Morgunblaðið - 25.03.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982
45
Eiturlyf
Hér þarf að gera stórátak
Áfíæti Velvakandi.
Aö undanförnu hefur verið mik-
ii umræða um skaðsemi reykinf<a
og er það vel. Við sjáum líka öðru
hverju greinar í blöðum þar sem
varað er við áfenRÍsneyzlu og rakt-
ar þær afleiðingar, sem hún hefur
á líkama og persónuleika. Skrif af
þessu tagi eru vissulega árangurs-
rík og gagnleg, því þó margur
skelli við þeim skollaeyrum eru
aðrir sem hlýða aðvöruninni og
láta reykingar og drykkju eiga sig.
Hitt þykir mér skorta að fólk sé
nógsamlega varað við eiturlyfjum
sem flutt eru ólöglega til landsins,
en slíkt smygl hefur farið mjög í
vöxt á síðustu árum sem kunnugt
er. Kg hef t.d. heyrt unglinga
halda því fram fullum fetum að
„hass“ sé alveg skaðlaust, og
miklu betra en áfengi að því leyti
að „maður verður ekkert timbrað-
ur“. Staðreyndin er hins vegar sú
eins og flestum mun vera kunnugt,
að hjá hassneytanda safnast eit-
urlyfið upp í miðtaugakerfinu og
er þar viðloðandi þar mánuðum
saman eftir að neyzlan fer fram.
Og svo er annað. Þegar um smygl-
uð eituriyf er að ræða veit kaup-
andinn raunverulega alls ekkert
hvað hann er að kaupa. Þó stofn-
inn í því sem hann kaupir sé
raunverulega hass er það e.t.v.
blandað ópíum eða engiaryki, en
það síðarnefnda er stórhættulegt
ofskynjunarlyf sem getur valdið
varanlegri geðveiki.
Eg er þeirrar skoðunar að fólk
sé ekki nógsamlega varað við
þeirri hættu sem stafar af eitur-
lyfjaneyzlu — og þess vegna sé
það í mörgum tilfellum auðveld
bráð fyrir eiturlyfjasalana. Þessu
mætti bæta úr að nokkru með
aukinni fræðslu og hvatningu um
að hrinda þessum vágesti af hönd-
um sér.
Þá þyrfti að gera stórátak til að
koma í veg fyrir að eiturlyfjum sé
smyglað til landsins. Það hefur
verið bent á að erfitt sé að koma í
veg fyrir smyglið, því mjög lítið
fari fyrir þessum fíkniefnum. En
fer lítið fyrir hópnum sem neytir
þeirra? Hvers vegna ekki að virkja
almenning í því að koma upp um
eiturlyfjasalana/ Hér váður fyrr
voru menn verðlaunaðir fyrir að
skjóta refi og fengu ákveðna upp-
hæð fyrir skottið — væri ekki
hægt að hafa svipaða aðferð þar
sem eiturlyfjasnatarnir eru ann-
ars vegar. Það mætti t.d. verð-
launa þann sem kæmi með upplýs-
ingar er leiddu til handtöku eitur-
lyfjasnata með dágóðri peninga-
upphæð. Þannig hygg ég að koma
mætti upp um margan kauðann.
Ekki get ég skilist við þetta efni
á þess að minnast á „læknadópið".
Það eru ennþá til læknar á íslandi
sem skrifa út lyfseðla á amfetam-
ín — lyf sem flest ríki hafa nú
strikað út af lyfjaskrá og er
raunverulega ekki annað en eitur-
lyf sem gerir menn óða. Þetta
vandamál mun nú í rénun, þar
sem yngri læknar munu vera mun
strangari og betur á verði að þessu
leyti en þeir eldri. Þarna er þó
vissulega vandamál fyrir hendi og
væri auðveldlega hægt að gera
stórátak ef vilji væri fyrir hendi
— ég þekki dæmi um grófa mis-
notkun af þessu tagi og það munu
margir fleiri gera. Er ekki kominn
tími til að stinga á kýlinu?
I þessum málum er um tvennt
að ræða. Skera upp herör eða
fljóta sofandi að feigðarósi.
H.L.
/ Velvakanda fyrir 30 árum
Létu ekki snúa á sig
ÞEIR þóttu ekki drepast ráða-
lausir svertingjarnir þrír,
sem áttu ekki að fá að fara inn í
Hótel Borg, af því að þeir voru
bindislausir. En sem kunnugt er
eiga menn ekki rétt til inngöngu
þar nema þeir hafi hálsknýti.
.... Ui' nokkuJ adi sluul .ni.,::.
Nú, svertingjarnir brugðu sér
á afvikinn stað og drógu upp
snýtuklútana sína. Klútana rifu
þeir svo í ræmur og brugðu um
hálsinn.
Enginn hefði getað sett út á
slaufur svertingjanna þriggja,
þegar þeir að vormu spori brun-
uðu í salinn, brosleitir og
hnakkakerrtir.
Ahorfendaómenning
MÖRGUM þykir nýstárlegt
að sjá og heyra, hvernig
áhorfendur að hnefaleikum láta
í ljós tilfinningar sínar og geð-
brigði. Það er í sjálfu sér ekkert
tiltökumál, þó að þeir sleppi
fram af sér beizlinu að einhverju
leyti, en annað eins orðbragð og
gífuryrði og áhorfendur láta þá
fjúka ættu þeir að geyma sér til
að hafa yfir í einrúmi sjálfra sín
og annarra viðstaddra vegna.
Einkum eru það unglingar,
sem láta verstu látunum, svo að
þetta er víst það sem koma skal
og verður varla hneykslunar-
hella lengi úr þessu.
Annars eru dólgsleg orð ekki
einskorðuð við hnefaleikakeppni,
þó að mest kveði að þeim þar.
Áhorfendur að sjálfri glímunni
kváðu vera með þessu marki
brenndir sem frægt er orðið.
„Mér hefir aldrei
lagzt neitt til“
IFYRRI viku var hér að því
spurt, hvar væri að finna
setninguna: „Mér hefir aldrei
lagzt neitt til.“ En það er Einar
Kvaran, sem lætur Þórð karlinn
í Króki segja hana í Þurrki.
Aragrúi af svörum hefir bor-
izt, miklu fleiri en ég gat gert
mér vonir um. Svörin bárust úr
öllum landsfjórðungum frá fólki
á öllum aldri. Yngsti sendandinn
var 11 ára stúlka, tvær konur
voru yfir sjötugt, og þrír karl-
menn rétt undir sjötugsaldri
sendu svör.
Ævar Kvaran
byrjar
leiklistarnámskeið
1. apríl nk. Fagur framburöur. Nýr lestur.
Uppl. í síma 32175.
Sölumenn
Aðalfundur Sölumannadeildar Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur, veröur haldinn í kvöld, fimmtudaginn
25. marz kl. 20.30, aö Hagamel 4.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
RITARANAMSKEIÐ
veröur haldið í Kristalssal Hótels
Loftleiöa dagana 29.—31. mars
nk. kl. 14—18.
Fjallað verður um:
— bréfaskriftir og skjalavörslu
— simsvörun og afgreiðslu viðskiptavina
— skipulagningu og tímastjórnun
— almenn skrifstofustörf
Æskilegt er að þátttakendur hafi nokkra
reynslu sem ritarar og innsýn í öll almenn
skrifstofustörf.
Leiöbeinandi:
Jóhanna Sveins-
dóttir einkaritari.
Leióbeinandi:
Tollskjöl og
verðútreikningar
Námskeið um Tollskjöl og verðútreikninga verður
haldið í fyrirlestrasal félagsins að Síöumúla 23 dcg-
ana 30. mars—2. apríl kl. 09—12.
Fjallað veröur um:
— helstu skjöl og eyðublöð við tollaf-
greiðslu og notkun þeirra,
— meginþætti laga og reglugerða er gilda
við tollafgreiðslu,
— grundvallaratriöi tollflokkunar,
— helstu reglur við veröútreikning.
Gerð verða raunhæf verkefni.
Námskeið er einkum ætlaö þeim sem
stunda innflutning i smáum stíl.
Einnig er það kjörið fyrir þá sem eru að KaH Qaröarsson
hefja eöa hyggjast hefja störf við vióskiptafræðing-
tollskýrslugerö og verðútreikninga. ur-
Bókfærsla II
Námskeið um Bókfærsiu II verður haldið í fyrir-
lestrasal félagsins að Síðumúla 23 dagana 30.
mars—2. apríl kl. 13.30—18.30.
Rifjuð verður upp helstu atriði úr „Bók-
færslu l“ og farið dýpra í hin ýmsu atriði
bóhalds og megináhersla lögð á rekstrar-
uppgjör fyrirtækja. Kennslan er að miklu
leyti fólgin í verklegum æfingum.
Námskeiöið er ætlað þeim sem þegar
hafa haft nokkur kynni af bókhaldi og þá
sem vilja fylgjast vel meö rekstri fyrir-
tækisins.
Kristján Aöal-
steinsson viö-
skiptafræðingur.
ÞÁTTTAKA TILKYNNIST TIL STJÓRNUNAR-
FÉLAGSINS í SÍMA 82930.
Leiðbeinandi:
SUÓRNUNARFÉIAG (SIANDS
SfOUMÚLA 23 105 REYKJAVlK SfMI 82930