Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 39 slitaleikur íslandsmótsins í handknattleik í dag í Hafnarfirði: Geir Hallsteinsson þjálfari FH: „Það verður sálræn pressa á Víkingum" FH hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur ,,VH) höfum allt að vinna og engu aö tapa. I*að verður sálræn pressa á Vikingum. I>að er staöreynd að þeim gengur alltaf illa í Hafnarfirði, og svo veröur án efa lika núna,“ sagði þjálfari FH-inga, Geir Hallsteinsson. „Það er rétt að benda á það,“ sagði Geir, „að FH hefur ekki tap- að leik á heimavelli í vetur. Og við ætlum ekki að fara að taka uppá því svona í síðasta leik mótsins. Síður en svo. Eg er með yngra lið en Víkingsliðið. Ekki eins leik- reynt. Ég veit að við getum bætt óvænt við okkur. Það er mikil stemmning í okkar herbúðum og leikmenn FH munu koma með stórt hjarta í leikinn og berjast upp á líf og dauða til þess að ná titlinum aftur í Hafnarfjörð. Þá er það trú mín að lið Víkinga sé að missa fótfestuna. Það er að vísu mjög slæmt fyrir okkur að missa hinn snjalla línumann okkar Þorgils Óttar Mathiesen. Hann hefði verið okkur mikill stuðningur en við því er ekkert að gera. Nú, heimavöllur gefur 3 til 4 mörk. Og að einu er hægt að ganga að sem vísu, að við munum alveg eiga áhorfendapallana. Það verða allir á okkar bandi. Og stuðningur hafnfirskra áhorfenda mun fleyta okkur ansi langt i baráttunni. Þeir hafa sýnt það í vetur að þeir láta ekki sitt eftir liggja til að fleyta sigri i höfn. Og þegar um íslandsmeist- aratitil er að ræða þá munu þeir efl- ast eins og við. Sameiginlega mun- um við þvi vonandi ná Islandsmcist- aratitlinum til Hafnarfjarðar.“ — ÞR. f V- íslandsmðtlð 1. flelld Fillol ekki í marki heimsmeistaranna? ALLSENDIS er óvíst að argentinska knattspyrnulandsliðið mæti til leiks á lokakcppni HM á Spáni með hinn frába-ra Ubaldo Fillol í markinu. Fillol varði markið er Argentína varð heimsmeistari 1978 og hefur verið fastur maður í landsliðinu allar göt- ur síöan. Kn nú er kappinn búinn að ákveða að hætta í knattspyrnu, lcggja skóna á hilluna. Talið er að ástæðurnar séu einkum vegna sam- skipta hans við félag sitt River l’late, en River hefur ekki greitt knattspyrnumönnum sínum iaun í háa hcrrans tíð, því afborganirnar á Mario Kempes eru ekki beinlínis litlar. Kr talið að Fillol sé hreinlega orðinn langþreyttur vegna þcssa. Thomas vill frá Brighton MICKY Thomas, velski landsliðs- maðurinn kunni í knattspyrnu, hcfur óskað eftir því að vera settur á sölu- lista hjá Brighton. Skipti hann um félag á þessu keppnistimabili er óhæ'tt að segja að flakk hans á þessu kcppnistímabili hafi verið með ólík- indum, en hann nær því þá að hafa leikið með fjórum félögum á sama kcppnistímabilinu, Man. Utd., Kver- ton, Brighton og svo hugsanlega ein- hverju fjórða félagi. Ástæðurnar fyrir því að Thomas vill fara frá Brighton er að varnarknattspyrna liðsins fer í taugarnar á honum. Þá hefur eiginkona hans neitað að flytj- ast frá Rhyl, sem er í nágrenni Liv- crpool, en þaðan er i það lcngsta fyrir Thomas að sækja æfingar og leiki Brighton. • Kristján Arason FH hefur skorað flest mörk fyrir lið sitt á íslandsmótinu í vetur. • Þorbergur Aðalsteinsson Víking. Er hann óstöðv- andi? Hann hefur skorað 20 mörk i síðustu tveimur leikjum Víkings. Tekst hinum ungu leikmönnum FH að sigra hið leikreynda lið Víkings? í DAG kl. 14.45 fer fram í íþróttahúsinu í Hafnarfiröi úrslitaleikur íslands- mótsins i handknattleik. Það er ekki á hverjum degi sem um hreinan úrslitalcik er að ræða í flokkaíþróttum og þvi má búast við hörkuviðureign FH og Víkings í dag. FH-ingar ciga mögulcika á tveimur meistaratitlum í dag, þvi áður en lcikurinn í karlaflokki hefst, leika FH og Víkingur í meistaraflokki kvenna. Nægir liði FH jafntefli til þess að hreppa Lslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Fyrri leikurinn hefst kl. 13.45. Hið sterka lið Víkings í meist- araflokki karla á nú möguleika á að hreppa íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð. Liðið sigraði árin 1980 og ’81, bæði árin undir stjórn Bogdans hins pólska. Lið FH varð hinsvegar síðast íslandsmeistari árið 1976. Enginn af þeim ungu leik- mönnum sem skipa lið FH hefur hreppt íslandsmeistaratitil í mfl. Evrópukeppnin í handknattleik: ÞROTTUR mætir ítalska liðinu Tacca l'allamano í 8-liða úrslitum Kvrópukcppni bikarhafa í hand- knattlcik á sunnudag kl. 20.00 og mánudag kl. 20.00. Báðir leikirnir fara fram í Laugardalshöll, en þcir ítölsku féllust á það fyrirkomulag. Þróttur tekur í fyrsta skipti þátt í Evrópukeppni og væri óumdeilanlega stórkostlegt ef fé- lagið næði að komast í 4-liða úrslit við það tækifæri. Og vissulega eru möguleikarnir fyrir hendi, því ítalskur handknattleikur hefur löngum verið mun lægra skrifaður karla og því má búast við því að þeir selji sig dýrt til að ná í sinn fyrsta titil í þeim flokki. Árangur FH-liðsins hefur verið mjög góður í vetur. Geir Hallsteinsson hefur b.vggt upp mjög ungt og efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér. Nokkrar sveiflur hafa þó verið i leik FH-liðsins í vetur, en þegar leikmönnum hefur tekist vel upp hafa fá lið staðist þeim snúning. en íslenskur. Hins vegar ber ekki að ganga til leiks með fyrirfram unna leiki, því skemmst er að minnast að FH mætti ítölsku liði í IHF-keppninni í vetur og í sigur- vissu sinni léku þeir báða leikina ytra. Er skemmst frá að segja, að ítalska liðið sigraði í báðum leikj- unum og sló FH út. Einn Júgóslavi er í ítalska liðinu og þrír ítalskir landsliðsmenn. Það væri því hollt að vanmeta ekki liðið og geri Þróttarar það ekki ættu sigur- möguleikarnir að vera umtals- verðir. Lið Víkings er geysilega sterkt. Það hefur á að skipa harðskeytt- um leikmönnum sem eru orðnir öllu vanir. Leikmönnum sem eru vel sjóaðir í úrslitaleikjum, Evr- ópuleikjum og landsleikjum. Lið þeirra er sigurstranglegra í leikn- um í dag. En eins og allir vita getur allt gerst. Sterkasta hlið Víkingsliðsins er hversu jafnt liðið er. Allir leik- menn eru vel með á nótunum jafnt í vörn sem sókn. Þá hefur liðið án efa á að skipa sterkasta markverð- inum í dag, Kristjáni Sigmunds- syni. Tveir leikmenn munu verða nijög mikið í sviðsljósinu í dag. Það eru stórskytturnar Þorbergur Aðalsteinsson, Víkingi, og Krist- ján Arason, FH. Þorbergur hefur skorað 20 mörk í síðustu tveimur leikjum Víkings og er oft óstöðv- andi þegar hann er kominn á fulla ferð. Kristján Arason er án efa einn af bestu handknattleiks- mönnum landsins í dag. Sá besti að sögn þjálfara FH, Geirs Hall- steinssonar. Kristján hefur næmt auga fyrir línusendingum, er góð vítaskytta, svo og með mikil þrumuskot sem oft eru óverjandi. Það ríður mikið á í dag hvernig þessum leikmönnum tekst upp í sóknarleiknum. Eða verða þeir máske báðir teknir úr umferð? Hver veit. Lið FH hefur unnið íslands- meistaratitilinn 11 sinnum innan- húss. Lið Víkings hefur unnið tit- ilinn 3 sinnum. Búast má við mik- illi aðsókn að leiknum i dag og er því fólki bent áað koma tímanlega til að tryggja sér miða og forðast þrengsli. — ÞR. Tekst Þrótti að komast áfram?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.