Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 ÓTTI SOVÉTMANNA VIÐ „HELSINKI-ÞRÓUNINA" l'egar maraþonráðstefnan i Madrid um öryggi og samvinnu i Evrópu leystist upp um miðjan mars og stjórnarerindrekar tygjuðu sig til brottferðar, voru menn af eðli- legum ástæðum almennt þeirrar skoðunar, að ráðstefnan hefði runnið út í sandinn og mistekist. Á þeim 16 mánuðum, sem liðnir eru frá því að ráðstefnan var sett, hefur lítið verið gert til að auka öryggi þeirra 35 ríkja, sem áttu fulltrúa við undirrit- un lokasamþykktarinnar i Heísinki 1975, þvert á móti hafa árekstrar einkennt sambúð austurs og vesturs á þessum tíma en ekki samvinna. Ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu í viðræðum um sam- komulag um ýmis mál til styrktar lokasamþykktinni frá Helsinki — í Madrid ræddu menn meðal annars um endursameiningu fjölskyldna, hryðjuverk, vinnuaðstæður blaða- manna og samskipti vísindamanna. Niðurstaðan varð hins vegar engin vegna deilna um Pólland. Þegar stjórnarerindrekarnir kvöddust, töldu þeir fæstir, að það væri þeim að kenna, að ráðstefnan leystist upp án niðurstöðu. Þeim þótti flestum hið sama og Norð- manninum, sem sagði: „Hættu- legasta staða í alþjóðamálum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar" setti svip sinn á ráðstefnuna, hleypti henni upp og dró úr gildi hennar. Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra eru þó þeirrar skoðun- ar, að ráðstefnan í Madrid hafi ekki verið með öllu þýðingarlaus. Vestur- landabúar höfðu almennt ekki mik- inn áhuga á því, sem fram fór á ráðstefnunni. Hins vegar var vand- lega sagt frá ræðum manna í Madr- id í þeim útvarpsstöðvum, sem senda yfir til Austur-Evrópu. í þeim voru endurteknar yfirlýsingar ræðumanna á ráðstefnunni um mannréttindabrot kommúnista, innrásina i Afganistan og herlögin í Póllandi. Ráðstefnan var því ágætur áróðursvettvangur. Allt frá því ráðstefnan hófst voru Bandaríkjamenn hræddir um, að Sovétmenn myndu leggja sig fram um að koma illu af stað milli banda- rísku fulltrúanna og fulltrúa ann- arra NATO-ríkja. Sá ótti reyndist ástæðulaus, því að NATO-ríkin héldu mjög vel saman. Eini alvar- legi ágreiningurinn innan NATO varð í byrjun þessa árs, þegar ríkis- stjórn Reagans hvatti til þess, að allir utanríkisráðherrar NATO- ríkjanna kæmu til Madrid og gerðu þar harða hríð að sovéskum og pólskum ráðamönnum fyrir aðför þeirra að Samstöðu í Póllandi. Vestur-Þjóðverjar nutu stuðnings Frakka, þegar þeir andmæltu áformum Bandaríkjamanna um að ráðast á Kremlverja og hverfa síðan á brott frá Madrid. Voru Vestur- Þjóðverjar þeirra skoðunar, að þar með sætu NATO-ríkin uppi með ábyrgðina á því, að ráðstefnan færi út um þúfur. Alexander Haig, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hitti Hans Dietrich Genscher, utanríkisráð- herra V-Þýskalands, á tveggja tíma fundi í Madrid 8. febrúar sl. og þar náðist málamiðlun. Bandaríkja- menn lofuðu að hverfa ekki af ráð- stefnunni í flýti, en Vestur-Þjóð- verjar hétu því að hætta þátttöku í starfshópum ráðstefnunnar og und- irstrika með því, aö hún héldi ekki áfram, eins og ekkert hefði í skorist. Hinn 9. febrúar tóku svo ráðherr- ar NATO-ríkjanna til máls og hófu að gagnrýna pólsku herlögin, en þá stuðlaði sovéski fulltrúinn að enn meiri samstöðu meðal vestrænu fulltrúanna, þegar hann skipaði fundarstjóranum, sem var pólskur þennan dag, að loka mælendaskrá og fella niður nöfn af henni. Þessi misbeiting á fundarstjóravaldinu olli mikilli reiði hjá þeim utanrík- isráðherrum, sem ekki fengu orðið. Sovétmenn hreyfðu því fyrst, að gengið skyldi til ráðstefnu um ör- yggi og samvinnu í Evrópu í þeim tiígangi, að þar yrði staðfest skipt- ing álfunnar milli austurs og vest- urs og samið um landamæri miðað við áhrifasvæðin, sem mynduðust eftir síðari heimsstyrjöldina. Túlk- uðu Sovétmenn lokasamþykktina í Helsinki sér í hag að þessu leyti og í Bandaríkjunum gagnrýndu íhalds- menn í utanríkismálum Gerald Ford, þáverandi forseta, harðlega fyrir að skrifa undir samþykktina, sem þeir töldu undanslátt gagnvart Kremlverjum. Hin upphaflega túlkun Sovét- stjórnarinnar hefur þó orðið að víkja. Athyglin hefur beinst að mannréttindaákvæðum lokasam- þykktarinnar og þau hafa haldið áhuga á henni vakandi. Sömu sögu er reyndar að segja um framhalds- ráðstefnurnar tvær, sem haldnar hafa verið síðan 1975, sú fyrri í Belgrad 1977 og nú hin síðari í Madrid. í Austur-Evrópu urðu til smáhóp- ar, sem kenndu sig við Helsinki- samþykktina og tóku sér fyrir hend- ur að fylgjast með framkvæmd hennar í löndum sínum. Ein fyrsta krafan, sem Samstöðu-hópurinn í Gdansk setti fram, var, að pólska ríkisstjórnin birti Helsinki-loka- samþykktina í heild. Engin ástæða er til að ætla, að Sovétstjórnin eða Leonid Brezhnev, forseti, sem skrif- aði undir samþykktina í Helsinki, fagni því, að hún sé nú notuð sem eitt helsta vopnið í mannréttinda- baráttunni í kommúnistaríkjunum og stuðli þannig að pólitískum breytingum í þessum stöðnuðu þjóð- félögum. Af þessari ástæðu eru stjórnarer- indrekar bæði frá NATO-ríkjum og hlutlausum ríkjum þeirrar skoðun- ar, að Sovétstjórnin vilji gjarnan láta Madrid-ráðstefnuna breytast í endalausa þrasfundi. Þar með takist henni að veikja og hefta „Helsinki- þróunina" svonefndu, sem gæti leitt til einskonar undirróðurs í komm- únistaríkjunum, hins vegar stæði lokasamþykktin eftir og hana mætti túlka að vild, eins og ráðamenn í Moskvu hafa alltaf viljað gera. Ýmislegt annaö bendir til þess, að Sovétmenn ætli að snúast gegn því, sem erindrekar þeirra kalla „ein- hliða" túlkun á loksamþykktinni. Skömmu fyrir hinn hátíðlega leið- togafund, sem haldinn var í tilefni af undirrituninni 1975, og fyrstu framhalds-ráðstefnuna í Belgrad 1977, héldu Kremlverjar því ekki leyndu, að þeir slepptu andófs- mönnum úr haldi og leyfðu gyðing- um að flytjast úr landi. Samhliða ráðstefnunni í Madrid hafa tökin hins vegar verið hert á sovéskum þegnum og færri gyðingum er leyft að fara úr landi, en í Bandaríkjun- um og Vestur-Evrópu hafa menn ávallt haft mikinn áhuga á, að þcir hefðu ferðafrelsi. Síðar gefást fleiri tækifæri til að ræða um hugsanleg tengsl milli áróðurssigra Vesturlanda í Madrid og breytinga á högum sovéskra þegna og andófsmanna í Austur- Evrópu. Hið eina, sem samkomulag náðist um á ráðstefnunni í Madrid, var að fundir skyldu hefjast að nýju 9. nóvember næstkomandi. ÚTSALA r l Á skíða- fatnaói barnaúlpum og rv\ barnaskíóum. Sendumí póstkröfu. FÁLKIN N Suöurlandsbraut 8. Sími 84670.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.