Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 28.03.1982, Síða 12
60 JASS-INN Bára Magnúsdóttir: „Við erutn að sanna tilverurétt okkar dansara." MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 T A-Jjúfir tónar jassins fylltu sal Háskólabíós. A sviöinu var allt á iði. Ararnir tóku létt spor, bardagalistahópur úr Kimevasa sveiflaði gljáandi rýtingum um loftið, Bára spjall- aði við Pálma, hjónakornin snérust í hringi, Guðmundur Ingólfsson á hljómborðinu kallaði á Engilbert Jensen, sem sér um hljóðið og sagði honum að það sargaði aðeins í hátölurunum. Allra handa litaðir ljóshringir léku um sviðið og vörpuðu dularfullri birtu á allt og alla. Það var lokaæfing á dans- og söngleiknum „Jass-Inn“ eftir Báru Magnús- dóttur. 33 manns koma fram á sviðinu, en í allt vinna 50 manns við verkið. Allt vinnur fólkið fullan vinnudag, en mætir svo þegar kvölda tekur niður í Háskólabíó og æfir dans- og söngatriði til morguns. „Þetta „sjó“ er kraftaverk," sagði einhver. Það er hún Bára Magnúsdóttir, sem átti hugmyndina að þessu fyrirtæki og kom því í gegn. Hún er leikstjóri verksins, hún samdi dansana, hún samdi söguþráðinn í verkinu og hún samdi alla söngtexta, sem í verkinu eru með aðstoð Kristjáns Hreinsmögurs, sem örlítið kom við sögu. Bára rekur Jassballetskóla Báru, en dansararnir, sem kom fram í verkinu, stunda allir nám í jassballett hjá henni. }5 Trúi varla enn að þetta sé orðið að veruleika J J Litið inn á æfingu á Jass-Inn „Að setja upp svona dans- og söngleik á íslandi hefur verið draumur minn frá því ég fór að dansa og byrjaði með jassball- ettskólann," sagði Bára. „Ég fer út í þetta til að koma á framfæri dönsurum, til að sýna fram á að við eigum fólk sem getur leikið, dansað og sungið, að þannig fólk sé til hérna, bara ef einhver vill það. Hugmyndin að þessum dans- og söngleik hefur þróast með mér í eitt ár. Ég sá strax að hann myndi henta vel fyrir dansflokk- inn minn, svo að í haust fór ég að leita fyrir mér með hljómlistar- menn. Ég talaði við hann Arna Scheving og hann hafði strax trú á þessu. Síðan settist ég niður og fullgerði handrit og texta og dansa. Þetta er Reykjavíkursaga ’82, um ungt fólk, sem er nýbúið að gifta sig og er að fara að stofna heimili. Þetta sýnir það þjóðfélag sem það lifir í og býr við. Jass- Inn er frekar gleðileikur en eitthvað annað, fjallar um um- hverfi það sem við búum við, hvernig við höfum það í dag og börn morgundagsins. Annars vil ég vera heldur spör á að segja frá efninu. Þetta er efni sem allir ættu að kannast við og það ætti að höfða til flestra. Ég vona það að minnsta kosti. Það er mjög dýrt fyrirtæki, alla vega fyrir einstakling, en kostnaðurinn er ekki alveg ljós ennþá. Ég er ekkert viss um að hægt sé að framkvæma aðra svona sýningu. Þetta hefur mikið verið unnið í sjálfboðavinnu, ljósmyndun, kvikmyndun auglýs- inga, búningar og sviðsmynda- hönnun svo eitthvað sé nefnt, en sjáðu til, með þessari sýningu er- um við að sanna tilverurétt okkar dansara og gera dönsurum í framtíðinni léttara fyrir. Það er eins og íslendingum sé alveg sama um dansinn. Dans sem listgrein er tiltölulega ný- tilkominn hjá okkur Islendingum og við erum má segja að ryðja braut fyrir þá sem á eftir koma. Ég vil gera eitthvað í minni tíð svo það verði léttara fyrir þá sem á eftir mér koma. Okkar dansar- anna staður er í leikhúsi, ekki á einhverjum skemmtistaðnum á balli. Það er illa farið með þetta góða fólk að vera alltaf dansandi fyrir fólk á balli. Háskólabíó hentar ágætlega eftir að við höfum breytt nokkr- um hlutum í því. Við byggðum við sviðið og teygðum það aðeins fram og nær til áhorfenda. Við notum stóra sviðsmynd í sama tilgangi og við fjarlægðum tvo fremstu bekkina auk þess sem við seljum ekki miða ofar en á tutt- ugasta bekk, en þar setjum við plötur og lokum af, það sem þar er upp af. Með öllu þessu erum við að reyna að minnka allan þennan mikla geim Háskólabíós og við vonum að takist að skapa stemmningu með því. Vonum að fólk finni sig í húsinu. Við leituð- um víðar eftir húsnæði en ekkert var að fá. Austurbæjarbíó sem venjulega er notað fyrir eitthvað svona er upptekið af Leikfélagi Reykjavíkur svo Háskólabíó var eiginlega þrautaiending. En það stendur fyrir sínu held ég. Við skulum sjá til hvort íslend- ingar kunni að meta Jass-Inn. Ef þessi sýning gengur vel er ekkert í vegi fyrir því að setja upp annan dans- og söngleik. En fyrst þarf að koma hugmynd," sagði Bára. í Jass-Inn-um eru ailt að 25 lög mismunandi löng. Það er hljóm- sveitin Friðryk og hljómsveitar- Pálmi Gunnarsson býður fólki að ganga hinn breiða veg. stjórinn Árni Scheving, sem hafa samið lögin, en hljómsveitina skipa Pálmi Gunnarsson, sem fer reyndar með eitt af þremur aðal- hlutverkum í leiknum, Tryggvi Húbner, Sigurður Karlsson, Pét- ur Hjaltested og Helgi Krist- jánsson og eftir að samæfingar hófust gekk í lið með þeim Þor- leifur Gíslason. „Bára kom að máli við mig í haust og sagði að hana langaði til að koma upp dans- og söngleik og hana vantaði tónlistarmenn. Hún sagði mér upp og ofan af efni leiksins og eftir að hafa hugsað nokkra stund um þetta, leist mér mjög vel á hugmyndina og sló til,“ sagði Árni. „Ég ákvað strax að semja ekki einn tónlistina, þá yrði kannski of mikil flatneskja og of einhæft, svo ég ákvað að fá einhverja hljómsveit í lið með mér. Ég valdi Friðryk. Tónlistin í verkinu er margvís- Ieg, en rauði þráðurinn er jassinn þó í verkinu megi finna allt frá gamalli svingmúsík til tónlistar Árni Scheving: „Hefur verið okkur góð og dýrmæt reynsla og umfram allt skemmtileg.“ Athugasemd frá Vogir hf. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá fyrir- tækinu Vogir hf.: Fyrir hönd Vogir hf. Sunda- borg 1, Reykjavík, mótmæli ég harðlega vinnubrögðum Fiskiðn- ar varðandi sýningu þeirra dag- ana 26.-28. marz 1982. Þarna eru leiddir saman allir helztu keppinautar okkar um markað- inn á vogum og tölvum í íslenzk- um fiskiðnaði án þess að okkur sé gefinn kostur á að vera með. Sem umboðsmenn hollenzku Berkel-verksmiðjanna á íslandi erum við með allar þær gerðir af rafmagnsvogum og mekanískum vogum sem fiskiðnaðurinn þarfnast. Til viðbótar framleiðir Berkel tölvur og prentara til tengingar þessum vogum þannig að við getum útvegað allan þann útbúnað sem eitt frystihús þarf til að tölvuvæðast. Þetta vissu forráðamenn Fiskiðnar fullvel um, því 18. nóvember 1981 send- um við þeim, að þeirra ósk, upp- lýsingar um allt sem Vogir hf hafa að bjóða vegna handbókar sem Fiskiðn er að láta gera um fiskiðnaðinn. Fimmtudaginn 25. marz kl. 11.30 var áthygli mín vakin á heilsíðuauglýsingu í Morgun- blaðinu á þessari sýningu og var það fyrsta vitneskjan sem ég fékk um þessa sýningu. Við sett- um okkur strax í samband við þá hjá Fiskiðn og óskuðum skýr- inga á hvers vegna okkur hefði ekki verið boðin þátttaka, en þar varð fátt um svör. Um kl. 13.00 sama dag var hringt frá Fiskiðn og okkur boðið að vera með, þ.e. 21 klukkustund áður en sýningin opnar. Það þarf ekki viku heldur vikur til að undirbúa þátttöku í svona sýningu ef myndarlega á að standa að því. Það er sárt að missa af þessu upplagða tækifæri til að kynna áhugamönnum um íslenzkan fiskiðnað allt það besta sem Berkel getur boðið m.a. raf- magnsfrystihúsavog sérhann- aða fyrir Island. Ef Fiskiðn vill rísa undir merki um að vilja kynna mönnum allar helztu nýjungar í fiskiðnaði, þá vonumst við eftir vandaðri vinnubrögðum í fram- tíðinni þannig að allir sitji við sama borð með kynningu á þeirra vegum, en þökk sé þeim þó fyrir framtakið að standa fyrir þessari kynningu þó svona hafi farið hvað okkur varðar, því kynningar af þessu tagi eru bráðnauðsynlegar þegar fram- farir á þessum sviðum eru svona örar. F.h. Vogir hf. Baldur Sigurjónsson framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.