Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 22

Morgunblaðið - 25.03.1982, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Dæmdur saklaus, sekur, saklaus l/ondon, 24. mars. AP. JKREMIAH Anderson taldi öll vandræAi sín á bak og burt er hann var sýknaAur af ákæru um líkamsárás fyrir rétti í Snares- brook. Svo var þó aldeilis ekki. Aðeins fimm mínútum eftir að hann var sýknaður var hann kallaður á nýjan leik inn í rétt- arsalinn og honum tilkynnt að hroðaleg mistök hefðu átt sér stað. Hann var eftir allt saman sekur. Var hann sekur fundinn um að hafa ráðist á annan bílstjóra í deilu þeirra við umferðarljós á gatnamótum. Fylgdi úrskurðin- um að Anderson yrði harðlega refsað ef hann yrði sekur fund- inn um svipað athæfi innan næstu 12 mánaða. Logmenn segjast aldrei hafa heyrt um annað eins í breskri réttarfarssögu. Anderson áfrýj- aði úrskurðinum til hæstarétt- ar. Þar var fyrri úrskurður rétt- arins í Snaresbrook staðfestur. Anderson var saklaus. Fylgdi niðurstöðu hæstarétt- ar sú skýring að þar sem dóm- ararni. hefðu yfirgefið réttar- salinn á „milli dóma“ væri sá möguleiki fyrir hendi, að utan- aðkomandi aðili hefði haft áhrif á þá. í ljósi þess væri ekki stætt á að breyta fyrri úrskurði. Finnland: Búbót hjá Miðflokknum Ih-lsinki, 24. marz, frá llarry Cranb<‘rg, fréttaritara Morgunblaósin.s. ERJÁLSLYNDI þjóðarflokkurinn hefur lagt upp laupana og sameinazt MiAflokknum, en ástæAan er sú aA hinn fyrrnefndi hefur fengiA sifellt minni hljómgrunn í kosningum og á nú einungis fjóra fulltrúa á þingi. Þingmenn frjálslyndra koma til liAs viA MiAflokkinn sem á 37 fulltrúa á þingi, en flokkurinn ætlar samt sem áður að halda nafni sínu og verður formlega deild í MiAflokknum. Frjálsiyndi þjóðarflokkurinn fékk 12 menn kjörna í þingkosning- um árið 1975 en fjórum árum síðar aðeins fjóra. Reiðarslagið kom þó í forsetakosningunum í vetur, en þá fékk flokkurinn ekki einn einasta kjörmann þótt þrjú hundruð full- trúar væru á kjörmannasamkund- unni. Paavo Vaurynen, formaður Miðflokksins, er hinn brattasti vegna þeirrar búbótar sem flokki hans hefur borizt, og lýsti því yfir í dag að ákvörðun frjálslyndra væri stórsigur fyrir Miðflokkinn og stefnu hans. BANGLADESH hefur átt sér stormasama sögu síðan landið hlaut sjálfstæAi frá Pakistan í árs- lok 1971. Herbyltingar hafa þjakað þetta fátæka land milli Indlands og Burma og það þarf mikla erlenda aðstoð til að fæða landsmenn, sem eru 90 milljónir. Flóð og hungur hafa oft hrjáð efnahag- inn, sem byggist á landbúnaði. Tekjur á mann eru um 1.000 krónur á ári og fá lönd í heimin- um eru eins vanþróuð. Fyrir 1971 var Bangladesh austurhluti Pakistans, heimkynni Afghanskir ættarhöfðingjar úr andspyrnuhreyfingunni svara spurningum blaðamanna í París 24. marz. Þetta mun vera fyrsta slíka nefndin sem komið hefur til Evrópu frá Afghanistan síðan Rússar réðust inn í landið. Á myndinni eru (talið frá vinstri); Hahibullah Abdel Haq, yfirmaður nokkurra hópa í Kabul, Manssor Ahmad Zai, sem lék áður í landsliði Afghana í körfuknattleik, Ahmad Zia og Salim, fyrrverandi lautinant í afghanska hernum. Brezhnev blíðkar Peking-stjórnina Moskvu, 24. marz. Al*. LEONID Brezhnev forseti vingaðist við Kínverja í dag og sagði að Rúss- ar væru „tilbúnir hvenær sem er“ til nýrra viðræðna við Peking-stjórnina um landamæradeilur ríkjanna. Nikósíu, 24. marz. Al*. ÍRANSKI herinn hefur hafizt handa um annan þátt „Hernaðaraðgerðar sigurs“ á Nhush-Dezful-vígstöðvunum í olíuhéraðinu Khuzistan að sögn ir- önsku fréttastofunnar (IRNA). Báðir aðilar hafa orðið fyrir miklu mann- tjóni. Fréttastofan segir að annar þátt- ur aðgerðanna sé víðtækari en sá fyrsti. Óvininum hafi verið komið í opna skjöldu norðvestur af Shush, 30 km frá íröksku landamærunum, og hann hafi ekki átt um annað að velja en gefast upp eða falla. Iranar sögðu í gær að þeir hefðu náð stóru landsvæði af írökum, fellt eða sært 12.000 íraka og tekið 6.000 til fanga. Irakar sögðu að þeir hefðu stöðv- Brezhnev sagði þetta í Tashkent í Uzbekistan, þar sem hann veitti lýðveldinu Lenínorðuna fyrir frábæra landbúnaðarframleiðslu í fyrra. að árásina og hafið gagnsókn í því skyni að reka þá burt af svæðinu. Irakar sögðu að þeir hefðu fellt 10.000 írana og að þúsundir ann- arra hefðu særzt eða verið teknir til fanga. IRNA sagði að 2.000 írakskir stríðsfangar hefðu verið látnir ganga í dag um götur Teheran, frá járnbrautastöðinni til herskólans, þar sem „þúsundir og aftur þúsund- ir manna hrópuðu andbandarísk og andíröksk slagorð". írakar sögðu að íranskir stríðs- fangar yrðu látnir ganga um götur Bagdad. íranar hafa sagt að þeir hafi tekið 7.000 íraka til fanga — íranar segjast hafa tekið 2.500 ír- ana til fanga. Viðræðurnar hafa legið niðri síðan 1978 og Kínverjar hafa neit- að að samþykkja að þær verði teknar upp að nýju fyrr en Rússar hörfi með her sinn frá Afghanist- an. Ekki er lengra síðan en á föstu- dag að Kínverjar sökuðu Rússa um að sýna „skefjalausa árás- arhneigð" gagnvart kínverskum landsvæðum. Brezhnev sagði að Rússar hefðu aldrei reynt að skipta sér af kín- verskum innanlandsmálum þrátt fyrir gagnrýni á stefnu Peking- stjórnarinnar. Hann sagði líka að Rússar afneituðu ekki tilveru sósí- alistakerfis í Kína, þótt Peking- stjórnin legði blessun sína yfir stefnu heimsvaldasinna í heims- málunum og ynnu þar með gegn hagsmunum sósíalismans. Brezhnev sagði að Rússar viður- kenndu enn yfirráð Peking- stjórnarinnar yfir Taiwan. Rússar hafa tvívegis reynt í kyrrþey á síðari mánuðum að fá Kínverja til nýrra landamæravið- ræðna. Síðasta stefnuyfirlýsing Brezhnevs um Kína kom fram í langri ræðu hans á 26. flokksþing- inu, þar sem hann kenndi þeim um að eiga sök á deilum þjóðanna. Tvísýn kosning ræður örlögum Jenkins í dag Clasgow, 24. marz. Al*. ROY JENKINS gerði lítið úr áfalli, sem hann varð fyrir í dag, í síðustu skoðanakönnuninni fyrir aukakosn- inguna í millistéttakjördæminu Hillhead í Glasgow á morgun, fimmtudag, og kvaðst vona það bezta. Samkvæmt skoðanakönnun Gallups í The Daily Telegraph er Jenkins þriðji í röðinni. David Wiseman úr Verkamannaflokkn- um fær 33% samkvæmt könnun- inni, Gerry Malone úr íhalds- flokknum 27,5%, Jenkins 26,5%, George Leslie úr Skozka þjóðern- issinnaflokknum 11,5% og aðrir 1,5%. Ef Jenkins sigrar fyrir bandalag Sósíaldemókrataflokksins (SDP) og Frjálslynda flokksins eykst ógnun þess við tveggja flokka kerfi Verkamannaflokksins og íhaldsflokksins, sem mótað hefur brezk stjórnmál í 60 ár, og Jenkins gæti orðið forsætisráðherraefni í þingkosningunum sem eiga að fara fram eftir tvö ár. Ef hann tapar gæti uppgangur SDP stöðvazt, þar sem Jenkins er ókrýndur leiðtogi nýja flokksins og þarf nauðsynlega að fá sæti í Neðri málstofunni. Samkvæmt skoðanakönnun í gær, þriðjudag, hafði Jenkins 4% meira fylgi en keppinautar hans. Baráttumenn SDP svöruðu síð- ustu skoðanakönnuninni með skýrslu um niðurstöður viðræðna við kjósendur, þar sem segir að Jenkins sé efstur einum degi fyrir kosninguna og 20% kjósénda óráðnir. Kunnugir telja að Glasgow-búar hafi leikið á starfsmenn skoðana- kannananna. Auk þess vilja skozk- ir kjósendur yfirleitt lítið um það ræða hverja þeir ætli að kjósa í kosningum. Snauð þjóð þjökuð af flóðum og óáran múhameðstrúarmanna. Landið var aðskilið frá Indlandi þegar Bretar skiptu Indlandsskaga 1947. Trúin reyndist hins vegar veik- ari en landshornarígur í hinu nýfrjálsa ríki og Bengalar Austur-Pakistans gerðu uppreisn gegn Púnjöbum Vestur-Pakist- ans. Stutt en blóðug uppreisn var gerð í desember 1971 og austur- pakistanskir uppreisnarmenn börðust með stuðningi indverskra hermanna gegn herliði Vestur- Pakistans, sem er í rúmlega 1.600 km fjarlægð. Ríkið Bangladesh varð til. Sjálfstæðisleiðtoginn Sheikh Mujibur Rahman var ráðinn af dögum í janúar 1975. Tilræðis- maðurinn var hægrisinnaður for- ingi í hernum og nokkrar herbylt- ingar fylgdu í kjölfarið. Sá sem lengst hefur verið við vöid var Zi- aur Rahman forseti (óskyldur fyrsta forsetanum). Hann var fyrrverandi herráðsforseti, traustur og vinsæll leiðtogi, og ríkti frá 1977 þar til hann var ráðinn af dögum í mai í fyrra. Landbúnaðarframleiðslan hef- ur aukizt verulega á síðari árum og síðustu fjórar hrísgrjónaupp- skerurnar hafa sett met. En rúmlega 2% fólksfjölgun vegur upp á móti aukningunni. Basttrefjar eru aðalútflutn- ingsvaran og Bandaríkjamenn eru aðalkaupendurnir (nota þær í teppagerð). Málmauðlindir eru litlar, en þó eru til jarðgaslindir, sem eru að mestu ónýttar. Sumir telja að jarðgasið sé bezta von landsins um farsæla framtíð. (AP) íransher heldur áfram sókninni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.