Morgunblaðið - 20.03.1982, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982
■ ASÍ endurvekur gömlu kröfugerðina:
alla sunnudaga
'Júlíus, Þórhallur, Jörundur, Ingibjörg, Guðrún og Birgitta
ásamt hinum bráðskemmtilegu Galdrakörlum flytja frábær-
an Þórskabarett alla sunnudaga. HÚSÍð Opnaö kl. 19.00.
Stefán Hjaltested, yfirmatreiðslumaðurinn snjalli
mun eldsteikja rétt kvöldsins í salnum.
Afbragðsskemmtun — alla sunnudaga.
Miðapantanir í síma 23333 frá kl. 16.00, borð tekin frá um leiö. ®
Komið og sjáið okkar vinsæla kabarett.
Ath. Skemmtikvöldin á föstudögum og
kabarettinn eru tvö ólík atriði. ■
6Jctric/ansal(lítU urinn
(Z-ÍA I y\Q Dansað í Félagsheimili
/~'\ Hreyfils í kvöld kl. 9—2.
( J (Gengið inn frá Grensásvegi).
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Krist-
björg Löve. Aðgöngumiðar í síma 85520 eftir kl. 8.
ig
ig
ia _
J9 kl. 2.30 laugardag. |S
li±J Aöalvinningur: Vöru-
ICl úttekt fyrir kr. 3000.
E]E]B]E]E]E]E]G]g]E]
Rokkað fjör
í kvöld með gömlu og
nýju tónlistinni.
Snyrtilegur klæönaður
áskilinn. Nafnskírteini.
20 ára aldurstakmark.
Dansaö til kl. 3.
HÓTEL BORG
13% grunnkaupshækkun í áföng-
um og verðbætur F-vísitölu
ALÞÝDUSAMBAND íslands hefur lagt fram kröfur sínar fyrir kjarasamn-
inga þá, sem í hönd fara, en fyrsti vióræöufundurinn. þar sem kröfurnar voru
lagrtar fram, var haldinn siðastliöinn mánudag. í dag er fyrsti sáttafundur
aðila hjá sáttasemjara ríkisins, en aðilar voru sammála um það á fyrsta
fundinum að visa deilunni þegar i stað til ríkissáttasemjara.
eins mánaðar fyrirvara. Almennir
fyrirvarar síðustu samninga. Ef
önnur launþegasamtök semja um
meiri kauphækkun en almennt
semst um á vettvangi ASÍ, skal
samningurinn vera uppsegjanleg-
ur með eins mánaðar fyrirvara.
• Skattamál. Beinir skattar verði
lækkaðir á árinu 1982 með upp-
færslu skattþrepa og sérstakri
hækkun barnabóta og persónu-
afsláttar. Haft verði fullt samráð
við verkalýðshreyfinguna um
breytingar á skattakerfinu, sem
miði að því, að skattbyrði
láglaunafólks verði lækkuð. Sér-
staklega verði kannaðir möguleik-
ar á tryggingu lágmarkslauna.
• Jöfnun hita- og raforkukostn-
Kröfurnar eru samhljóða kröf-
um þeim, sem ASÍ lagði fyrir
vinnuveitendur á síðasta ári. Þær
eru:
• Almenn grunnkaupshækkun
verði 13%, sem komi í áföngum á
samningstímanum.
• Verðbætur greiðist ársfjórð-
ungslega miðað við óskerta fram-
færsluvísitölu.
•7Hinn 1. des. 1982, 1. júní 1983 og
1. des. 1984, reiknast sérstök
launauppbót, sem miðast við það,
að á næstu 6 mánuðum vinnist
upp það, sem á kann að vanta að
viðmiðunarkaupmáttur hafi náðst
síðustu 6 mánuði á undan.
• Sérkröfur. Frá 1. maí 1982 taki
næturvinna við þegar að lokinni
dagvinnu á fimmtudögum. Eftir-
vinna á mánudögum-miðvikudags
falli niður á næstu 3 árum, þannig
að næturvinna taki við í dagvinn-
ulok. í veikindum maka eða barna
sinna er starfsmanni heimilt að
nota sér rétt sinn til launa í veik-
indatilfellum allt að helmingi þess
réttar, sem hann hefur áunnið sér.
í slíkum tilfellum greiðist
starfsmanni laun eins og um veik-
indi hans sjálfs væri að ræða.
Launafólki verði tryggður réttur
til þess að hafa áhrif á hvort eða
með hvaða hætti ný tækni er tekin
upp. Starfsfólki verði séð fyrir
endurmenntun. Vaktaálög verði
samræmd. Landssambönd og félög
semji hvert fyrir sig um sérkröfur
eftir því sem við á, en athugað
verði á síðara stigi, hvort rétt sé
að taka á borð sameiginlegrar
samninganefndar þær kröfur, sem
almennt eru teknar upp af hálfu
landssambanda og félaga.
• Gildistími samningsins verði
frá 15. maí 1982 til 15. maí 1984 og
skal hann uppsegjanlegur með
aðar: — Gerðar verði ráðstafanir
til jöfnunar á orkuverði, þannig að
ekki sé mismunur á kaupmætti
launafólks eftir búsetu þess.
• Olíugjald: — Fellt verði niður
olíugjald af hlut sjómanna.
• Uppsagnarfrestur: — Lögum
um uppsagnarfrest verði breytt
þannig að takmarkaðar verði
heimildir til uppsagna vegna hrá-
efnisskorts og starfsöryggi aukið.
• Atvinnumál: — Teknar verði
upp viðræður við ríkisstjórn um
öfluga uppbyggingu atvinnulífs-
ins, þar sem m.a. verði knúið á um
ákvarðanir og framtíðarstefnu-
mótun varðandi orkufrekan iðnað.
• Málefni fatlaðra: — Teknar
verði upp þríhliða viðræður sam-
taka fatlaðra, Alþýðusambands
Islands og ríkisstjórnar um það
hvernig fötluðum verði tryggt
jafnrétti í þjóðfélaginu.
Norskum sjómönnum synjað
um styttingu þorskveiðibanns
Osló, 18. mars, frá Snurre Lövström, fréttariUra Morgunblaösins.
ÞEIRRI ósk norska sjómannasambandsins að stytta fyrirhugað þorskveiðibann
um páskana hefur verið hafnað af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins. Eftir að ráð-
herrann, Thor Listau, vísaði beiðninni frá í gær er orðið Ijóst, að þorskveiðibann
verður frá 2. til 18. apríl.
Meginástæðan fyrir neituninni
segir Leiv Grönnetvet, ritari í sjáv-
arútvegsráðuneytinu vera stöðu
þorskstofnsins í dag. í ár hefur
veiðst 13.000 tonnum meira af þorski
en á sama tíma í fyrra og í ljósi þess
getur ráðuneytið ekki fallist á þá ósk
norskra sjómanna að stytta þorsk-
veiðibannið um 5 daga.
Ein meginástæða sjómannasam-
bandsins norska fyrir beiðninni um
stytt þorskveiðibann var sú að gæft-
ir hafa verið slæmar hjá minni bát-
unum vegna óhagstæðs veðurs.
„Við höfum vegið og metið þessa
ástæðu, en finnst hún ekki vega
nægilega þungt á metunum til að
breyta beri þorskveiðibanninu," seg-
ir Grönnetvet ennfremur í viðtali við
norska blaðið Aftenposten. Þá segir
hann ennfremur að styttra þorsk-
veiðibann nú komi verr niður á sjó-
mönnum þá tvo mánuði á árinu, júlí
og desember, sem veiðar liggi niðri.
Þorskveiði Norðmanna í ár nemur
nú 85.000 tonnum en var 72.000 tonn
á sama tíma í fyrra. Veiðin í ár er
mun meiri en sjávarútvegsráðuneyt-
ið norska gerði ráð fyrir í ársbyrjun.
VANTAR ÞIG VINNU
VANTAR ÞIG FÓLK
ÞÚ AI ÚLVSIR LM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINL
SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR
Sjávarréttakynning
Gómsætir
réttir
Glærnýr
fiskur
Veitingahús
Laugavegi 116, sími 10312.
SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR — SJÁVARRÉTTIR
Opið til
kl. 21.00
Nú er að mæta
SJÁVARRÉTTIR
OSTftDSlSAR
Osta- og smjörsalan stendur íyrir sérstakri ostakynn-
ingu í samvinnu við Hótel Loftleiðir, nú um helgina.
Á boðstólum verða hinir ljúfustu réttir og hlaðið
Víkingaskip aí ostum, t.d. hinir nýju kryddostar,
ostakökur og ostadbœtir.
Matur framreiddur írd kl. 19.00.
Borðapantanir í símum 22321-22322.
HÓTEL LOFTLEIÐIR