Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 37

Morgunblaðið - 25.03.1982, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 37 hjálpsemi. Þeim eiginleikum var Ólafur gæddur í ríkum mæli. Oft kvabbaði ég á Ólafi, ef ég þurfti að fá eitthvað smíðað eða lagfært. Það var gott að biðja hann bónar, alltaf brást hann við ljúfmanlega og leysti vandann. Ólafur var hægur og prúður í framgöngu, en átti til glettni og spaugsemi í góðra vina hópi. Aldr- ei heyrði ég hann tala illa um nokkurn raann. Eftir því sem ég kynntist Ólafi betur mat ég hann meira. Ég kynntist þeim hjónum Ólafi og Sveinbjörgu lítilisháttar er þau bjuggu á Innrahólmi. En kynnin urðu meiri eftir að þau fluttust hingað til Reykjavíkur. Kona mín og Sveinbjörg urðu góðar vinkon- ur. Oft átfum við ánægjulegar stundir á heimili hvors annars. í ágústmánuði 1979 varð Ólafur fyrir þeirri þungbæru sorg að missa eiginkonu sína. Hún hafði á undanförnum árum átt við mikla vanheilsu að stríða og í veikindum hennar kom best í ljós umhyggja og nærgætni Ólafs. Eftir lát konu sinnar bjó Ólafur einn í Drápuhlíð 9. Allt var áfram með sömu ummerkjum og meðan Sveinbjörg lifði, hreint og fágað og hver hlutur á sínum stað. Ólafur saknaði mjög konu sinn- ar. Það var greinilegt að hann var einmana þó að hann reyndi að láta ekki á því bera. Það lífgaði að vísu dálítið upp er barnabörnin kom í heimsókn eða hann heimsótti þau, en Ólafur var barngóður og börn hændust að honum. Síðustu árin minnkaði ÓLafur nokkuð við sig vinnu, en lagði þó smíðarnar ekki alveg á hilluná. Það var honum mikils virði að blanda geði við fólk. Hann heim- sótti oft kunningjana og brá sér stundum á mannamót. A sumrin ferðaðist hann mikið um landið, enda átti hann jafnan góðan bíl, sem auðveldaði honum ferðalögin. Oftast fór hann á hverju sumri til Norðfjarðar, að heimsækja skyld- fólk konu sinnar, hann var því ekki ókunnugur akstri á hringveg- inum. Ólafur var glöggur náttúruskoð- ari og hafði yndi af útiveru. Hann átti sérkennilegt og fagurt steina- safn, en steinunum hafði hann að- allega safnað á Austfjörðum. Á ferðum sínum hafði Ólafur jafnan meðferðis myndavél, og festi á filmu sérstæðustu náttúru- undrin, sem fyrir augu bar. Þá tók hann einnig myndir við ýmis tæki- færi og var safn hans orðið mikið að vöxtum. Ljósmyndun er skemmtileg tómstundaiðja, enda hafði Ólafur ánægju af að skoða eða sýna kunningjum og vinum myndir sín- ar. Þá þurfti enginn að láta sér leiðast. Að leiðarlokum kveðjum við hjónin Ólaf með hlýhug og þakk- læti, og vottum syni, tengdadótt- ur, barnabörnum og öðrum ætt- ingjum innilega samúð. Guð blessi minningu Ólafs Pálssonar. Armann Kr. Einarsson. __________________________________________________I GRUÍ1DIG GÓÐ KJÖR- EINSTÖK GÆÐI LAUGAVEGID, SÍMI27788 * o <s> ca c> c O) 3 < 5VAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg á vin, sem segir, að hann sé kristinn, en hann er sífellt að setja út á aðra. Þegar eg hef verið með honum stundarkorn. finnst mér, að eg þuríi að fara í bað. Eg forðast hann því eins og heitan eldinn. Er afstaða mín rétt — eða hans? Eg veit, hvaö þér hafið í huga: Það er átakanlegt að vera í návist fólks, sem sér ekkert gott við aðra menn. Það er jafnan svo, að við opinberum leynda galla okkar sjálfra með því að dæma aðra. Sálfræðingurinn J.A. Hadfield er höfundur bókar- innar Sálfræði og siðferði. Hann segir: „Leyfðu hverjum sem er að segja það, sem hann langar til að segja um aðra. Síðan getur þú snúið þér rólegur og öruggur að honum og sagt: „Þú ert maðurinn.““ Davíð hafði brotið af sér, er hann tók Batsebu og varð valdur að dauða eiginmanns hennar. Natan spámaður fór til hans og sagði honum frá fjáreigand- anum, sem stal einni kind fátæka mannsins. Davíð mælti: „Svo sannarlega sem Drottinn lifir: Sá maður, sem slíkt hefur aðhafst, er dauða sekur". (2. Sam. 12,5.) Davíð var ekki seinn á sér að dæma fjáreigandann. Hann gerði sér ekki ljóst, að hann hafði sjálfur drýgt enn alvarlegri synd. Natan leiddi honum fyrir sjónir, að hann hefði kveðið upp dóm yfir sjálfum sér, og sagði: „Þú ert maðurinn!" Það er þetta, sem Jesús hlýtur að hafa átt við, þegar hann mælti: „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir." (Matt. 7,1.) Hann bendir á: Við afhjúpum oft, hversu skammt við náum, með því að dæma aðra. Maðurinn, sem þér minnist á, er því í raun réttri að sýna, að hann fyrirlítur sjálfan sig, en hann beinir skeytum sínum á aðra í stað sjálfs sín. Hann myndi fá fulla bót á þessum ávana sínum, ef hann gerði sér grein fyrir eigin mistökum í stað galla annarra. Biblían segir: „Játið syndir yðar hver fyrir öðrum, til þess að þér verðið heilbrigðir. t Við þökkum fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför, SIGRÍDAR BRYNJÓLFSDÓTTUR, fyrrv. fulltrúa í Landsbankanum. Katrín S. Brynjólfsdóttir, Gísli Brynjólfsson, Ásta Þ. Valdimarsdóttir, Haraldur Halldórsson. Nær handverki verdur vart komist Húsgöng úr furu Vönduö íslensk framleidsla a. Þessi glæsilegu húsgögn eru úr massífri furu og fást í Ijósum viöarlit og brún- bæsuö. 10% staögreiösluafsláttur og góö greiöslukjör. FURUHUSIÐ HF. Suðurlandsbraut 30 — sími 86605 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl AIGLYSIH IM ALt.T LAND ÞEGAR Þl AIGLYSIR I MORGINBLAÐIM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.