Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 28

Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 + Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN E. HAFSTEIN, Bústaðavegi 65, lést í Landakotsspítala fimmtudaginn 18. þ.m. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN MAGNÚSSON, skósmiður, Haöarstíg 10, lést 18. marz. Ingibjörg Guðmundsdóttir og börn. + Bróöir okkar, ÞÓRDURHÁKONARSON frá Hafþórsstöðum í Norðurárdal, lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 18. þ.m. Jaröarförin auglýst síöar. Systkíni hins látna. + Elskulegur faöir okkar, sonur og bróöir, JÓN GUNNLAUGUR SIGURÐSSON, sveitarstjóri, Fáskrúðsfirði, lést af slysförum 18. þ.m. Sigurður Sv. Jónsson, Rakel Víggósdóttir, Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Edda Björg Sigurðardóttir, Siguröur Sv. Jónsson, Viggó V. Sigurðsson, Unnur Kristín Siguröardóttir. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SVANLAUG BJARNADÓTTIR, Túngötu 41, lézt fimmtudaginn 18. marz. Bjarni ísleifsson, Bára Vilbergs, jón ísleifsson, Guðrún Lillý Steingrímsdóttir, Leifur ísleifsson, Bergljót Halldórsdóttir Nanna L. ísleifsdóttir, og barnabörn. + Sonur minn og bróöir okkar, ELÍAS SÍMON JÓNSSON, Hringbraut 85, Keflavík, veröur jarösunginn frá Ytri-Njarövíkurkirkju í dag, laugardaginn 20. marz, kl. 13.30. Kristín Þóröardóttir og systkini hins látna. + MAGNÚS ÞÓRDARSON, Bjarmalandi 6, Sandgeröi, veröur jarösunginn frá Hvalsneskirkju laugardaginn 20. marz kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Knattspyrnufélagiö Reyni. Sigrún Þorgrímsdóttir, Garöar Eyjólfsson. + Innilegar þakkir fyrir samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóður, GUDRÚNAR PÁLÍNU GUOJÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og annars starfsfólks á Elli- heimilinu Grund, sem veittu henni hjúkrun og sýndu henni frábæra vináttu og hlýhug. Guö blessi ykkur öll. Einar I. Siggeirsson, Kristín Friöriksdóttir, Erlendur Siggeírsson, Málfríður Magnúsdóttir, Sigríður Siggeirsdóttir, Guöborg Siggeirsdóttir, Rannver Sveinsson. Minning: Þorsteinn Péturs- son Tálknafirði Fæddur 9. júlí 1959 Dáinn 12. mars 1982 llvað er langlífí? Lífsnautnin frjóva, alefíing andans og athöfn þörf. Margoft tvítugur meira hefur lifað svefnugum segg er sjötugur hjarði. (Jónas Hallgr.) I dag verður til moldar borinn Þorsteinn Pétursson, aðeins 22ja ára að aldri. Hann var sonur hjón- anna Þórörnu Ólafsdóttur og Pét- urs Þorsteinssonar, Borg, Tálkna- firði. Fyrir nokkrum árum kenndi hann fyrst þess sjúkdóms, sem nú hefur að lokum sigrað, enda þótt einskis hafi verið látið ófreistað, sem verða mætti til lækningar, svo ekki sé minnst á hetjulega baráttu hans sjálfs og fjölskyld- unnar allrar. Við kynntumst honum fyrst fyrir næstum 15 árum, þá litlum hnokka, hraustlegum og broshýr- um, og sáum hann vaxa og þrosk- ast með árunum, en alltaf var hýri svipurinn á sínum stað, lífið virt- ist blasa við. Það, sem einkenndi Steina mest alla tíð, var hjálpsem- in og það hve einstaklega barngóð- ur hann var. Þótt kynnin yrðu alltof stutt, þá munum við um ókomin ár njóta minninganna um góðan pilt, sem féll frá alltof fljótt. Við vottum foreldrum hans og aðstandendum öllum innilega samúð, megi minningin um góðan og hugrakkan dreng létta þeim byrðina. Ása og Jón. Þorsteinn Pétursson, Borg, Tálknafirði, andaðist á Landspít- alanum 12. marz sl., tæplega 23 ára að aldri. Jarðarför hans fer fram í dag frá Stóra-Laugadals- kirkju í Tálknafirði. Hann var fæddur 9. apríl 1959 á Patreksfirði. Foreldrar hans voru hjónin Þórarna Ólafsdóttir og Pétur Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri á Tálknafirði, en þá voru þau hjón búsett á Bíldudal, þar sem Pétur var kaupfélagsstjóri og framkvæmdastjóri Matvælaiðj- unnar hf. Árið 1964 flytja þau hjón frá Bíldudal til Tálknafjarð- ar, þar sem heimili þeirra hefur síðan staðið. Kauptúnið í Tálknafirði er með yngri kauptúnum í landinu. Það er fagurt umhverfi í kauptúninu sjálfu og út með Tálknafirði er friðsæll kyrrlátur staður. Þar hef- ur fólki fjölgað jafnt og þétt. Upp- bygging íbúðarhúsa, framkvæmd- ir til almenningsheilla og atvinnu- lífsuppbygging verið ör. Það má segja að mannlíf á þessum stað hafi verið á margan hátt til fyrir- myndar. Fólk hefur unnið saman í sátt og samlyndi að sínum áhuga- málum og að treysta byggð á þess- um stað. Það er því þægilegt um- hverfi að alast upp við gott sam- komulag og góða samvinnu, sem þar hefur jafnan ríkt. I þessu litla ört vaxandi kaup- túni ólst Þorsteinn upp. Hann fór, eins og títt er um börn á þessum stöðum, fljótt að vinna hin nýt- ustu störf fyrir byggðarlag sitt og þjóðfélag. Seinna, eftir því sem honum óx ásmegin, fór hann á sjó- inn, sem er vettvangur flestra drengja í vestfirskum sjávarþorp- um, ýmist alla ævina eða hluta úr henni. Hann lærði því fljótt að vita hvað var vinna og hvað væri störf, sem þroskuðu huga og hönd, þess sem er að vaxa og þroskast. Að loknu barnaskólanámi fór Þorsteinn í héraðsskólann í Reykholti og lauk þaðan prófi vor- ið 1978. Eftir það fer hann í verzl- unarnám til Reykjavíkur, en alla jafnan var hann heima á Tálkna- firði þar sem hann undi vel lífi sínu og háttum. Ég, sem þessar línur rita, hef þekkt foreldra hans um alllangt árabil og verið góðvinur þeirra. Þar hef ég oft komið og finn alltaf að ég er þar velkominn. Því fór ekki hjá því, að ég kynntist börnum þeirra hjóna, eft- ir því sem þau uxu úr grasi. Þor- steinn var næst elztur barnanna, elzt var Lára, en næst á eftir hon- um kom Kolbeinn, þá Konráð og yngst er Sara. Ég minnist þess, hvað var gott á milli þessara systkina allra, og hvað Þorsteini var umhugað um systkini sín enda framúrskarandi barngóður. Manni verður á að spyrja, þegar hraustur, dugmikill þrekmaður missir heilsuna aðeins 19 ára að aldri. Örlögin eru und- arleg, og erfitt að skilja gang lífs- ins. + Konan mín og móöir okkar, DAGNY ÞÓRDARDÓTTIR, verður jarösungin þriöjudaginn 23. marz kl. 14.00 frá Garöakirkju. Reynir Ríkharösaon og börn. + Innilegt þakklæti fyrir auösýnda samúö viö andlát og jaröarför GUÐMUNDAR JÓNSSONAR, Eyöi, Sandvík. Kristín Bjarnadóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Alúöarþakkir til allra þeirra mörgu fjær og nær, sem auösýndu okkur samúö og hluttekningu viö andlát og útför, STEINS JÓNSSONAR, frá Hring. Guö blessi ykkur öll. Steínunn Antonsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. ————-s—^-^sees-^ee^s- Fyrir rúmlega hálfu fjórða ári veiktist þessi hrausti og vel gerði ungi maður snögglega. Það kom fljótt í ljós að um alvarlegan sjúkdóm var að ræða. Þó trúðu all- ir sem mestan hlut áttu að máli að læknavísindunum tækist að ráða niðurlögum sjúkdómsins. Á þessu tímabili varð hann að gangast undir erfiðar aðgerðir, bæði hér á landi og í Danmörku, sem gáfu vonir um að lækningamátturinn hefði sigrað. Rétt er að sigrar voru unnir á þessu tímabili, en því mið- ur aðeins til skamms tíma í senn. Allan þennan tíma lét Steini, þessi trausti persónuleiki, aldrei bugast og horfði oftast vongóður fram um að ná aftur heilsu sinni. I hvert skipti sem hann var laus af sjúkrahúsum, gekk hann til vinnu sinnar og vann aðallega á skrif- stofu þess fyrirtækis sem faðir hans veitir forstöðu, eftir því sem heilsan leyfði hverju sinni. Það var Steina mikill styrkur, hin frábæra umönnun foreldr- anna, sem stóðu við hlið hans og fylgdu honum eftir þegar óblíðast var og skiptu með sér verkum til að vera með honum flestar stund- ir, þegar mest á reyndi. Steini þráði að sjá sig meira um, og það var mikið gleðiefni þegar hann fór á sl. sumri í ferð til Bandaríkjanna og dvaldi m.a. hjá föðurbróður sínum þar og hans fjölskyldu, en þau eru búsett í New Bedford í Massachusetts- fylki. Það sýndi eins og jafnan áð- ur að hann hafði trú á að sigra og hann ætti eftir að halda áfram að vera með okkur. Og ekki varð trú hans minni og dugnaður á síðast- liðnu hausti, þegar hann ákvað að innrita sig til náms við Tækniskól- ann í útgerðartækni. En eftir það fór heilsunni mjög að hraka, með þeim afleiðingum, að lífsstríðinu lauk eins og fyrr sagði 12. marz sl. Það er sárt að sjá á eftir ungum manni í blóma lífsins, manni sem var sterkbyggður og hraustur, sem var kraftamaður, einmitt á þeim árum, sem hann er þroskaður í fullorðinn mann og er að búa sig undir lífið, og þá sé með þessum hætti kippt burtu framtíðarvon- um. Það er sár söknuður sem nú er efst í huga fjölskyldunnar hans, foreldranna og systkinanna, föð- urafa hans og föðurömmu, sem og annarra vandamanna, að sjá á eft- ir þessum góða, hugljúfa dreng í blóma lífsins. En tíminn læknar og græðir öll sár. Eftir lifir minningin um góð- an, traustan, elskulegan dreng, sem kunni mjög vel að meta allt það sem fyrir hann var gert. Hann átti góða að. Hann var góður sjálf- ur. Þess vegna átti hann ekkert annað en gott skilið. Ég sakna innilega þessa unga, góða vinar. Ég bið Guð að blessa minningu hans, styrkja foreldra hans, systkini og aðra ástvini í raunum þeirra, en ég gleðst með þeim, yfir því, að eiga minningar um þennan hugljúfa, unga mann, sem var stærstur þegar mest á reyndi, em aldrei mælti æðruorð frá vörum. Við Kristín og fjölskylda okkar sendum ykkur, góðu vinir í Tálknafirði, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu þessa unga látna vinar okkar. Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska. . r i; (I i:: t fií»rji?son,,;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.