Morgunblaðið - 25.03.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.03.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 23 Mestu uppþotin á V esturbakkanum inga um vantraust á ríkisstjórn Menachem Begins féll á jöfnum atkvæðum á þingi. Tillagan var borin fram vegna þess hvernig stjórnin hefur haldið á málum hertekinna svæða og samninga- viðræðunum við Egypta um heimastjórn Palestínumanna. Stjórn Begins vildi ekki sam- þykkja að hann segði af sér eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar (58- 58) í þinginu, en Begin sagði að hann sæi fáa aðra kosti en þann að boða til nýrra kosninga í nóv- ember, þremur árum áður en kjör- tímabilinu lýkur. Begin hefur stjórnað með stuðn- ingi 61 fulltrúa af 120 á þingi, en hann sagði í dag að þótt „meiri- hlutinn styddi raunar ekki þingrof væri mjög erfitt að fá lög sam- þykkt eins og nú væri ástatt". Þó tókst stjórninni í dag að fá samþykkt fjárlagaákvæði með stuðningi hægrimanns þess sem hljóp undan merkjum í gær. í Beirút hermdu heimildir PLO að óeirðirnar á Vesturbakkanum mundu ekki leiða til árása skæru- liða frá Líbanon. Sagt var að Isra- elsmenn vildu kalla fram slíkar árásir til að neyða skæruliða að rjúfa vopnahlé það sem staðið hef- ur í átta mánuði. Flotavarnir veikjast vegna niðurskurðar London, 24. marz. Al*. NIÐURSKURÐUR á útgjöldum til brezka sjóhersins hefur veikt mátt hans svo mjög að hann stendur illa að vígi og mun jafnvel ekki geta gert sovézka kafbáta óvirka að sögn brezku fréttastofunnar Press Associ- ation samkvæmt heimildum í brezka varnarmálaráðuneytinu. I’etta er síðasti „lekinn” um varn- armál Breta af mörgum, en þeir hafa vakið reiði ríkisstjórnarinnar og valdið henni erfiðleikum. Samkvæmt síðustu sparnaðar- ráðstöfun stjórnarinnar verður fækkað um 10.000 menn í sjóhern- um í 62.000 á næstu fjórum árum og sjö æfingastöðvum verður lok- að. I fyrra var ákveðið að fækka ofansjávarskipum úr 59 í 42. Nokkrir helztu veikleikarnir af völdum niðurskurðarins eru þess- ir: • Niðurskurðurinn dregur úr styrk NATO í eftirlitsflugvélum og bæði venjulegum kafbátum og kjarnorkuknúnum. Þetta hefur dregið verulega úr getu banda- lagsins til að loka leið sovézkra kafbáta inn á Atlantshaf um GIUK-hliðið milli Grænlands, ís- lands og Bretlands samkvæmt heimildunum. • Brezki sjóherinn getur ekki af eigin rammleik sökkt hinu kjarn- orkuknúna orrustubeitiskipi „Kirov" („Bismarck níunda ára- tugarins") þar sem hann ræður ekki yfir nógu miklum skotkrafti. • Beita yrði öllum 34 Nimrod- eftirlitsflugvélum Breta til að vernda skipalestir Breta á að- gerðasvæði þeirra og þannig mundu myndast glufur í varnir NATO. • „Erfitt" yrði að gera sovézka kjarnorkukafbáta óvirka áður en þeir kæmust í skotfæri vegna skorts á ofansjávarskipum og flugvélum sem þarf til að hafa upp á þeim. • Beita yrði öllum tundurspillum og freigátum Breta til að verja bandarísk flugvélamóðurskip og skipalestir á Atlantshafi og þær glufur yrðu aðrir flotar banda- manna að fylla. ÞRÍR Arabar féllu í dag og a.m.k. 10 særðust þegar ísraelskir hermenn beittu skotvopnum vegna óeirða á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og ástandið hefur ekki verið eins alvarlegt síðan uppþotin hófust fyrir einni viku. Jafnframt tóku ísraelskir landamæraverðir þrjá arabiska skæruliða til fanga þegar þeir reyndu að laumast inn yfir norð- urlandamærin frá Líbanon. Engu skoti var hleypt af þegar skæruliðarnir voru handsamaðir með Kalashnikov-riffla norður af landamærabyggðinni Hanita, 10 km austur af Miðjarðarhafi. Þessir atburðir gerðust skömmu eftir að tillaga stjórnarandstæð- 30 börn deyja úr kíghósta Nýju Ik’lhí, 24. marz. Al*. MEIRA en 30 börn létust í kíg- hóstafaraldri í smábænum Warwan í Norður-Indlandi. Flest fórnarlambanna voru undir 10 ára aldri. Fjöldi lækna og sjúkraliða hefur verið sendur til þorpsins til að reyna að hefta frekari útbreiðslu faraldursins. Brezkt lið til Falklandseyja I_I_ Oi ___ tl) ^ Umdon, 24. marz. Al'. BKEZKA ískönnunarskipið „HMS Endurance“ er á leið til einna af Falklandseyjum á Suður-Atlantshafi til að fjar- lægja 10 Argentínumenn, sem hafa dregið fána Argentínu að húni til að leggja áherzlu á kröfu landsins til eyjaklasans að sögn Lundúnablaðsins „Standard“. Talsmaður varnarmála- ráðuneytisins vildi hvorki staðfesta fréttina né bera hana til baka. Flokkur landgönguliða er um borð í „Endurance" og þeir eiga að fjarlægja Argentínu- mennina, sem stigu á land á eynni South Georgia á föstu- daginn. Alls fóru 60 Argent- ínumenn til eyjunnar, í orði kveðnu til að fjarlægja brota- járn frá gamalli hvalveiðistöð, sem er ekki lengur í notkun, og 10 þeirra urðu eftir. „Standard" segir að Argent- ínustjórn hafi sent brezku stjórninni mótmæli vegna þess að íbúar í Port Stanley, höfuðborginni, hafi ráðizt á skrifstofur argentínska flugfé- lagsins Lade til að hefna að- gerða Argentínumannanna á South Georgia. Argentínumenn hafa í rúma öld gert tilkall til Falklands- eyja sem eru 772 km norðaust- ur af Hornhöfða og 13.035 km frá Bretlandi. „Endurance“ er búið tveim- ur litlum 20 millimetra fall- byssum og varnarmálaráðu- neytið segir að rangt sé að kalla skipið fallbyssubát eða herskip. \ Vorum að taka upp nýjar vörur VÖRUHUSIÐ Þú hringir — við póstsendum samdægurs Auöbrekku 44-46, Kópavogi — Sími póstverslunar 45300 4114 Röndótt vesti í kúrekastíl. Litir: Rautt eða blátt. Stæröir: 34—42. Kr. 395.—. 4115 Langermamussa með líningu í hálsinn. Litir: Hvítt, rautt eöa blátt. Kr. 384.—. 4116 Buxur í kálfasídd. Litir: Rauöröndótt eöa blátt. Kr. 449.—. 4117 Jakki með „western“-sniði. Litir: Blá- eða rauðröndótt. Kr. 499.—. 4118 Blúndutoppar með litlum hlírum. Kr. 175.— TÍZKUSÝNING OG ÓKEYPIS VEITINGAR í verslun okkar kl. 20.30 í kvöld Tízkusýningar, þar sem þú getur samtímis þreifað á vörunni, skoöaö og keypt, er nýjung hér- lendis. Viö bjóöum þér að koma og njóta góöra veitinga og skoöa frábæra sýningu Módel- samtakanna í nýja vöruhúsinu okkar að Auðbrekku 44—46 í Kópavogi. Veriö velkomin. Sýningin og veitingarnar eru ókeypis. Verslunin er opin til kl. 22.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.