Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Gömul plága í nýrri mynd IjönKum hefur malaría eða mýrakalda verið ein versta plágan sem íbúar hitabeltis- Iandanna hafa átt við að etja. Þessi forni vágestur herjar nú enn á ný í um það bil 100 ríkj- um þriðja heimsins. Hið versta er þó, að hann hefur tekið á sig nýja mynd og er banvænni en áður, og venjuleg mýraköldu- lyf vinna ekki á honum. Hann leggst einkum á ung börn og vanfærar konur.. Þessi sjúkdómur dró nýlega unga ráðherradóttur í Uganda til dauða og sagan af helstríði hennar lýsir því vel, hversu fljótt hann vinnur á fólki, þótt öllum mannlegum mætti sé beitt til að bjarga því. Stúlkan fékk skyndilega háan hita, og þá var hún umsvifalaust flutt á sjúkrahús í Kampala, þar sem nokkrir læknar reyndu allt sem þeir gátu til að bjarga lífi hennar. Stúlkunni hrakaði þó stöðugt og var henni þá komið undir hendur rússnekra lækna, sem störfuðu í borg- inni. Þeir reyndu sitt ítrasta, en allt kom fyrir ekki. Stúlkan lézt tæpum sólarhring eftir að sjúkdómsins varð vart. Hið nýja afbrigði mýraköldu hefur lagt fleiri af velli en þau afbrigði, sem hingað til hafa geisað. Er til dæmis talið, milljón afrísk börn hafi látizt af þess völdum. Fyrri afbrigði mýraköldu lýstu sér yfirleitt þannig að sjúkdómurinn bjó um sig í lifrinni, en lét ekkert á sér kræla árum saman. Svo gaus hann upp við og við og smám saman dró mátt úr sjúklingunum, en þó var sjaldgæft, að þeir létu lífið úr þessum sjúkdómi. Nýja mýrakölduafbrigðið lýsir sér á allt annan hátt. Sjúkdómurinn ræðst umsvifa- laust inn í rauðu blóðkornin og leggur þar með líffærin undir sig á skömmum tíma. Veldur það snöggum dauðdaga. Sérfræðingar eru uggandi út af þessu vandamáli, sem virð- ist magnast stig af stigi. Þeir hafa komið viðvörun á fram- færi við umhverfismálaráð Sameinuðu þjóðanna, sem hef- ur aðalbækistöðvar í Kenya. Segir þar að þessi nýja malar- íutegund geti orðið mesti skað- valdur í heilbrigðismálum þriðja heimsins á næsta ára- tug. Ymsir vísindamenn telja, að taumlaus notkun kemískra efna, þar á meðal DDT til að hefta útbreiðslu á kornpestum, sem og eyðing skordýra, er bera með sér sjúkdóma, eigi sinn þátt í því, hvernig komið er. Hafi þetta valdið því, að fram hafi komið afbrigði af snýkjudýri, sem ber með sér mýraköldu og engin meðöl vinua á. Hópur bandarískra vísinda- manna reynir nú að setja sam- an bóluefni, er veitt gæti var- anlegt ónæmi gegn þessum sjúkdómi. Það starf er þó enn á tilraunastigi. — ALASTAIR MATHESON Vid kofadyrnar: banvænn sjúkdómur herjar land þeirra. DYRT SPAUG Huldu menn hins opinbera á Ítalíu Ýmsar þjónustugreinar á Italíu eru í megnum ólestri vegna þess að gert hefur verið stórátak gegn slælegum mætingum í vinnu svo og því, að menn gegni fleiri störf- um en einu. Þetta snertir einkum opinbera starfsmenn sem vinna að heilsugæzlu, við póstþjónustuna og járnbrautirnar. Þegar þetta er ritað er kominn kraftur í sóknina, sem hófst í Rómaborg í febrúar sl. Um 30 manns hafa verið handteknir og um 800 ákæruskjöl hafa verið send. Sum þeirra eru til lækna, sem eru sakaðir um að hafa gefið fólki læknisvottorð í allt að 70 daga, enda þótt það hafi verið stálslegið til heilsunnar. Veik- indadagana notar svo fólkið til þess að vinna önnur störf. Aðrir höfðu látið skrá sig í vinnu og fóru jafnvel fram á eftirvinnugreiðslur fyrir daga, sem þeir höfðu alls ekki látið sjá sig. Fólk sem gegnir fleiri störfum en einu virðist leggja gjörva hönd Stolna vinnan skilar að lík- indum 10% af þjóðartekj- um. á margt. Starfsmenn á pósthúsum starfa oft jafnframt við móttöku á hótelum eða aka leigubílum. Starfsmenn í heilbrigðisráðuneyt- inu hafa farið á milli sjúkrahúsa og falboðið útbúnað og tæki til lækninga. Menn úr umferðarlög- reglunni reyndust hafa aukastörf hjá tryggingafyrirtækjum og veita þar leiðbeiningar og ráðgjöf varðandi bílslys. Arkítektar við landbúnaðarráðuneytið reyndust reka eigin vinnustofur og kennari frá Rómaborg var fararstjóri á Smaragðaströndinni á Sardiníu. Allt er þetta liður í svonefndri „svartri atvinnustarfsemi" á It- alíu, en að mati efnahagssérfræð- inga skilar hún um 10% af þjóðar- tekjum. Atlaga stjórnvalda gegn öllum þessum ósóma hefur leitt ýmislegt kátlegt í Ijós. Til að mynda hafa menn nú séð sitt óvænna og byrj- að aé mæta betur og stundvíslegar til vinnu en nokkru sinni fyrr með þeim afleiðingum að á sumum vinnustöðum hefur allt fyllzt af fólki, og sárlega hefur vantað skrifborð og ritvélar. Fyrir skömmu var lokið við gerð skýrslu, er leiddi í ljós að víða er pottur brotinn hjá hinu opinbera á Italíu. Skýrslan byggði á nafn- lausum viðtölum við ríkisstarfs- menn, og þar viðurkenndu fimm- tíu af hundraði að þeir stunduðu aukastörf, en það er stranglega bannað með lögum. 45% kváðust mæta illa til vinnu vegna skorts á eftirliti og 32% kváðust stúnda söiumennsku í vinnunni. 27% kváðust tilbúin til að vinna auka- störf heima og 19% létu varla sjá sig á vinnustað. En þrátt fyrir þessar uppljóstr- anir er ekki mikilla breytinga að vænta. Viðbrögð ríkisstjórnarinn- ar hafa verið næsta hæversk. Einn af nánustu samstarfsmönnum Spadolini forsætisráðherra hefur sagt, að uppsagnir komi ekki til greina, því að ógerlegt sé að reka milljónir opinberra starfsmanna úr vinnu. Og borgarstjóri Róma- borgar, kommúnistinn Ugo Vet- ere, er mjög andvígur handtökun- um, sem hann segir vera „gagn- slausar ofsóknir". - PETER JARtK'KI HARMLEIKUR Þeir leiddu það eins og lömb til slátrunar í síðasta mánuði var afhjúpað- ur í I^ondon minnisvarði um þann gríðarlega fjölda af saklausu fólki, sem Bandamenn neyddu til að hverfa aftur til Sovétríkjanna og Júgóslavíu eftir að heims- styrjöldinni síðari lauk. Nokkur hópur manna, útlagar og aðrir, sem vildu minnast þessa fólks, safnaðist saman á Thurloe-torgi gegnt Viktoríu og Albert-safninu til að verða vitni að afhjúpun minnisvarðans um fórnarlömb Yalta-ráðstefnunnar, fagurlega gerðs gosbrunns með steinbekkj- um í kring. Sir Bernard Braine, þingmaður fyrir íhaldsflokkinn, sagði, að minnisvarðinn væri „helgaður þeim mikla fjölda karla, kvenna og barna“, sem flutt hefðu verið nauðungarflutningi í lok stríðs- ins. Margt af þessu fólki, sem var um ein milljón talsins, var leitt fyrir aftökusveitir þegar heim var komið eða sent í þrælabúðir, og margir sviptu sig lífi til að komast hjá þessum örlögum. Sovésk yfirvöld hafa fjargviðr- ast mjög yfir minnisvarðanum og hann var ekki reistur fyrr en Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra, hafði skipað breska utanríkisráðuneytinu að hætta andstöðu sinni, en þar á bæ vildu menn ekki vera að vekja athygli á þætti utanríkisráðuneytisins í nauðungarflutningi fólksins. í febrúar 1945 áttu Josef Stal- ín, Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill með sér fund í Yalta á Krímskaga til að ákveða örlög Þýskalands að stríðinu loknu. Á þessum fundi var sam- þykkt, að öllu fólki yrði komið til sinna fyrri heimkynna hverjar sem ástæðurnar hefðu verið fyrir brottflutningi þess. Þar var m.a. átt við stríðsfanga, fólk sem hafði verið flutt nauðugt frá heimilum sínum, og fólk sem unnið hafði nauðungarvinnu erlendis, flótta- menn, rússneska liðhlaupa, sem börðust með Þjóðverjum, útflytj- endur frá því á dögum byltingar- innar 1917 og Króata frá Júgó- slavíu. „Að láta allt þetta fólk nauðugt í hendurnar á Stalín var alger- lega andstætt alþjóðalögum og hefðum siðaðra þjóða," sagði Sir Braine við afhjúpunina. „Þetta var viðbjóðslegur glæpur, sem rekinn var með offorsi og svikum. í heil tvö ár eftir að stríðinu lauk héldu þessar aðgerðir áfram, sem unnar voru í okkar nafni en án okkar vitundar." Þegar minnisvarðinn hafði ver- ið afhjúpaður var vatninu hleypt á gosbrunninn og gerði það skosk kona að nafni Zoe Palmer. Áður bar hún nafnið Zoe Polanska en þegar hún var 11 ára gömul réð- ust Þjóðverjar inn í ættland hennar, Úkraníu. Hún lifði af vistina í útrýmingarbúðum nas- ista í Auschwitz og hún komst einnig lífs af í Dachau. Fulltrúi sovéskra útlaga í Bandaríkjunum var Peter Koltypin, en hann er fæddur í Júgóslavíu af rússnesku foreldri. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands á stríðsárunum ásamt foreldrum sínum og lenti í höndum Bandaríkjamanna þegar stríðinu lauk. Hann er einn af þeim tiltölulega fáu, sem sluppu við nauðungarflutninginn. Þessum skammarlega verknaði var haldið leyndum allt fram yfir 1970 en þá tók sig til maður að nafni Nocholas Bethell, sagn- fræðingur, sem nú hefur verið aðlaður, og hafði viðtöl við marga fyrrverandi hermann, sem höfðu tekið þátt í aðgerðunum. Þeir starfsmenn utanríkisráðuneytis- ins, sem komu við sögu, neituðu hins vegar að segja nokkuð um málið. Útvarpsþáttur, sem Bethell annaðist, og bókin „Síðasta leyndarmálið", sem kom út 1974, olli reiðiöldu í Bretlandi og hneykslaðist fólk mjög á aðild breskra ráðamanna að þessu máli, jafnt lifandi sem látinna. Málið komst aftur í hámæli þegar breska stjórnin birti leyniskjöl samkvæmt 30 ára reglunni og Nikolai Tolststoy greifi, afkom- andi rússneska skáldsins, en fæddur í Bretlandi, skrifaði um það bók 1978, „Fórnarlömbin í Yalta". „Þetta fólk hefði getað orðið eins konar brjóstvörn í barátt- unni gegn kommúnisma og það óttðist Stalín," sagði Tolstoy við fréttamann AP-fréttastofunnar. „Og á sama tíma vildi hann sýna sínu fólki, að enginn gæti komist undan og einnig það, að hann þyrfti bara að smella fingrunum og þá hlýddu Bretar og Banda- ríkjamenn orðalaust." Þessir dapurlegu atburðir í sögu vestrænna lýðræðisþjóða voru rifjaðir upp enn einu sinni um mánaðamótin síðustu þegar John Galsworthy, fyrrverandi sendiherra Breta í Mexikó, var skipaður annar tveggja fulltrúa Bretaveldis til að fylgjast með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.