Morgunblaðið - 25.03.1982, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.03.1982, Qupperneq 48
Síminn á afgreiðslunni er 83033 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1982 Tvö ár frá tilskipun um nýja forþjöppu: 9 af 11 Fokker- hreyflunum með nýju forþjöppuna Fyrsta slysiö síðan 1976, en alls hafa 5 sinnum oröið slíkar sprengingar í hreyflum í Fokker SPRENGINGIN sem varð í mótornum í Flugleiða-Fokk- ernum sl. laugardag, er sú fimmta sem hefur orðið í Fokker frá árinu 1965 og í einu tilvikinu hjá, Air Qué- beck, fórst vélin og fólk með henni. Síðasta bilun af þessu tagi, en rannsóknin beinist að bilun í fremri forþjöppu, varð árið 1976. Hins vegar gáfu Rolls Royce- verksmiðjurnar út tilkynningu fyrir tveimur árum þar sem til- kynnt var að nú hefðu verk- smiðjurnar komist fyrir galla sem komið hafði fram í umrædd- um slysum og einnig í skoðun á hreyflum þar sem sprungur fundust í forþjöppu. Síðan hefur skipulega verið unnið að því að skipta um forþjöppur í hreyflum af þessari nýju tegund og hefur það verið gert á 9 af 11 hreyflum Flugleiða. Forþjappan í þessum hreyfli var sett i sl. haust í skoð- un hjá Rolls Royce og hefur að- eins um 500 flugtíma að baki af 5000—6000 sem líða mega milli skoðana. Sérfræðingar Rolls Royce munu nú leggja allt kapp á að komast til botns í þessari bilun, hvort bilunin er þess eðlis að reglur þeirra um ákveðna vél- arhluti standist eða ekki, en í öllum tilvikum sem komið hafa upp í þessu sambandi hefur verið unnt að finna ástæðuna fyrir bil- uninni. Sérfræðingar frá Rolls Royce-verksmiðjunum sem smíða hreyfla Fokker-véla Flugleiða og menn frá Fokker- verksmiðjunum ásamt íslenzk- um og brezkum loftferðaeftir- litsmönnum og sérfræðingum Flugleiða skoðuðu í gær hreyfil Fokkersins sem nauðlenti á Keflavíkurflugvelli sl. laugardag eftir sprengingu í mótor í flug- taki á Isafirði. Báru hinir inn- lendu og erlendu sérfræðingar saman bækur sínar og munu halda áfram rannsókn málsins í dag. Rannsóknin snýst að forþjöpp- unni sem fyrr getur, en þar koma nokkur atriði til greina: Að óeðlilegur núningur hafi valdið málmþreytu, að um fram- leiðslugalla sé að ræða, að málmþreyta sé ástæðan eða að hluturinn hafi orðið fyrir ein- hverju hnjaski áður en hann var settur í vélina. Mr. Gilchriest frá Rolls Royce-verksmiðjunum, lengst til vinstri, ræðir málin við sérfræðinga frá Fokker-verksmiðj- unum, en fjöldi erlendra sérfræðinga var á Keflavíkurflugvelli í gær að kanna bilunina í hreyfli Fokkersins sem nauðlenti sl. laugardag. Ljósmynd Mbi. Kmilia * Aðalfundur Vinnuveitendasambands Islands haldinn í gær: Kröftim ASÍ hafnað Samið verði til 2ja ára án grunnkaupshækkana í STEFNUYFIRLÝSJNGU Vinnu- veitendasambands íslands, sem samþykkt var samhljóða á aðal- fundi VSÍ í gær, er kaupkröfugerð ASÍ og landssambanda þess hafn- að, „enda er hún með öllu Sigurbjörn (íuðjónsson Sigurkarl Sigurbjörnsson Feðgar biðu bana FFIKiAR biðu bana þegar þeir grófust undir skurðbakka við hús- grunn í Mosfellssveit á þriðjudag. Peir hétu Sigurhjörn Guðjónsson, fæddur 22. ágúst 1922, til heimilis að Goðalandi II, Reykjavík, og Sigurkarl Sigurbjörnsson, fæddur 7. febrúar 1947, til heimilis að Álftamýri 27, Reykjavík. Þeir feðgar voru að vinnu við byggingu íbúðarhúss við Hjarðar- holt 7 í Mosfellssveit. Unnið var að greftri skurðar fyrir skolplögn á þriðjudag og var skurðurinn um 5 metra djúpur. Þeir Sigurbjörn og Sigurkarl voru að vinnu í skurðin- um þegar skurðbakkinn gaf sig og þeir grófust undir. Engir sjónar- vottar urðu að slysinu. Ekki er ljóst hvenær atvikið átti sér stað, en vörubílstjóri, sem kom með malarfarm að húsinu á milli kl. 18.30 og 18.45, varð þeirra ekki var. Farið var að undrast um þá feðga þegar leið á kvöldið og var lögregla kvödd á staðinn. Athygli manna beindist fljótlega að skurðinum því ummerki um hrun úr bakkanum voru greinileg. Um kl. 23 voru björgunarsveitir kallaðar út. Fljót- lega eftir að leit hófst fundust lík þeirra Sigurbjarnar og Sigurkarls. Sigurbjörn lætur eftir sig konu og 3 uppkomin börn og Sigurkarl konu og 2 börn. óraunhæf miðað við núverandi efnahagsaðstæður". Lagt er til, að kjarasamningarnir verði endur- nýjaðir til tveggja ára án al- mennra grunnkaupshækkana. Páll Sigurjónsson, formaður VSÍ, sagði meðal annars, að forysta verkalýðsfélaganna hefði nú gert þær óraunhæfustu kröfur, sem sézt hefðu i áratugi. Páll Sigurjónsson fjallaði í ræðu sinni um stjórnmálin og vinnumarkaðinn, en vék síðan að kjaramálum. Hann sagöi, að síð- ustu fjögur ár hefði verið stöðnun í hagkerfinu, hagvöxtur farið minnkandi og aðeins verið rúm- lega 1% á síðasta ári. Að jafnaði hefði árlegur hagvöxtur hins veg- ar verið um 5% síðastliðinn ára- tug. í reynd hefði nær engin aukn- ing orðið á þjóðartekjum á mann frá árinu 1980 til ársins 1981 og þar sem 75—80% af þjóðartekjum væru laun væri Ijóst, að þessi stöðnun hagvaxtar setti samn- ingsaðilum á vinnumarkaðnum þröngar skorður. Páll sagði, að undanfarin ár hefðu launþegar endurgreitt 99% af öllum launa- hækkunum með stöðugri lækkun á gengi krónunnar og almennri verðhækkun. Horfur um framvindu efna- hagsmála á þessu ári sagði Páll vera þannig, að hjá því yrði ekki komist í yfirstandandi kjarasamn- ingum að láta efnahagsleg sjón- armið ráða niðurstöðum þeirra, en ekki félagslega stöðu þeirra ein- staklinga, sem kepptu um völdin í verkalýðsfélögunum. Ef fram héldi sem horfði mætti reikna með, að þjóðartekjur á mann myndu minnka um allt að 2% á þessu ári og raunveruleg lífskjör versna í samræmi við það. „Ljóst er, að við hækkum ekki raunlaun né aukum útgjöld til fé- lagslegra verkefna, fyrr en ný sókn til eflingar íslenzku atvinnu- lífi hefur skilað árangri. Það hefur engan tilgang að skipta á pappírn- um þeim peningum, sem ekki eru til. Þetta eru almenn orð, sem allir ættu að geta skilið. Hinn bitri sannleikur er sá, að á næstu tveimur árum er enginn grund- völlur fyrir kaupmáttaraukningu. Afleiðingin er sú, að forystumenn verkalýðsfélaganna verða á næst- unni að finna sér önnur verkefni, en að búa til kröfugerð um launa- hækkanir. Um leið og atvinnulífinu tekst að snúa taflinu við og auka á ný skiptaverðmætin er Vinnuveit- endasambandið reiðubúið til við- ræðna um raunhæfa kaupmáttar- aukningu, en við núverandi að- stæður koma slíkar viðræður ekki til greina," sagði Páll Sigurjóns- son meðal annars. Sjá rartu formanns VSÍ í heild á blaðsíðu 14 og stefnuyfirlýsingu VSÍ fyrir komandi samningavið- ræður á blaðsíðu 20. Álvidræðurnar: Dr. Miiller og Hjörleifur hittast árdegis Dr. Gunnar og Stein- grímur hitta Miiller yfir máltíð IIK. PAUI. Miillcr, formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse kom til íslands siðdegis í gær með þotu Flugleiða frá Kaupmanna höfn og árdegis í dag mun hann ræða við Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra um samskipti fs- lands og Alusuisse, eins og segir í fréttatilkynningu frá iðnaðarráðu- ncytinu. Það vekur athygli að ekki er gert ráð fyrir að þeir dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Steingrímur Hermannsson sjáv- arútvegsráðherra taki þátt í við- ræðunum, að öðru leyti en því að þeir hitta dr. Múller að máli í málsverði. Þeir dr. Gunnar, Steingrímur og Hjörleifur mynda álviðræðunefnd ríkis- stjórnarinnar. Með Hjörleifi Guttormssyni í viðræðunum í dag verða hans nánustu ráðgjafar í iðnaðar- ráðuneytinu og auk þess tekur þátt í þeim Vilhjálmur Lúð- viksson, formaður álviðræðu- nefndarinnar, aðrir nefndar- menn hafa ekki verið boðaðir til að taka þátt í viðræðunum. Fyrir hönd Alusuisse mun dr. Múller einn taka þátt í viðræð- unum, að minnsta kosti til að byrja með. Hann dvelur á Is- landi þar til á laugardagsmorg- un, en einn af heimildar- mönnum Morgunblaðsins sagði í gærkvöldi, að menn vonuðust til að línurnar yrðu farnar að skýr- ast á föstudag. Kröfurnar hógværar að mati Svavars SVAVAR GesLsson, féiagsmála- ráðherra, sagði á aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands í gær, að hann teldi kröfur ASf um 13% launahækkun hógværar. Steingrímur ' Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, sagði hins vegar, að hann teldi kröf- urnar of háar miðað við upp- lýsingar um þróun þjóðar- tekna. Því þyrfti að endur- skoða þessar kröfur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.