Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982
Glundroði 1 fjármálakerfinu:
Greiðslubyrði erlendra lána
fímmtungur útflutningstekna
Forsendur lánsfjárlaga löngu brostnar — niðurskurður framkvæmda
Frumvarp að lánsfjárlögum, sem afgreiða átti fyrir áramót sl., en
samkomulag varð um að geyma fram í janúarmánuð, með því for-
orði, að afgreiða skyldi ekki síðar en fyrir 27. janúar 1982, kom loks
úr þingnefnd til annarrar umræðu í neðri deild Alþingis í gær.
Halldór Asgrímsson (F) sagði ríkisstjórn skorinn þröngur stakkur-
inn með þessu frumvarpi, en hún yrði að halda sér innan þessa
ramma. Matthías Bjarnason (S) sagði hinsvegar, að forsendur
lánsfjárlaga, þ.e. viðmiðun við tilbúna 33% „verðlagshækkun“ milli
áranna 1981 og 1982, er þýddi 27% verðlagsþróun frá upphafi til
loka árs 1982, þegar og löngu brostna. Þegar frumvarpið kom fram í
desembermánuði sl. hljóðaði heimild til erlendra lána 1982 upp á
604.970 þúsund krónur, en í endanlegri mynd stjórnarsinna er
lánsfjárheimildin hækkuð upp i 673.970 þúsund krónur.
Forsendur frumvarps til
lánsfjárlaga þegar brostnar
Matthías Bjarnason (S) sagði
frumvarpið gera ráð fyrir sömu
verðbreytingu milli áranna
1981—’82 og fjárlög, þ.e. 33%, en
það þýddi 25—27% verðbólgu frá
ársbyrjun til loka árs 1982. Frá
því þessi reiknitala fjárlaga var
ákveðin á haustnóttum hefur orð-
ið veruleg launabreyting. Grunn-
kaup hefur hækkað um 3,25% um-
fram þessar „forsendur" og í kjöl-
far meiri fiskverðshækkunar en
gert var ráð fyrir í þessum „for-
sendum" varð stórfelld gengis-
breyting í janúar. Gengi Banda-
ríkjadals hefur hækkað um 33,2%
síðan 9. október í fyrra, þegar
frumvarp til fjárlaga var lagt
fram. Hagstofa hefur reiknað út
vísitölu byggingarkostnaðar eftir
verðlagi í fyrrihluta marz, sem
reyndist 55,67%, miðað við 12
mánaða tímabil. Hækkun fram-
færsluvísitölu óniðurgreiddrar
reyndist 58% á 12 mánuðum en
45%, ef niðurgreiðslur vóru reikn-
aðar inn í dæmið. Það er því ljóst,
sagði Matthías, að þetta frumvarp
til lánsfjárlaga, er byggt á verð-
lagsforsendum, sem eru löngu
brostnar.
Lánsfjárlög, sem byggð eru á
fölskum forsendum um verðbólgu
og gengisskráningu en fastri
krónutölu til ýmissa fram-
kvæmda, þýða raunverulega stór-
Matthías Bjarnason
felldan sjálfvirkan niðurskurð á
framkvæmdum og leiða til algjörs
glundroða í fjármálakerfi lands-
ins. Hér er því um mikið alvöru-
mál að ræða.
StjórnarsáUmálinn og
fyrirheit Alþýðubandalagsins
Matthías Bjarnason minnti á
tvö meginatriði í stjórnarsáttmála
núverandi ríkisstjórnar, frá í
febrúar 1980:
• 1) „Ríkisstjórnin mun vinna
að hjöðnun verðbólgu, þannig að á
árinu 1982 verði verðbólga orðin
svipuð og í helztu viðskiptalöndum
íslendinga," þ.e. vel undir 10%.
• 2) „Erlendar lántökur verði
takmarkaðar eins og kostur er og
að því stefnt, að greiðslubyrði af
erlendum skuldum fari ekki fram
úr 15% af útflutningstekjum þjóð-
arinnar á næstu árum.“
Þrátt fyrir alla „vísitöluleiki" er
hverjum hugsandi manni ljóst, að
ríkisstjórnin hefur glutrað niður
verðbólgumarkmiðum sínum, og
greiðslubyrði erlendra lána verður
nálægt 19% af útflutningstekjum
þjóðarinnar, samkvæmt væntan-
legum lánsfjárlögum. Þetta þýðir
að um fimmtungur af útflutn-
ingstekjum þjóðarinnar hverfur í
greiðslubyrði erlendra lána í ár og
er langt yfir hættumörkum.
Síðan vék Matthías að fjár-
hagsstöðu byggðasjóðs, fram-
kvæmdasjóðs, sjóða húsnæðis-
málakerfisins, lánasjóða atvinnu-
veganna og taldi fyrirséð, að al-
gjör óvissa ríkti í ár um fram-
kvæmdir, er tengdust þessum
sjóðum, ekki sízt á vegum at-
vinnuveganna, og frekari sam-
dráttur í fjármunamyndun væri
fyrirsjáanlegur. Fyrirhugað væri
að veita frumlán aðeins til um
1100 íbúða á þessu ári á móti 1900
árið 1978.
í stefnuskrá, sem Alþýðubanda-
lagið hafi viðrað 1978, hafi verið
talað um stöðugt gengi. Alþýðu-
bandalagið hafi þá gagnrýnt harð-
lega að hin íslenzka mynt hefði
fallið um 174% í fjögurra ára tíð
ríkisstjórnar Geirs Hallgrímsson-
ar 1974—1978. Frá því Alþýðu-
bandalagið hafi sezt í ráðherra-
stóla, í september 1978, hafi
Bandaríkjadalur hækkað, mælt í
nýkrónum, úr kr. 2,60 í kr 10,11,
þ.e. ekki um 174% á 4 árum, sem
Alþýðubandalagið hefði harðast
gagnrýnt, heldur um 288% á
þremur og hálfu ári! Sama máli
gegni um flest þau stefnuatriði,
sem Alþýðubandalagið hafi sett
fram 1978, hvort heldur varðar
kjaramál eða annað, komnir í
valdaaðstöðu hafi ráðherrar
þeirra stigið tvö skref aftur á bak
fyrir hvert eitt áfram í auglýstum
kosningastefnumiðum sínum.
Húlahopp í stjórnarliðinu
Matthías Bjarnason rakti í ít-
arlegu máli flesta þætti stjórnar-
frumvarpsins, fjármagnsstöðu
fjárfestingar- og atvinnuvega-
sjóða, rekstrarstöðu atvinnuvega,
hallarekstur ríkisstofnana og
hvern veg ríkisvaldið hefði seilst í
æ ríkara mæli í sparifé þjóðfé-
lagsþegnanna, á kostnað atvinnu-
lífsins.
Hann sagði verðbólgumarkmið
ríkisstjórnarinnar hrunin og rík-
isstjórnin stæði í fjörugum verð-
bólgudansi. Sjálfir segðust ráð-
herrar myndu setja nýja bót á
verðbólgubuxur sínar með haust-
inu, en ekki sýndist stjórnin líkleg
til stórræðanna, ef marka mætti
það húlahopp sem ráðherrar iðk-
uðu þessa dagana.
Birgir Isleifur Gunnarsson:
Einn ráðherra
rassskellir annan
Hér fer á eftir, í megin-
atriðum, ræða Birgis Isleifs
Gunnarssonar (S), sem hann
flutti í umræöu utan dag-
skrár í fyrradag.
Ég skil það vel, að Svavar
Gestsson skuli hafa fundið sig
knúinn til að standa hér upp og
reyna að bera blak af iðnaðarráð-
herra. Ég verð að segja það, að ég
hef ekki orðið vitni að öllu aumari
frammistöðu eða öllu meiri
rassskellingu, sem nokkur ráð-
herra hefur fengið, hvorki fyrr né
síðar, en iðnaðarráðherra nú í
þessum málum, bæði með aumum
tilsvörum sínum við þeim fyrir-
spurnum sem Þorvaldur Garðar
Kristjánsson beindi til hans og
jafnframt með þeirri ráðningu
sem utanríkisráðherra veitti hon-
um. Það þýðir ekkert fyrir félags-
málaráðherra að koma hér upp og
reyna að drepa þessu máli á dreif
með því að draga fram það, sem
hann telur vera kjarna málsins,
einhverja ímyndaða hótun banda-
ríska sjóhersins. Það er ekki
kjarni þessa máls.
1 fyrsta lagi vegna þess að sú
ímyndaða hótun kom ekki fram
fyrr en eftir að iðnaðarráðherra
var búinn að fremja þá stjórn-
valdsathöfn, sem eiginlega er
kjarni þeirrar umræðu, sem hér á
sér stað.
Og í öðru lagi var hér ekki um
neina hótun að ræða, ekki eins og
hún birtist a.m.k. venjulegum
borgurum, heldur fyrst og fremst
spurning um það, hvort staðið yrði
við samninga, sem gerðir hafa
verið á fullkomnum viðskipta-
legum grundvelli.
En mér fannst þau ummæli,
sem utanríkisráðherra viðhafði
hér í þessum umræðum, vera það
merkileg og einstök, að ég kvaddi
mér hljóðs, fyrst og fremst til þess
að reyna að drepa á nokkur meg-
inatriði þeirra, vekja athygli á
þeim og draga þau nánar fram.
• 1) I fyrsta lagi ber utanríkis-
ráðherra ósannindi á iðnaðarráð-
herra. Utanríkisráðherra heldur
því fram ákveðið, að iðnaðarráð-
herra hafi gefið fyrirmæli um, að
Orkustofnun skyldi hætta við að
efna umræddan samning og hann
bætti við, það eru næg vitni að því,
að þetta voru fyrirmæli. Nú vill
iðnaðarráðherra ekki við þetta
kannast, en engu að síður er hér
um svo alvarlegar ásakanir að
ræða af hálfu eins ráðherra í garð
annars, að undir því getur iðnað-
arráherra ekki setið. Það mál
verður að komast fram í dagsljós-
ið, hvað þarna fór raunverulega á
milli, og það er nauðsynlegt að
þau vitni, sem þar eru til staðar,
komi fram í dagsljósið, þannig að
þingheimur og alþjóð fái upplýst,
hvað raunverulega gerðist í þessu
máli.
• 2) í öðru lagi, þá heldur utan-
ríkisráðherra því fram, að enginn
lagalegur grundvöllur hafi verið
fyrir þessari ákvörðun iðnaðar-
ráðherra og hann bætir við, að
hann hafi ekki á reiðum höndum
nein hliðstæð dæmi úr íslenskri
stjórnarfarssögu.
Þegar utanríkisráðherra segir
þetta, þá er rétt að hafa í huga, að
hér mælir maður, sem veit betur
en flestir aðrir um þessi mál. Hér
mælir maður, sem í mörg ár var
prófessor í stjórnarfarsrétti við
Háskóla íslands, hefur skrifað
kennslubækur í stjórnarfarsrétti,
m.a. ítarlega kafla um valdníðslu
Birgir ísleifur Gunnarsson
og valdþurrð, og hann kemur hér
fram og fullyrðir, að það sé enginn
lagalegur grundvöllur fyrir þeim
aðgerðum, sem iðnaðarráðherra
framkvæmdi. Þetta er mjög al-
varleg ásökun, sem nauðsynlegt er
að draga fram og hafa í huga.
• 3) í þriðja lagi, þá ásakar utan-
ríkisráðherra iðnaðarráðherra
fyrir óvönduð vinnubrögð, ekki að-
eins að það skorti lagalegan
grundvöll fyrir það, sem hann ger-
ir, heldur sést hér óvönduð vinnu-
brögð. Hann notar orð eins og
flumbrugangur, hrein vitleysa, og
að geta ekki einu sinni nefnt rétt
lög í þeirri fréttatilkynningu, sem
iðnaðarráðherra sendi frá sér. Hér
er um alvarlegar ásakanir að ræða
og maður spyr auðvitað sjálfan
sig, þegar einn ráðherra segir
slíka hluti við annan, hvað þá með
vinnubrögð ráðherra í öðrum mál-
um? Við verðum vitni að því, að
hvert málið á fætur öðru klúðrast,
sem iðnaðarráðherra kemur ná-
lægt. Það eru öll mál að sigla í
strand, sem hann kemur nálægt,
hvort sem það eru virkjunarmál,
iðnaðar- eða orkumál, allt það sem
þessi ráðherra kemur nálægt, það
endar í einhverju klúðri og vit-
leysu.
• 4) Utanríkisráðherra fullyrti,
að iðnaðarráðherra hefði stofnað
þessum samningum í hættu, sem
þarna var um að ræða, samning-
um, sem munu færa, ef þeir end-
anlega komast á, Orkustofnun
verulegar tekjur, sem hún ella
missir af. Iðnaðarráðherra stofn-
ar fleiri samningum í hættu.
Hann virðist stofna í hættu öllum
þeim samningum og öllum þeim
samningaviðræðum, sem hann
kemur nálægt og tilheyra embætti
hans. Um það eigum við líka eftir
að ræða hér á Alþingi næstu daga
og ég skal ekki fara nánar út í hér.
• 5) En í fimmta lagi og það
finnst mér vera atriði, sem ráð-
herra mæiir hér af mikilli alvöru
og miklum þunga til okkar þing-
manna, að slíkt stjórnarfar sem
iðnaðarráðherra temur sér, að
slíkt stjórnarfar megi ekki inn-
leiða hér á landi. Hvers skyldi
hann vera að vitna til í þessu sam-
bandi? Skyldi það vera stjórnar-
far, þar sem iðnaðarráðherra fékk
sitt pólitíska uppeldi, í Austur-
Þýzkalandi? Ég skal ekkert um
það fullyrða, en mér finnst þetta
þung aðvörunarorð, sem einn ráð-
herra mælir í garð annars, þegar
hann segir við hann: Slíkt stjórn-
arfar má ekki innleiða hér á landi.
Ég tek undir þessi orð. Mér finnst,
að hér hafi verið gengið of langt
og að iðnaðarráðherra, sennilega
með fullum stuðningi félagsmála-
ráðherra, eins og hér hefur komið
fram, að hann hafi gengið allt of
langt í þessu máli og hér hafi ver-
ið stigið skref í átt til stjórnar-
fars, sem Alþingi verður að standa
gegn, að verði innleitt hér á landi.
Sveitarstjórnarmenn
á fundi I Reykjavík
FULLTRÚARÁÐ Sambands ís-
lenzkra sveitarfélaga heldur fund í
fundarsal borgarstjórnar Reykjavík-
ur á fimmtudag, 25., og fostudag, 26.
marz. Jón G. Tómasson, formaður
sambandsins, setur fundinn, en síð-
an flytja ávörp Svavar Gestsson, fé-
lagsmálaráðherra, og Sigurjón Pét-
ursson, forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur.
A fundinum verða þrjú megin-
umræðuefni: Ólafur Jónsson,
formaður stjórnar Húsnæðis-
stofnunar ríkisins, og Björn Frið-
finnsson, framkvæmdastjóri fjár-
máladeildar Reykjavíkurborgar,
flytja framsöguerindi um húsnæð-
islöggjöfina; Sigurbjörn Þor-
björnsson, ríkisskattstjóri, og
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri,
eru frummælendur um frumvarp
til laga um staðgreiðslu opinberra
gjalda og Alexander Stefánsson,
varaformaður sambandsins, er
málshefjandi um rekstur heilsu-
gæzlustöðva. Þá gerir Magnús E.
Guðjónsson, framkvæmdastjóri,
grein fyrir starfsemi Lánasjóðs
sveitarfélaga.
I fulltrúaráði sambandsins eiga
sæti 34 fulltrúar úr öllum lands-
hlutum svo og formenn og fram-
kvæmdastjórar landshlutasam-
taka sveitarfélaga með málfrelsi
og tillögurétti.
Leiðrétting
í frétt í Mbl. í gær um árekstur
fólksflutningabifreiðar frá Land-
leiðum og fólksbifreiðar á Strand-
götu í Hafnarfirði kom fyrir mis-
sögn. Hið rétta er, að fólksflutn-
ingabifreiðin sveigði yfir á vinstri
vegarhelming til að komast fram-
hjá bifreiðum, sem lent höfðu í
árekstri. Þegar hann var á öfugum
vegarhelmingi sá ökumaður fólks-
flutningabifreiðarinnar að fólksbíll
kom aðvífandi og náði að stöðva
bílinn áður en fólksbíllinn skall á
fólksflutningabifreiðinni.