Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982
73
Faömlag samlyndra hjóna — Sophiu og Carlo Ponti.
get dregið mig í hlé, ef ég verð og ég sé að
ég get ekkert gert í málinu. Ég kann að
bíða. Nú er ég tilbúin til að reyna eitthvað
nýtt. En stundum, þegar maður er til-
búinn, er nauðsynlegt að ganga í gegnum
ýmsar þjáningar. Nú hef ég tekið þá af-
stöðu að fara eftir því sem tilfinningarnar
segja mér í stað þess að leita að öryggi. Nú
ætla ég að fá það sem ég þarfnast sem
kona.“
Það þarf mikið til þess að hnakkakert og
sómakær kona á borð við Sophiu Loren
tilkynni að hún hafi í huga svo róttækar
ráðagerðir að segja skilið við eiginmann
sinn og eiga vingott við annan karlmann.
Enginn einstakur atburður getur hafa
knúið hana til slíkra sinnaskipta, heldur
hljóta þau að hafa orsakazt af mörgum
samverkandi þáttum.
Sambandið öllum ráðgáta
Ókunnugum hefur jafnan þótt sem sam-
band þeirra Sophiu Loren og Carlo Ponti
hlyti að vera öllum hulin ráðgáta. Það er
heldur ekki annað hægt en að furða sig á
því, hvað þessi stórfallega stúlka úr
fátækrahverfi Napolí, sem ummyndaðist i
eina stórkostlegustu leikkonu í heimi, gat
séð við þennan stutta, sköllótta kúlu-
vamba, er var nógu gamall tii að vera faðir
hennar. Fólk hefði haldið, að fyndist öðru
hvoru þeirra makinn sér ekki samboðinn,
væri það fremur Sophia en Ponti.
En þegar maður sér þau saman stendur
maður andspænis beizkum raunveruleika
lífsins. Eftir nálega þriggja áratuga sam-
vistir þeirra hjóna virðist Ponti ekkert
hafa elzt, en Sophia er eins og fölnandi
skrautblóm. Ponti er jafnvaldamikill og
áður. Þótt nokkur brestur hafi komið í
fjárhag hans við það að ítölsk stjórnvöld
hafi dæmt hann í stórar fjársektir og
Verðbréfa- og kauphallarráð Bandaríkja-
stjórnar hafi borið fram kæru á hann fyrir
að hafa svikið rösklega tvær milljónir doll-
ara út úr fólki, sem fjárfest hefur í kvik-
myndaiðnaði, er hann jafnvel ennþá auð-
ugri en þá er fundum hans og Sophiu bar
fyrst saman.
A hinn bóginn stendur Sophia Loren
andspænis erfiðleikum þeim, sem aldurinn
færir fögrum leikkonum af miklu mis-
kunnarleysi. En af meðfæddri kænsku
reynir hún að taka að sér fleiri skapgerð-
arhlutverk í stað þess að ganga sjálfkrafa
inn í hlutverk glæsikvenna. Hún hefur
haft þungar byrðar að bera frá barnæsku,
og á unglingsárum tók hún að sjá fyrir
móður sinni og systur, sem hún hefur gert
síðan samfara því að vinna sér frama og
vera eiginkona og móðir. Nú er hún orðin
örþreytt. Eftir því sem 50 ára afmælið
færist nær hefur Ponti fjarlægzt hana og
sýnt henni vanrækslu og ótryggð. Svo virð-
ist sem hún líti á samband sitt við dr.
Baulieu sem síðasta tækifærið til að njóta
æsku, frelsisás.tar og fullnægingar sem
kona. Er við ræddum saman nýlega sagði
hún m.a.:
„í fyrstu varð ég að beita mig hörku til
að breyta mér. En mér tókst að gera það.
Það var spurningin um hvort ég væri fær
um að þroskast áfram sem kona.“
Forvitin um eitt og annað
Þvínæst reyndi hún að gera mér ljóst í
hverju væru fólgnar þær breytingar, sem
hún hafði gert á lífi sínu og hélt áfram:
„Þegar ég var ung, fannst mér ég vera
gömul, því að ég hafði svo mikla ábyrgð-
artilfinningu. Nú nýt ég loks æskunnar og
ég gef mér tóm til að uppgötva eitt og
annað í lífinu. Það er eins og allur heimur-
inn hafi lokizt upp fyrir mér. Núna finnst
mér gaman að fara í leikhús, í ferðalög og
skoða söfn, en áður fyrr þótti mér ekkert í
þetta varið. Núna er ég að lesa bók um frú
Curie, sem franski rithöfundurinn Franco-
is Giroud hefur skrifað. Ég er orðin mjög
forvitin um eitt og annað sem örvar hug-
ann. Þannig langar mig til að lifa núna.
Það er nefnilega ekki hægt að einskorða
sig við að hugsa um heimili, börn og vinnu.
Þá deyr í manni sálin. Ef maður er tilfinn-
inganæmur að eðlisfari verður maður að
láta eftir sér að drepa sig úr dróma. Ég
held, að konur vilji slíkt nú á dögum. Þetta
er svipað því og að losna úr álögum. Ég hef
orðið fyrir miklum áhrifum af því, hvernig
margt í heiminum hefur losnað úr læðingi
að undanförnu.
Þegar ég spurði hana aftur um viðhorf
manns hennar til þessara nýju l.ugmynda
hennar og þrár, fór hún undan í flæmingi
og sagði svo þreytulega:
„Maðurinn minn ræðir aldrei slík mál.
Hann myndi ekki skilja þetta. Hann hefði
engan áhuga á því.“
Til allrar hamingju fyrir Sophiu hafa
viðhorf til miðaldra leikkvenna breytzt
mjög að undanförnu. Nú hafa verið skrifuð
fyrir þær óvenjulega bitastæð hlutverk, og
fá þær að njóta sín á hvíta tjaldinu sem
skapgerðarleikkonur fremur en sem feg-
urðardísir. Hefur þetta valdið því að þær
eru orðnar helzta aðdráttaraflið, sem
kvikmyndahúsin hafa.
I maí næstkomandi mun Sophia Loren
hefja leik í kvikmynd, sem Lina Wertmull-
er stjórnar. Hún segir með nokkru stolti:
„Ég leik aðalkvenhlutverkið. Það er
mjög skapmikil og lostafull brasilisk kona.
Sagan segir frá bláfátækri 14 ára stúlku,
sem fer til Sao Paulo og hafnar þar í
pútnahúsi, því að hún getur enga vinnu
fengið. Þá hittir hún stórkostlegan mann,
sem hjálpar henni að vinna sér frama í
viðskiptalífinu og“ Sophia bætir við með
röddu, sem þrungin er ánægju: „hún verð-
ur mjög valdamikil kona — auðug og mik-
ils metin í samfélaginu. Hún getur gert
allt sem hugurinn girnist."
Við ræddum ennfremur dálítið um sjón-
varp og Sophia staðfesti að henni hefði
verið boðið hlutverk í framhaldsþáttum
fyrir sjónvarp, er nefnast Konungsættin.
Hún kveðst hafa hafnað því tilboði.
„Ég vildi heldur skapa sjálf hlutverk
fyrir mig í sjónvarpsþáttum,” segir hún.
Ýmsir fréttamenn hafa talið, að eitt-
hvað samband sé milli tilboðs þess, sem
Sophia fékk um leik í „Konungsættinni" og
þess að Ponti hefur nýlega keypt sér glæsi-
legan „felustað" í Los Angeles. Hins vegar
sagði mér Alex Ponti, sonur Carlo af fyrra
hjónabandi, að faðir hans hefði keypt hús-
ið fyrir sjálfan sig og drengina, þegar þeir
yxu úr grasi. Sophia myndi alls ekki búa í
þessu húsi. Hann vísaði einnig á bug þrá-
látum orðrómi um að faðir hans væri al-
varlega veikur og sagði loks, að ekki væri
um neinn skilnað að ræða hjá föður hans
og Sophiu. Sophiu og Carlo Ponti hefur
alls ekki borið saman um það, sem þau
hafa sagt fréttamönnum að undanförnu.
Til dæmis hefur Sophia fullyrt, að maður
hennari eigi ekkert í umræddu húsi í Los
Angeles. Skýringin á þessu gæti verið sú,
að Ponti sé sjálfur að hugsa um að flytjast
til Hollywood, þar eð hann á fangelsisdóm
yfir höfði sér á Ítalíu og svo lítur út sem
hjónaband hans sé að bresta.
Fjárhagslega sjálfstœð
Sophia Loren hefur gætt sín á því að
vera ekki algerlega háð eiginmanni sínum
fjárhagslega. Hún hfur haft ýmis járn í
eldinum sjálf. Samningurinn, sem hún
hefur gert til að kynna Coty-ilmvötn, mun
verða áfram í gildi á næstunni og á
óformlegum grunni. Kynning hennar á
Coty-ilmvötnunum hefur tekizt sérlega
vel, en hún felur m.a. í sér tvær ferðir á ári
fyrir hana til Bandaríkjanna svo og hinar
frægu sjónvarpsauglýsingar hennar.
„Þú sagðir mér í París að þig skorti ör-
yggistilfinningu," sagði ég við Sophiu.
„Nei, vina mín, ég er ekki örugg með mig
og það verð ég aldrei," svaraði hún. „En
hver er það í rauninni? Mér finnst ætíð
sem ég muni missa það á morgun sem ég á
'í dag. Mér finnst þetta ágætt út af fyrir
sig, því viðkomandi persóna virðist af
þeim sökum viðkvæm og tilfinningasöm.
Mér fellur við slíkt fólk, en það sem er
sterkt og sjálfsöruggt skelfir mig. Þegar
allt kemur til alls þá verð ég að treysta á
sjálfa mig. Ég hef komizt heilu og höldnu
út úr heimsstyrjöld. Ég veit að ég get allt-
af leitað tit vinnunnar og séð mér far-
borða, jafrjvel þótt ég verði fjörgömul
kona.“
Sophia Loren hafði eitt sinn gefið mér
ráð í vandamáli, sem ég átti sjálf við að
stríða.
„Ef þú rekst á mann, sem vekur ástríður
þínar — ástríður sem höfða til hugans,
andans, ímyndunaraflsins — ef hann er
líklegur til að veita þér dýpstu lífsfyllingu
— þá skalt þú gefa þig honum á vald,
jafnvel þótt það geti reynzt hættulegt og
jafnvel þótt þú vitir ekki hvað það mun
kosta þig. Láttu öryggið fjúka út í veður og
vind. Þú getur auðveldlega gjörbreytt
lífsháttum þínum ef þú mátt til. Það kann
að vera þess virði. Láttu tilfinningar þínar
ráða ferðinni. Það er öruggast."
Það bendir allt til þess, að Sophia Loren
ætli að fara að sínum eigin ráðum, eins og
málin standa um þessar mundir í lífi
hennar.
Electrolux ryksugan er hljóðlát,
sogkrafturinn rafeindastýrður og
aðlagar sig sjálfkrafa að þykku
teppi eða trégólfi.
Fótrofi til að ræsa mótorinn
og til að draga inn snúruna.
Stýrishjól undir henni miðri
auðveldar keyrslu, gúmmípúðar
á hliðum og lipur sogbarki.
AUKAHLUTIR:
SOGSTYKKI með Ijósi og
rafknúnum bursta sem bankar
teppið um leið og sogað er.
PÚSSKUBBUR sem sveiflast
upp í 18000 snúninga á mín.
Sogið hreinsar allt ryk undan
kubbnum.
ryksugum
Vörumarkaðurinn h(.
ÁRMÚLAIa