Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 1
56 SIÐUR MEÐ MYNDASOGUBLAÐI 66. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sfmamynd AP. Ntjórnandi Kolumbía-goimferjunnar, Jack R. Lousma, vinnur að efna- fræðitilraunum um borð i geimferjunni. Þriðja reynsluflug ferjunnar gengur samkvæmt áætlun þótt lítilsháttar tæknilegir erfiðleikar hað komið upp. Herinn til valda eftir byltingu í Bangladesh Kalkútta, Indlandi, 24. mars. AP. IIKKINN í Bangladesh komst til valda i nótt eftir að hafa velt veik- burða stjórn þessa fátæka lands af stóli. Kkkert manntjón varð í bylt- ingunni. Herlög voru þegar í stað sett og H.M. Ershad, hershöfðingi, lýsti sig hinn nýja leiðtoga þjóðarinn- ar. Hann sagði í ávarpi til hennar seint í dag, að efnt yrði til nýrra forsetakosninga. Sagði hann, að stofnað yrði ráð aðstoðarmanna sér til ráðgjafar. Þá gaf hann til kynna að nýr yfirmaður landsins yrði úr röðum hersins. Stjórn landsins var leyst frá störfum strax í morgun og stjórn- arskráin ógild. Sagði Ershad, að nauðsynlegt hefði verið að grípa í taumana til þess að vernda hags- muni landsins. „Þessi stjórn hefur gersamlega brugðist hlutverki sinu. Fólk treystir á að herinn muni koma til hjálpar," sagði hann. Þá sagði hann ennfremur að svo gæti farið að ný stjórnarskrá yrði gerð. Forsetinn, Abdus Sattar, sem er orðinn 75 ára gamall og heilsu- veill, kom fram í útvarpi í dag og lýsti því yfir að ástandið í landinu hefði verið orðið slíkt, að íhlutun hersins hefði verið nauðsynleg. Bað hann hinum nýju stjórnvöld- um allrar blessunar. Ekki er vitað um verustað forsetans, en talið er að honum sé haldið í stofufangelsi. í Bangladesh búa um 90 millj- ónir manna. Fátækt er mikil og gengið hefur á ýmsu frá því landið fékk sjálfstæði 1971. Náttúru- hamfarir hafa leikið íbúana grátt og stórfelldrar utanaðkomandi fjárhagsaðstoðar hefur verið þörf til að seðja milljónir sveltandi munna. Barnabarn Wagners stal fjármununum Asakanir danska kommúnistaflokksins í garð lögreglunnar tilhæfulausar Þessir skipa hina nýju þriggja manna stjórn Guatemala. í miðið er Efrain Rios Montt og honum til hvorrar handar eru herforingjarnir Horacia Maldonado Nhad (til vinstri) og Luis Frandisco Gordillo. Byltingin í Guatemala: Undirbúningur stjórn- skipunarlaga hafinn < •uairmalaborg, 24. mars. AP. Kaupmannahöfn, 24. mar.s, frá Ib Björnbak, fréttaritara Morgunblaósins. FORYNTA danska kommúnista- flokksins stendur veikari fótum en nokkru sinni eftir að upplýst hefur verið að ásakanir hennar í garð lög- reglunnar eru tilhæfulausar með öllu. Ráðgátan um þjófnaðinn á fjár- mununum í peningaskáp Ingmars Wagners á heimili hans er leyst. Komið er í ljós, að það var barnabarn hans, 16 ára strákling- ur, búsettur í Kristjaníu, sem stal peningunum. Um var að ræða er- lendan gjaldeyri að verðmæti um 700.000 danskar krónur. Sagði Reagan fundar um Mið-Ameríku NN ashington, 24. marN. Al'. TILKYNNT hefur verið að Konald Keagan, Bandarikjaforseti, og Alex- ander Haig, utanríkisráðherra lands- ins, muni funda með utanríkisráðherr- um Mið-Ameríkulandanna Honduras, Kl Nalvador og ('osta Kica á morgun. Heimsókn ráðherranna þriggja þykir sýna vel í verki að Bandaríkja- stjórn styður nýlega stofnað banda- lag þessara ríkja. Talið er víst að umræðuefnið á fundinum muni fyrst og fremst verða hið alvarlega ástand mála í Miö-Ameríku. strákurinn félögum sínum frá þess- um fjármunum og í sameiningu ákváðu þeir að stela þeim. Megin- hluti peninganna var í þýskum mörkum, 500 og 1000 marka seðl- um. Þá var eitthvað af sænskum peningum geymt í peningaskáp Wagners. Þjófnaðurinn er nú að mestu leyti upplýstur hjá lögreglunni. Enn ganga þó tveir þjófanna laus- ir, en fá varla peningunum skipt þar sem grunsemdir myndu þegar í stað vakna. Wagner heldur staðfastlega við þá skoðun sína, að hann viti ekkert hvernig þessir fjármunir komust í hendur hans. Á hinn bóginn hefur hann haldið því fram, að þeir komu ekki frá austantjaldslöndunum, heidur séu þetta peningar sem safnast hafa í Vestur-Evrópu og eigi að notast til alþjóðlegrar sam- vinnu. Talið er fullvíst að pólitískum frama Wagners sé hér með lokið. Hann er flokksritari danska kommúnistaflokksins og átti áður sæti á þingi. Er hann var að því spurður, þar sem hann liggur veik- ur á sjúkrahúsi í Kiev í Sovétríkj- unum, hvort hann teldi stjórn- málaferil sinn á enda taldi hann það fullvíst. Herforingjastjórnin, sem komst til valda með bvltingu á þriðjudag, hefur ákveðið að ógilda stjórnarskrá lands- ins, sem verið hefur í gildi undanfarin 17 ár. Knnfremur hefur öll pólitisk starfsemi verið bönnuð í landinu. Aftur á móti hefur því verið lofað að mann- — allt sagt með kyrrum kjörum í landinu réttindi verði virt, að því er sagði í ríkisútvarpinu. Þá sagði að þriggja manna stjórn Junta myndi stýra land- inu þar til annað yrði ákveðið. Skýrt var frá því að í undirbúningi væ>-u stjórnskipunarlög, sem farið yrði eftir þar til lokið hefði verið við gerð nýrrar stjórnarskrár. Sex manna herráð hefur verið skipað og er talið að i því eigi sæti fulltrúar yngri manna hersins, sem gengu hvað ötullegast fram í byltingunni. Eiga þar sæti menn úr land- og flughernum. Er því ætlað að vera ráðgefandi. Nokkrum klukkustundum eftir byltinguna, sem er hin fyrsta í 19 ár í landinu, var þing landsins leyst upp. í skriflegri yfirlýsingu, sem gef- in var út í dag, hvatti herinn borgara til að snúa til fyrra lífernis til að koma mætti eðlilegu ástandi á í landinu á ný. Engar fregnir bárust af ókyrrð í landinu er fólk sneri til vinnu á ný í höfuðborginni og öðrum borgum. Varðmönnum fór fækkandi og ein- ungis nokkrir sáust á eftirlitsferð um höfuðborgina í dag. Forseti landsins, Lucas Garcia, flýði land í flugvél. Ekki er vitað hvar hann hefur sótt um hæli sem pólitískur flóttamaður. Heimildir herma hins vegar, að Angel Anibal Guevara herforingi, sem kjörinn var forseti í nýafstöðnum kosningum og átti að taka við af Garcia hinn 1. júlí nk., sé ómeiddur. Talið er að herfor- ingjastjórnin styðji hann. Herforingjastjórnin segir bylting- una hafa orðið vegna óánægju með forsetakosningarnar, þar sem brögð hafi verið í tafli. Þeir, sem gerst þekkja til mála í Guatemala, halda því fram, að ekki hafi farið þar fram kosningar í ptarga áratugi án þess að svik hafi verið höfð í frammi. Hinn nýi leiðtogi landsins, Rios Montt, hefur lofað nýjum kosningum en hefur ekki nefnt neina dagsetn- ingu. Þeir, sem skipa stjórn landsins auk Montt, eru hershöfðingjarnir Luis Frandisco Gordillo og Horacio Maldonado Shad. Montt bauð sig fram til forsetakosninganna 1974 en náði ekki kjöri. Gin- og klaufaveikifaraldurinn: A-þýskum landsvæðum lokað Kaupmannahöfn, 24. mars. Krá Ib Hjörnbak, frúHarilara MorjjunblaAsins. ,\|*. SVO VIRÐIST nú, sem tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu gin- og klaufaveikinnar í Danmörku. Þegar hefur 9.30 nautgripum verið slátrað og þeir grafnir í jörðu. l)m 1800 svín hafa einnig orðið sömu ör- lögum að bráð. Á sama tíma berast þær fregnir frá Austur-Þýskalandi að nokkr- um landsvæðum hafi verið lokað vegna þessarar skelfilegu veiki. Svæði þessi eru einkum meðfram Eystrasaltsströndinni og stutt frá landamærum Póllands. Ennfremur herma staðfestar fregnir, að veik- innar hafi orðið vart í höfuðborg Ukrainu, Kiev. Upplýst hefur verið að Austur- Þjóðverjar trössuðu að láta Dani vita af því að sjúkdómsins hefði orðið vart þar í landi. Gafst Dön- um því ekki ráðrúm til að grípa til varúðarráðstafana. Eru þetta brot á alþjóðalögum um samvinnu gegn útrymingu dýrasjúkdóma. Segir þar að yfirvöldum beri að tilkynna nágrannalöndum um sýkingartil- felli eigi síðar en 24 stundum eftir að þeirra verður vart. Talsmaður danska landbúnað- arráðuneytisins hefur sagt að ekki hefði verið unnt að koma í veg fyrir sýkingu í Danmörku þrátt fyrir viðvaranir. Hins vegar hefði verið hægt að vara bændur við og hefta útbreiðslu sjúkdómsins strax í byrjun. Sjúkdómur þessi hefur valdið Dönum geysilegum búsifj- um og nemur tjón þeirra tugum milljóna danskra króna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.