Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
Rekstur SVR,
Ikarus
og framtíðin
eftir Svein Björnsson,
verkfrϗinff
Á fundi borgarstjórn-
ar Reykjavíkur 18. mars
flutti Sveinn Björnsson,
varaborgarfulltrúi
sjálfstæðismanna, eftir-
farandi ræðu um mál-
efni Strætisvagna
Reykjavíkur 1974 til
1982:
Þetjar líður að lokum kjörtíma-
bils, verður að teljast eðlilegt að
líta um öxl og sjá hvað áunnist
hefur og einnig að glöggva sig á
því hvaða verkefni bíða næsta
kjörtímabils.
Sérstaklega er þetta forvitnilegt
og ég vil segja nauðsynlegt nú,
þegar borgarbúar hafa í fyrsta
skipti fengið að kynnast forystu
vinstri manna. Ekki síst á þetta
við um þjónustu almennings-
vagna. Astæðan er sú, að fyrir síð-
ustu kosningar var ekki annað að
heyra en að SVR yrði sérstakt
gæluverkefni þeirra alþýðubanda-
lagsmanna sem tóku að sér stjórn-
arforystu í fyrirtækinu. Tíðni
ferða skyldi aukin til muna, upp-
hituð og upplýst biðskýli reist vítt
og breitt um borgina og þjónustan
bætt á allan hátt. Var svo að
heyra að nú ættu strætisvagnafar-
þegar eins konar byltingu í vænð-
um. Eru þeir ómældir dálkmetr-
arnir sem Þjóðviljinn hefur birt
um málefni SVR á kjörtímabilinu,
venjulega myndskreytta. Um
þennan áhuga er ekkert nema gott
að segja. Ég mun e.t.v. víkja síðar
að nokkrum fróðleikskornum sein
þar hefur mátt sjá um þróun mála
hjá SVR.
Ég hef haft allnáin kynni af
þessu fyrirtæki síðustu átta árin,
sem stjórnarmaður. Þótt eitt og
annað hafi áunnist á þessum ár-
um, er því ekki að neita, að um
langan aldur hefur verið á bratt-
ann að sækja með rekstur SVR.
Aukin þjónusta
Eftir því sem borgin hefur
stækkað, hefur þurft að færa út
leiðakerfið að sama skapi. Eknir
km á ári eru nú um 4 millj. eða um
30% fleiri en fyrir 20 árum og er
heildarlengd leiðakerfisins nú orð-
in um 233 km. Nú væri þetta í
góðu lagi ef farþegum hefði fjölg-
að að sama skapi og tekjur skv.
því. En því er ekki að heilsa. Með
vaxandi velmegun hefur einka-
bílaeign Reykvíkinga stóraukist.
T.d. var fjöldi íbúa um hverja
fólksbifreið kominn niður í 2,6 ár-
ið 1980 en hafði verið 10,2 tuttugu
árum áður. Lætur nærri að einn af
hverjum þremur farþegum SVR
hafi á þessu tímabili flust yfir í
einkabíl og er þá ekki tekið tillit
til fólksfjölgunar í Reykjavík, sem
var 11—12 þús. manns á sama
tíma.
Því er á þetta minnst, að stund-
um er í gagnrýnistón hneykslast á
því, að SVR sé rekið með botn-
lausu tapi og sennilega sé bara
slæmum rekstri um að kenna. Er
þá ekki alltaf heldur munað eftir
að vísitölufjölskyldan sem býr í
Re.vkjavík notar þessa þjónustu
hliðstætt því sem á við um hita-
og rafmagnsveitur og hafa far-
gjöld því oft verið í hrópandi
ósamræmi við rekstrarútgjöld
sem flest eru mjög verðbólgunæm.
Auk þess hefur ríkisvaldið íþyngt
rekstrinum með þum/askatt.i á
ingsgjöld af vögnum, varahlutum
og rekstrarvörum ótalin. Er þetta
háttalag í algjörri mótsögn við
það sem ríkisvaldið gerir í flestum
löndum öðrum, þar sem yfirleitt
er allt annar skilningur á eðli og
ávinningi almenningsvagnanna í
þéttbýli og reynt er að hlúa að
þeim á allan hátt. Ætlar íslend-
ingum seint að lærast sú lexía.
„Allt rætt og
ekkert framkvæmt“
En svo aftur sé vikið að afreka-
skrá núverandi meirihluta, væri
e.t.v. rétt að víkja fyrst lítið eitt
að síðasta kjörtímabili, þ.e.a.s.
1974-78.
Til að stikla á stóru voru 15 nýir
vagnar teknir í notkun. Byggð
voru 45 biðskýli. Til að auka ör-
yggi og bæta þjónustu var fjar-
skiptatækjum komið fyrir i vögn-
unum, sem eru í sambandi við
stjórnstöð umferðar og verkstæði.
Aningarstaður var byggður á
Hlemmi og aðstaða til muna bætt
við Lækjartorg. Þá var frambúð-
arskrifstofuhúsnæði og mötuneyti
tekið í notkun á efri hæð verk-
stæðishúss á Kirkjusandi og unnið
að frágangi lóðar svo nokkuð sé
nefnt af framkvæmdum kjörtíma-
bilsins.
A núverandi kjörtímabili hafa
til þessa verið teknir í notkun 15
nýir vagnar. Eru 12 þeirra yfir-
byggðir hérlendis á Volvo-undir-
vagna, en 3 hafa verið keyptir full-
búnir frá Ungverjalandi, af Ik-
arus-gerð. ÖIl er sagan um að-
draganda og málsmeðferð þessara
vagnakaupa ævintýri líkust. Ef
ekki væri að þakka snotra, rauða
biðskýlinu fyrir neðan Landspítal-
ann, er hætt við að vagnakaupa-
ævintýrið hefði alfarið og ein-
göngu sett svip sinn á þessi fjögur
ár í sögu SVR. Fyrri helmingur
þeirrar sögu, þ.e. fram á sumar
1980, var allskilmerkilega rakinn í
Þjóðviljanum 16. júlí það ár.
Greinarhöfundurinn er vagnstjóri
hjá SVR, Magnús H. Skarphéð-
insson, sem upplýsir að hann hafi
kosið Alþýðubandalagið í síðustu
sveitarstjórnarkosningum. Yfir-
skrift greinarinnar er: „Allt rætt
og ekkert í framkvæmd". Rifjar
hann þar upp orð og efndir varð-
andi ferðatíðni, biðskýli, fargjold
fcÉÉjjj^mrekstur SVR.
^ hina
áðurnefndu grein, birtist hún í
Þjóðviljanum eins og ég gat um
áður, 16.júlí 1980. Mín vegna gæti
hún hafa birst 16. mars 1982. Yfir-
skriftin og efnið gæti að mestu
staðið óbreytt.
Kaup á vögnum
En það var þetta með vagna-
kaupin. Sú saga er í stórum drátt-
um þekkt, þótt ekki væri vanþörf á
að skrá hana. Ég er stoltur yfir
því að hafa af hálfu sjálfstæð-
ismanna átt þátt í því, að ákveðið
var að taka tilboði sem miðaðist
viö að byggt yrði yfir vagnagrind-
ur hérlendis. í vissum skilningi
var þarna verið að endurreisa
gamla iðngrein, því að 2 af hverj-
um 3 vögnum, sem fyrir voru,
höfðu verið yfirbyggðir hér. Var
drjúgur hluti tilboðsupphæðar
Nýju bílasmiðjunnar hf., sem fékk
þetta verkefni, innlendur kostnað-
ur.
Virða ber sérstaklega þátt al-
þýðuflokksmanna í þessu máli, því
að án atfylgis þeirra hefði stefna
okkar í vagnakaupamálunum ekki
náð fram að ganga. Hef ég aðeins
eina athugasemd við framgöngu
þeirra í málinu, en það var þegar
þeir létu tilleiðast í Borgarráði í
apríl 1980 að samþykkja kaup á 3
tilraunavögnum. Ér hér um sömu
vagnana að ræða og fulltrúi vagn-
stjóra í stjórn SVR flutti tillögu
um á stjórnarfundi í gær (17.
mars) að skyldu seldir, þar sem
þeir hentuðu ekki rekstri fyrir-
tækisins. Mun þessi afstaða mjög
útbreidd meðal vagnstjóranna
130, sem aka á hinum 14 leiðum
víðs vegar um borgina enda þótt
þeir hafi að sjálfsögðu ekki allir
haft tækifæri til að vinna á þess-
um farartækjum.
Samþykkt vagnstjóra
Reynsla og þekking þessara
manna hlýtur að vega ákaflega
þungt, þegar um vagnakaup er að
ræða og langar mig því að rifja
upp afstöðu þeirra, sem fram kom
í tillögu ásamt greinargerð á fundi
2. apríl 1980 þegar ákvörðun í
vagnakaupamálunum stóð fyrir
dyrum. Stóðu langflestir vagn-
stjóranna og verkstæðismanna að
tillögunni. Tel ég hana almennt
stefnumarkandi og vil því birta
hana hér:
„Fundur vagnstjóra og verk-
stæðismanna SVR, haldinn í
mötuneyti SVR að Kirkjusandi
miðvikudaginn 2. apríl 1980, sam-
þykkir eftirfarandi tillögu varð-
andi vagnakaupamál fyrirtækis-
ins, sem nú eru á döfinni:
Við teljum að hagsmunir far-
þega, vagnstjóra og verkstæð-
ismanna og að ógleymdu fyrirtæk-
inu sjálfu, verði best borgið með
því að tekið verði tilboði Nýju
bílaverksmiðjunnar hf. í smíði
yfirbyggingar og jafnframt tilboði
Volvo í undirvagna.
Sveinn Kjörnsson
Greinargerð:
Akvörðun sú, sem stendur fyrir
dyrum um val vagna til endurnýj-
unar á núverandi vagnakosti, mun
hafa langvarandi afleiðingar fyrir
alla sem hlut eiga að máli. Er það
eindregið álit okkar að undir eng-
um kringumstæðum, megi slaka á
gæðakröfum frá því sem verið hef-
ur þegar skal kaupa nýja vagna,
enda eru vagnar SVR nú 5—12 ára
gamlir og þess að vænta að endur-
bætur og tæknilegar nýjungar ha-
fi komið fram síðustu ár.
Af skýrslu sendinefndar Borg-
arráðs, sem vagnstjórar áttu því
miður ekki fulltrúa í, verður ekki
annað séð en að búnaður ung-
versku vagnanna, sem í boði eru,
sé mörg ár á eftir tímanum og af
lakari gæðum en útboðslýsingin
tekur mið af. Skal af gefnu tilefni
tekið fram, að við treystum fylli-
lega umsögn og niðurstöðum
sendinefndarinnar sem reynt hef-
ur verið að gera tortryggilega.
Varast bera að láta lágt tilboðs-
verð alfarið ráða ákvörðun eins og
hér um ræðir, enda ending, við-
gerðatíðni og rekstrarkostnaður
sem skiptir meginmáli frá fjár-
hagslegu sjónarmiði.
Með vaxandi einkabifreiðaeign
hefur hlutur almenningsvagna í
þéttbýli farið hlutfallslega minnk-
andi í mannflutningum. Líkur eru
nú á að með hækkandi'orkuverði
muni þessi þróun snúast við. í
þessu samhandi mun skipta sköp-
um að almenningsvagninn verði
þægilegur og aðlaðandi fyrir hinn
almenna borgara, þ.e. mjúkur í
akstri, hljóðlátur, uppstig ekki of
hátt, sæti þægileg og innréttingar
og frágangur í háum gæðaflokki.
Fyrir vagnstjórana skiptir höf-
uðmáli öryggisbúnaðurinn og
þægindi, þ.m.t. stýriseiginleikar,
gírskipting, bremsuvirkni og
gangöryggi.
í trausti þess að borgaryfirvöld
vilji í ákvörðun sinni um vagna-
kaup koma til móts við óskir vagn-
stjóra og viðgerðarmanna SVR er
ofangreind tillaga flutt. Er það
sannfæring okkar að með fram-
kvæmd hennar sá hagsmunum
Reykvíkinga best borgið."
Ikarus dýrari
í sjálfu sér þarf litlu við þetta
að bæta. Margir hafa látið blekkj-
ast eða misstigið sig á því að Ik-
arus-vagnar yrðu svo ódýrir,
sparnaður yrði á bilinu 400—500
millj. kr. eða um 32% miðað við
kaup á 20 Volvo-vögnum yfir-
byggðum hér (2ja ára gamlar töl-
ur). í reynd er langt frá því að
þetta dæmi komi svona út. Skv.
upplýsingum, sem ég hef aflað
mér og miðast við afhendingu
vagna af báðum gerðum í des.
1981, er mismunurinn, þegar tillit
hefur verið tekið til flutningsgetu,
þ.e. 87 farþegar í Volvo á móti 68 í
Ikarus, orðinn minni en 12%. Er
þá ekki tekið tillit til afskrifta og
vaxta. Sýnist mér að árskostnaður
vegna afskrifta og vaxta gæti
hæglega orðið Ikarus óhagstæður
um 10%, ef reiknað væri annars
vegar með 15 ára endingu Volvo-
vagnanna en 7 ára endingu Ikar-
us-vagnanna (og 25% vöxtum).
Væri þá hinn margrómaði verð-
munur að engu orðinn. Inn í þetta
dæmi þyrfti einnig að taka bilana-
tíðni og viðgerðarkostnað, ráðstaf-
anir sem gera þarf þegar flutn-
ingsgeta lítilla vagna hrekkur ekki
til á annatimum o.s.frv.
Vissulega gleðst ég yfir því að
þessi mál skuli hafa þróast í rétta
átt og samstaða hefur náðst um að
halda áfram yfirbyggingum hér-
lendis hjá íslensku fyrirtæki, sem
borgar ásamt starfsmönnum sín-
um skatta og skyldur, m.a. til
borgarinnar, sem það er að skipta
við.
Vissulega væri ástæða til að
hafa þess orð fleiri og víkja að
ýmsum fleiri þáttum í starfsemi
SVR. Miðað við kröfur í öðrum
löndum hygg ég, að þjónusta fyrir-
tækisins svo ekki sé minnst á lágu
fargjöldin standi í raun talsvert
framar en annars staðar gerist og
sé Reykvíkingum til sóma, hvað
sem niðurrifs- og úrtölumenn
kunna að segja. Ég tel ennfremur
að engum rósum sé stolið frá
vinstri meirihlutanum þótt
Reykvíkingar þakki okkur sjálf-
stæðismönnum það sem vel hefur
verið gert í málefnum SVR.
Framtíðarverkefni
Það sem ég vildi sjá á næsta
kjörtímabili væri áframhaldandi
uppbygging vagnakosts, þar með
hugsanlega kaup á liðvögnum til
notkunar á fjölförnum langleið-
um.
Þá vildi ég einnig sjá að nýtt
leiðakerfi yrði tekið í notkun í síð-
asta lagi vorið 1983. í því sam-
bandi þyrfti að koma til sérstök
samgöngumiðstöð í „Mjóddinni"
til betri tengingar Breiðholts-
hverfanna við aðra borgarhluta og
öfugt.
Einnig mundi ég vilja láta
reyna á það til fulls, hvort unnt sé
og tímabært að samræma að ein-
hverju eða öllu leyti leiðakerfi
fyrir höfuðborgarsvæðið án þess
að Reykvíkingar þyrftu að bera
hitann og þungann af slíkri sam-
ræmingu eins og margir virðast
óttast.
Halda þarf áfram því verki að
finna hagkvæma lausn varðandi
bioskýli.
Þá vildi ég einnig sjá ákvörðun-
arvald í fargjaldamálum alfarið í
höndum borgaryfirvalda, þunga-
skatt afnuminn og sömuleiðis að-
flutningsgjöldin, sem ég hef áðpr
minnst á.
Við sjáum að af mörgu er að
taka og margt fleira mætti tína
til. Ég læt hér staðar numið, en
vona að þeir, sem veljast til
stjórnarstarfa í SVR næsta kjör-
tímabil, beri gæfu til að vinna
saman að heill þeirra borgarbúa,
sem nota þjónustu SVR. Þegar
öllu er á botninn hvolft, snertir
rekstur SVR ekki bara þessi 40
þús. sem daglega stíga upp í vagn-
ana heldur okkur borgarbúa alla
með tölu.
Frá Illemmi.