Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 Umsjón: Séra Karl SiQurbjömsson Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir AUDROmNSDEGI FERMINGIN í hvítum kyrtlum, strokin og fín, ganga þau eitt af öðru upp að altarinu. Svipur og fas ber vitni óstyrks og hátíðleika, jafnvel lotning. Þetta er mikil hátíð, bæði í augum barnanna og foreldra þeirra og annarra ástvina. Og það fer ekki hjá því, að ein og ein hönd beri vasakiút að tárvotum hvörm- um þegar barnið svarar hvellu jáyrði spurningu prestsins: „Vilt þú leitast við að hafa Jes- úm Krist að leiðtoga lífs þíns?“ Níu af hverjum tíu börnum á 14. aldursári munu ganga upp að altarinu. Hálft þjóðfé- lagið snýst um þetta fyrirbæri þessa dagana. Þó er fermingin engin borgaraleg skylda og henni fylgja engin sérstök réttindi í þjóðfélaginu, svo sem tíðkaðist fyrrum, þegar þjóð og kirkja voru órjúfanleg eining. Nú er hér fjölþætt nú- tímaþjóðfélag. Skírn og ferm- ing veita engin borgaraleg réttindi og skyldur — reyndar hefur dæmið snúist svo gjör- samlega við, að skírn, sem að kristnum skilningi markar inngöngu einstaklings inn í kirkjuna hefur engin áhrif á skráningu viðkomandi ein- staklings í trúfélag í þjóðskrá, og sama er að segja um ferm- ingu! Gagnstætt því sem gerst hefur í nágrannalöndum okkar, þá hefur hlutfall ferm- ingarbarna haldist óbreytt eða því sem næst hér á landi og fátt bendir til þess að breytinga sé þar að vænta í bráð. Hvers vegna ætlarðu að fermast? Séu börnin spurð hvers vegna þau ætli að fermast fást margvísleg svör. Hér eru nokkur valin af handahófi: Allir jafnaldrarnir ætla að fermast. Þau heima vilja það endilega. Amma hefur talað um það í mörg ár. Ég fæ að fara til Spánar. Maður fær ofsalega fínar gjaf- ir og svoleiðis. Það er svo hátíðlegt. Það verður veisla. Beinlínis trúarleg rök eru ekki í þessari upptalningu, enda næsta fágæt. Þýðir það, að trúarlegar ástæður séu ekki fyrir hendi hjá þorra þeirra unglinga, sem kjósa að ferm- ast? Táningurinn stendur í viss- um skilningi á mótum tveggja heima, tilveru barnsins og heims hinna fullorðnu. Þetta er tími spennu og öryggisleys- is og sjálsrýni, leitar að sjálf- um sér og samastað í tilver- unni. Spurningarnar „hver? hvert? og hvers vegna?" koma fram í margvíslegu atferli og umbrotum þessa byltingar- skeiðs, þótt þær komi sjaldn- ast fram í orðum tjáðar. Hugsanlegt er, að þegar mað- ur er hvað öryggislausastur með sjálfan sig, eigi maður erfiðast með að viðurkenna þessar spurningar. En hvernig getum við hjálpað unglingun- um að horfast í augu við þess- ar spurningar og leiðbeina þeim þangað sem svörin er að finna? Hvers vegna er fermingin? Skírnin er að mati kirkj- unnar þýðingarmesti atburð- urinn í lífi einstaklingsins. Evangelisk lúthersk kirkja leggur mikla áherslu á að börn séu skírð á unga aldri, og verði þannig meðlimir kirkju Krists. Fermingarfræðslan er skírnarfræðsla þeirrar kirkju sem iðkar barnsskírn, og þar er fjallað um öll meginatariði kristinnar trúar. Fermingar- athöfnin er síðan persónuleg staðfesting skírnarinnar. Orð- ið „ferming" er einmitt dregið af latnesku orði, sem þýðir „staðfesting". A engu öðru sviði er kirkj- unni sýnt eins mikið traust eins og með fermingunni. Fermingarfræðslan er mikil- vægasti þátturinn í skipulegu uppeldi og fræðslustarfi safn- aðarins. Víst skortir mikið á að kirkjan geri nógu miklar kröfur til sjálfrar sín hvað fermingarundirbúninginn snertir. Fermingarundirbún- ingstímum þyrfti að fjölga um a.m.k. þriðjung ef vel ætti að vera, og verða markvissari. Þá hluti hafa prestar allmjög í hendi sér. Á hinn bóginn þyrfti að stórauka samskipti og samstarf heimilanna og safnaðarins á þessum mikil- vægu tímamótum í lífi barns- ins sem fermingin óneitanlega er. Hvað ætlar þú aö gefa barninu þínu í fermingargjöf? I skoðanakönnun, sem gerð var meðal unglinga í einu nágrannalandi okkar, voru unglingarnir spurðir hvers þeir óskuðu sér frá foreldrum sínum. 53% óskuðu sér meiri tima með foreldrum sínum til starfa og leikja. Einungis 7 af hundraði óskuðu gjafa! Þetta er umhugsunarvert fyrir okkur líka. Hvað getum við best gefið hinum ungu? Kirkj- an er ekki í vafa um svarið. Móðir skrifaði eitt sinn á þessa leið: Við fermingu sonar míns hugsaði ég til minnar eigin fermingar, þegar ég stóð í sömu sporum og hann nú. Ég minntist þess heits sem ég vann, og þess er hönd prests- ins hvíldi á kollinum á mér og hann mælti blessunarorð. Ég hef verið gæfusöm á æfinni þrátt fyrir margvíslegt mót- læti eins og gengur. En kirkj- an hefur ekki skipt mig miklu máli. Ég bað með börnunum þegar þau voru lítil, en sjaldan barst talið að trúarlegum hlutum, og við fórum aldrei í kirkju. En nú, þegar ég kraup með syni mínum við altaris- gönguna, þá gerði ég heit. Nú skyldi ég gera það, sem ég hefði alltaf átt að gera. Leita Guðs. Sækja kirkju, taka þátt í safnaðarlífinu, reyna að le8RÍa mitt af mörkum sem ábyrgur einstaklingur. Þetta var að vis.su leyti mín ferming líka. ... hann skal aldrei að eilífu deyja 5. sunnudagur í föstu Jóh. 8. 46—59 Við erum að undirbúa okkur undir páskana. Pásk- ar Gamla testamentisins voru haldnir til minningar um frelsun ísraelsmanna úr þrælabúðunum í Egypta- landi. Páskar kristinnar kirkju eru haldnir af því Guð hefur frelsað fólk sitt frá syndinni. Afleiðing syndarinnar er dauðinn. Honum verðum við öll að mæta fyrr eða síðar. En guðspjallið í dag segir eftir Jesú sjálfum að sá, sem varðveiti hans orð, skuli aldrei að eilífu deyja. Það er alveg áreiðanlega satt vegna þess að það var Jesús, sem sagði það. Gyðingarnir trúðu honum ekki. Abra- ham dó og spámennirnir dóu, sögðu þeir. Við vitum líka að fólk deyr, allir deyja fyrr eða síðar. Margir segja aftur og aftur að það sé raunar það eina, sem sé alveg áreiðanlegt, að við munum einhvern tíma deyja. Það er ekki rétt. Það er annað, sem er líka áreið- anlegt. Það að sá, sem trúir á orð Guðs, mun ekki eiga endalok sín með dauðanum. Hann mun rísa upp til eilífs lífs með Jesú. Það er vegna þess að Jesús dó fyrir synd- ir hans og reis upp til að gefa honum nýtt og eilíft líf. Þetta skulum við hug- leiða núna á föstunni þegar við undirbúum okkur undir sigurhátíð páskanna. Við þurfum mikinn tíma til að hugleiða þessi orð. Við þurfum að hugleiða það í einlægni hvort við eigum trúna á orð Drottins, trúna á Jesú Krist. Við þurfum að hugleiða hvort við höfum tekið á móti því frelsi, sem páskahátíðin býður okkur, frelsinu frá oki syndarinn- ar. Eigum við gleði og styrk upprisunnar í daglegu lífi okkar? Það vona ég. Stund- um verðum við vondauf, þreytt og kjarklaus. Kannski þarf ekki annað en grámuggu í morgunsárið eða aðkenningu að ein- manaleika að kvöldi til að gera okkur kvíðin og við- kvæm og trúlítil á lifandi páskakraft í lífi okkar. Ger- um þá æfingar á föstu, æf- ingar í bjartsýni kristinnar trúar. Guð hefur frelsað fólk sitt frá syndinni, frá óttanum, frá afleiðingum dauðans. Æfum okkur nú í því að treysta því. T Bibl íulestur vikuna 28. mars til 3. apríl Sunnudagur 28. mars Lúk. 1, 26- -38 Mánudagur 29. mars Matt. 21. 33-43 Þriðjudagur 30. mars Jóh. 8. 46- 59 Miðvikudagur 31. mars Jóh. 7, 1-13 Fimmtudagur 1. apríl Hebr. 9,11- -14 Föstudagur 2. apríl Hebr. 9, 15- -22 Laugardagur 3. apríl Hebr. 9, 23- -28 Sælir eru þeir, sem heyra Guðs oró og varóveita þaó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.