Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 5

Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 5 Ný bók um efni og innihald messunnar eftir sr. Sigurð Pálsson vígslubiskup BÓKIN „Saga og efni messunnar“ eftir sr. Sigurð l*álsson vígslubiskup er komin út hjá bókaútgáfunni I>jóðsögu. Fjallar höfundur þar um sögu og innihald messunnar og eru í bókinni dregnar upp skýringarmyndir af ýmsum táknum. Ritið cr tileinkað kcnnimönnum og kirkjufólki í Skálholtsbiskupsdæmi. — Messan er fullkomnasta tjáning kristinnar trúar sem til er, hún hvílir á rökréttum grunni og viö hann verðum við að halda okkur, en til þess að menn skilji messuna verða þeir að þekkja hana, sagði sr. Sigurður Pálsson í viðtali við Mbl., en bókin var kynnt fyrir fréttamönnum í gær. Hafsteinn Guðmundsson útgef- andi var þar viðstaddur, svo og sr. Hannes Guðmundsson, sem að- stoðaði höfund við lokafrágang handrits, annaðist m.a. alla vél- ritun og dr. Jóhannes Nordal, en Vísindasjóður hefur tvisvar styrkt sr. Sigurð við samningu bókarinnar, fyrir nokkrum árum vegna utanferðar til efnissöfnun- ar og aftur nú til útgáfu bókar- innar. Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um sögu messunnar, annar hluti er greinargerð fyrir efni hennar og þriðji hlutinn er um táknmál kirkjunnar. Segir höfundur m.a. svo um efnið: í fyrsta hlutanum er rakið sam- hengi messunnar, allt frá fyrstu áratugum kristninnar og fram til vorra daga. Þar er gerð grein fyrir þeim mun sem varð á messunni milli austurkirkjunnar og vestur- kirkjunnar strax á fyrstu öldum kirkjunnar. Síðan er fylgt þróun- inni í vesturkirkjunni, hinni rómversk kaþólsku, fram að siða- skiptum. Við siðaskipti varð brotalöm í þróuninni að því er snertir kirkjur mótmælenda. I lx')kinni er gerð grein fyrir afstöðu Lúthers og hversu samverkamenn hans gengu frá málum eftir hans dag. Þá er rakinn ferill hinnar nýju messu þeirra yfir Danmörku til íslands. Fyrsta lútherska messan, sem íslenska kirkjan eignaðist, er frá 1555 og tekin saman af Marteini Einarssyni hiskupi. Af henni eru til tvö ein- tök, ha>ði í Kaupmannahöfn. Texti hennar er prentaður í þessari Mk, en var áður óaðgengilcgur al- menningi í 400 ár. Síðan er nokk- ur grein gerð fyrir endurskoðun messunnar á þessari öld, sem mjög gengur í sömu átt um öll lönd vegna hinna miklu gagna sem komið hafa fram á 19. og 20. öld. Annar hluti bókarinnar er greinargerð fyrir innihaldi mess- unnar í öllum atriðum og er hún aðallega sögulegs eðlis. Og að síð- ustu er yfirlit yfir helstu endur- skoðanir messunnar og sýnishorn af nútíma messuformi, sem mjög cr likt messuformi hinnar nýju handbókar frá 1981. Þriðji hluti bókarinnar er um Séra Sigurður PáLsson vígslubiskup táknmál kirkjunnar, sem gegndi miklu hlutverki á fyrri öldum, þegar menn höfðu ekki bækur og margir voru ólæsir. Táknmál þetta gengur í gegnum kirkjulist allra alda og má því ekki falla í fyrnsku þannig að sá mikli auður verði fólki óskiljanlegur. Þekking þessara tákna er eiginlega hluti af lestrarkunnáttu manna. Síðasta rit, sem út hefur komið hérlendis um sama efni og bók sr. Sigurðar er eftir sálmaskáldið Hallgrím Pétursson og þar á und- an voru þýdd eða samin rit um sama efni frá 11. öld. Sr. Sigurður Pálsson segist hafa reynt að rita bók sína á þann hátt að hún væri aðgengileg hinum almenna les- anda, hún ætti að geta orðið guð- fræðinemum og prestum að nokkru gagni sem uppsláttarrit og leiðarvísir til frekari könnunar efnisins. IVtkin „Saga og efni messunn- ar“ er alls 332 blaðsíður og er aft- ast í henni birtur orðalisti til skýringar og bókalisti þar _sem höfundur tilgreinir bækur er hann hefur stuðst við auk Biblí- unnar. Von mín að verk- ið verði unnið af íslenskum aðilum Ræða Gunnars Thoroddsens, for- sætisráðherra á Alþingi í fyrradag Gunnar Thoroddsen, forsætis- ráðherra, sendi Morgunblaðinu í ga>r meðfvlgjandi ra*ðu, sem hann flutti á Alþingi í fvrradag og óskaði eftir því að ræða þessi yrði birt í blaðinu i dag. Er hér með orðið við þeirri ósk Gunnars Thoroddsens: Herra forseti. Það, sem þessar umræður snúast um, er í rauninni það at- riði, hvort Orkustofnun eigi með starfsliði sínu og tækjum að framkvæma þær rannsóknir og boranir, sem til stendur og þarf að gera nú á næstunni, — eða hvort það verði erlendur aðili, sem fái það verk í hendur. Það er vitað, að hjá varnarlið- inu hefur verið og er nokkur til- hneiging til þess að undirbún- ingur og hönnun ýmissa mann- virkja sé á höndum þess eða á vegum þess. Hæstvirtur utan- ríkisráðherra hefur í þessu sam- bandi lagt sig frarn um, að rann- sóknir, undirbúningur og hönn- un sé í eins ríkum mæli og unnt er í höndum Islendinga sjálfra. Nú liggur það fyrir, að Orkustofnun er með samþykki iðnaðarráðherra tilbúin til þess að taka að sér umræddar boran- ir og rannsóknir og telur sig geta lokið þeim á þeim tíma, sem til er skilinn í samningnum. Það var spurt um mín viðhorf og mína skoðun. Auðvitað er von mín sú, að þetta verk verði unn- ið af íslenskri stofnun með ís- lensku starfsliði og tækjum þeirrar stofnunar. Hvort það má verða, úr því sem komið er, get ég ekkert um sagt, en ég tel mjög æskilegt, að það geti orðið, og um það held ég að allir hátt- virtir alþingismenn hljóti að vera sammála. Kl. 18.45 Húsið opnaö. For- drykkur veittur matargestum. Tvíréttaður veislumatur fram- reiddur af okkar alkunnu snilld. Matarverð kr. 150. Allir gestir sem koma fyrir kl. 22.30 fá happdrættismiða. JAZZSP0RT- FL0KKURINN kemur fram með tvö væg- ast sagt frá- bær atriði, sem virkilega er veröugt að sjá. |ti i.rr*n síðasta sinn aldeilis bráð- skemmtilegi dansflokkur Hermanns Ragnars meö upprifjun á sögu dansins í 60 ár kemur nú fram í síðasta sinn á Broadway á þessu Útsýnarkvöldi Vegna hinna fjölmörgu sem frá hafa þurft að hverfa á síðustu Útsýnarkvöldum, höfum við ákveðið að halda auka Útsýnarkvöld Stjörnuhátíð á BDCADWAy sunnudagskvöld 28. marz nk. Bingó: Spilað verður um 3 Útsýnarferðir til Sólarlanda. Auöveld getraun fyrir alla — Vinningur Útsýnarferð. 2 happdrættisvinningar — Dregið kl. 21.00 og 23.00. Miðasala hefst í dag á Broadway, Alfabakka 8, kl. 16/00—19.00. Sími 77500. Vinningar kvöldsins: 6 Útsýnarferðir til sex vinsælustu staöa viö Miöjaröarhafiö. Látiö ekki happ úr hendi sleppa. Feröakynning: Kynntir verða helztu ferðamöguleikar til sólar- landa. Júlíus Vífill Ingvarsson, hinn ungi ís- lenzki stjörnuten- ór, nýkom- inn frá námi hjá færustu kennurum Ítalíu — regluleg söngstjarna í fyrsta sinn á Broadway. GÆZELLA Tískusýning frá Hlín. Nýja vorlin- an. Stjórn- andi Asdís Loftsdóttir. Ungfrú Útsýn '82 Nú er allra síðasta tæk- ifærið aö tilkynna þátt- töku í þessa geysivin- sælu keppni. A.m.k. 10 efstu stúlkurnar fá ferðavinninga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.