Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 40

Morgunblaðið - 20.03.1982, Side 40
Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 i0r0twl>fel>iííi> Síminn á afgreióslunni er 83033 Jttt>r£nn&Iní>ifc LAUGARDAGUR 20. MARZ 1982 Sérleyfishafar á Austurlandi: Aka meðan á við- ræðum stendur Ljósm. MbL' Kmilía. Þessa dagana er verið ad dýpka syðstu Tjörnina, en það er gert á nokkurra ára fresti. Ástæðan fyrir þessum dýpkunum í syðstu Tjörninni er sú, að vatn sem kemur af Hringbrautinni rennur út i Tjörnina og ber það með sér sand, sem safnast ávallt fyrir i Tjörninni. Deila vegna lagafrumvarps um dýralækningar: Svavar tætir stjórnarfrum- varp landbúnaðarráðherra — Krafist úrskurðar í landbúnaðardeild Neðri-deildar hvort um stjórnarfrumvarp sé að ræða eða ekki SKKI.KVKISHAKAK á Austurlandi ákváðu eftir fund með Oskari Sigur- jónssyni, forstjóra Austurleiðar h.f., og t/isla Jónssyni, framkvæmdastjóra Sérleyfisbifreiða Akureyrar, og full- trúm samgönguráðuneytisins í gær, að hefja akstur á ný, á meðan viðræður fulllrúa þessara aðila stæðu yfir um sérleyfismál á Austfjörðum. Siðdegis í gær voru allir áætlunarbílar á Aust- fjörðum komnir af stað á ný. Fulltrúar sérleyfishafa á Aust- fjörðum og fulltrúar Austurleiðar og Akureyringa komu saman til fundar í samgönguráðuneytinu í gær undir forsæti Brynjólfs Ingólfssonar ráðu- neytisstjóra. Á fundinum var rætt Krónan hefur fallið um 0,85% á 3 dögum Dollarinn hefur hækkað um 23,34% frá áramótum MOKGlINBLAOIf) skýrði frá því 17. marz sl., að sölugengi Bandaríkjadollara hefði í fyrsta- skipti í sögunni farið yfir 10 krónur, eða 1.000 gkrónur við gengisskráningu 16. marz sl. Síð- an þá, á aðeins þremur dögum, hefur sölugengi Bandaríkjadoll- ars hækkað um 0,86%, því skráð sölugengi Bandaríkjadollara var í gær, 19. marz, 10,095 krónur. Frá því, að ríkisstjórnin heimilaði formlegt gengissig hefur sölugengi Bandaríkja- dollara hækkað um 2,71%, en sölugengi Bandaríkjadollara var 9,829 krónur 4. marz sl. Frá áramótum hefur sölu- gengi Bandaríkjadollara hins vegar hækkað úr 8,185 krónum í 10,095 krónur, eða um 23,34%. SEÐLABANKI íslands hefur reikn- að út lánskjaravísitölu fyrir apríl- mánuð og reyndist hún vera 335 stig, hafði hækkað um 3,71% frá marz, þegar hún var 323 stig. Lánskjaravísitala hefur því hækkað um liðlega 44,4% á einu ári, það er frá apríl 1981 til apríl 1982, en í apríl 1981 var hún 232 stig. Sé hins vegar hækkunin milli mánaða, þ.e. 3,71% hækkun fram- reiknuð næstu 12 mánuði, þýðir það um 54,85% hækkun, sem er þá nokkurn veginn verðbólguhraðinn um þessar mundir. Þá hefur Hagstofan reiknað út vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í fyrri hluta marz 1982 og reyndist hún vera 1015 stig, hafði hækkað um 11,7% frá síðasta út- reikningi, sem var samkvæmt verðlagi í byrjun desember 1981. A einu ári hefur byggingarvísi- tala hækkað úr 682 stigum í 1015, eða um liðlega 48,8%. Sé hins veg- ar 11,7% hækkun byggingarvísi- tölunnar framreiknuð næstu 12 mánuði þýðir það um 55,67% um þau mál sem upp eru komin á Austfjörðum vegna þess að sérleyf- ishafar þar hafa lagt niður akstur, sökum þess að þeir hafa enn ekki fengið sérleyfi innan fjórðungsins, sem þeir hafa krafist. Ákveðið var að skipa sérstaka nefnd til að fjalla um þessi mál og hana skipa þeir Brynjólfur Ingólfs- son, ráðuneytisstjóri, Sveinn Sigur- bjarnason, sérleyfishafi, Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Óskar Sigurjónsson, sérleyfishafi, og Gísli Jónsson, sérleyfishafi. Nefndin kom saman til fundar síðdegis í gær og hefur annar fundur verið boðaður á þriðjudagsmorgun. Ilaukur Sigfússon, sérleyfishafi á Reyðarfirði sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að Austfirðingarnir hefðu gert þeim Jóni Gíslasyni og Oskari Sigurjónssyni sérstakt tilboð, sem þeir væru nú að athuga. ENN EIN rimman er nú komin upp á vettvangi ríkisstjórnarinnar vegna afskipta Svavars Gestssonar heil- brigðisráðherra af stjórnarfrumvarpi sem l’álmi Jónsson landbúnaðar- ráðherra hefur lagt fyrir Alþingi um ný lög vegna dýralækninga. Nefnd- armenn í Landbúnaðarnefnd Neðri- deildar hafa neitað að fjalla nánar I hækkun, sem rennir stoðum undir það, að verðbólguhraðinn sé í I kringum 55% um þessar' mundir. um málið á meðan ekki liggur Ijóst fyrir hvort frumvarpið á að teljast stjórnarfrumvarp eða ekki vegna mikillar ritgerðar frá heilbrigðis- ráðherra þar sem gerðar eru athuga- semdir og breytingartillögur við nær alla þætti stjórnarfrumvarps land- búnaðarráðherra. Formaður Landbúnaðarnefnd- ar, Stefán Valgeirsson, stefnir að því um helgina að koma á fundi milli Svavars og Pálma til þess að leita samkomulags í málinu, en frumvarpið var upphaflega samið af þriggja manna nefnd sem land- búnaðarráðherra skipaði, þeim Páli A. Pálssyni yfirdýralækni, Jóni Guðbrandssyni formanni Dýralæknafélags íslands og Ragnheiði Arnadóttur deildar- stjóra í Landbúnaðarráðuneytinu. Að lokinni fyrstu umræðu á Al- þingi var stjórnarfrumvarpið sent aðilum til umsagnar og m.a. komu athugasemdir frá dýralæknum, Búnaðarþingi og fleiri hagsmuna- aðilum, en nefndarmenn í Land- búnaðarnefnd rak í rogastanz þeg- ar þeir fengu í hendur viðamesta plaggið með „gífurlega miklum að- finnslum og breytingartillögum" að sögn eins nefndarmanna, við nær alla þætti frumvarpsins og langt út fyrir þann ramma sem er á sviði Heilbrigðisráðuneytisins í þessu efni og var plagg þetta und- irritað af fjórum yfirmönnum í Heilbrigðisráðuneytinu og að auki Svavari Gestssyni heilbrigðis- ráðherra. Fóru stjórnarandstæð- ingar í Landbúnaðarnefnd því fram á það að úrskurður fengist um það hvort hér væri um stjórn- arfrumvarp að ræða eins og kynnt hefur verið og hvort einhver sam- staða væri um það í ríkisstjórn- inni eða ekki og töldu ekki ástæðu til að eyða tíma í umfjöllun á með- an þetta lægi ekki fyrir. Ákvað formaður nefndarinnar því að reyna að koma á ráðherrafundi um málið um helgina eins og fyrr getur en einn heimildarmanna Mbl. kvað þungt hljóð vera í land- búnaðarráðuneytismönnum vegna þess hvernig Svavar tætti þetta stjórnarfrumvarp Pálma með að- finnslum sínum. Ljósmæðrafélag íslands: Hvetur til uppsagna MIKIL óánægja ríkir nú meðal Ijósmæðra vegna seinagangs í gerð sérkjarasamninga. Ilefur fundur í félagi þeirra nú hvatt félagsmenn til að segja upp störfum til að knýja á um betri kjör. Ljósmæðrafélag íslands fundaði um kjaramál sín síðastliðinn mánudag og hefur Moregunblað- inu borizt eftirfarandi fréttatil- kynning frá fundinum: Ljósmæður hafa frá aldaöðli verið mikil láglaunastétt en nú er þolinmæði þeirra á þrotum og þær orðnar langþreyttar á skilnings- leysi stjórnvalda og því vanmati, sem er á störfum þeirra, sem eru óumdeilanlega jafn mikilvæg og annarra heilbrigðisstétta, þó vægt sé til orða tekið. Á fundinum kom fram svohljóð- andi tillaga, sem samþykkt var samhljóða: „Fundur í Ljósmæðra- félagi Islands 15. marz 1982 hvet- ur allar ljósmæður innan Ljósm- æðrafélagsins að segja upp störf- um til að knýja á um bætt kjör.“ Svarið getur komið verði andrúmsloftið „ORKUSTOFNUN mun ekki svara þessu neinu fyrir umrædd- an frest, og orkumálastjóra er kunnugt um að svars héðan úr ráðuneytinu er ekki að vænta í dag,“ sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Var ráðherrann spurður hvort þess væri að vænta að Orkustofnun myndi svara Almennu verkfræði- stofunni fyrir klukkan 16 í gær- dag, hvort stofnunin myndi standa við áður gerða samninga um rannsóknir á Hólmsbergi við hina umdeildu Helguvík. — segir Hjörleifur Guttormsson ráðherra Hjörleifur Guttormsson sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að ekki kæmi til greina að gefa svör undir „slíkum þrýstingi af hálfu bandarískra hernaðaryf- irvalda. Ég hafði hins vegar ákveðið að gefa orkustofnun ákveðið svar í dag, og það hefði eftir helgi skaplegra orðið, hefði ekki komið til þessara dæmalausu hótana bandaríska sjóhersins. — Ég er hræddur um að það hefði þótt einkennilegt víðar en í mínum stuðningsmannahópi, að fara að gefa svör við slíkgr aðstæður. — Nei, þetta verður ekki til þess að breyta efnis- Iega því svari sem hér hefur verið ákveðið," sagði Hjörleif- ur, „og hugsanlega verður það birt eftir helgina, ef þá hefur skapast skaplegt andrúmsloft í þessu máli, er geri það unnt," sagði ráðherrann að lokum. Verðbólguhrað- inn er um 55%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.