneyslu og afbrotastarf-
semi er tengist þessari neyslu á
Norðurlöndum.
Norræni ráðherrafundurinn vek-
ur athygli á því að afstaða aimenn-
ings til fíkniefnaneyslu virðist snú-
ast hægt og sígandi gegn neyslu.
Síðar segir í fréttatilkynningunni
að í undirbúningi sé að lögregla og
tollayfirvöld kanni eftir hvaða leið-
um fíkniefni berast til Norður-
landa og hvernig að dreifingu
þeirra er staðið. Ráðherrarnir létu
í ljós áhyggjur yfir þeirri fölsku
mynd, sem reynt er að læða inn hjá
almenningi, að kannabis sé hættu-
laust. Þvert á móti hafa rannsóknir
sýnt að kannabis er mjög skaðlegt.
Norrænu áfengis- og lyfja-
rannsóknarnefndinni, sem full-
trúar Islands hafa átt sæti í, var
falið að auka rannsóknir á umfangi
misnotkunar á vímugjöfum, hvaða
meðferð sjúklingum stendur til
boða og hvernig samstarfi með-
ferðastofnana er háttað.
Jónas Jónsson, varaformaöur Náttúruvemdarráös:
Ekki óeðlilegt að taka
Blöndumálið fyrir að nýju
„ÞAÐ ER rétt að það komi fram að
Náttúruverndarráð hefur fyrir sitt
leyti aðeins samþykkt að virkjað yrði
á þesum stað. Sú samþykkt var gerð
fyrir 4 árum og þá var alls ekki end-
anlega afráðið með virkjunartil-
högun. Samkvæmt lögum ber náttúr-
uverndarráði að fyigjast með fram-
kvæmdum eins og þessum og því er
ekki óeðlilegt að það taki málið fyrir
að nýju, þegar þess er óskað,“ sagði
Jónas Jónsson, varaformaður Nátt-
úruverndarráðs í samtali við Morg-
unblaðið.
„Þetta var samþykkt með ýms-
um fyrirvara eins og frekai i rann-
sóknum og nánari tilhögun. Síðan
hefur málið ekki komið fyrir Nátt-
úruverndarráð fyrr en nú að
Landverndarsamtök vatnasvæða
Blöndu og Héraðsvatna óska þess
að málið verði tekið fyrir að nýju.
Það verður nú gert næstkomandi
mánudag og þriðjudag," sagði Jón-
as.
Á myndinni er hluti kórs Trésmiðafélags Reykjavíkur ásamt stjórnandanum Guðjóni Böðvari Jónssyni.
Kór Trésmíðafélags Reykjavíkur 10 ára
UM ÞESSAR mundir er kór Tré-
smiðafélags Reykjavikur 10 ára, en
hann var stofnaður í mars 1972. í
tilefni af þessu merkisafmæli hélt
kórinn tónleika fyrir boðsgesti ein-
göngu í Breiðholtsskóla kl. 14 laug-
ardaginn 20. mars.
Að sögn Arnar Erlendssonar,
formanns kórsins, hélt kórinn ein-
vörðungu tónleika innan Trésmiða-
félagsins fyrstu starfsárin en á
undanförnum árum hefur það
færst í vöxt að hann komi fram
opinberlega á öðrum vettvangi. Má
t.d. nefna að kórinn fór til Noregs
1978 í því skyni að taka þátt í tón-
listarmóti á vegum verkalýðshreyf-
inga á Norðurlöndum. En það mót
er haidið á fimm ára fresti og hefur
kórinn boðað þátttöku sína í sams-
konar móti í Finnlandi á sumri
komanda.
Ennfremur kom fram hjá Erni
að fyrsti stjórnandi kórsins var
Jakob Hallgrímsson. En frá 1973
hefur Guðjón Böðvar Jónsson
stjórnað honum fyrir utan einn
vetur er Guðmundur Óli Gunnars-
son sá um stjórn hans. Eru nú 56
manns starfandi í kórnum.
Kórinn hefur haft talsverð sam-
skipti við kóra úti á landsbyggðinni
gegnum árin og hefur hann sungið
víða um land. Að sögn Arnar er nú
á döfinni söngför til Gnúpverja-
hrepps í vor.
Patchwork Quilt
- bútasaumur
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Fyrir nokkrum árum kom
hingað ung amerísk listakona,
Linda Scöpfer að nafni, og
kynnti íslendingum nýendur-
reista listgrein er nefnist
„Patchwork Quilt" er útleggst
bútasaumur á íslenzku. Lista-
konan hélt mikla og eftirminni-
lega sýningu á göngum
Kjarvalsstaða jafnframt því að
hún hélt fyrirlestur í Menn-
ingarstofnun Bandaríkjanna við
Nesveg. Það var mikill
menningarbragur yfir hinni
ungu og aðsópsmiklu konu og
öllu því sem hún tók sér fyrir
hendur hér og ég veit til þess, að
listgreinin hefur farið mikla sig-
urför um heiminn á síðustu ár-
um.
Bútasaumur hefur lengi
þekkzt í ýmsu formi meðal al-
þýðu vestan hafs þar sem hann á
sér djúpar rætur í þarlendri
listhefð. Tæknin hefur einnig
verið iðkuð á margan hátt í Evr-
ópu og jafnvel hér á landi og
gerði m.a. skáldkonan Theodóra
Thoroddsen gullfallegt teppi í
þessari aðferð svo sem mörgum
mun kunnugt. Muggur (Guð-
mundur Thorsteinsson) saumaði
einnig úr bútum eftirminnileg
listaverk. Aðferðin er ákaflega
skemmtileg og býður upp á
ótakmarkaða möguleika fyrir
þá, er hafa frjótt hugmyndaflug
og er tilvalin tómstundaiðja
fyrir það m.a. hve þakklátt efnið
er þannig að auðvelt er að ná
þekkilegum árangri.
Þetta er talið upp vegna þess
að um þessar mundir og fram á
sunnudag er viðamikil sýning að
Kjarvalsstöðum á teppum og
ýmsu öðru í þessari tækni. Hefur
allur Kjarvalssalur verið undir-
lagður gömium og nýjum sýnis-
hornum þessarar listgreinar og
tómstundaiðju, en uppistaða
sýningarinnar eru 40 teppi frá
ýmsum fylkjum Bandaríkjanna.
Amerísk kona, Mrs. Marti Mich-
ell á heiðurinn af að hafa safnað
þessum teppum sem eru flest yf-
ir 100 ára gömul og kynnir hún
bútasaum í Bandaríkjunum með
fyrirlestrum á sýningunni. Mörg
þessara teppa eru mjög fögur og
upprunaleg, gerð af næmri til-
finningu fyrir litbrigðum og
formrænu samræmi. Eitt er þó
mjög til ama á sýningunni og
það er hve illa er gengið frá
henni í alla staði. Er líkast sem
teppunum hafi verið rutt upp á
veggina í miklu tímahraki og er
sýningin í heild einhver frábær-
asti lærdómur um það hvernig
ekki eigi að setja upp sýningu, er
sést hefur hérlendis. Eiginlega
minnir þetta á óvandaðan sölu-
markað og eru Kjarvalsstaðir
langt frá því að vera vettvangur
slíkra vinnubragða og sérstak-
lega er þetta ósmekklegt vegna
þess hve fagran varnig verið er
að kynna og jafnframt merki-
legan anga amerískrar alþýðu-
listar.
Listgreinin hefði verið best
kynnt með vandaðri sýningu og
veglegri sýningarskrá ríkulega
prýddri myndum og upplýsing-
un», — sýningarskráin er í þessu
tilviki pínulítill auglýsingableð-
ill frá verzluninni Virku s/f, en á
hennar vegum er sýningin.
Bleðlinum fylgir fátæklegur
formáli og munu ófróðir litlu
nær um þessa listgrein eftir lest-
ur hans og er það mjög miður.
Verzlunin stendur fyrir nám-
skeiðum í bútasaumi og skal það
fúslega sagt aðstandendunum til
hróss, að margt fallegra muna
hefur orðið til á þessum nám-
skeiðum svo sem sjá má í af-
mörkuðum bás við enda salarins.
— Það gefur augaleið, að með •
nútímatækni ér öllu auðveldara
að ná árangri en þá er menn
urðu í einu og öllu að treysta
nálinni og öryggi auga og hand-
ar. Ætti að vera auðvelt að fjöl-
falda teppin og það kemur enda
spánskt fyrir sjónir að sjá á út-
skýringarmiða við hlið eins
teppisins, að ef grannt sé skoðað
sjáist verksmiðjugallar, sem eru
eins og holur í því, teppið sjálft
er svo sagt frá seinni hluta átj-
ándu aldar. Aldurinn efa ég ekki
þótt ég telji líklegra að það sé
frá seinni hluta nítjándu aldar
en hér kemur fram, sé það ekki
prentvilla, að slík teppi hafi
einnig verið verksmiðjufram-
leidd og er þá fjöldaframleiðsla
komin í leikinn.
Ég lýsi aðdáun minni á tækn-
inni og framtakinu og harma
einungis að framkvæmd og um-
gjörð sýningarinnar skuli ekki
vera af vandaðri gerð en raun er
á.
Leiðrétting
í listdómi mínum um sýningu
Jóns Axels Björnssonar féll úr
hluti einnar setningar. Rétt er
hún svona: — einkum i þeirri
mynd er blasir við gestinum er
hann gengur upp stigann í Ás-
mundarsal. Þá brá ég á orðaleik
vegna hinnar hæpnu jperkingar
orðsins „nýlist" og skrifaði því
til áherzlu ný-nýlist, sem þó kom
eingjjingu út sem nýlist, rétt og
sfétt *** -
Lesendur eru beðnir velvir
ingar á mistökunum.
B.Á'