Morgunblaðið - 25.03.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982
*
Gunnar Snorrason, formaður Kaupmannasamtaka Islands:
„Athafnafrelsi einstakl-
ingsins, eitt höfuðbaráttu-
mál samtakanna, er í höfn“
— nái breytingar á lögum um verðlagsmál fram að ganga á Alþingi
19
Gunnar Snorrason, formaöur Kaup-
mannasamtakanna.
„ÞEGAR VIÐ lítum til baka og metum bæði það jákvæða og það neikvæða
varðandi afkomu og ytri skilyrði, við rekstur smásöluverzlunar á sl. ári, ber
hæst af því jákvæða og það sem er algjört grundvallaratriði fyrir viðskiptalif-
ið, að næg atvinna hélzt allt árið,“ sagði Gunnar Snorrason, formaður
Kaupmannasamtaka íslands, m.a. í ræðu sinni á aðalfundi samtakanna í
liðinni viku.
Frá aðalfundi Kaupmannasamtaka íslands fyrir skömmu. Ljésmynd Mbi. rax.
„í öðru lagi og í beinu framhaldi
og samhengi af þessu virðist tals-
verð kaupgeta fólks hafa verið
fyrir hendi á sl. ári. Því til stuðn-
ings má benda á, að þegar gengis-
felling er í sjónmáli, er nánast allt
keypt sem hönd festir á. í þriðja
lagi hefur nægilegt vöruframboð
verið fyrir hendi í verzlunum, og
er það einnig ánægjulegt," sagði
Gunnar ennfremur.
„Þegar það neikvæða kemur upp
í hugann, skal fyrst nefna þá verð-
bólgu, sem lítið virðist hægja á sér
í okkar þjóðfélagi. Verðbólgan,
sem varð um það bil 50% á sl. ári,
kemur illa við allan atvinnurekst-
ur og þá ekki sízt við þann at-
vinnurekstur, sem við stundum. I
öðru lagi vil ég nefna þá sífelldu
hækkun á rekstrarliðum smásölu-
verzlunarinnar, sem engin tak-
mörk virðast vera sett.
Þá vil ég nefna þann þátt, sem
mest vegur í rekstrinum, eða um
60%, en það eru launin. Kauptaxt-
ar allra launþega eru að meðaltali
taldir hafa hækkað um rösklega
42% á árinu 1981, samanborið við
um 54% hækkun á árinu 1980. Af
þessum 42% eru um það bil 37%
vegna verðbótahækkana og um
4% vegna grunnkaupshækkana. Á
árinu 1980 hækkuðu verðbætur
hins vegar um 42%, en grunnkaup
um 9%.
Verðlagsmál hafa verið á
dagskrá hjá stjórnvöldum síðustu
vikur og nú virðast þessa dagana
vera teikn á lofti, sem benda til að
breytingar séu í aðsigi til hins
betra í þessum efnum. Þær breyt-
ingar, sem rætt er um, eru m.a., að
svokallað Samkeppnisráð verði
lagt niður og þess í stað komi
nefnd skipuð fulltrúum frá Vinnu-
veitendasambandi íslands og Al-
þýðusambandi Islands, auk for-
manns nefndarinnar frá við-
skiptaráðuneytinu. Þessi nefnd
gerir síðan tillögur til Verðlags-
ráðs, m.a. metur hún hvar frjáls
verðmyndun kemur til greina og í
hvaða vöruflokkum.
Verðlagsmálin verða um leið al-
farið tekin úr höndum ríkisstjórn-
arinnar. Ef þessar ákvarðanir sjá
dagsins ljós er eitt af höfuðbar-
áttumálum Kaupmannasamtaka
íslands í áraraðir, athafnafrelsi
einstaklingsins, í höfn.
Annað af baráttumálum Kaup-
mannasamtaka íslands gegnum
árin náði fram að ganga sl. vor,
þegar ríkisstjórnin staðfesti sam-
þykkt Verðlagsráðs, þar sem smá-
söluverzlunum er heimilt að færa
upp vörubirgðir sínar til raunvirð-
is þegar innkaup eru gerð,“ sagði
Gunnar Snorrason, formaður
Kaupmannasamtaka íslands, á
aðalfundi samtakanna.
Qlafur Gíslason & Co. býður nýja flokkunar- og samvalsvog:
„Mun leysa af hólmi
hefðbundinn þyngdar-
og flokkunarbúnað“
— segja forsvarsmenn fyrirtækisins
FYRIRT/EKIÐ Olafur Gíslason & Co hf. hefur um áratugaskeið selt vogir til
notkunar í fiskiðnaði og fleiru hér á landi, má þar nefna Avery-borðvogir,
sem fyrirtækið hefur selt hér á landi í nærri 50 ár. í fyrsta sinn býður
fyrirtækið nú örtölvustýrða flokkunar- og samvalsvog fyrir fiskiðnaðinn frá
Aalborg Industrial ('orporation í Danmörku.
Richard Hannesson, fram-
kvæmdastjóri, og Friðþór Eydal,
sölumaður hjá Ólafi Gíslasyni,
sögðu í samtali við Mbl., að þessi
nýja samvalsvog væri í raun bylt-
ing fyrir frystihúsin, sem hefðu
ekki haft þá möguleika, sem vogin
hýður upp á.
„Hér er í raun um að ræða nýj-
ustu tækni í vogar- og tölvubúnaði
og mun slíkur búnaður án efa
leysa af hólmi hefðbundinn
þyngdar- og flokkunarbúnað í
framtíðinni, sökum hinna óendan-
legu möguleika er örtölvubúnað-
urinn veitir við flokkun og samval.
AlC-samvalsvogin getur flokkað í
8, 16, eða 24 flokka og hún hefur
möguleika á fimm föstum flokk-
unarprógrömmum í einu. Er því
hægt á örskömmum tíma, að
skipta frá einni tegund fisks eða
pakkningar, yfir í aðra, með því að
velja annað prógramm," sögðu
þeir félagarnir Richard og Frið-
þór.
Sem dæmi um prógrömmin má
m.a. nefna:
„Flök eða annað af sama þunga,
t.d. 100 grömm, með fráviki upp á
5 grömm í báðar áttir veljast í
eina rás og flök af öðrum þunga í
aðrar. Þungamörk hvers flokks
ásamt staðsetningu á færibandinu
eru stimpluð inn í minni vélarinn-
ar en boð um lokun „porta" miðast
við lengd færibandsins, en ekki
tíma frá vigtun, því er hægt að
velja hverjum flokki stað hvar
sem á færibandinu í allt að 100
metra fjarlægð.
Síðan er möguleiki á að velja
ákveðinn þunga eða fjölda, t.d.
flaka, í hverja rennu. Þegar því
marki er náð er gefið merki um að
hún skuli tæmd og má á meðan
vísa sömu tegund annað.
Samval, minnsta og mesta leyfi-
leg þyngd hvers flokks, ásamt
heildarþyngd og fjölda stykkja í
hverja pakkningu er slegið inn og
velur vélin síðan saman heil
stykki í rétta þyngd pakkningar,
t.d. 5 punda flakapakkningar. Við
samval er þörf á 16 flokka vél.“
F’élagarnir sögðu, að stykkja-
fjöldi og heildarþungi skráist
jafnóðum inn í minni vélarinnar
og sé hægt að kalla það fram á
skjánum eða á prentara hvenær
sem er dagsins. „Flokkunarbönd
og rennur eru fáanlegar af öllum
mögulegum gerðum samkvæmt
þörfum hverju sinni," sögðu þeir
Richard og Friðþór ennfremur.
„Kostir þessarar nýju vogar eru
ótvíræðir. Mikill sparnaður verður
í mannahaldi, auk þess sem meiri
stöðlun á pakkningum fæst og
opnar það gífurlega möguleika á
nýjum mörkuðum fyrir staðlaðar
neytendapakkningar. Þá er stór
kostur, hversu nákvæm og hrað-
virk vogin er. Hún vegur stykkið
300 sinnum á vogarbandinu og allt
að 200 stykki á mínútu. Auk þess
sem hún getur gefið merki eða
stoppað þegar ákveðinni þyngd
eða fjölda er náð, í einum eða
fleiri flokkum, eða aðrar rásir
taka við flokkuninni á meðan þær
fyrri eru tæmdar," sögðu þeir
Richard og Friðþór ennfremur.
Þá kom það fram hjá þeim fé-
lögum, að frystihúsamenn hefðu
sýnt þessari vog mikinn áhuga og
sagt hana vera miklum kostum
búna og í því sambandi má geta
þess, að tengja má samvalsvogina
við tölvukerfi, sem flest frystihús-
in hér á landi nota í dag. Eitt
AI('*flokkunar- og samvalsvog.
fyrirtæki hefur þegar pantað
svona vog og er hún væntanleg í
sumarbyrjun. Þeir félagarnir
sögðu að síðustu, að þeir myndu
kynna þessa nýju vog á sýningu
Fiskiðnaðar um helgina, en þar
verða helztu nýjungar í fiskiðnaði
kynntar.
Kapalsjónvarp breið-
ist út í Bandaríkjunum
Á SÍÐASTA ári voru um 14 milljónir
áskrifenda að kapalsjónvarpi í
Handaríkjunum og nú er því spáð, að
þeim muni fjölga um 300% fram til
ársins 1985 og verða um 40 milljón-
ir.
Stærsta kapalsjónvarpsstöðin í
Handaríkjunum er dótturfyrirtæki
útgáfufyrirtækis Time og hefur sú
stöð um 8,5 milljónir áskrifenda, eða
um 60% af þeim, sem nota kapal-
sjónvarp þar í landi. Það tók þessa
sjónvarpsstöð mörg ár að komast á
það stig, að hún skilaði hagnaði af
rekstri sínum og alveg fram á síð-
asta ársfjórðung síðasta árs var
þessi kapalsjónvarpsstöð hin eina i
Handaríkjunum, sem skilaði ein-
hverjum hagnaði.
Fyrir nokkrum árum var helsta
vandamál þeirra, sem reka kap-
alsjónvarpsstöðvar vestanhafs að
finna efni til þess að sýna, en nú
eru starfandi um 35 fyrirtæki, sem
framleiða sérstaklega efni fyrir
kapalsjónvörp.
Það hefur valdið erfiðleikum við
rekstur kapalsjónvarpsstöðva, að
erfitt hefur verið að fá auglýs-
ingar í þessar.sjónvarpsstöðvar og
er ein af ástæðunum sú, að þar er
ekki um að ræða sams konar
könnun á notkun áhorfenda á
sjónvarpsefninu og í hinum al-
mennu sjónvarpsstöðvum, en það
er á grundvlli slíkra kannana, sem
auglýsendur hafa keypt auglýs-
ingatíma í sjónvarpi.