Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 ÁFÖRNUM VEGI Samantekt Lengi lifi ísland í hinu ágæta dagblaði Englendinga „Telegraph“ birtist jafnan dálkurinn „Way Of The World“. Þar skrifar „Peter Simple" og er það jafnan hin skemmtilegasta lesning. Nýleg klausa úr dálki „Peter Simple" lýsir honum kannski best: „Óstýrilátur þingmaöur sem barðist við Powell." Svo hljóðar fyrirsögn á dánarfregn í Guard- ian um Sir Ronald Beld, þing- mann íhaldsmanna í Beacons- field, sem lést í síðustu viku. En af hverju er sá æruverðugi þingmaður „óstýrilátur"? Hann var andstæðingur Efnahags- bandalagsins; hann var ákafur föðurlandsvinur; hann taldi æskilegt að hjálpa lituðu fólki til síns heima; hann fylltist hryllingi er hann hugsaði til kvennabaráttu; hann var and- snúinn þvílikum aðgerðum „verndarþjóðfélagsins“ og að lögbjóða notkun bílbelta. — Með öðrum orðum: hann var svipaðs sinnis og meirihluti þingmanna Ihaldsflokksins, flestir þingmenn Verkamanna- flokksins og allur þorri lands- manna fyrir ekki meira en 20 árum síðan! Kannski menn séu enn sama sinnis í dag, en þori ekki að láta það uppi: við lifum á skelfilegum tímum. öllu hefur Það eru hryggilega fáir ís- lenskir fánar við hún hér í Lundúnum til heiðurs forseta íslands, Vigdísi Finnbogadótt- ur, sem hér er í opinberri heim- sókn þessa dagana. En þessi dálkur svíkst ekki undan merkj- um. Því miður verð ég að greina lesendum frá því að þessi aðlað- andi kvenforseti kallar sjálfa sig sósíalista og þykir frjáls- lynd í orði og æði og styður jafnvel kvennabaráttuna! En hverju skiptir j)að? Hún er í forsvari fyrir Islendinga, sem ég hef ævinlega talið bestu og sælustu þjóð í hinum þessum hræðilega nútímaheimi. Þessi dálkur hefur jafnan sýnt ís- lendingum einstakan hlýhug og stóð einarður með þeim í hinu fyrirlitlega þorskastríði. Það er óþarfi að að fara mörgum orðum um ísland; land elds og ísa; hina hugdjörfu fiskimenn þess og þrautseigu Þessi mynd birtist á forslðu enska blaðsins „Express", þegar forseti íslands heilsaði uppá enska ráðamenn fyrr í mánuðinum. Fyrirsognin var: „ísfrúin hittir Járnfrúna — tvær konur við völd og svo líkar“! verið snúið á hvolf. Einlægir íhaldsmenn eru kallaðir „óstýrilátir" og sjálfsagðir hlut- ir taldir „vitfirring“. í augum frjálslyndra er allt sómasam- legt álitið „yfirgengileg brjál- semi“. Þessi er tónninn í skrifum „Peter Simple". Tíðast skop- stælir hann fréttir úr vinstri pressunni, en oftlega greinir hann frá nýjustu tíðindunum úr Afríkuríkinu Gombola og ráða- mönnum þar, NdGraft og félög- um. Dálkur „Peter Simple" er semsé hin skemmtilegasta lesn- ing — en því segjum við frá honum hér að hann er einlægur Islandsvinur. Oftar en ekki hef- ur hann sýnt vinarhug sinn í garð íslendinga í dálkum sín- um, nú síðast þegar forseti vor heilsaði uppá enska ráðamenn. Þá skrifaði „Peter Simple": bændur; hinar ægifögru ljós- hærðu konur; hið forna frjáls- ræði (kannski lýðræði sé ein- ungis þolanlegt í afskekktu og fámennu landi við heimskauts- baug). íslendingar eiga svo gott að tala hreina norsku, nær óbreytta frá tungu fyrstu norsku landnámsmannanna fyrir 1100 árum (sem komu ef til vill í kjölfar írskra munka). íslendingar lesa allra þjóða mest og þá á ég við bókmenntir en ekki rusl. Þó þeir hafi ekki sloppið undan bölvun sjón- varpsins, þá hafa þeir af sinni annáluðu skynsemi takmarkað sjónvarpsútsendingar við þrjár stundir á kveldi — nema á fimmtudögum. Þá er ekkert sjónvarp á íslandi. Ef það er ekki merki um óvenjulega dyggð og sigur yfir freistingun- um, hvað þá? Lengi lifi ísland! Safiiað í flugferð Það er stórhugur í strengja- sveit Tónlistarskólans í Reykja- vík. Sveitin hyggur á þátttöku í mikilli alþjóðlegri keppni ungra strengjaleikara sem haldin verð- ur í Belgrað í Júgóslavíu næsta haust. En slíkt ferðalag kostar peninginn og á næstunni efnir sveitin til fáröflunartónleika til fararinnar og veltur á aðsókn- inni hvort hinir efnilegu strengjaleikarar fá að spreyta sig við útlenskar sveitir á þessu mikla móti. Fyrri tónleikarnir verða næstkomandi miðviku- dagskvöld á Kjarvalsstöðum, en hinir seinni í Bústaðakirkju næsta sunnudag. Strengjasveitin hefur áður haldið nokkra tón- leika við hinar vinsamlegustu viðtökur, meðal annars á Myrk- um Músíkdögum í febrúar síð- astliðnum. í sveitinni eru tíu nemendur í Tónlistarskóla í Reykjavík — einn er Svava Bernharðsdóttir. Tókum við hana tali stuttlega og spurðum fyrst hvenær strengja- sveitin hefði verið stofnuð. Hún var stofnuð haustið 1980. Kennararnir vildu að þeir sem væru komnir lengst í námi á strengjahljóðfæri fengju að spreyta sig frekar. Það er Mark Reedman sem er stjórnandi sveitarinnar, en auk hans eru þau Guðný Guð- mundsdóttir og Gunnar Kvar- an aðalkennarar okkar í sveit- inni. Það skiptir öllu fyrir okkur að aðsókn verði góð á fyrirhuguðum tónleikum, því annars er líklega úti með ferð- ina til Belgrað. Fyrri tónleik- arnir verða kammertónleikar og þar flytjum við verk eftir Hándel, Dvorak, Beethoven og Schumann, en á seinni tónleik- unum flytjum við verk eftir Purcell, Elgar, Bach og Grieg. Flytjendur með okkur eru tveir píanónemendur og semb- alnemandi ásamt kennurun- um, Guðnýju og Mark. Hvenær lærðir þú á fiðlu, Svava? Það var fyrir tólf árum, sem ég hóf mitt fiðlunám, en fyrir tveimur árum sneri ég mér að lágfiðlunni. Mér líkaði betur hljómurinn í henni og hlutur lágfiðlunnar i samspili átti betur við mig. Ég stefni að því að læra frekar á lágfiðlu og reyna að komast utan í fram- haldsnám. Svava: Hún hefur gist þrjár heims- álfur MorgunblaöiA / Emilía. Þú hefur búið í þremur heimsálfum, er það ekki Svava? Jú, ég hef átt heima í Afr- íku, Ameríku og Evrópu. Ég var þrjú ár í Eþíópíu. Faðir minn (Bernharður Guðmunds- son) starfaði þar við út- varpsstöð lúterska heimssam- bandsins. Nei ,ég lærði lítið í tungu innfæddra. Fyrsta árið var ég í norskum skóla, það næsta í amerískum og hið þriðja í frönskum skóla. Svo ég hafði eiginlega ekki tíma til að læra mál innfæddra, en að sjálf- sögðu lærði maður að heilsa og þess háttar á þeirri tungu. Það var mjög alþjóðlegt andrúms- loft þar sem við vorum í Addis Ababa. Ég sakna þess stund- um að vera ekki í alþjóðlegu andrúmslofti, þar sem eru margir og ólíkar venjurnar. í þessum skólum sem ég var í, voru nemendur frá allt að 57 þjóðlöndum. Maður verður rík- ur af því að umgangast fólk að mörgu þjóðerni. Annars grípur mig jafnan áköf föðurlandsást þegar ég dvel erlendis, en það lagast nú fljótlega eftir að heim kemur og þá fer ég að fyllast útþrá — svo þetta er hálfgerður vítahringur. En ekki mjög alvarlegur samt. Hvert fórstu frá Eþíópíu? Til Bandaríkjanna. Það fannst okkur stórt stökk. Okkur var eiginlega sparkað frá Eþíópíu af marxískri bylt- ingu og þjóðfélagið allt var þar í upplausn, svo það var mikil breyting að koma til Miðríkja Bandaríkjanna, þar sem allt er í föstum skorðum. Þar að auki var andrúmsloftið alþjóðlegt, eins og ég er búin að segja þér, þar sem við dvöldum í Addis Ababa, en í Illinois er fólk aft- urhaldsamt mjög í ýmsum efn- um. En ég fékk afbragðs fiðlu- kennslu í Illinois. Eþíópía á hinn bóginn er ekki beint heppilegasti staðurinn á jarð- ríki til að læra á fiðlu. Svava hefur lokið stúdents- prófi frá Hamrahlíðarskóla og stundað nám við Háskóla Is- lands, en nú hefur hún alfarið snúið sér að tónlistinni og lýk- ur kennaraprófi í fiðluleik frá Tónlistarskólanum í vor. En er hún ekki bjartsýn á gengi Strengjasveitarinnar? Jú, það er ég. Við höfum æft geysimikið, en sú æfing er öll að skila sér í leik okkar. Mark er fyirtaks stjórnandi og laðar fram, trúi ég, það besta frá hverjum og einum í sveitinni. Við vonumst eftir góðri aðsókn á tónleikana, því ennþá vantar okkur heilmikið uppí flugfarið austur til Belgrað. Jú, ég er bjartsýn á þá ferð, við gerum að minnsta kosti eins og við getum ... Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík ásamt stjórnanda. Sitjandi frá vinstri: Bryndís Halla Gylfadóttir, Guðrún Þórarinsdóttir, Mark Reedman, stjórnandinn, Sigrún Edwaldsdóttir og Örnólfur Kristjánsson. Stand- andi: Svava Bernharðsdóttir, Bryndís Pálsdóttir, Vera Ósk Steinsen, Greta Guðnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.