Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
29
Ársreikningur Búnaðarbankans 1981:
Hagstæðasta ár
1 sögu bankans
Innlánsaukning 73,4%
Ársreikningur Búnaöarbankans 1981 hefur nú verið staðfestur af Pálma
Jónssyni landbúanaðarráðherra. Áður höfðu bankastjórar gert grein fyrir
stöðu bankans og rekstri á fundi í baknaráði. í ræðum bankastjóranna kom
fram, að bankinn hefur átt vaxandi velgengni að fagna. Hann hefur enn
styrkt stöðu sína innan bankakerfisins og hefur nú um 23% innlána viðskipt-
abankanna sjö. Lausafjárstaða baknaks var góð fram eftir ári og um áramót,
en á tímabili seinni hluta árs versnaði lausafjárstaðan til muna. Aldrei kom
þó til yfirdráttar í Seðlabankanum.
Aðalástæðan fyrir erfiðri lausa-
fjárstöðu var sú, að innlánsbind-
ing Seðlabankans var enn aukin,
þvi að með sérstakri lagaheimild
frá Alþingi var Seðlabankanum
heimilað að setja á innlánastofn-
anir svokallaða sveigjanlega bind-
ingu til þess að draga úr peninga-
framboðinu. Nam þessi binding
5% af heildarinnlánum, þegar
mest var, en var svo skilað aftur í
árslok. Á tímabili var
heildarinnlánabinding Seðlabank-
ans í einu eða öðru formi 33% af
heildrinnlánum. Hlýtur það að
verða æ meira umhugsunarefni
hve langt er gengið i þessum efn-
um og hver þau áhrif verða, sem
slíkar ráðstafanir hafa á heil-
brigða bankastarfsemi.
I þessu sambandi er einnig rétt
að hafa í huga, að útlán bankans
eru á vissan hátt bundin ákveðn-
um reglum, sem ekki er unnt að
víkjast undan, þótt fjármagn sé
e.t.v. af skornum skammti. Svo er
um verðbréfakaup bankans af
Framkvæmdasjóði og Ríkissjóði,
afurðalán bankans út á birgðir
fyrirtækja í landbúnaði, sjávar-
útvegi og vissum tilvikum einnig í
iðnaði. Um áramót voru þessi út-
lán auk bindiskyldunnar hvorki
meira né minna en 494 millj. kr.
eða 60% af útlánum bankans að
endurseldum lánum frádregnum.
Búnaðarbankinn hefur sem al-
hliða viðskiptabanki vijað stuðla
að farsælli atvinnustarfsemi í
landinu og lagt kapp á að styðja
við bakið á þeim fjölmörgu ein-
staklingum, sem við hann skipta.
Svo virðist sem árið 1981 hafi orð-
ið hinum ýmsu atvinnugreinum
æði misgjöfult. Bændur og samtök
þeirra svo og verzlun sýnast í stór-
um dráttum hafa náð góðum ár-
angri. Hins vegar hefur syrt veru-
lega í álinn í ýmsum greinum iðn-
aðar og sjávarútvegs.
Búnaðarbankinn hefur ætíð lagt
á það mikla áherzlu að halda van-
skilum í skefjum, enda getað sinnt
mun fleiri viðskiptamönnum, þeg-
ar endurgreiðslur lána eru með
samningsbundnum hætti. Til fróð-
leiks má geta þess, að í Reykjavík
voru vanskil víxla og verðbréfa um
áramót 7,7 millj. kr. eða 2% af
þessum útlánaflokkum. Engin
vanskil eru eldri en frá árinu 1978.
Nú eru aðeins 9 lán í vanskilum
frá 1978 og 1979 og 32 lán frá ár-
inu 1980. Enginn viðskiptavíxill
var í vanskilum um áramót.
Innlán
Heildarinnlán Búnaðarbankans
voru 1247 millj. kr. um síðustu
áramót og höfðu aukizt á einu ári
um 72,4%. Til samanburðar má
geta þess, að meðalaukning inn-
lána í viðskiptabönkuunm reynd-
ist rúm 70%. Þetta er mesta hlut-
fallslega hækkun á einu ári í sögu
bankans. Á það verður að líta, að
vextir og verðbætur verða nú sí-
fellt stærri þáttur í innlánaaukn-
ingu miili ára. Þegar vextir og
verðbætur hafa verið dregnar frá,
reyndist aukning 1981 vera 33,9%,
sem er mjög svipuð aukning og
verið hefur síðustu 5 árin eða frá
því, að verðtrygging innlána byrj-
aði með vaxtaaukareikningunum
svokölluðu 1976. Mun meiri aukn-
ing varð á spariinnlánum, þar með
Laxveiðar Hamrafossur:
3 laxar voru með
norsk merki
GÍSLI Úlafsson rannsóknarmaður
hjá Hafrannsóknastofnuninni
dvaldi um borð í færeyska laxveiði-
bátnum Hamrafossur i þrjár vikur í
síðasta mánuði til að fylgjast með
veiðunum og safna rannsóknar-
gögnum. Hamrafossur var við veið-
ar á miðunum djúpt út af Langa-
nesi og var laxalínan lögð daglega.
í veiðiferðinni, sem Gísli var um
borð í Hamrafossur veiddust 2668
laxar og vó aflinn 10,6 tonn.
I fréttatilkynningu frá Veiði-
málastofnuninni segir, að lengd
laxalínunnar hafi verið frá 11,2
sjómílum upp í 22,6 sjómílur
(20,4—41,1 km) og önglafjöldinn
verið 1280 til 2560. Eru öngul-
taumarnir 5 metra langir og fest-
ir á línuna með 16,5 metra milli-
bili. Mitt á milli taumanna eru
flot fest á línuna. Var veiðin frá
36 upp í 96 laxa á 1000 öngla.
Gísli lengdarmældi 109 laxa,
kyngreindi 399, tók hreistur af
250 löxum, vigtaði 106 og athug-
aði kynþroskastig hjá 26 löxum.
töldum verðtryggðum innlánum
eða 78%, heldur en á veltiinn-
lánum, þ.e. ávísana- og hlaupa-
reikningum, en þar varð aukning
52,5%.
íltlán
Heildarútlán námu 1.058 millj.
kr. og reyndist aukning 76%. I
þessum útlánatölum eru endur-
seld afurðalán í Seðlabanka, svo
og áðurnefnd skuldabréfakaup af
Framkvænida- og ríkisábyrgða-
sjóði. Stærsti útlánaflokkurinn
eru afurðalánin, 334 millj. kr.
Bankinn lánar til atvinnuveg-
anna 77,7% útlánanna, til ein-
staklinga 13,5% og til opinberra
aðila 8,8%.
Fimm stærstu útlánaflokkarnir
eru: landbúnaður 32,9%, verzlun
13,2%, íbúðabyggingar 11,3%, iðn-
aður 11,2% og sjávarútvegur
6,2%.
Staðan við Seðlabankann
Á viðskiptareikningi í Seðla-
banka, sem sýnir lausafjárstöðu
Búnaðarbankans, voru um áramót
105,8 millj. kr. og á bundnum
reikningum voru 332,5 millj. kr.
Endurkaup Seðlabankans vegna
afurðalána námu á hinn bóginn
240,7 millj. kr., þannig að nettó-
inneign í Seðlabanka var 197,6
millj. kr. á móti 119,9 millj. kr.
árið áður.
Kekstur ársins
Á rekstrarreikningi kemur
fram, að hagnaður varð 45,7 millj.
kr. Bankaráð samþykkti síðan að
tillögu bankastjórnar færslur til
afskrifta á húsbúnaði og tækjum, í
sérsjóð vegna skuldbindinga bank-
ans við eftirlaunasjóð starfs-
manna, svo og í afskriftasjóð út-
lána, og gerð yrði sérstök verð-
Myndir úr afgreiðslusal Seljaútibús Búnaöarhankans í Breióholti, en það tók
til starfa II. desember sl. Innréttingar eru léttar og heimilislegar, en ekki
hefðbundnar „banka-innréttingar“. Viðskiptamenn þiggja kafft og ra-ða sín
mál við starfsmenn útibúsins um leið.
breytingarfærsla til þess að sýna
raunverulega ávöxtun eigin fjár.
Til ráðstöfunar í varasjóð urðu að
lokum 25,2 millj. kr. Sá hagnaður,
sem þannig hefur myndazt hefur
komið að góðum notum. Hann hef-
ur aukið ráðstöfunarfé til útlána,
og þar með gert bankanum kleift
að sinna betur viðskiptamönnum
sínum og um leið styrkt eigin fjár-
stöðu bankans.
Eigið fé Búnaðarbankans var í
árslok 1981 129,9 millj. kr. og jókst
um 80,3%, en heildareignir námu
1.635 millj. kr. og jukust um
70,1%.
Starfsmenn bankans um áramót
voru 332, en 295 árið áður, og af-
greiðslustaðir 27 talsins, sjö í
Reykjavík og 20 utan Reykjavíkur.
Stofnlánadoild landbúnaðarins
Stofnlánadeild landbúnaðarins
lánaði 920 lán á árinu 1981 að fjár-
hæð 71,7 millj. kr., þar af úr Líf-
eyrissjóði bænda 12,3 millj. kr., en
stofnlánadeildin annast útlán
fyrir lífeyrissjóðinn. Aukning út-
lána frá fyrra ári nam 58,2%.
Skipting útlána eftir fram-
kvæmdaflokkum var mjög svipuð
og árið 1980.
Rekstur deildarinnar gekk vel á
árinu, og var niðurstaða rekstr-
arreiknings jákvæð um 14,3 millj.
kr. í árslok. (Kríu*tilkjnning.)
MIKID UR VAL
Fann Gísli 3 áföst merki, sem
voru frá Noregi, og einnig fann
hann 9 veiðiuggaklippta laxa og
var einn þeirra með örmerki, sem
enn er í Færeyjum. Flestir lax-
anna voru 60—80 cm að lengd og
2,5—5,8 kíló að þyngd og eru lax-
arnir því á öðru ári í sjó.
í færeyskri reglugerð um lax-
veiðar í sjó er ákveðið að ekki
megi hirða lax 60 cm og minni.
3237 laxar undir 60 cm veiddust,
voru 154 þeirra lifandi og var
þeim sleppt í sjóinn á ný. í aflan-
um voru 75% hrygnur og 25%
hængar. í magasýnum var mest
af ísrækju, gulldeplu, ljósátu og
hornfiski. Auk þess voru marfló,
kolmunni, smokkfiskur, og karfi
í magasýnunum.
Áföstu merkin, sem fundust á
3 löxum, voru send til Noregs, en
hreistursýni voru skilin eftir í
Færeyjum, þar eð þau eiga að
fara með öðrum hreistursýnum,
sem safnast, til Skotlands til ald-
urs- og vaxtargreininga.
a ^
af vegghúsgögnum úr furu, tekk, bæsaðri eik og hnotu.
Opid í dag frá 10—5.
KM-
húsgögn,
Langholtsvegi 111.
Sírnar 37010 — 37144.