Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 93 Hugleiðing á ári aldraðra: Elliheimilið Grund 60 ára Til Velvakanda! Orð eru til alls fyrst og vona ég, að það sannist nú á ári aldraðra, því mikið hefur verið ritað og rætt um málefni aldraðra og er það vel. En þetta var nú aðeins formálinn. Það sem hefur vakið furðu mína í öllum þessum umræðum, er, að menn virðast gleyma því að í Reykjavík er stofnun sem sinnt hefur málefnum aldraðra í sextiu ár. Þar á ég við Elliheimilið Grund. Eg held, að það sé á engan hall- að, þó sagt verði að það sé eitt mesta framtak sem gert hafi ver- ið, þegar nokkrir menn fyrir sex- tíu árum tóku sig saman og komu á fót heimili fyrir aldraða. Þeir fóru að eins og Kópavogsbúar nú með Hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða — þeir leituðu til samborgar- anna og það tókst að koma upp heimilinu. Síðar, árið 1930, reis upp Stóra- Grund við Hringbraut og það segja mér aldraðir Reykvíkingar, að það sé eitt stærsta átak sem gert hafi verið hér á landi á þeim tímum og sé það kraftaverki næst, hversu vel hafi til tekist. Nú, hálfri öld seinna, er enn ris- in stór og mikil bygging á Grund, en svo furðulegt sem það er, hefi ég hvergi séð þess getið í öllum þessum skrifum um byggingar fyrir aldraða. Húsið er svo til full- búið, en vandlega hefur verið um það þagað í öllum fjölmiðlum. Nú spyr ég ykkur Reykvíkinga: F'innst ykkur ekki að Grund hafi gert mikið fyrir samborgarana; hafa ekki margir átt þar sitt (íunnar Thoroddsen um ummæli Friðjéns Þérðarsonan „Frásögn Morgun- blaðsins er röng“ -MIM rr ro»( f.áM*. i U«|» honum hofö á •A«lfundi Sjálf MMMou. ár<l« rt ronfl rflM hnnum sUrömfálajn Mýruýalu, arm h»fl," U(Ai fornmlMrááhrrrs, haldinn var um aiðuatu hrlfi (•■■aar ThMaddara. I aamuh riá Préttma arrtdi frátUnUri Mor« MorfaaMaáM I frrhvMdi. et haaa unblaAoina i Borfarnáfi, Helfi •ar utMar áhta á ýrim ammvhrm Bjarnaaon doaumaUiUhrrra. Fnáfáaa hárá Vefna fyrrfreindra ummrla araaaar. aá aliu ýtffli Mjéraar Cunnara Thoroddaen rill Morf •amMarftaa fyrh haaarafar. a*» unblaðiö laka fram, aö ernn af SfáHMMdiaflakkarlaa fMi frafiá fretlaatjárum MorfunblaAama "• haaamfa I etaaaa flahki áaaaá lu fráaOfn fráturitara hlaöam. I ha/ái faramirarááherra ehhi am sima fyrir Fnöjón ÞOrAaraon I atáliá aá arfja fyrrakvold of umþyhkti hann heui ummeli dómamálaráA fráaOfnina nna of hún btrtiat á herra hrrtuat i frátt á bakaiöu hakaiAu MnrfunhlaAama dafinn MorfunblaAama I jrr of eru eftir eftir Frétt Mbl. lesin fyrir Friðjón í fyrrakvöld Gunnar segir rangt um rétt ríkisstjórn ef ber á góma, en þessi góóa, feita frétt er Friðjóni til mikils sóma. Hákur ævikvöld þegar elli og veikindi hafa gert þá hjálparþurfi og hefur ekki margur einstæðingurinn fundið þar samastað þegar allar aðrar dyr hafa verið lokaðar? En að lokum vil ég nefna það, að Grund hefur orðið það til mikillar farsældar, að þar hefur haldið um stjórnartauma frábær maður og á ég þar við Gísla Sigurbjörnsson. Án hans held ég að saga Grundar hefði ekki orðið sú sem hún er og fyndist mér sjálfsagt og eðlilegt, að Reykjavíkurborg sýndi honum einhvern heiðursvott fyrir frá- bærlega vel unnin störf í þágu aldraðra nú á þessu afmælisári Grundar. Við skulum vera minnug þess, að það er hægara að halda áfram þegar brautin hefur verið rudd. 1276-7633 Þessir hringdu . . . Sjónvarpsaug- lýsingin um afnota- gjaldið fyrirmynd- arauglýsing 3389—2357 hringdi: „Það hefur furðu mikið verið nöldrað útaf sjónvarpsauglýsingu Rósu Ingólfsdóttur um afnotagjald sjónvarps," sagði hann. „Ég kann hins vegar vel við þessa auglýs- ingu og Rósu Ingólfsdóttur líka. Hún hefur þorað að tala um kven- legan yndisþokka sem mannkost og þorað að sýna húsmóðurstörf- um virðingu. Þetta virðist fara eitthvað illa í Rauðsokkur og þess- ar karl-kerlingar, sem sjálfsagt vilja helzt að kvenfólk hafi skegg á efrivör jafnréttisins vegna. Þær skirrast ekki við að fjölyrða og skrifa um hvað Rósa geti verið vitlaus og kvenlega gamaldags. Þolir þetta fólk ekki að neinn gangi í berhögg við hleypidóma þess. Nú, svo er líka til fólk sem fjargviðrast og segist borga afnotagjald sjónvarpsins seinna en ella vegna þess hve því þykir auglýsingin leiðinleg. Furða er hversu þetta litla brot af íslend- ingum getur verið húmorslaust og hundleiðinlegt, en jafnframt látið bera þessi ósköp á sér. Það er skaðlegt hverju þjóðfélagi að sitja uppi með slíka klíku, sem sífellt er að reyna að koma því inn hjá fólki að húsmóðurstörf séu niðrandi og kvenlegur yndisþokki gamaldags. Góð húsmóðir og góður heimilis- faðir eru undirstaða menntaðs og góðs þjóðfélags. Þessu á ekki að blanda saman við launajafnrétti." Oviðeigandi „sam- starfsmanns“ stagl Útvarpshlustandi hringdi og bað fyrir eftirfarandi: „Dauðans leiðindi eru af þessu stanzlausa „samstarfsmanns"- stagli í útvarpsþættinum „Á vettvangi". Hvað það er sem alltaf er verið að undirstrika með því að benda á það margoft í hverjum þætti að þessi eða hinn sé „sam- starfsmaður“ væri nógu fróðlegt að vita. Samstarfsmaður hvers eða hverra? Varla stjórnandans því að ekki fer á milli mála — ef marka má allar endurtekningarn- ar um það líka — að hann er alveg sér á parti. Kannski skiptir þessi skilgreining, stjórnandi — sam- starfsmaður, máli í skúffunni þar sem launaseðlar fólksins eru geymdir hjá féhirði Útvarpsins, en óbreytta hlustendur varðar ekkert um slíkt. Helzt er svo að skilja að hér sé á ferðinni einhver rígur milli fólksins sem sér um þáttinn og sé svo þá er hann öðr- um óviðkomandi og í hæsta máta óviðeigandi." B3? SIG6A V/öGá g tiLVERAW / tá UJifif)! Mu'bom x ,\im\ 'ifaAZ \/iQ VÚIN W vCOVfW OMlfi 'tíTOMM wáfrr/ wú £ Leitið upplýsinga í síma 82027 og 83860 Ármúli sf. sérhæft þjónustufyrirtæki, Ármúla 11. Sérstakar kantf lísar á tröppur, f rostþolnar og níðsterkar Höganás býður enn nýjung í flísum. Nú fást sér- stakar kantflísar með frostþolnu útiflísunum. Ný áferð, nýir litir. Komið og skoðið Höganás flísaúrvalið í sýn- ingarsal okkar. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2, SÍMI »260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.